Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 4
4 M U K G U N B L 'A Ð I ö Fimtudagur 24. febrúar 1944 AF SJÚNASHÓLI SVEITAMANNS Akureyrarbrjef NÚ STENDUR mikið stríð um kaupgjald og aíurðaverð. Undanfarandi ár hefir magnast mjög sá draugur, er dýrtíð nefn ist. Hafa margar tillögur og upp ástungur komið fram um það, hversu ráða skyldi niðurlögum hans, en allt komið fyrir ekki. Aftur á móti hefir hann komið a. m. k. þremur ríkisstjórnum fyrir kattarnef, og nú á hin fjórða í hörðum sviftingum við hann og er ekki sjeð fyrir end- ann á. Mun hún samt hafa talið það aðalverkefni sitt að kveða dýrtíðardrauginn niður, en þó gengur hann enn ljósum loga. ★ EIN meginorsök dýrtíðarinn- er er talin vera sú, hve hátt verð er á neyðsluvörum bæj- arbúa, þeim sem framleiddar eru í sveitunum. Hið háa verð- lag þeirra stafar aftur á móti af því, hve hátt kaupgjaldið er; og sjálfir þurfa þeir að fá það sama kaup til þess að njóta jafnrjettis við launþega og verkamenn. Hinsvegar þarf kaupið að vera svona hátt í bæjunum til þess að kaupstaða búar geti keypt landbúnaðar- afurðirnar. Er því kaupgjald og verðlag komið í fullkomna sjálfheldu. — Það er lokaður hringur, og innan hans hafa all ir okkar pólitikusar „hringlað" undanfarin misseri. ★ TIL ÞESS að rjúfa hringinn virðist ekki nema ein leið og hún er að byrja á því, að lækka annað hvort kaupgjald- ið eða verðlagið. Sá aðilinn, er byrjaði á því, myndi rjúfa skarð í þennan fangelsismúr, Málaflutnings- skrifstofa Einar B. Guðmundsson. GuSlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3602, 3202, 2002. Skrifstofutími kL 10—12 og 1—5. IsnittapparI E 3/8”—1” Whitworth | VERZLUN | O. ELLINGSEN h.f. j TnmiiHiiiHiimiiiiiiiiiuimnimiHHiimiiiiiiiiiiimim iniiiiiiiiiHiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiinum | Kolaneta- ( slöngur \ Kolanetablý Kork S Bætigarn Felligarn Teinalínur GEYSIR H/F. Veiðarfæraverslun. iiiiiiiiiniiiimimimimiiiimiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiu >0-<><><><>0<>0<><><><><><><> Eftir Gáin >000000000000000 sem nú umlykur þjóðina, myndi frelsa hana frá því fjár- hagshruni, sem allir spá henni. Sá, sem þetta gerði, yrði í þessu tilliti bjargvættur þjóðarinnar og það er satt að segja ekkert óveglegt hlutverk. — Það er harla ótrúlegt annað, en að margir vildu verða til þess, já fengju færri en vildu, skyldi maður halda. ★ EN ÞAÐ er nú eitthvað ann- að. Forsprakkar verkamanna (þrímenningarnir í sexmanna- nefndinni seinni) hafa meira segja neitað, að ganga inn á nokkra kauplækkun, enda þótt vöruverðið yrði lækkað hlut- fallslega um leið. Þetta sjón- armið hefir máske komið mörg um á óvart, því allir vita, að afleiðingar verðbólgunnar verða ekki ljettari fyrir verka menn heldur en aðrar stjettir t. d. bændur. Atvinnuleysið hlýtur að vera eitthvert mesta böl, sem nokkur þegn þjóðfje- lagsins þarf við að búa. ★ ÞEGAR NÁNAR er aðgætt, er þetta samt ekkert undar- legt. Forysta verkamannasam- takanna er nú í höndum þeirra manna, sem berjast fyrir nýju þjóðskipulagi. Þeir vita og hafa oft lýst því yfir, að inn í það fyrirheitna land komast þeir ekki nema yfir rústir þess þjóð skipulags, sem við höfum nú. Það er því ekkert eðlilegra, en þeir noti völd sín og manna- forráð til að flýta fyrir hrun- inu, enda þótt það leiði eymd og bágindi yfir fólkið. Hand- an við það „eymdarstrik“ hill- ir undir gull og græna skóga hins sósíaliska ríkis. ★ ÞESS VEGNA .þurfum við, sem höfum hug á að fleyta okk ar lýðræðisþjóðfjelagi yfir erf- iðleika stríðsáranna, ekki að gera okkur neinar vonir um hjálp, úr þeirri átt. — Þessir menn, kommúnistarnir, lifa í öðrum heimi, hinum tilvonandi heimi ráðstjórnarskipulagsins, sem þeir eru að byggja upp um leið og þeir brjóta niður okk- ar heim, heim lýðræðisskipu- lagsins. Austur og vesta getur aldrei mætst. ★ EN HVERNIG er það nú með hinn aðilann, þann, sem ræður verðlaginu á landbúnaðarvör- unum á innlendum markaði? Getur hann ekki byrjað á því að rjúfa skarð í þennan ókleifa múr dýrtíðarinnar. Jeg er ekki svo mikill hagfræðingur, að jeg geti sagt til um það, hvaða áhrif einhver viss lækkun á verðlagi landbúnaðarafurða hefði á dýrtíðina. Eftir mínu viti mundi þá vísitalan lækka, og þar með mundi kaupið lækka síðan, vörurnar aftur lækka og svo koll af kolli, þrep af þrepi, uns komið væri níður á fasta jörð úr þeim veika og valta stiga, sem við eruna nú stödd í. SJÁLFSAGT mundi þetta hafa í för með sjer einhverja fórn fyrir bændur. En ekki er í það að horfa, ef þetta er leið út úr ógöngunum. Það er ekki að undra, þótt eitthvað verði í sölurnar að leggja, þegar ver- ið er að bjarga heilu þjóðfje- lagi úr vfirvofandi hætu, frá aðsteðjandi hruni. Því hefir löngum verið haldið fram, að bændurnir, sveitafólkið yfir- leitt, væru kjarni þjóðarinnar, og í sveitunum ætti þunga- miðja þjóðlífsins að vera. Þess vegna skyldi maður líka ætla að „ættjörðin frelsaðist þar“, - þaðan kæmu henni bjargráðin þegar í óefni væri komið. ★ JEG SÁ einu sinni mynda- flokk í blaði enskra friðarvina. Það var nokkrum árum fyrir valdatöku Hitlers, og margir höfðu ennþá von um að hægt væri að leysa vandamálin frið samlega. — Þá voru haldnar margar afvopnunarráðstefnur og settar margar „sexmanna- nefndir" til að reyna að „lækka vísitölu“ vígbúnaðar- ins. Allar urðu þær tilraunir árangurslausar eins og kunn- wgt er. Þjóðirnar hertu sig í vígbúnaðarkapphlaupinu allt hvað af tók, þrátt fyrir allar ráðstefnurnar og samningana. ★ EN hvernig voru myndirnar? Fyrsta myndin sýndi langa röð af fallbyssum, heilan hóp af skriðdrekum og stóra hlaða af allskonar vopnabirgðum. — I fjarlægð var annað land — „óvinaland“ — með jafnlang- ar fallbyssuraðir, jafnmarga skriðdreka, jafnháa vopna- hlaða. Á næstu mynd sýndist vígvjelum *,,óvinanna“ hafa fækkað lítið eitt. Hinir töldu þá óhætt að minka sínar lika og smíða úr þeim gagnlega hluti. Næsta mynd sýndi svo enn færri vopn hjá báðum, og þannig gekk það koll af kolli, uns afvopnunin hafði farið fram. ★ ÞETTA voru bara myndir, en ekki veruleiki.Til þess að af vopna þjóðirnar í raun og veru, verður eldur styrjaldar- innar að geisa um löndin, af því að fólkið þekti ekki sinn vitjunartíma. Máske fer þetta eins með dýrtíðina hjá okkur. Ef til vill verða allar okkar seðlahrúgur að fuðra upp áð- ur en vísitalan lækkar og dyr- tíðardraugurinn verður kveð- inn niður. Gjafir og áheit til Ljósasjóðs Frjálslynda safnaðarins í Rvík: Frá hjónum til minningar um dóttur sína 559 kr. (sem verja á til stofnunar Ljósasjóðs). Áheit frá Kristófer 200 kr., frá Jóni 20 kr., frá Siggu 10 kr., gjöf frá Guðrúnu Eiríksd. 100 kr., frá Ingibjörgu og Kristófer 100 kr., frá Sæma og Unna 50 kr., frá M. M. 100 kr. Til prestaskrúða, afhent af sr. J. Auðuns frá safn- aðarkonu 100 kr. Safnað af Guð- rúnu Eiríks á fjelagsfundi 400 kr. Afhent af Þorbj. Skjaldberg frá Snæfríði Stefánsd. 100 kr. Guðmann Hreiðars 100 kr. Ó- lafía Stefánsdóttir 10 kr. Frá frú Richter 50 kr. Afhent af frú Auð- uns 100 kr. frá Ólafi Magnússyni Njálpgötu 74. Kærar þakkir. -— Maria Maack. Ágreiningurinn um skilnnðarmálið. Hjer á Akureyri hefir lítið borið á andstöðu gegn því að Islendingar stæðu við áðurgefn ar yfirlýsingar stjórnmálaflokk anna um sambandsslit við Dan- mörku eftir árslok 1943 og stofnuðu lýðveldi. Þó gerðust þau tíðindi fyrir skömmu, að nokkrir skólakennarar og fá- einir aðrir borgarar komu sam an á fund, er þeir nefndu „fund lögskilnaðarmanna á Akur- eyri“, og samþyktu ályktanir í anda „Varðbergsmanna“ í Rvík. Ennfremur hefir blaðið „Varðberg" verið borið ókeypis í hús hjer í bænum, en ekki veit sá, er þetta ritar, hverjir taka á sig kostnaðinn af þeim áróðri. Þegar undanhaídsmennirnir eru spurðir um ástæðuna fyrir afstöðu sinni í skilnaðarmálinu, eru svörin mjög mismunandi. Flestir telja sig fylgjandi skiln aði, en vilja aðeins fá að tala við konung áður. Ef konungur vill, að sambandinu sje haldið áfram, þá telja þeir sig samt sem áður vilja slíta samband- inu. Þetta telja þeir kurteisleg- ustu aðferðina við málið. Sumir þeirra viðurkenna, að danska stjórnin hafi fengið uppsögn okkar á sambandslögunum í hen<jur 19. maí 1941. Aðrir segja, að við höfum aldrei sagt þeim upp. Sumir undanhalds- manna telja, að við höfum að vísu rjettinn til að skilja við Dani á þessu ári, en það sje bara viðkunnanlegra að bíða með það eitthvað fyrst um sinn. Aðrir segja, að við höfum eng- an lagalegan rjett til þess. Það er aðeins eitt, sem þeim kem- ur fullkomlega saman um: Að beita öllu sínu viti og þreki til að vinna gegn skilnaðinum, hvort sem andstaðan er bygð á sama grunni hjá öllum eða ekki. Áróðurinn gegn málinu er rekinn af ofurkappi. En árang- urinn virðist ekki mikill. Fólk er yfirleitt ekki á þeirri skoð- un, að uppeldisfræðingar, nor- rænufræðingar, guðfræðingar og hagfræðingar, beri gleggra skyn á milliríkjamál en viður- kendustu þjóðrjettarfræðingar og prófessorar í lögum. Þjóðin verður spurð. Þá halda undanhaldsmenn þeirri dæmalausu firru á lofti, að þjóðin sje ekki spurð um af- stöðu hennar til skilnaðarmáls- ins. Alþingi ætli að taka sjer vald til að framkvæma skilnað- inn, án þess að spyrja þjóðina. Það hefir þó ekki verið farið neitt leynt með það, að þjóðar- atkvæði verði látið skera úr málinu, áður en það er til lykta leitt. I þingsályktunartillögunni um niðurfelling sambandslag- anna, sem nú liggur fyrir Al- þingi er svo fyrir mælt, að hana skuli „leggja undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþyktar eða synj- unar“, og að hún taki ekki gildi fyrri en Alþingi hafi samþykt hana að nýju, að „afstaðinni þessari atkvæðagreiðslu“. Tvær raddir. Þegar rætt er um afkomu bænda á þessum árum, koma fram tvær ósamhljóða raddir. Önnur röddin, — sú, sem fram hefir komið í flestum íslensk- um blöðum er þessi: Bændur hafa bætt aðstöðu sína, flestir, borgað upp skuldir sínar og margir safnað sjer nokkrum inneignúm, er þeir geta varið til framkvæmda, þegar dregur úr verðbólgunni. Hin röddin, sem fyrst ljet til sín heyra eftir að löggjafarþingið trygði bónd- anum ákveðnar Tágmarkstekj- ur í fyrsta skipti í sögu þjóðar- innar, og talar nú hvellum rómi gegn um framleiðslublaðið „Bóndann", segir: „Alt frá lokum fyrra stríðs- ins og fram á þenna dag hefir mikill hluti bænda rekið bú sín með tapi“. (Bóndinn_2. ág. 11. tbl.). Og: „Það er ekki látið nægja að skipa hinni fornu óðalstjett landsins lægst á ó- æðri bekk, heldur er beinlinis stefnt að því að uppræta bænda stjettina með því að gefa henni rjett hins rjettlausa þjóns“ (J. J„ sama blað). Marga mun reka í rogastans við þessar „upplýs- ingar“. Eftir að blöðin eru búin að telja landsfólkinu trú um, að hagur bænda hafi mjög batnað og 6-mannanefnd búin að leggja höfuð sín í bleyti til að reikna út, hvaða verð meðal- bóndi þurfi að hafa fyrir afurð- ir sínar til að bera það sama úr býtum og handverksmenn í höfuðstaðnum náðu á besta at- vinnuári aldarinnar, — og Al- þingi síðan að tryggja honum það verð, — þá kemur blaðið sem telur köllun sína að stíga á „vogarskál með sannleikan- um“ og telur „mikinn hluta“ bænda enn reka bú sín með tapi. Er ekki líklegt, að margir spyrji eins og Pílatus: Hvað er sannleikur? Atvinnuleysisstyrkir óþcktir. I framhaldi af frásögu Bónd ans af taprekstri bænda, er tal- að um flótta þeirra til sjávar- síðunnar, þar sem talin hafi verið „öruggari lífsafkoma. Kaupgjaldið var mun hærra á hverja vinnustund, og ef vinna hefir þrotið, þá gátu atvinnu- leysisstyrkirnir verið þrauta- lending“. Þessi ummæli eru að því leyti varhugaverð, að at- vinnuleysisstyrkir hafa aldrei verið greiddir hjer á landi, og bóndi, sem gengur frá búi sínu og flytur á mölina, getur því ekki bygt neinar vonir á þeim. Þykir mjer ósennilegt, að bændur þeir, er upp flosnuðu á kreppuárunum og bættust í hóp atvinnulítilla daglauna- manna í kaupstöðunum, hafi orðið varir við þá styrki. Byggingarfram- kvæmdir. Samkv. upplýsingum Hall- dórs Halldórssonar bygginga- fulltrúa, voru bygð hús hjer í bænum og breytt byggingum árið sem leið fyrir ca. 4 milj- ónir króna. Af nýbyggingum voru 15 íbúðarhús, 7 geymslu- hús, 2 verkstæði, 1 gistihús, 1 póst- og símahús, 1 skólahús, 1 verslunarhús og 8 viðbótar- byggingar og breytingar. 25 nýjar íbúðir eru í þessum hús- um. Sum af húsum þessum er enn ekki fullgerð. 14. febr. 1944 Jökull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.