Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag'ur 24. febrúar 1944 SAHIEIGIIMLEG IMEFIMDARÁLIT A ALÞIIMGI í LVÐVELDIS- OG SKILIMAÐARMALIIMU Sameinaðar stjórnarskrár nefndir efri og neðri deildar Alþingis og skilnaðarnefnd, er unnið hafa að athugun og tilraun til allsherjar sam- komulags um lýðveldis- stjórnarskrána og sambands slitin við Danmörku, hafa nú skilað sameiginlegum álitum, sem tryggja munu einróma afgreiðslu málanna á Alþingi. Verður þessum árangri vel fagnað af þjóðinni. Nokkrar breytingar hafa orðið á frumvarpinu um lvðveldisstjórnarskrána í Það hefir verið lokatakmark íslendinga í frelsisbaráttu þeirra, að ísland yrði alfrjálst lýðveldi. Hugmyndir þjóðar- innar um ísland sem sjálfstætt ríki hafa altaf verið bundnar við það stjórnskipulag, sem þjóðin bjó við, er hún var sjálf- stæð, — lýðveldið. Með sambandslagasamningn um 1918 var viðurkendur rjett ur íslendinga til þess að taka öll mál í eigin hendur að liðn- um 25 árum. Það hefir verið ásetningur íslendinga að stofna lýðveldi á íslandi, um leið og sambandsslit við Danmörku færu fram. Það eru eigi aðeins Islend- ingar, sem hafa litið svo á, að slík ráðstöfun væri rökrjett af- leiðing sambandsslita. í nefnd- aráliti meiri hluta fullveldis- nefndar Alþingis um sambands lögin 1918 er það tekið fram, að það hafi verið : koðun Dana við samningana 1918, að sam- bandsslitin hljóti að valda skilnaði, og er án efa átt við konungssambandið, þegar þann ig er gerður munur á sambands filitum og skilnaði. Þeim, sem kunnugir eru 6jálfstæðisbaráttu íslendinga, mun aldrei hafa blandast hug- ur um, að stofnun lýðveldis á íslandi hefir verið. markmið þjóðarinnar og að það spor hlaut að verða stigið, þegar sambandsslitin færu fram. Þessi hefir og verið stefna Aiþingis og þjóðarinnar í mál- inu við undirbúning þann, sem fram hefir farið á Alþingi og utan þings nú síðustu árin, og sjerstaklega er henni yfirlýst í þingsályktun frá 17. maí 1941 og þá einnig í sambandi við stjórnarskrárbreytingu er gerð var 1942. til undirbúnings lýð- veldisstofnunar. Eftir samþykt þessarar þings ályktunartillögu 1941 varð það ljóst, að undirbúa þurfti gagn- gerða breytingu á stjórnarskip- unarlögum landsins. Var í þessu skyni skipuð sjerstök milli- þinganefnd á árinu 1942. Nefnd inni var falið ,,að gera tillögur um breytingu á stjórnskipun- arlögum ríkisins í samræmi við yfirlýstan vilja Alþingis um, að lýðveldi verði stofnað á ís- landi“. meðferð nefndanna. Eru þær hinar helstu, að forseti verður þjóðkjörinn. Heiti forseta verður: Forseti Islands. Þá er gildistökudagurinn 17. júní ekki í sjálfri stjórnar- skránni, en gildistakan miðuð við það, „þegar Alþingi gerir um það ályktun“. Að efni til er hjer um enga breytingu að ræða, þar sem þrír flokkar þingsins eru bundnir samtök- um um, að láta gildistökuna fara fram þann dag. Álit nefndanna fara hjer á eftir. Frumvarp það, er hjer ligg- ur fyrir, er samið af milliþinga nefnd þessari, en lagt fyrir Al- þingi af ríkisstjórninni. Á meðan milliþinganefndin starfaöi. var á stjórnskipulegan hátt nánar kveðið á um það, hvernig framkvæma skyldi stofnun lýðveldisins, og mótaði sú ákvörðun það stjórnarskrár- frumvarp, sem hjer liggur fvr- ir. Sú var ákvörðpn Alþingis, gerð með sjerstakri stjórnar- skrárbreytingu^á árinu 1942, að þegar Alþingi gerði þá breyt- ingu á stjórnskipulagi Islands, að ísland yrði lýðveldi, þá hefði sú samþykt eins Alþingis gildi sem stjórnskipunarlög, er meiri hluta allra kosningabærra manna í landinu hefði með leynilegri atkvæðagreiðslu sam þykt hana. Þó væri óheimilt að gera með þessum hætti nokkr- ar aðrar breytingar á stjórnar- skránni en þær, sem beinlínis leiddu af sambandsslitum við Danmörku og því að íslending- ar tækju með stofnun lýðveld- is til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins. Með þessari samþykt, sem síðan var lögð fyrir þjóðina í al mennum alþingiskosningum haustið 1942 og því næsta stað- fest á lögformlegan hátt, var mörkuð leiðin síðasta áfang- ann. Samkvæmt þessu gerir stjórnarskrárfrumvarp það, sem hjer liggur nú fyrir, ekki ráð fyrir öðrum efnisbreyting- um á stjórnarskránni en þeim, sem nauðsynlegar eru til þess að stofna lýðveldið og ráðstafa æðsta valdinu, er verið hefir í höndum konungs og nú síðast ríkisstjóra. Hefir nefndin athugað frum- varpið sjerstaklega frá því sjón armiði, ítð eigi verði farið út fyrir þau takmörk, sem stjórn- arskrárbreytingin frá 1942 heimilar, og flytur af því tilefni nokkrar breytingartillögur, fremur til þess þó að taka af allan vafa í þeim efnum en að nefndin vilji halda því fram, að farið hafi verið i frumvarpinu út fyrir þessi takmörk. Það mun almenn skoðun í landinu, að mikil þörf sje gagn gerðrar endurskoðunar stjórn- arskrárinnar og að sú breyting ein sje ekki fullnægjandi, að lýðveldi verði stofnað í stað konungdæmis. Þessi skoðun er einnig ríkj- andi á Alþingi, og sjest það á því, að með þingsálykturi 8. sept. 1942 er ákveðið að fela milliþinganefndinni í stjórnur- skrármálinu til viðbótar því verkefni að undirbúa lýðveldis stjórnai'skrá ,,að undirbúa aðr- ar breytingar á stjórnskipulag inu, er þurfa þykir og gera verð ur á venjulegan hátt!. Stefna Alþingis í þessum mál um hefir hins vegar verið og er enn sú, að blanda alls eigi framtíðarendurskoðun stjórn- arskrárinnar sarrían við ákvörð un Alþingis og þjóðar um stofn un lýðveldis og setningu lýð- veldisstj órnarskrár. Telur nefndin þessa stetnu heppilegasta til þess að fjlkja þjóðinni einhuga um stofnun lýðveldisins. Það leiðir af eðli málsins, að . í sambandi við allsherjarend- urskoðun stjórnarskrármnar rísa mörg vandamál og deilu- mál, sem með engu móti má draga inn í skilnaðarmálið. Er að sjálfsögðu gert ráð fyr- ir, að horfið verði að frekari cndurskoðun stjórnarskx-árinn- ar, þegar lokið er afgreiðslu lýðveldismálsins. Nefndin hefir athugað gaum- gæfilega stjórnarskrárfrumvarp ið, og er hún einhuga um, að nú sje tímabært að samþykkja lýðveldisstjórnarskrá, og mælir eindregið með því, að Alþingi sameinist nú um samþykt stjórn arskrárfrumvarpsins, og skor- ar jafnframt á þjóðina að fylkja sjcr einhuga um málið við þjóðaratkvæðagreiðslu þá, sem ákveðin hefir verið. Nefndin flytur nokkrar breyt ingartillögur við frumvarpið. Þótt þessar breytingartillögur sjeu fluttar af nefndinni, þá hafa einstakir nefndarmenn ó- 'bundnar hendur um sumar tillögurnar, eins og koma mun fram við meðferð málsins á Alþingi og í þessu nefndaráliti. Þcssi fyrirvari nefndarmanna um einstök atriði í tillögunum, raskar hins vegar í engu fylgi þeirra við frumvarpið sjállt, þótt tillögur nefndarinnar verði samþyktar, nje drcgur úr áskor un nefndarmanna allra til Al- þingis og þjóðarinnar um að fylkja sjer einhuga um lýðveld isstjórnarskrána. Byggist þessi afstaða nefndarmanna á þeirri samciginlegu skoðun, að ágrein ingur um einstök atriði verði að víkja fyrir þeirri höfuðnauð syn, að þing og þjóð sameinist um stofnun lýðveldisins og setn ingu Jýðveldisstjórnarskrár. Leggur nefndin á það mikla áherslu, að þannig verði á þessu stórmáli haldið á Alþingi og við þjóðaratkvæðagreiðslu þá sern framundan er. Verður þá vikið að breyting- um þeim, sem nefndin leggur til, að gerðar verði á frumvarp- inu. Nefndin leggur til, að heiti forseta verði: Forseti íslands. Þykir best við eigandi, að for- setinn verði kendur við landið, og glegst til aðgreiningar frá forsetum Alþingis og forsetum einstakra fjelaga. I stjórnarskrárfrumvarpinu er gert ráð fyrir því, að Alþiagi kjósi forsetann. Nefndin legg- ur til, að frá því ráði verði horfið og í þess stað ákveðið, að forseti verði þjóðkjörinn. Þykir nefndinni sem sú breyt- ing muni vera í samræmi vxð vilja og óskir mikils þori-a þjóð arinnar eftir því sem næst verð ur komist. Er þetta meginbi’eyt ingartillaga nefndarxnna^. og af henni leiðir ýmsar aðrar breyt- ingar. Hefir nefndin orðið að eyða miklum tíma til þess að athuga heppilegustu aðferðir við þjóðkjörið, og verður vikið að því í öðru sambandi. Nefndin leggur til, að ger- bi-eytt verði 5. gr. frumvarps- ins til samræmis við tillögu nefndarinnar um þjóðkjör for- seta í stað þingkjörs. Er ætl- _ ast til, að allir alþingiskjós- endur hafi kosningarrjett. — Rjett þykir að gera nokkuð strangar ki'öfur um meðmæl- endafjölda við foi'setakjör og er hjer gert ráð fyrir minst 1500 meðmælendum, en mest 3000, eftir því sem nánar verð- ur tiltekið í kosningalögum. — Þá er lagt til, að í lögum megi ákveða, að meðmælendur skuli vera úr öllum landsfjórðung- um að jafnri tiltölu við kjós- endafjölda. Byggist sú tillaga á þvi, að rjettmætt sje að krefj- ast þess, að forsetaefni geti sýnt fram á, að hann hafi nokk urt fylgi víðsvegar um landið, en þó megi ekki gera frekari kröfur í þessu efni en tiltekið er. Nefndin leggur til, að sá sje rjett kjörinn forseti, sem flest fær atkvæði, cf fleiri en einn eru í kjöri. Mjög var um það rætt í nefndinni, hvort rjett væri að setja ákvæði til.trygg- ingar því, að forseti yrði end- anlega kosinn af meiri hluta þeirra, er þátt taka í forseta- kjöri. Komu ýmsar tillögur fram í því sambandi, og mikil vinna var lögð í athugun þeirx-a, en engin þeirra var sam þykt i nefndinni. Varð því nið urstaða nefndarinnar sú, sem að ofan greinir. Er sú tillaga flutt í trausti þess, að þjóðinni takist að fylkja sjer þannig um forsetaefni, að atkvæði dreif- ist eigi xxr hófi fram. Nefndin leggur til, að kjör- tímabil forseta verði óbreytt, 4 ár, en hefjist 1. ágúst og endi 31. júlí að 4 árum liðnum. Enn fi’emur að forsetakjör fari fram í júní eða júlí. Þykir sá tími hagkvæmastur eftir þeiri'i reynslu, sem fengin er um al- mennar kosningar. Nefndin gerir ráð fyrir, að falli forseti frá, skuli fara fram forsetakosningar og skuli þá kjörtímabil nýja forsetans vera frá kosningu hans og til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu. Yrði því kjörtímabil væntan- lega að jafnaði ofurlítið styttra en veniulega, þegar þannig stæði á. í tillögum nefndarinnar er ákvæði um, að kosning skuli fara fram, ef foi'seti deyr eða lætur af störfum, áður en kjör tíma hans er lokið. En rjett er að taka það fram, að nefndin gerir ráð fyrir, að þegar þetta ber að höndum, verði valinn heppilegur tíma til forseta- kjörs, og losni sæti forseta á þeim tíma, sem óheppilegur er til forsetakosninga, þá verði farið eftir ákvæðum 8.gr. vænt anlegrar stjórnarskrár, uns for setakosning getur farið fram. í 11. gr. stjórnarskrárfrum- varpsins eru ákvæði um það, að Alþingi geti leyst forseta frá stöi'fum, ef alveg sjerstak- lega stendur á. Nefndinni sýn- ist óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir því, að nauðsyn geti til borið að leysa forseta frá störf um, þótt hann fallist eigi á það sjálfur. Þykir nefndinni það i samræmi við tillögur hennar um þjóðkjör forseta, að þjóð- aratkvæðagreiðsla skuli skeru úr um það, hvort forseti skuli láta af störfum eða eigi, þegai' svo stendur á. En til þess a'ð eigi verði ráðist í slíkt ófyrir- synju, leggur nefndin til, að % hlutar Alþingis verði að gera kröfu um þjóðaratkvæða- gi'eiðsluna.Til enn frekari trygg ingar því, að eigi verði stofnað til slíkrar þjóðaratkvæða- greiðslu, nema knýjandi nauð- syn beri til, þykir nefndinni rjett, að skylt sje að rjúfa Al- þingi og efna til nýrra kosn- ina, ef tillaga þess um að leysa forseta frá starfi hlýtur eigi samþykki þjóðarinnar, og jafn framt, að kjörtímabil forseta þess, er í hlut á, hefjist af nýju frá þeim tíma, er þjóðarat- kvæðagreiðsla fór fram. Er þá ætlast til, að hið nýja kjör- tímabil verði reiknað eftixx" sömu reglum og í 7. gr. segir. Nefndin gerir breytingartil- lögur við 14., 20. og 23. gr., og eru þær breytingar aðallega orðabi'eytingar. Þótti rjett að færa þessi ákvæði í sama horf og nú er í gildandi stjórnar- ski'á, þar sem þau snerta hvorki sambandsslit nje flutn- ing æðsta valdsins í hendur ís- lendina. I stjórnarskrárfrumvarpinu voru ákvæðin um þingrof pg þingx'ofskosningar færð í nýj- an búning, án þess þó að með því væri gerð nokkur veruleg efnisbreyting frá því, er þau ákvæði gildandi stjórarskráx’ hafa verið skilin og fram- kvæmd. Nefndinni þykir í'jett að færa þessi ákvæði aftur ii sama horf og í gildandi stjórn- arskrá, og telur nefndin sjálf- sagt, að þau verði framvegis skilin og framkvæmd á sama hátt og verið hefir. Sú bre^riing frá gildandi stjórnarskrá er þó látin haldast, að nú er svo að orði komist, að Alþingi komi saman eigi síðar en 8 mánuð- um eftir, að það var- rofið, en í gildandi stjórnarskrá segir, að Alþingi skuli stefnt saman innan þess tíma. Er þessi breyfc ing talin heimil, þar sem hún Framli. á 8. síðu. Alíf sðmeinaðra sfjórnarskárnefnda um sfórnarskrá lýðveldisins íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.