Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 1
81. árgangtir. 43. tbl. — Fimtudagur 24. febrúar 1944 Isafoldarprentsmiðja b.í. Ðagárás á Steyr London í gærkveldi, Skotmark mikils hóps af Liberatorflugvjelum, er fóru til árása frá ítalíu í dag, var borgin Steyr í Austurríki, 'en þar eru tvær flugvjelasmiðjur. — Framleiðir önnur þeirra skrokka á Messerschmitt-or- usuflugvjelar, en hin, sem er alveg ný, framleiðir kúlulegur. Þetta er önnur árásin, sem 15. loftherinn frá ítalíu, gerir á flugvjelasmiðjur í suður Þýska landi og Austurríki. Mótspyrna í lofti var mjög hörð, en tölur uiti flugvjelatjón ekki fyrir hendi enn sem komið er. —Reuter. kESSEE_RiNG BÝST TIL n Vrra árása við mim Rrelar aS ná Irum- kvæðinu í Burma London í gærkveldi. FJÓRTÁNDI herinn breski hefir nú að mestu leyti náð aft ur írumkvæðinu í sínar hend- ur í orustunum í Arakanhjer- aðinu í Burma. Hefir hann náð á sitt vald hæð einni all-þýð- ingarmikilli, í enda skarðs þess, sem lengst hefir verið bai'ist um. Einnig tókst Bret- um að ná á vald sitt vegi ein- um. sem Japanar hafa stöðvað umferð um í nokkurn tíma. Var þetta gert með hatramlegri byssustingjaárás. — Breskar flugvjelar vörpuðu sprengjum á Akyab og fleiri staði, en í ífukondalnum hafa bardagar rjenað síðustu daga. — Reuter. Dregur að sjer auk- ið lið og birgöir London i gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun blaðsins frá Reuter. ORÐIÐ HEFIR vart við allmikinn liðs- og birgðaflutn- ing bak við víglínu Þjóðverja hjá Anzio-landgöngusvæð- inu við Róm, og búast fregnritarar við því, að skamt verði að bíða einnar sóknarlotunnar enn af hálfu Kesselrings marskálks, og halda þeir að hún sje líkleg til þess að verða mest þeirra. Veður hefir verið þokusamt þarna, og hefir því ekki verið eins auðvelt að beita flugvjelum gegn liðssamdrætti þessum. -n Enn árás á London ! I gær voru gerð tvö á- hlaup af Þjóðverjum, en var báðum hrundið. Þau voru staðbundin, gerð fyrii vestan Cisterna, gegn Ame- ríkumönnum, sem þar berj- ast. Voru bardagarnir harð- London í gærkveldi. HÆTTUMERKI voru gefin' ÍX, þótt þeir væru smávægi hjer í kvöld, og skömmu eftir dundi við mikil skothríð ,úr loftvarnabyssunum og var hún eins hörð og í nótt sem leið. Fyrstu flugvjelarnar komu inn yfir borgina úr suðurátt og vörpuðu þær niður svifblysum, svo albjart varð í sumum hverf um borgarinnar. Skothríðinni linti nokkru áður en merki hafði verið gefið um að hættan væri liðin hjá. Þegar er vitað, að 4 óvinaflugvjelar hafi verið skotnar niður. — Reuter. n-----,--------------------------n - 100 þýskar fliigvjelar yfir London London í gærkveldi. Einkaskeyli til Morgunblaðsins frá Rcuter. UM 100 þýskar flugvjelar af ýmsum gerðum munu hafa flogið yfir London í nótt sem leið og var varpað niður all- miklu af tundursprengjum, en þó sjerstaklega eldsprengjum. Loftvarnaskothríðin er álitin vera hin harðasta, sem nokk- urntíma hefir heyrst í borg- inni. Alls hefir komið í Ijós, að 10 þýskar J'lugvjelar voru skotn ar niður. Það er nú orðið mjög langt síðan Þjóðverjar hafa sent svo margar flugvjelar til árása á England, en auk Lundúnaborg ar var einnig ráðist á ýmsa staði í Suður- og Suðaustur- Englandi. Líklegt er talið, að flugvjclar þær, sem yfir Eng- landi voru, hafi alls verið 175 cða þar um bil. Skemdir urðu allmiklar í London, hrundu nokkur hús, en eldar kviknuðu á ýmsum stöð- um, enda auðsjeð, að Þjóðverj- ar leggja á það mesta áherslu að kveikja í borginni. Meðal annara bygginga eyðilagðist einn af frægustu skólum borg- arinnar, en eldsprengja fjell á þinghúsið. Lítur út fyrir, að Þjóðverjar beiti nýjum árásar- aðferðum í hinum síðustu á- rásum á borgina. m ? ?-------- Breskt knattspyrnulið til Svíþjóðar. Stokkhólmi —: „Stockholms Tidningen" segir, að knatt- spyrnumenn í Svíþjóð fagni mjög þeirri fregn, að verið geti að sendur verði breskur knatt- spyrnuflokkur til Svíþjóðar í vor, máske landslið. Hefir for- maður sænska • knattspyrnu- sambandsins þegar látið í ljósi að þetta muni takast. legir á móts við þau ósköp sem á undan voru gengin og var barist í návígi. Stórskotahríðinni heldur áfram á þessum vígstöðvum skjóta breskir stórskotalið- ar á Aprilia- og Carocheto- svæðin, en Þjóðverjar skjóta á höfnina í Anzio úr langdrægum fallbyssum. — Segjast Þjóðverjar hafa beitt bæði stórskotaliði og flugvjelum gegn Anzio, þar sem bandamenn hafi verið að setja lið og birgðir á land, og valdið tjóni. Enn fremur segjast Þióð- verjar hafa hreinsað burtu innikróaða hópa banda- manna og tekið við það all- marga fanga. Á hinum syðri vígstöðv- um ítalíu var alt fremur rólegt, aðeins nokkur stór- skotahríð og framvarða- skærur. Aðstaðan breyttist yfirleitt ekki neitt þar, nema hvað bandamenn náðu tveim smáhæðum fyrir vest an Cassino. STJORNARNEFND Kongress flokksins indverska hefir sent Gandhi eftirfarandi kveðju í tilefni af andláti konu hans: ,.Stjórnarnefnd Kongressflokks ins indverska syrgir djúpt missi göfugustu konu Indlands. Minningin um æfi hennar, er eytt var í þögulu starfi fyrir þjóðina, mun altaf hvetja kom- andi kynslóðir karla og kvenna til dáða. Dauði hennar í fang- elsi mun flýta fyrir því, að Ind land verði frjálst". — Reuter. ýsf ii! nýrra áhSaupa Árásir byrjaðar á Marianneyjar Bandaríkjaflugvjelar af ilug vjelaskipum hafa ráðist á Mari anneyjar á Kyrrahafi, aS því er tilkynt var hjer í kvölö. Nokkur hundruð fittgvjela voru notaðar til árásarmriar. — Þá er lokið við töko Parry- eyjar og er þá allur Enivetok- klasinn á Marshallseyjum á valdi Bandaríkjamanna. Eyjamar, sem á var ráðist, voru Saipan og Tinian, en þær eru syðstar af Marianeyjum og eru.um miðja vegu milli Mars- halleyja og Filippseyja. Jap- anar fengu eyjar þessar eftir fyrri styrjóld, en áður voru þær í eigu Þjóðverja. Er þetta hið næsta, sem Bandaríkjaflotinn hefir enn komist meginlandi Japans í á- rásum sínum. —Reuter Leikur tennis við Svíakonung. Stokkhólmi —: Hinn frægi þýski tennisleikari Gottfried von Cramm, er nýlega kominn hingað til borgarinnar. Blaðið Þetta er Kesselring marskálkur,!" 7* .r? , .„ , sem stjórnað hefir vörn Þjóð-ilr att Vlðtal Vlð hann 0g Sagð~ verja á ítalíu. Hann er 56 ára að,lst nann vera kominn til þess aldri og stýrði áður f Iugher ,að leika tennis við Gústaf Svía Þjóðverja í Norður-Afríku. Talið konung. — Kommúnistablaðið er, að hann búi nú sveitir sínar i Arbetaren hefir birt skamma- undir ný áhlaup á Anziosvæðið. greinar um von Cramm. Rússneskar flug- vjelar rjeðust á Stokkhólm - segja Svíar — Rússar neita Stokkhólmi í gærkv. VIÐ rannsókn á sprengj- um þeim, sem varpað var hjer á borgina í gærkvöldi, og sem meðal annar ollu tjóni á járnbrautarstöð, hef ir komið í ljós, að sprengj- urnar voru rússneskar. Mun sænska stjórnin bera fram mótmæli í Moskva gegn þessu íramferði. Sænska útvarpið sagði í kvöld, að hjer hafi verið um þrjár rússneskar flugvjelar að ræða, og hafi tvær þeirra flogið inn yfir borgina úr suðurátt, en ein úr noður- átt. Alls var þrem sprengj- um varpað á Stokkhólm, en einnig var kastað sprengjum á Hamarby, en fullvíst er talið að ekki hafi aðrar er- lendar flugvjelar en þessar þrjár flogið inn yfir sænskt land þetta kvöld. Álitið er, að ein flugvjelin hafi lask- ast af loftvarnaskoti. Enginn maður beið bana í árás þessari, en nokkrir hlutu minniháttar meiðsli, þó engir slík, að hann þyrfti að leggjast í sjúkra- hús. Rússar neita að hafa gert árás þessa. —Reuter. » m * Bretar hafa áfrám vinstrihandarakstur. LEATHERS lávarður, her- gagnaflutningamálaráðherra Breta neitaði fyrir nokkru fregn frá" New York þess efn- is, að Bretar ætluðu að fara að taka upp þann sið að hafa hægrihandarakstur, heldur myndu halda áfram að aka á vinstri vegarbrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.