Morgunblaðið - 19.02.1944, Side 11
Laugardagur 19. febrúar. 1944)
MOEGUNBLAÐIÐ
11
hafði hingað til verið neitað
um: ástina.
„Og svo?“ spurði Frank.
„Langar þig að ferðast um
heiminn með atvinnulausan
efnafræðing í eftirdragi? Jeg
þori að ábyrgjast, að þú eyðir
meiri í ilmvatn á einum mán-
uði, en jeg hefi í tekjur yfir
árið“.
„Æ, vertu nú ekki svona
hagsýnn“, sagði Helen ásak-
andi. „Ef við höldum saman,
verður þú ríkur, frægur, hver
veit hvað. Þú gerir einhverja
uppgötvun, einhverja filmu-
tegund til dæmis......Þú þarft
aðeins á fá meira svigrúm til
að geta notið þín. Þjer er mark
aður alt of þröngur bás, það
býr miklu meira í þjer en nokk
ur veit, jeg þekki þig, þekki
þig betur en þú sjálfur. Ef við
höldum saman............“ Hún
þ'agnaði og hlustaði.
„Þetta voru þá ekki sprengj-
ur“, sagði Frank.
Hún lagði höndina á varir
hans. Dyrnar að næsta her-
bergi voru opnaðar og reikandi
fótatak heyrðist í því.
, „Bobbie!“ Varir Helen mynd
uðu orðið, ert ekkert hljóð kom
yfir varir hennar. Síðustu tutt
ugu mínúturnar hafði Frank
gersamlega gleymt tilveru
Bobbie Russell.
Helen stóð upp og þaut að
speglinum; hún virti fyrir sjer
hvíta jakkann og pilsið. Síðan
snaraðist hún úr jakkanum og
í slopp. Meðan á því stóð heyrð
ist taut og fálm í eiginmanni
hennar í setustofunni. „Hel-
en!“ æpti hann og barði að dyr
um hennar. Helen sneri lykl-
inum í skránni.
„Já, Bobbie“, hrópaði hún.
„Jeg er að klæða mig. Farðu
,inn í svefnherbergið þitt,
Bobbie“.
Frank sat sem steini lostinn
á rúminu. Helen brosti hug-
hreystandi til hans.
„Fafðu grábölvuð, opnaðu
dyrnar!“ æpti Bobbie fyrir ut-
an. „Fjandinn hirði þig, fjand-
inn hirði þig!“ Hann sparkaði
í dyrnar, svo að glamraði í glös
unum á snyrtiborðinu. Helen
leif biðjandi á Frank og benti
honum á herbergisdyrnar.
Þetta var eins og vondur
draumur, en þó dálítið hlægi-
legt. Hann læddist inn í bað-
herbergið eins hljóðlega og
hann gat. Hann hafði svolitla
rifu á dyrunum.
„Legðu ekki þetta ágæta
hótel í rústir“, heyrði hann að
Helen sagði við mann sinn; en
hún ljet Bobbie ekki koma inn
í svefnherbergið, heldur fór
með honum fram í setustofuna.
„Hvar í ósköpunum hefir þú
verið? Jeg ætlaði einmitt að
fara að láta lögregluna leita
þín“, sagði hún hryssingslega.
En Bobbie var ekki í skapi tíl
að láta segja sjer til syndanna.
„Á sælustaðnum“, sagði
hann, „sælustaðnum, frú mín
góð. Að vísu í skítnum þar —
þú segir líka, að þar eigi jeg
að rjettu lagi heima“.
„Láttu ekki eins og bjáni,
Bobbie“, sagði Helen. „Klæddu
þig í snatri. Við þurfum bráð-
um að fara um borð“.
Frank heyrði hvert orð inn
í baðherbergið. Hann uppgötv- j
aði, að það voru aðrar dyr á
því, sem lágu að öllum líkind- j
um fram á ganginn. Hann tók
í hurðarhúninn. Dyrnar voru
lokaðar og enginn lykill sjáan- 1
legur. Hann opnaði dyrnar að
herbergi Helen heldur meira
og hlustaði. Þetta var óþægi-
legasta atvik, sem fyrir hann j
hafði komið á ævinni. Þetta
rifjaði upp fyrir honum nótt-
ina, sem leynilögreglumaður-
inn hafði staðið hann að því að
eiga vingott við leikhússtjörn-
und ljettúðugu, og vikurnar
þar á eftir, skilnaðinn við
Chummy.........En þetta var
næstum enn verra. Brúðkaups-
dagurinn minn, hugsaði hann
fokreiður. Það lá við, að hann
gæti hlegið að öllu saman. En j
jeg get ekki kvænst úr því sem I
komið er, hugsaði hann, um
leið og hann settist á hvítmál-
aðan stól við hliðina á baðker-
inu.
Innan úr setustofunni barst
ómur af rifrildi. Bobbie hafði
uppgötvað, að lagt var á morg-
unverðarborð fyrir tvo, og
skap það, sem ópíumið hafði
komið honum í, leyfði honum
ekki að láta það niður falla.
„Hvað er þetta?“ heyrði
Frank hann hrópa. „Hvað á
þetta að þýða? Þú hefir haft
elskhuga hjerna inni hjá þjer.
Þú eitrar fyrir mig með nautna
lyfjum og brennivíni, til þess
að þú hafir tækifæri til að
bralla í friði. En þar skjátlast
þjer, skækjan þín. Jeg hirti
þig upp úr skítnum, samt hegð
arðu þjer eins og — eins og —.
Hver var það? Gaston? Her-
bergisþjónninn? Er það hann,
sem þú hefir verið að elta á
röndum, eða ef til vill einhver
ólyktar Kínverji? Svaraðu,
ellegar--------“.
„Kuldalega róleg rödd Hel-
en greip fram í fyrir honum.
„Farðu og rakaðu þig“.
Frank þreifaði ósjálfrátt á
órakaðri höku sinni. Rjett um
leið heyrðist ógurlegt brothljóð
og glasaglamur. Bobbie hafði
sparkað um borðinu með morg-
unverðinum á og kastað sjer á
konu sína. Frank varpaði allri
gætni frá sjer og snaraðist að
dyrunum. Hann heyrði nú ekk
ert nema másandi andardrátt
innan úr setustofunni.
, „Sleptu mjer, þú ert vit-
skertur“, stundi Helen. Frank
þreif í hurðarhúninn. Stunurn-
ar heyrðust ekki lengur, i stað
þess endurtekin högg.
„Frank! Hjálp!“ hrópaði
Helen. Frank þaut inn í stof-
una. Hann sá samstundis hvern
ig komið var, eins og hann væri
ekkert nema augun. Hann lá á
gólfinu og Bobbie lá á hnján-
um ofan á henni, andlitsdrætt-
ir hans voru slappir og hálf-
vitalegir, en þó afmyndaðir af
reiði. Hann sló höfði hennar
hvað eftir annað við gólfið. Alt
í kring um þau á gólfinu lágu
brotin ílát með morgunverðar-
leifunum; gul rák var á arin-
hillunni, þar sem eggi hafði
verið kastað, skamt frá henni
stóð lítið Búddalíkneski, sem
horfði á aðfarirnar með óbif-
anlegri ró.
„Bobbie!“ hrópaði Frank.
Maðurinn slepti konu sinni,
staulaðist á fætur og rjeðst á
Frank. Hnefi Franks skall á
andliti hans, og hann fjell til
jarðar. Frank neri á sjer hnú-
ana. Helen settist upp og lag-
færði á sjer rifinn sloppinn.
Hún var kafrjóð í andliti og
undarlegur glampi var í aug-
um hennar. „Þaltka þjer fyrir“,
sagði hún hljómlausri röddu,
en brosti þó. „í þetta skifti var
alvara í því“.
Frank hjálpaði henni á fæt-
ur og strauk henni huggandi.
„Þetta var alt mín vegna“,
sagði hann, og rödd hans var
einnig hljómlaus. Hún kysti
laust á blóðuga hnúa hans.
„Hefurðu haft hnefaleika að
atvinnugrein?“-sagði líún. Hún
var þegar farin að hlæja aftur.
Frank laut síðan yfir Bobbie,
sem brosti hinu aulalega brosi
manns, sem sleginn hefir ver-
ið í rot.
„Þetta er í annað skiftið,
sem þú lætur hann fá fyrir
ferðina“, sagði hún.
Kippir fóru um andlit
Bobbie, en hann kom ekki til
sjálfs sín. . „Nú verðurðu að
hjálpa mjer“, sagði Helen.
Hún tók undir axlir Böbbie,
í því skyni að draga hann út
úr herberginu.
„Hvert ætlarðu með hann?“
spurði Frank.
„Inn í svefnherbergið hans.
Hann getur jafnað sig þar“,
sagði Helen.
Frank tók undir fætur hans,
leit snöggvast á óhreinan, hvít-
an samkvæmisjakka hans, sið-
an drösluðu þau honum út. Þau
lögðu hann á lágan legubekk í
svefnherberginu, þar sem rúm
hans var ósnert. Hinn forsjáli
Potter hafði látið nýhreinsuð
hvít föt og alt sem þeim til-
heyrði á stól. Gluggatjöldin
hættu að Níels tæki mann og færi með hann beint í
svartholið. Að þessum tiltektum hans geðjast sveitung-
unum alls ekki, þeir gerðu gys að Níels og sveijuðu, þeg-
ar þeir töluðu um hann sín á milli, og voru fálátir við
föður hans, vegna sonarins.
Svo kom það fyrir nokkrum árum síðar, að piltur kom
í sveitina mjög vel búinn, allur uppstrokinn, — og það
var nú Níels. Fólk ætlaði ekki að bera kennsl á hann, því
það voru ekki aðeins fötin, sem voru nú, heldur raunar
allur maðurinn. Hann hafði stækkað mikið og^ar kominn
með þetta líka litla, blóðrauða nef. Og hann hafði munn-
inn fyrir neðan þetta nef, hann Níels. Hann hjelt langar
ræður fyrir piltunum um allar dásemdirnar í stórborg-
inni, var kátur og hress í máli, fyndinn vel og kunni mik-
ið af ljóðum og allskonar skemtivísum, og ekki leið á
löngu, uns Níels var orðinn aufúsugestur hvar sem hann
kom. Enginn gat sagt eins skemtilega frá og hann. Og
hefði hann fengið nokkur staup af brennivíni og kollu
af öli, þá gat hann sagt slíkar sögur, að piltarnir ætluðu
að rifna af hlátri, en stúlkurnar hlupu í felur. Ef einhver
spurði hann þá, hversvegna hann vildi ekki vera leng-
ur í borginni, þá var eins og svolítið hik kæmi á Níels.
,,Æ, hann hafði nú aldrei ætlað sjer að setjast þar að
fyrir fullt og allt, einhvern tíma varð hann aftur að fara
heim í blessaða sveitina sína og sjá hvernig þar væri
umhorfs“.
En mergurinn málsins var sá, að Níels hafði tekið að
gerast all-drykkfeldur síðustu mánuðina í borginni. Að
lokum komst hann sjálfur í svartholið, og er hann kom
út þaðan, var hann rekinn úr lögregluliðinu. Þá var það
að Níels ákvað að labba sig heim í sveitina aftur, og hvar
sem hann kom, varð glens og gaman. Níels var ekki ljót-
ur, ef hann bara hefði ekki haft þetta hárauða nef, og
langt var frá því hann væri heimskur, svo ekki var að
undra þótt gömul ekkja yrði hrifin af honum, — „því
lengi lifir í gömlum glæðum“. segir máltækið. Gömul
er hún, en peninga á hún, hugsaði Níels og svo bað hann
ekkjunnar. Víst vildi hún taka honum, en fyrst varð hann
að verða eitthvað fínt, því það hafði fyrri maðurinn henn-
ar verið. „Hvað ætti það að vera?“, spurði Níels. ,,Æ, eitt-
hvað við kirkjuna“, svaraði ekkjan. Svo ræddu þau þetta
sín á milli, og einn góðan veðurdag var Níels allur á brott
úr sveitinni. Það var sagt að hann væri farinn í skóla, og
ulflSxT fmj^u^xxmKc\\jur[xjL
Hjón komu eitt sinn inn í
eina af hinum notalegu veit-
ingakrám, sem eru við þjóð-
vegina í suðlægari ríkjum
Ameríku. Brosandi negra-
þjónn spurði auðmjúkur, hvað
þau óskuðu að fá að borða.
„Jeg vil gjarnan fá tvö lin-
soðin egg“, sagði konan. „Og
jeg óska að fá það sama“, sagði
maðurinn, en bætti síðan við:
„En þau verða að vera ný“.
„Okey“, svaraði negrinn, og
um leið og hann stakk höfðinu
inn í gat fram í eldhúsið, kall-
aði hann: „Fjögur linsoðin
egg. Tvö af þeim eiga að vera
ný“.
★
Konan: „Jeg vildi óska, að
jeg væri bók, þá myndirðu
sinna mjer meira“.
Maðurinn: „Já, og þá vildi
jeg óska þess, að þú værir ár-
bók, því þá fengi jeg nýja á
hverju ári“.
★
„Þjer kallið mig þorpara og
svikara. Það hefir sennilega
verið spaug hjá yður?“
1 „Nei“.
„Nú jæja, það er gott fyrir
yður, því að slíkt spaug hefði
getað orðið yður dýrt“.
★
Ungur maður nam burtu
unnustu sína úr föðurhúsum.
Þau flýðu í bíl. Á leiðinni var
unga stúlkan að tala um það,
hvað faðir hennar yrði aumur,
þegar hann frjetti, að hún væri
strokin. Þegar þau komu á á-
kvörðunarstaðinn, sagði ungi
maðurinn við bílstjórann:
„Hvað mikið kostar þetta?“
„Ekkert“, svaraði bílstjórinn.
„Faðir stúlkunnar borgaði bíl-
ferðina fyrirfram“.
★
í skóla Arabanna: „Jæja,
Alí, hvað tók spámaðurinn Mú-
hameð með sjer, þegar hann
flúði frá Mekka?“
Alí: „Aðeins hið allra nauð-
synlegasta, herra kennari, einn
úlfalda og' sex konur“.
____________ ★
Stína (að tjaldabaki); „Eft-
ir 5 mínútur verður tjaldið
dregið upp, og þá eigum við að
byrja leikinn. Kantu nú vel
það, sem við eigum að segja
og gera?“
Sigga: ,«Já, jeg held.jeg sje
viss á því öllu saman, nema
ef vera kynni að kossinn, sem
jeg á að kyssa þig, yrði ekki
nógu eðlilegur. Við skulum æfa
það einu sinni enn“.
r.»- —~ •------—•>
Kona, sem hafði verið í á-
kafri orðasennu við mann sinn,
endaði ræðu sína með þessu:
„Það er eins og jeg hefi sagt,
allir karlmenn eru heimskingj-
ar“.
Maðurinn: „Nei, þetta er nú
ekki allskostar rjett hjá þjer.
Jeg þekki marga menn, sem
aldrei hafa gifst“.
★
Prófessorinn: „Jeg gleymdi
að taka regnhlífina með mjer
í morgun“.
Konan: „Hvenær mundirðu
eftir því?“
Prófessorinn: „Þegar jeg
rjetti upp hendina til þess að
spenna hana niður, þegar hætt
var að rigna“.