Morgunblaðið - 19.02.1944, Side 7
Laugardagur 19. febrúar. 1944;
MORGUXELABIÐ
P*
t
Bak vxÖ stálvegffinn -
RÍKISLEÐTOGINN
5. grein Arvids Fredborg
ADOLF HITLER
í dag birtist fimta og
síðasta greinin í þessum
greinaflokhi úr bók sænska
hlaðamannsins Arvid Frcd
borg, „Bak við stáivegg-
inn“.
Ríkisleiðtoginn Hitler.
EF maður veitir Hitler
eftirtekt, þegar hann er að
flytja ræðu, á opinberum
vettvangi, vekur hið aug-
Ijósa ósamræmi í eðli hans
mesta athygli. Framkoma
hans virðist stirðleg og
skortir alla Iipurð eða virðu
leika. Þegar hann gengur
fram á ræðupalhnn er hann
einna líkastur lítihnótleg-
um kaupsýslumanni, sem
reynir árangurslaust að
verða mikill stjórnmála-
maður.
Iiann hefur mál sitt með
hárri röddu og bvrjar
venjulega á hinni alþekktu
og þrautleiðinlegu frásögn
af því, hvernig hann, frá því
að vera óbreyttur hermað-
ur, varð leiðtogi þýska rík-
isins. Öðru hverju talar
hann í sig hita, og má þá
greina állt annan mann,
taugasterkan og ástríðufull-
an. Orð hans falla sem ham-
arshögo. og líti maður vfir
áheyrendaskarann sjest, að
allir fylgjast með orðum
hans með opnum munni og
starandi augnaráði. Maður
verður að gæta að sjer að
hrífast ekki með þessari
fjöldadáleiðslu. Allt í. einu
hverfa töframir og nú sjá-
um við aðeins litla manninn
sem reynir að sannfæra
sjálfan sig og aðra um mik-
illeika sinn.
Á yfirborðinu virðist ut-
anríkisstefna hans mótast
af blygðunarlausu raunsæi.
Sannleikurinn er þó sá, að
tilfinningar hans og per-
sónulegt viðhorf hafa oft
ráðið úrslitum. Það er ekk-
ert leyndarmál í Berlín, að
ýmsu ræðuefni verða að
bíða vikum saman, því að
ráðunautarnir þora ekki að
leggja fram fyrir Hitler
nein erfiðleikamál fyr en
hugarástand hans er í sjer-
staklega góðu lagi. Oft á
tíðum hefir persónuleg óvild
hans ráðið sjórnmálastefnu
Þýskalands. Þessi óskyn-
semi er hið skelfilega ein-
kenni stjómar hans.
Enginn getur neitað hæfni
Hitlers sem herleiðtoga til
þess að gera stórkostlegar
áætlanir. En ýms smáat-
riði eru honum ástríða, og
hefir þetta skapgerðarein-
kenni hans vakið mikla
gremju herstjórnarinnar. —
Herforinpjaráð hans er
stundum kvatt saman þrjá-
tíu sinnum á einum morgni
til þess að útskýra tilgang
hernaðaraðgerða, sem ætti
að vera í verkahring her-
foringjanna á vígvöllunum.
Stundum frestar ■ Hitler
einnig því,'að ný vopn sjeu
tekin í notkun, með þeim
rökum, að hann vilji sjálfur
rannsaka öll smáatriði, og
Fundur í Eíkisþingi nasisti. Hitler er. í ræSustóli í miðjunni. Fyrir aftan hann situr
Cöring, forseti þingsins.
getur það verk tekið vikur
eða mánuði.
Það hlýtur að vera ein-
hver erfiðasta eldraun
þýska herforingjaráðsins að
hafa ,æðsta herstjórnanda
sem er sjer svo meðvitandi
um vald sitt, en skortir þó
hernaðarmentun. — Marg-
ar sögur hafa verið sagðar
um afskifti Hitlers af hern-
aðarmálum. Hann skeytir
engu um herreglur, og er
sagt, að hann hafi gefið her-
ílokkum og herdeildum
skipanir, án þess að taka
nokkurt tillit til hlutaðeig-
andi herforingja.Gott dæmi
um þetta hátterni var sagan
um von Bock hershöfðingja,
sem var spurður að því, af
hinum heimskunna hljóm-
sveitarstjóra Furtwángler,
hvers vegna hann — von
Bock — hefði verið leystur
frá herstjórnarstörfum. —
„Kæri Furtwángler“, svar-
aði hershöfðinginn. „Ef leið
toginn kynni að leika á
blásturshljóðfæri, þá mynd
uð þjer ekki lengur stjórna
neinni hljómsveit opinber-
lega“.
Hermaður og stjórnmála-
maður.
METNAÐUR Hitlers er
að vera hermaður engu síð-
ur en stjórnmálamaður —
og það mesti- hermaður sög-
unnar — en hann hefir ekki
til að bera nauðsynlega
hæfileika. — Persónulegt
framlag hans til hernaðar,
hefir haft óheillavænleg á-
hrif. Ef til vill eru einkunn-
arorð þau, sem hann hefir
f.ylgt alla sína ævi, besta
skýringin: ,,Að gera hið ó-
mögulega mögulegt“. — Á
stjórnmálasviðinu hafði
þessi meginregla stórkost-
leg áhrif. Gegn ráðum hers-
höfðingja sinna skipaði
Hitler að endurvígbúa Rín-
arhjeruðin, innlimaði Aust-
urríki og „leysti“ tjekk-
neska vandamálið. Þessir
stjórnmálasigrar bljesu hoh
um í brjóst þeirri skoðun, að
dómgreind hans á hernað-
armálum væri einnig ó-
skeikul.
Það var þessari stjórn-
málastefnu — að gera hið
ómögulega að raunveru-
leika — sem Hitler fvlgdi,
er hann rjeðist inn í Rúss-
land. En hann gleymdi að
taka með í reikninginn ýms
hernaðarleg atriði, svo sem
varalið, flutninga, veður og
baráttuþrek rússnesku þjóð
arinnar. Hernaðarvald hans
hefir orðið að engu á rúss-
nesku gresjunum og eyði-
mörkum Norður-Afríku, af
því að hann vanmat þessi
atriði.
Hitler hefir breyst á síð-
ustu tveimur árum. Hann
hefir elst. í augum hans er
meiri áreynslu- og þrevtu-
blær en áður. Hann líkist
einna helst manni, sem veit
að sandurinn er að minka í
stundaglasinu.
Að því er heilsu hans
snertir, þá vita einungis
þeir nánustu um raunveru-
legt ástand hans nú. Hann
hefir öðru hverju fengið
taugaáfall, og hefir því ekki
óslitið farið með völdin. —
Stundum hafa stjórnmála-
leg og hernaðarleg yfirráð
verið í annara höndum vik-
um og mánuðum saman. —
Hafa þá Himmler og Bor-
mann venjulega farið með
stjórnmálalega valdið, en
yfirherstjórnin með hern
aðarlega valdið.
Hitler nú í fullkominni
einangrun og um'geng
mjög fáa. Það virðist svo,
sem þýsku herleiðtogarnir
hafi að lokum gripið inn í
hinn stjórnmálalega rekst-
ur styrjaldarinnar, og Hitl-
er sjálfur hafi verið færður
sífelt aftar á stjórnarsvið-
inu.
Þegar minningarnar um
yfirstandandi baráttu taka
að fyrnast, mun sagan meta
æviferil hans. Nú þegar er
augljóst, að þessi Styrjöld
hefir valdið þeim stórfeld-
á yfirborðinu. Það sem gróð
ursett hefir verið í sál
þýsku æskunnar er öllu
fremur guðspjall blóðsút-
hellinga, yfirdrottnunar og
þjóðarrembings. Hún veit
ekkert um trú eða hugsjón-
ir annara þjóða.
í þessu viðhorfi þýskrar
æsku felst ein mesta hætt-
an fyrir Þýskaland og Ev-
rópu. Aðrir munu uppskera
ávextina af því, sem Hitler
hefir sáð. Ef til vill munu
líða margir mannsaldrar
þar til sáðkornum nasism-
ans hefir verið útrýmt.
Samhliða sköpun nýrrar
trúar er kerfisbundin ejrði-
legging hinnar gömlu lög-
skipunar. Það er vissulega
erfitt fyrir þá sem ekki
þekkja til málanna, að gera
sjer ljósa þýðingu hins nýja
lögleysis kerfis sem nasist-
ar hafa innleitt.
I Ástandið í Þýskalandi er
næstum hliðstætt hinu ill-
ræmda stjórnleysistímabili
(Interregnum) 1254—1273
í sögu Þýskalands. Saklaus-
ustu breytingum, er orðið ir og dygðugir borgarar geta
hafa í sögu síðari tíma. —
Þegar atburðir nútímans
eru langt að baki okkur,
munum við ef til vill skoða
Hitler sem verkfæri örlag-
anna, algerlega frábrugðinn
þeim manni, sem hann
verið — og eru — handtekn
ir og samstundis teknir af
lífi án dóms og laga. Form-
leg handtaka er ekki einu
sinni nauðsynleg, því að
persóna sú, sem um er að
ræða, kann að vera myrt á
drevmdi um í arnarhreiðri "mn dgm hdrmh. Er anðið
sínu í Berehtesgaden. ^lað skúja. hvaða ahnf þetta
Vegna harðstjórnar hans * he,fir a Þ-Joð- sem hefir verið
fór frelsiðánýsigurför urmtahn em slðfa§aðasta.
heiminn sem dýrmæt hug mentaðasta þjoð heimsms?
sjón. Borgarar þeírra landa, I . Jafn 1 °Pinberu hfluse"‘
bar sem menn voru orðnir emkallfl Womgast harð-
frelsinu svo vanir, að þeir.^.f1: Þraelsottl’ 1.^ar °§
voru hættir að hugsa um 1 spillmg. Heiðarleiki er ekki
það, því að þeir töldu bað,lengur tlL Otrumenska og
sjálfsagt, skildu nú hinn1 uppLjosframr koma i stað
blóðuga raunveruleika þess Þrareftir sannleika og heið-
hvað þeir áttu í hættu að .ai 01 ‘a‘
glata. Ef til vill mun ság-'^, ,
an fella þann dóm, að þessi í»yska þjoöm a erfiða
endurvakning frelsisins a sto u‘
hafi verið hlutverk Hittlers
í heiminum.
Lokaþáttur
styrjaldarinnar.
ÞAÐ er þó enginn vafi á
því, að Hitler og menn hans
munu í sögunni verða stimpl
aðir sem hinir fullkomn-
ustu gjörevðingarmenn (ni-
hilistar), svo notuð sje skil-
greining Rauschnings. Nas-
istar reyna að breyta um
undirstöðu þýsks þjóðlífs,
sem var rækilega kristið,
áður en Hitler komst til
valda. Það er að vísu rjett,
að margir einstakir Þjóð-
verjar Ijetu sjer fátt um
finnast alla trú. en lögmál
þau, sem voru sameiginleg
hinum kristna siðmentaða
heimi. höfðu þó jafnvel
greinileg áhrif á þessa
menn.
Hitler hefir reynt að gefa
þýsku þjóðinni nýja trú. —■
Þýskri æsku var haldið frá
kirkjunum og gefið eitthvað
nýtt til þess að trúa á. Víða
um land varð Hitlers-dýrk-
unin nokkurs konar guðs-
dýrkun, en þetta var aðeins
MILJONIR Þjóðverja
hafa sýnt þessum stefnu-
I málum Hitlers sama hug og
aðrir Evrópumenn, en fáir
hafa þorað að opinbera mót
mæli sín. Þetta kann að
vera kallaður skortur á sið-
ferðishugrekki — og það er
rjett. En fáir ókunnir geta
fyllilega gert sjer grein fyr-
ir afleiðingum þess að
hefja raust sína meðal þjóð-
ar, sem býr við nasistisk
stjórnarfar. Með því að sýna
andstöðu, tefla menn ekki
aðeins eigin lífi í hættu,
heldur einnig lífi fjölskvldu
og ættingja.
Þjóðverjar hafa nú ægi-
fega aðstöðu. Um tíu ára
skeið hafa þeir verið kúgað-
ir undir stjórnkerfi nasista,
sem umheimurinn hefir á
kerfisbundinn hátt lamað
og liðað sundur. Hinir gáf-
uðustu í hópi þeirra gera
sjer ljóst, að þýskur sigur
myndi verða óþolandi fanga
treyja fyrir þýsku þjóðina
engu síður en aðrar þjóðir.
Það er því atriði, sem þeir
geta ekki óskað eftir af heil
Framh. á 8. síðu.