Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 5
5 Fimtudag'ur 24. febrúar 1944 MOBGUNBLÁÐIÐ 5 JOHANN ÞORKELSSON íyrv. dómkirkiuprestur Fæddur 28. apríl 1851. Dáinn 15. febrúar 1944. LANGFLESTIR, ef fekki allir Reykvíkingar, þektu síra Jó- hann Þorkelsson í sjón, og all- ir gamlir Reykvíkingar vissu og vita margt og mikjð um hann. Því er dálítið erfitt að skrifa um hann annað en það, sem allir vita eða hafa áður heyrt. ** Það voru ekki allir, sem fögn uðu síra Jóhanni, þegar hann varð dómkirkjuprestur árið 1890. Við prestskosninguna haustið 1889 skiftist bærinn í 2 flokka, „alþýðuflokkinn“ og ,,höfðingjaflokkinn“. Sá fyrri sigraði. Sr. Jóhann hlaut 319 atkvæði, en sr. ísleifur í Arn- arbæli 76. — Þó hafði kjör- stjórn „strikað út“ alla lausa- menn, af því að þeir voru ekki „búsettir“. Og sömu leið áttu að fara allir sem skulduðu „ljóstoll“ á kjördegi, en þeir náðu að greiða „ljóstollinn" áð ur en kosningu lauk, eða „kusu samt“. Svo var sumum heitt eftir þessi málálok, að gamlir og góðir sóknarnefndarmenn eins og Árni Gislason leturgrafari og Olafur í Lækjarkoti afsögðu að vera í nefndinni áfram. Þetta andviðri gegn sr. Jó- hanni hvarf fljótt. Ljúfmenska hans og trúmenska í öllum störfum vakti brátt vinsemd allra sanngjarnra manna. Sókn arnefndarmennirnir gömlu komu seinna aftur, og urðu bestu vinir prestsins. Snemma bar á því, hvað $íra Jóhann var fljótur til stuðn- ings við góð mál, þótt þau væru ný, og mættu misskiln- ingi. Þegar sr. Oddur V. Gíslason var að reyna um og eftir 1890 að efla til kristniboðs inn á við og út á við, þá gekk síra Jóhann tafarlaust í fáment lið hans, Hann og sr. Jens Pálsson voru einu prestarnir, er rituðu und- jr ávarp síra Odds um kristni- boðið árið 1891. Alla æfi upp frá því var sr. J. Þ. einlægur vinur kristilegs- sjálfboðastarfs innan kirkjunnar („innra trú- boðs“) og kristniboðs út á við. K. F. U. M. og K., biblíulestr- ar, vakningasamkomur, kristni boð og ýmiskonar kristilcgt líknarstarf átti alt góðan vin, þar sem sr. Jóhann var. Hann var ekki bardagamaður, én miklu síður var hann „flótta- maður“. Mjer fanst hann halda þjettast um mína hönd, þegar fæstir þorðu eða vildu standa með mjer fyrrum — og svo mun fleirum hafa reynst. Svipað var um bindindismál 5ð. Hann var einn þeirra 7 presta, er gengu í lið með Hall- grími biskupi til að stofna „prestabindindið“ árið 1892, og var sannur vinur bindindis til æfiloka. Jeg kyntist sr. Jóhanni ekki fyrr en rjett eftir aldamótin. Þá voru mikil veikindi á heim- ili hans og aðstaða hans erfið á ýmsa lund. En aldrei heyrði jeg hann kvarta, hvorki þá nje síðar. Hann hafði lag á því að ! i 4 > . ) fi (' snúa erfiðleikum til þakkar- gerðar. „Er ekki erfitt fyrir yður, síra Jóhann, á sáttanefndar- fundum, að heyrnin skuli vera farin að bila?“ var hann spurð ur, skömmu áður en hann sagði af sjer. „Erfitt?“ svaraði síra Jó- hann. „Ætli jeg ætti ekki að þakka Guði fyrir, að hann læt- ur mig ekki heyra alt það orð- bragð, sem þar fer fram?“ Stuttu og góðu svörin hans verða lengi minnisstæð vinum hans. En þau miðuðu aldrei að því að særa nje rýra mannorð annara. Hann var miklu orð- varári en alment gerist. Þótt hann t. d. væri alveg andstæð- ur aldamótaguðfræði, spírit- isma og guðspeki, og fengi úr þeim áttum kaldar kveðjur stundum, heyrði jeg hann aldrei hallmæla leiðtogum þeirra stefna á bak. En hann vorkendi þeim, og bað þeim alls góðs. — Nei, mihnisstæðu svörin hans fóru í alt aðra átt. „Hjer kom góður gestur ný- verið, síra Jóhann Þorkelsson; hann var á léið norður til æsku stöðva sinna í Bárðardalnum", svo mælti prófastur nyrðra við mig fyrir eitthvað 30 árum. „Jeg spurði síra Jóhann, hvort hann ætlaði ekki að mesSa hjá Bárðdælingum", hjelt prófast- urinn áfram, ,,og sagði, að hann mundi hafa margt að segja gömlum sveitungum sín- um. Þá svaraði síra Jóhann: „Jeg veit ekki hvað margt það verður. En jeg gæti sagt þeim, að þótt margt hafi brugðist mjer, hefir náð Guðs aldrei brugðist mjer“. Á afmælisdögum efri ára og þegar sr. J. Þ. var að fara frá störfum, fjekk hann margar góðar gjafir frá söfnuði sínum. Býst jeg við, að það sje eins dæmi í þjóðkirkju vorri, að frá farandi prestur fái föst eftir- laun frá söfnuðinum, án alls tillits til lögboðinna eftirlauna. Og þau laun voru ekki veitt með eftirtölum, heldur með þakklæti og kærleika. Sr. J. Þ. var ljettur í lund framan af æfinni og Ijettur i spori alla æfi. Jeg lieyrði hann hlæja hjartanlega, er þeir, hann og síra Jón Þorsteinsson þá á Möðruvöllum, voru að rifja upp gamlar skólasögur frá latínuskólanum, og sá hann klífa fjallshlíðar sjer til hress- ingar að morgni dags. — Eng- inn átti eins mörg spbr hjer um : ’ i • . ' , \ . • * tl bæinn til sjúkra og sorg- mæddra sem hann. Og altaf hjelt hann áfram að biðja fyr- ir söfnuði sínum og starfsmönn um hans. Sr. J. Þ. hjet fullu nafni Hans Jóhann Þorkelsson. For- eldrar hans voru Þorkell Vern- harðsson bóndi á Víðikeri í Bárðardal og kona hans Þuríð- ur Hansdóttir frá Neslöndum við Mývatn. Hann varð stúdent árið 1873, og kandídat frá prestaskólanum 1875. 9. sept. sama ár ví^ðist hann að Mos- felli í Mosfellssveit, en var veitt dómkirkjuprestsembættið 2. jan. 1890 og gegndi því í 35 ár. Prófastur í Kjalarnespró- fástsdæmi var hann 1895— 1900. Hann kvæntist 15. júní 1878 Kristínu Einarsdóttur, Guð- mundssonar bónda á Læk í Melasveit. Hún andaðist 2. okt. 1903. Fjögur börn þeirra eru enn á lífi: Verhharður, læknir á Sjálandi, Guðríður, gift Klerk bankastjóra í Kaupmannahöfn, Guðmundur og Þuríður kenslu köna, bæði hjer í bæ. Dóttir hans Þuríður var jafn an hjá föður sínum og annað- ist hann ágætlega. Þegar sr. J. Þ. var hættur prestsskap, var hann mörg sumur hjá börnum sínum í Danmörku, og var þar kær gestur. Fótavist hafði hann til síðasta dags, og hjelt góðri sjón, en heyrnin var bil- uð. Hann fylgdist furðu vel með öllu, sem gerðist, og ljet í ljósi nýlega hrygð sína yfir því, að íslendingar skyldu ekki allir vera sammála í fullveld- ismálinu. Síðast er jeg kom til hans, mundi hann best eftir því „hvaðan hann kom og hvert hann ætlaði“, mundi æsku- stöðvarnar og umfram alt dýr- mætar heimfararvonir. Otal margir vinir síra Jó- hanns munu kveðja hann nú eitthvað á þessa leið: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Haf þú þökk fyrir alt og alt . . . .“ Sigurbjörn Á. Gíslason. Sænskir biskupar senda kveðjur. Stokkhólmi —: Sænskir bisk upar hjeldu fyrir skemstu tveggja daga fund hjer í Stokk hólmi og ákváðu siðan að senda símkveðjur til biskup- anna í Kaupmannahöfn, Ábo og Reykjavík. Þá var það harm að mjög, að ekki skyldi vera hægt að ná til biskups norsku kirkjunnar með slíkri kveðju, og láta í ljósi við hann einingu sænsku kirkjunnar í barátt- unni fyrir rjettlæti og frelsi kirkjunnar. Símanotendum fjölgar í Svíþjóð. Stokkhólmi —: í Svíþjóð eru nú 1 milj. og 75 þús. símnot- endur, eða því sem næst að 6. hver maður hafi síma. Símrtot- endum hefir fjölgað í landinu um 350.000 síðan árið 1938. Minningarorð um Karl Fr. Magnússon Þann 30. janúar s. 1. andað- ist í Landakotsspítalanum Karl Fr. Magnússon útgerðarmaður á Stokkseyri, nýfluttur þangað eftir langvarandi veikindi. Hann var fæddur 4. október 1886 á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Magnús Teitsson bóndi í Kolsholti, Jónssonar á Hamri, Árnasonar prests í Steinsholti, Högnasonar á Breiðabólsstað. Móoir Magnús- ar var Kristín Magnúsdóttir frá Miðfelli, Einarssonar. Móð- ir Karls og bústýra Magnúsar var Karitas Árnadóttir frá Ár- túnum, Magnss. s.st., Arnason- ar prests í Steinsholti. Högna- sonar. Magnús Teitsson var hjeraðskunnur hagyrðingur. Karl ólst upp við venjuleg störf, við sjómensku o. fl. Hafði um árabil verkstæði við skó- smíði, en hætti því er hann varð útgerðamaður. Hann giftist ungur Mar- grjeti Bjarnadóttur frá Sand- hólaferju; d. 1919, afleiðingar af spönsku veikinni. Karl var þá og lengi veikur, og eftir það með bilaða heilsu, er loks dró hann til dauða. Þau eignuðust 4 börn, 1 þeirra dó ungt, og sonur hans, Magnús, mesti efn ismaður, druknaði 16. mars 1938, þá 27 ára, al' bát hans, er fórst við Stokkseyri, og var honum það þungt áíall. Síðari kona hans var Kristín Tómasdóttir frá Vorsabæ í Flóa. Áttu þau 6 börn, og dó 1 ungt, en hin á lífi, yngsta 15 ára. Karl var greindur maður, eins og hann átti kyn til, stefnufastur og einbeittur í skoounum, hugsaði mest um þá borgaralegu dygð, að vera sjálf um sjer nógur, sótti aldrei um styrk af ríkisfje, eins og nú er orðið of alment. taldi slíkt skort á manndómslund, ef eigi væri skýlaus nauðsyn. Var afskifta- laus um annara hagi, en mat þá menn lítils, er vildu vera ráða- menn aunara. án þess að ósk- að væri eftir því, enda oftast þeir einir, sem gjöra það an beiðni, sem skortir ráðdeild í eigin starfi. Þrátt fyrir erfið- leika þá, sem hann sem aðrir mótorbáta útgerðarmenn áttu við að striða í misjöfnu árferði, megnaði hann að yfirstiga pá erfiðleika, og þótt hann heíði til framfærslu konu og 8 börn, og með bilaða heilsu, var hann er hann andaðist fjárhaglega vel stæður. Ýmsir urðu til að hjálpa honum á erfiðum árum, þar á meðal Ellingsen kaupm., er reyndist honum mikill dreng skaparmaður, virti sjálfsbjarg- arviðleitni hans, og einlægan vilja að vera skilvís. Karl var sá gæfumaður, að konur hans báðar voru dugn- aðar konur, og góðar lífsfjelag- ar, börn hans mannvænleg og nýtir borgarar. Hann æðraðist aldrei, þótt illa gengi og undi glaður við sitt, og er hann and- aðist, hafði hann lokið miklu lífsstarfi. Þ. J. Sýningin í Lista- mannaskálanum Jón Þorleifsson: Frá höfninni. Minnigarsýning Markúsav Ivarssonar á listasafni lians, í Listamannaskálanmn hefir vakið mikla eftirtekt bæjarbúa. Menn undrast hve mikil sýning þetta er, og hve margt e,r þar góðra listaverka. Sýningin verður opin þessa viku. Þeir, sem vilja grandskoða sýninguna ættu ekki að geyma það þangað til síðasta daginn. því þó skálinn sje rútngóður er best að virða fyrir sjer myndirnar j)égar ekki er þar mjög margt gesta. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.