Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagnr 24. febrúar 1944 Útg.: Hi. Arvakur, Reykjavík FramkvÆtj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utaniands 1 lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Andstaðan hefir alltaf þurft að lúta í FYRSTU áttu þeir íslendingar erfitt uppdráttar, er hófu djarfhuga baráttu fyrir endurheimtu fullveldis landsins, meðan útlend yfirvöld voru hjer í hverju rúmi og vantrú og skilningsleysi innan lands þröskuldur í vegi. En reynslan hefir ætíð orðið sú sama síðan sjálfstæðis- barátta þjóðarinnar hófst, að andstaðan og hikið hefir þar altaf þurft að lúta, fyr eða síðar. í þeim efnum hefir engu skift, hvort andstaðan, vantrúin eða hikið var meira eða minna í öndverðu. ★ Þau góðu tíðindi hafa nú gerst á Alþingi, að nefndir þær, sem að undanförnu hafa haft til meðferðar frum- varpið til lýðveldisstjórnarskrár og tillöguna um niður- fellingu dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918, hafa skilað sameiginlegum nefndarálitum, sem tryggja mun einróma afgreiðslu Alþingis á báðum mál- unum. ★ í hinu sameiginlega áliti sameinaðra stjórnarskrár- nefnda þingsins segir m. a.: „Þeim, sem kunnugir eru sjálfstæðisbaráttu íslendinga, mun aldrei hafa blandast hugur um, að stofnun lýðveldis á íslandi hefir verið markmið þjóðarinnar og að það spor hlaut að vera stigið, þegar sambandsslitin færu fram“. Hvorugu var eða verð- ur ætlað að bíða, er annað nær fram að ganga! Ennfremur segir í nefndarálitinu: „Nefndin hefir at- hugað gaumgæfilega stjórnarskrárfrumvarpið, og er hún einhuga um, að nú sje tímabært að samþykkja lýðveld- isstjómarskrá, og mælir eindregið með því, að Alþingi sameinist nú rnn samþykt stjórnarskrárfrumvarpsins, og skorar jafnframt á þjóðina að fylkja sjer samhuga um málið við þjóðaratkvæðagreiðslu þá, sem ákveðin hefir verið“. ★ Stjórnarskrárnefndin flytur nokkrar breytingar við stjórnarskrárfrumvarpið. Er gerð grein fyrir því, að ein- stakir nefndarmenn hafi óbundnar hendur um sumar tillögurnar. Um þetta segir í nefndarálitinu: „Þessi fyrir- vari nefndarmanna um einstök atriði í tillögunum, raskar hinsvegar í engu fylgi þeirra við frumvarpið sjálft, þótt tillögur nefndarinnar verði samþyktar, nje dregur úr á- skorun nefndarmanna allra til Alþingis og þjóðarinnar um að fylkja sjer einhuga um lýðveldisstjórnarskrána. Byggist þessi afstaða nefndarmanna á þeirri sameigin- legu skoðun, að ágreiningur um einstök atriði verði að víkja fyrir þeirri höfuðnausyn, að þing og þjóð sameinist um stofnun lýðveldisins og setningu lýðveldisstjórnar- skrár“. Með hliðsjón af þessu er rjett að líta á þá brevt- ingartillögu nefndarinnar, að ákvæðið um 17. júní, sem gildistökudag lýðveldisstjórnarskrárinnar, falli niður, en í staðinn komi, að stjórnarskráin öðlist gildi, er Alþingi gerir um það ályktun. Þarna er formi breytt til sam- komulags, en við þetta bætist, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, er vildu vinna þetta til sam- komulags, gefa svohljóðandi yfirlýsingu í nefndinni, sem færð er til bókar, og fram kemur í greinargerð: „FuIItrú- ar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir því, að þeir hafi samþykt breytingartillöguna um gildis- töku stjórnarskrárinnar með þeim fyrirvara, að þeir eftir sem áður sjeu bundnir órjúfanlegum samtökum um að láta stjórnarskrána taka gildi eigi síðar en 17. júní n. k.“. ★ Sambandsslit og lýóveldisstofnun fara fram í vor, eigi síðar en 17. júní. Á Alþingi verður ein hönd við af- greiðslu þessara mála nú. Hik eða andstaða utan þings mun einnig hverfa með hækkandi sól og vorhug þjóð- arinnar. (Morgunfalaðiou fyrir 25 árunt Fiskafli var þá góður. 3. febr. „Mokafli er hjer daglega þeg ar á sjó gefur. í verstöðvum syðra, t. d. Sandgerði, er sagð- ur dágóður afli og gæftir hafa verið þar í heila viku. ★ Sjórinn tók að hitna um- hverfis Vestmannaeyjar. 5. febr. „Vestmannaeyingar tóku eft- ir því náttúruundri hjer um daginn, að sjórinn þar umhverf is hitnaði mikið. Vita menn ekki af hverju þetta stafar, en vera má að það sje af völdum Golfstraumsins“. ★ Islendingar hafa oft fært Ægi fórnir. 5. febr. „Frá Stykkishólmi er símað: — í vikunni, sem leið, fórst bátur úr Eyrarsveit. Voru á honum 7 menn, en tveir kom- ust af. Meðal þeirra, sem drukn uðu, var Ásmundur frá Bár, oddviti þar í sveitinni“. ★ Þá átti að banna að nota kaf- báta í hernaði í framtíðinni! 7. febr. „Friðarstefnan hallast að því að bannað verði að nota kaf- báta í framtíðinni til hernað- ar“. ★ Enn meiri fórna krefst Ægir. — 5 menn farast. 7. febr. „Vestmannaeyjum í gær: — í gær fór hjeðan vjelbátur upp undir Eyjafjallasand til þess að sækja þangað fólk Sjö menn voru á vjelbátnum, og er upp að sandinum kom, gengu fimm þeirra í róðrarbátinn og fóru í land, en tveir urðu eftir um borð. Biðu þeir lengi fjelaga sinna, þeirra, er í land fóru, en seinna um kvöldið barst þeim sú fregn frá öðrum vjelbáti, að rpðrarbáturinn hefði farist í lendingu og allir mennirnir druknað“. ★ Fiskverðið lækkar. 8. febr. „Mokafli er daglega og gæft- ir góðar. Er nú fiskur farinn að falla hjer í verði. . . Fyrir nokkrum dögum var ýsupund- ið selt á 15 aura, en nú siðustu ’dagana þefir það kostað 10 aura“. ★ Utburður brjefa skipulagður. ’ 10. febr. „Frá 1. mars verður Reykja- vík skipt í 4 brjefaumdæmi. Fær hver brjefberi 1500 krón- ur að árslaunum“. ★ Svíar hrósa íslensku síld- inni. 13. febr. „Sænsk blöð, sem vjer höf- um sjeð, hrósa mjög síld þeirri, er „Svenska Folkhushallnings Kommissionen“ keypti hjer á síðasta hausti, segja að hún sje drifhvít og bráðfeit sem besta viðbit og komi það sjer vel. Sænskir síldarmatsmenn segja, að þetta sje áreiðanlega besta I síldin, sem veiðst hefir síðustu 20 árin“. 'Uííwerji ólrijíxr: 'l jr cla q Íí cic^iecýci iHnu 18 bræður ösku- dagsins. GAMLA FÓLKIÐ sagði að öskudagurinn ætti sjer 18 bræð- ur, með því var átt við að veður- far yrði líkt næstu 18 daga á eft- ir eins og það var á öskudaginn. Ekkert skal jeg fullyrða um sann leiksgildi þessarar sagnar, en breytist veður frá því sem það var í gær, er altaf hægt að segja, að ekki þurfi bræður endilega að vera svo líkir. En það væri sannarlcga mörg- um gleðiefni, ef rjett reynist það, sem hinir gömlu kváðu í þessu efni. Menn eru orðnir þreyttir á umhleypingunum og vissulega myndi sjómennirnir verða þakk- látir fyrir góðar gæftir. Það er undarlegt hve veðurlag getur mint menn á. I gær sagði maður við mig þessi spaklegu orð: „Finnur þú ekki rauðmaga- lykt í loftinu eins og jeg?“ Ann- ar talaði um „vorlykt af veðr- inu“. Vissulega lifna menn við úr drómanum þegar góðviðrisdagur kemur eftir langan og þreytandi vetur. En við skulum samt ekki gera okkur of miklar vonir. Það er enn vetur á Islandi og allra veðra von. • Rauðmagi og grásleppa. ÞAÐ, sem maðurinn sagði um rauðmagalyktina af veðrinu, minti mig á málefni, sem jeg hefi oft hugsað um, en það er breyt- ing á mataræði manna, sem við sjávarsíðuna búa. Það er kanske fullsnemt að fara að æsa upp í mönnum sult í rauðmaga og signa grásleppu, því meira að segja er það svo, að þegar hrogn kelsaveiðitiminn fer i hönd, fá ekki nærri allir sem vilja tæki- færi til að bragða þessa gömlu og góðu íslensku fæðu. Það er rjett hending, ef Reyk- víkingar ná í nýjan rauðmaga nú orðið á vorin. Reyktur rauðmagi sjest stundum í verslunum, en jeg segi fyrir mig, að mjer finst hann ekki eins góður og hann var í gamla daga, hvernig sem á því kann að standa. Sigin grá- sleppa er svo að segja ófáanleg nú orðið, Það var þó stundum hægt að fá hana hjá- Hannesi í Gróubæ, þeim sómamanni, á með an hann lifði.En nú er því ekki að heilsa lengur. Við erum að hverfa frá gamla íslenska matnum. Margir eru þeirrar skoðunar, að flestir „nýtísku kvillar" í mannfólkinu í bæjum íslands stafi af því, að hætt er að borða íslenska matinn, en vitaminpill- ur jetnar með hverri, máltíð í þess stað. Refafóður til mann- eldis. í SAMBANDI við þessar hug- leiðingar um mataræðið kemur mjer í hug nýjasta tíska í mann- eldismálum hjer í bænum. Nú er fólk farið að háma í sig refafóð- ur. Já, refafóður. Það er ekki prentvilla. Mjer er sagt að þessi tísku- matartegund heiti „Alfa Alfa“ og geri mönnum gott. Samkvæmt nýjustu upplýsingum um áhrif þessarar undrafæðu verða sköll- óttir menn hárprúðir og grálvært fólk fær sinn eðlilega og upp- haflega háralit. Auk þess vekur neysla refafóðursins almenna velsælu hjá mönnum. Það er ekki öll vitleysan eins, sagði kerlingin. En vafalaust gerir það ekkert til þó menn borði refafóður, ef þeir hafa lyst á því. En jeg segi fyrir mig, að jeg hefi meiri trú á rauðmaga og siginni grásleppu, súrsuðum blóðmör og saltkjeti ásamt harð- fiski og hákarli og brennivíní í ábæti. Sennilega er þó auðveld- ara að ná í refafóðrið. íslendingur í erlendri höfn. GAMALL kunningi minn, sem er sjómaður og hefir siglt alt stríðið til enskra hafna, sagði mjer sögu í gær, sem jeg held að margir hafa gaman af að heyra. íslenski sjómaðurinn var boð- inn að borða með enskum kunn- ingja sínum dag nokkurn er skip hans var í erlendri höfn. Talið barst að því, hvernig íslending- ar væru sjeðir og hvert álit fólk í þessari borg hefði á íslenskúm sjómönnum. íslenski sjómaðui^ inn þóttist hafa orðið var við, að nokkur andúð væri meðal manna í enskum hafnarborgum í garð íslendinga. Hann spurði því hinn erlenda kunningja sinn hvernig honum líkaði við íslendinga. í stað þess að svara gekk Bretinn að veggalmanaki, sem hjekk á veggnum, reif einn ,,dag“ af því og fjekk ísenska sjómanninum. Þar stóð þessi setning: „Hvað er að segja um is- lensku þjóðina? Það eina sorg- lega við hana er, að hún er aðeins eitt hundrað þúsund talsins! Sorglegt vegna þess að þjóðin er svo skemtileg, gest- risin og mentuð". Höfundur þessara orða er Stanley Unwin, bókaútgefandi í London. Góður íslandsvinur, sem ekki lætur neitt tækifæri ó- notað til að gera íslendingúm greiða, eins og ofanritað m. a. sýnir. Deilt við dómara. ÁHUGASAMUR ÍÞRÓTTA- MAÐUR og áhorfandi að sund- móti skólanna á dögunum, skrifar mjer alllangt brjef um úr slitin í nefndu sundmóti. Telur órjettlátt, að Mentaskólanum skyldi vera dæmdur sigur. Það hefði verið augljóst mál, að Iðn- skólinn hefði átt að vinna. íþróttamaðurinn ætti að vita, að það þýðir ekki að deila við dómarann í úrskurðum lians í íþróttamálum. Það verður hver og einn að sætta sig við þann dóm, sem upp er kveðin og það er heldur ekki íþróttamannslegt að nudda út af slíku. Því verðúr hvort sem er ekki breytt. Nöfn á litvarpslögum. N. N. biður mig að koma þeim skilaboðum til þula útvarpsins, hvort þeir geti ekki komið því við, að lesa greinilega nöfn á smálögum, sem leikin eru í út- varpinu og eftir hvern lögin eru. Brjefritarinn segir, að það sjeu . svo mörg falleg lög leikin í út- varpinu. Menn langi til að setja á sig nöfn þessara smálaga og þeir, sem eitthvað lítilsháttar I fást við hljómlist hafi oft hug á að ná sjer í nótur yfir lögin tii að æfa sig á að leika þau heima hjá sjer. Það er ekki nema sjálfsagt, að koma þessum tilmælum á framfæri, en jeg man nú ekki betur, en að útvarpsþulirnir geti \ oftast nær nafna þeirra laga, sem leikin eru og svo má einnig gera j fastega ráð fyrir, að áhugamenn geti fengið nöfn og höfunda þeirra laga, serri leikin eru í út- |varp, með því að snúa sjer til skrifstofu útvarpsráðs og geta þess, hvenær lögin voru leikin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.