Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 4
4 MUKGUNBLAÐiö Þríðjudagur 29. febr. 1944. SUN FLAME-GLASBAKE Fullkomnustu Glervörur til suðu og bökunar Sjóðið, steikið og bakið allan mat í Glasbake. Hinn „skjót-heiti“ botn á Glas- bake veldur því að maturinn sýðst jafnar og fljótar, og spar- ar eldsneyti. Nú getið þjer fylgst með hvenær maturinn er tilbúinn. Glasbake verður gljáandi fag- urt þvegið úr vatni. Þarf hvorki að skrúbba nje skúra. M I N N I N C Valdimar í Vallanesi Fæst í helstu verslunum. \.v. .♦ .». .♦. .♦, ,♦,.♦. .♦, .♦, .♦. .♦. ,♦, ,♦. •VWMWWW*-* »■ •♦■ • •♦’WW^^^^inrA'VVWVVVVYVWWVVVV j Glasbake-vörur j Ijt eru komnar í X X X ! VersS. Jóns Þórðarsonar f V • v X Bankastræti. X •> ••• Er iluttur frá Hverfisgötu 59. 4» Opna í dag verslunina á Hverfisgötu 61. 77lla/tú& <$x$><$><$X$XS> <Í><SxSx?xík$> Blóma- og matjurtafræið er komið Salan er byrjuð. Reynið viðskiftin. Nýja Blómabúðin Austurstræti 7. — Sími 2567. ÞANN 12. febr. síðastl. and- aðist að heimili sínu Vailanesi í Vallhólmi í Skagafirði merk- isbóndinn Hermundur Valdi- mar Guðmundsson. Hann var fæddur á Miðgrund í Blöndu- hlíð 25. febr. 1878. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurðs son söðlasmiður og bóndi þar, en síðar í Ytra-Vallhoiti, og kona hans Guðrún Eiríksdótt- ir frá Djúpadal. Guðmundur í Vallholti, en svo var hann jafn an nefndur, var af góðum bændaættum, Asgeirsbrekku- ætt; hafa ýmsir þeirra ætt- manna verið búmenn og góðir bændur. Bróðir Guðmundar var Gísli bóndi í Neðra-Ási í Hjaltadal, mikill búhöldur, faðir síra Sigurbj.örns A. Gísla sonar í Reykjavik og frú Sig- urlínu Gísladóttur í Hofsós. Guðrún í Valholti móðir Valdimars, var dóttir Eiríks hreppstjóra í Djúpadal Eiríks- sonar prests á Staðarbakka Bjarnasonar bónda í Djúpadal Eiríkssonar stórbónda og hrepp stjóra í Djúpadal Bjarnasona, er það Djúpadalsætt. Hafa þeir Djúpdælir setið þá jörð nú á þriðju öld. Móðir Guðrúnar í Vallholti var Hólmfríður Jóns- dóttir bónda í Flatatungu Ein- arssonar, Sveinssonar prests í Goðdölum, en Einar var bróðir Páls á Steinstöðum föður Sveins Pálssonar læknis. Er ætt þessi oft nefnd Goðadalaætt. Af því sem hjer er ritað, er það ljóst að Valdimar var af góðu bergi brotinn og að hon- um stóðu traustir ættstofnar. Guðrún í Vallholti var orðlögð fyrir dugnað, kapp og áhuga, mun það hafa verið allríkt í ætt Djúpdæla. Valdimar fluttist ungur með foreldrum sinum að Ytra-Vall- hollti og ólst hann þar upp. Hann var elstur af sýstkinum sínum, er upp komust. Strax innan við fermingaraldur kom í Ijós hinn fágæti áhugi og dugn aður, er einkendi hann ávalt. Hann varð brátt eins og ósjálf- rátt driífjöðurinn í öllum fram- kvæmdum utan bæjar. Það leið heldur ekki á löngu, eftir að hann og bræður hans komust til nokkurs þroska, að búið í Ytra-Vallholti varð eitt af stærstu og gagnsömustu búum hjeraðsins. Valdimar ljet þó ekki þar við sitja, í honum bjó útþrá, hann vildi afla sjer meiri mentunar en hann átti kost á í föðurgarði og kynnast fleiru. Hann 'rjeðist því til náms í Möðruvallaskóla og útskrifaðist þaðan vorið 1897 eftir 2ja vetra nám. Námið stundaði hann af sama kappi og dugnaði og öll sín störf, var líka jafnan með þeim efstu í sínum bekk. Eftir þetta vann hann enn að búi foreldra sinna, en hleypti jafnframt upp búi og græddist vel fje. A þessum árum gengdi hann ýmsum störfum, t. d. barna- og unglingakenslu, en ógleyman- legastur er hann mjer og öðr- um á þessum árum, sem sund- kennari Skagfirðinga við Stein- staðalaug. Dvölin við Stein- stáðalaug; með stórum hóp af drengjum, góðum fjelögum og æskuvinum, er með skemtileg- ustu æskuminningum mínum, en miðdepillinn í þeim öllum er Valdimar, kennari og fjelagi í senn, kátur, iðandi af fjöri og eggjandi, en þó aðgætinn. Það var dauður maður sem ekki reifst með af áhuga hans. Valdimar var afbragðs sund- maður og ljek sjer að því eitt vorið að synda í lauginni sem var rúmir 50 faðmar á lengd, vegalengd sem fyllilega sam- svaraði sundi Grettis úr Drang- ey, án þess að hvílast. Þegar fram liðu stundir. fór að verða þröngt um þá Vallhylt inga. Valdimar fór því að lít- ast um eftir öðru jarðnæði, keypti hann þá eina af næstu jörðunum við Vallholt, Skin- þúfu, og flutti þangað vorið 1907 og hóf þar búskap. Skin- þúfa, er hann síðar nefndi Valla nes, var talið lítið býli og kosta- rírt. Þegar Valdimar kom að Valla nesi, hófst nýr þáttur í æfi hans, einskonar kapphlaup við tím- ann. Þar varð alt að byggjast frá grunni og að þessu gekk hann með ótrúlegum dugnaði og áhuga, því þegar aðrir lögð- ust til hvíldar að loknu dags- verki, fór Valdimar að sinna öðrum störfum, og varð svefn- tíminn oft stuttur. Byggingar og girðingar risu upp og túnið stækkaði ár frá ári. Smám sam an breytti hann rírðar koti í væna jörð. Auk þess keypti hann fleiri jarðir og gjörði þar einnig talsverðar jarðbætur og um skeið mun hann hafa haft bú á 3 jörðum. Alt var þetta gjört fyrir aflafje hans, því arf mun hann ekki hafa fengið fyr en dagsverkinu var að mestu lokið. En Valdimar var ekki við eina fjölina feldur í búskapn- um. Búpeningaræktin var einn ig áhugamál hans. Þegar sýslu nefnd Skagafjs. stofnaði til hrossakynbótabús fyrir hjerað- ið nokkru eftir síðustu aldamót, var Valdimar falin umsjón þess meðan það var við líði. Hann hlaut einnig verðlaun fyr ir ágæta hirðingu og fóðrun bú- penings. Valdimar var falin ýms trún- aðarstörf fyrir sveit sína. Þann ig sat hann afar lengi í hrepps- nefnd og skattanefnd o. fl. mætti telja. Hann var tæplega meðalmaður á hæð og fremur grannvaxinn. Fríður sýnum, hvatlegur í öllum hreyfingum og augun oft logandi af áhyga, Metnaðarmaður og kappfullur, er því var að skipta. Hestamað- ur gat hann varla talist, var of mikill ákafamaður til þess, en átti löngum ágæta hesta, ól þá vel, en krafðist líka mikils af þeim. Á fyrra árúm, áður en bifreið ar komu til sögunnar, sást Valdimar oftast á ferð með 2 til reiðar og fór þá hratt yfir, oft hafði liann þá hnakk og reið beisli á báðum hestunum til þess að þurfa ckki að tefja sig á því að leggja á reiðtígin, væri hann gangandi hljóp hann venjulega við fót, sem kallað er, og þessu hjelt hann þar til síðasta árið, er hann lifði. Dauð inn einn gat lamað hans ó- venjulega fjör og viljaþrek. Mjer kæmi það ekki á óvart þó sagnir um Valdimar í Vallanesi yrðu langlífar í Skagafirði. Hann var svo einstæður. En hvað sem því líður, þá er það víst, að þegar skráð verður saga skagfirskra bænda og at- hafnamanna, þá verður þætti Valdimars í Vallanesi ekki gleymt. Valdimar var kvæntur Guð- rúnu dóttir Jóhanns Sigfússon- ar frá Eyhildarholti, síðast bónda á Torfustöðum í Svart- árdal, ágætri konu. Þau eign- uðust fjögur mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Herfríði, sem er gift í Reykjavík, en hin eru jheima. Eiríkur og Stefán, sem standa fyrir búinu með móður sinni og Jóhanna, sem er innan við fermingaraldur. Valdimar var jarðsettur í gær, 28. febr. á Flugumýri að viðstöddu fjölmenni. J. Sig. Jeg hef komlð hjer áður" verður sýnt LEIKFJELAGIÐ hefir nú sýnt sjónleikinn „Vopn Guð- anna“ eftir DavíS Stefánsson í rúmlega 20 skifti, og verður leikvitið sýnt í síðasta skifti n. k. fimtudag. „Næsta viðfangsefni verð- ur „Pjetur Gautur“ 'eftir H., Ibsen“, sagði Valur Gíslason, formaður Leikfjelagsins blað- iim í gær. En þar sem leik- rit þetta er ekki alveg full- æft, hefir tjelagið ákveðið að sýna i nokkur skiftí' leikritið „Jeg hefi komið hjer áður“ eftir J. I >. Priestey, en leik- rit þetta var sýnt hjer fvrir jól 0 g va kti mikla eftirtekt, hefir fje! aginu borist fjölda fyrirspurnir um hvort leik- ritið vrði ekki sýnt aftur“. ■/ , . í leikrit þcssu vakti alveg sjerstaka athygli leikur Ind- riða Waage, en hann fór með hlutverk Dr. Görtler, gamla manninn, sem vissi um fram- tíð Onnud’njýnanna, en þau leika frú Alda Möller og ðral- ur Gíslason, en auk þess leika }>au: Ævar P. Kvaran. ung- frú Arndís Björnsdóttir og Jón Aðils.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.