Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.02.1944, Blaðsíða 5
triðjudagur 29. febr. 1944. MORGUNBLÁÐIÐ GRUNDVÖLLUR VÍSITÖLUNNAR Álitsgerð Kauplagsnefndar og hagstofustjóra í sambandi við kaupdeilu Dágsbrúnar hefir því oft ver ið haldið fram, að grundvöll ur sá, er framfærsluvísital- an er bygð á, sje rangur. Birt ist hjer álitsgerð Kauplags- nefndar og hagstofustjóra um það mál. MEÐ BRJEFI dags. 13. jan. 1944, hefir fjármálaráðuneytið sent oss til umsagnar álit meiri og minni hluta nefndar þeirr- ar, er skipuð var til að athuga grundvöllinn undir útreikningi framfærsluvísitölunnar. I sjálfu sjer þurfum vjer ekki að vera margorðir um nið urstöður nefndarinnar, þar sem bæði meiri og minni hluti henn ar virðist ótvírætt komast að þeirri niðurstöðu, að grundvöll- ur vísitölunnar sje í öllum að- alatriðum rjettur, eftir því sem um slíkt getur verið að ræða, sbr. bls. 5 í áliti meiri hlutans þar sem sagt er „að neysluval, þáð sem lýsir sjer í hinum 40 heimilisreikningum, sje vel not- hæft sem grundvöllur fyrir á- kvörðun á vigtum framfærslu- vísitölunnar“ og í yfirlitinu fyr ir framan meiri hluta álitið þar sem svo segir, að meiri hluti nefndarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu, „Að neyslu- val það, sem lýsir sjer í 40 heim ilisreikningum, sem nú eru hafðir til ákvörðunar á vigtum framfærsluvísitölunnar, muni ekki vera fjarri því að geta tal- ist rjett eftirmynd af neyslu- vali verkamanna alment", o. s. frv. og í áliti minni hlutans segir svo bls. 3: .... „Vonlítið um að gera úr garði vísitölu- grundvöll sem væri nokkuð að ráði vissari en þessi, nema þá á mjög löngum tíma. Mjer virð- ist vísitölugrundvöllurinn not- hæfur eins og hann er ....“. Hvað snertir einstök atriði í nefndarátlitunum viljum vjer taka fram, að vjel teljum ekki nefndarálit minni hlutans gefa tilefni til neinna athugasemda af vorri hálfu, en viljum fara nokkrum orðum um einstök atriði úr áliti meiri hlutans. Niðurstöður og tillögur meiri hluta nefndarinnar má draga saman í eftirfarandi 4 liði, yf- irlit hennar sjálfrar framan við nefndarálitið. 1. Enda þótt meiri hlut) nefndarinnar eins og fyr segir, telji neysluval það, sem lýsir sjer í hinum 40 heimilisreikn- ingum, vel nothæft sem grund völl fyrir ákvörðun á vigtum framfærsluvísitölunnar, þá tel- ur hann samt öruggara að hafa réikningana fleiri og gerir það því 3ð tillögu sinni, að safnað verði yfirgripsmeiri athugun- um á neysluvali. í Um þetta atriði viljum vjer taka fram: Það er ýmsum örð- ugleikum bundið að fá fram mjög marga nothæfa búreikn- inga. Vjer viljum í þessu sam- bandi'geta þess, að norska vísi- talan er bygð ó aðeins 135 bú- reikningum, og hefir það verið látið nægja þar í landi. Þó mun norska þjóðin um 30 sinnum fjölmennari en hin íslenska. Kauplagsnefnd fjekk á sm- um tima um 50 menn til að halda búreikninga, og voru þeir valdir úr all stórum hóp manna. Smávægileg þóknun var greidd fyrir að halda reikningana. 10 af þessum mönnum gengu úr skaftinu eða skiluðu ónothæf- um reikningum, Var þó gengið mánaðarlega til allra mann- anna og þeim veittar ýmsar leið beiningar. Síðar voru þessir 40 menn beðnir að halda áfram búreikningunum og bætt við nokkrum bæjarstarfsmönnum, sem boðist höfðu til að halda reikninga; út úr þessu fengust aðeins 22 reikningar, enda var þá mikil atvinna; og menn hafa vafalaust ekki gefið sjer tíma til að halda reikningana. Auk þess má bendá á, að mjög mik- ið verk er að vinna úr búreikn- ingunum. í viðtali, sem nefnd- armenn meiri hlutans áttu við Kauplagsnefnd, Ijet annar þeirra í ljós, að hann teldi, að halda þyrfti 300 reikninga, til þess að vænta mætti fullnægj- andi árangurs. Vjer teljum að slík rannsókn myndi verða miklum erfiðleikum bundin og í rauninni lítt framkvæmanleg. Meiri hluti nefndarinnar bendir á það, að þeir 40 menn, sem fyrir valinu hafa orðið, sjeu menn með nokkru meiri fjölskyldubyrði en meðaltalið, og geti þetta valdið því að fram íærsluvísitalan sje alt að 2 stig- um of há, miðað við núgild- andi verðlag. Sje þetta afleið- ing þess, að ekki hafi verið Vald ir menn af handahófi til að halda búreikningana. Meiri hluti nefndarinnar gefur sjálf- ur svarið yið því, hvers vegná ekki var valið að handahófi, sem sje „að ómögulegt var tal- ið að fá fram slíkt úrval meðal annars af því, að ekki er hægt að skylda menn til þess að færa þesskonar reikninga og hins ennfremur, að óhjákvæmiiegt var talið að velja sjerstaklega hæfa menn til þess að fá fram nothæfa , heimilisreikninga“ svo notuð sjeu orð nefndarinn- ar á bls. 3. Er oss kunnugt um, að þannig hefir einnig vérið litið á erlendis við samskonar búreikningarannsóknir. Auk þess taldi Kauplagsneind nokkra ástæðu til að taka meira tillit til fjölskyldumanha en einhleyþra við útreikning vísitölunnar. 2. Þá telur meiri hluti nefnd arinnar, að hægt muni vera að samræma vigtir visitölunnar betur en nú ei' við neysluval hinna 40 reikningshaldara, og leggur hann því til, að gerð verði smávægileg breyting á vigtum framfærsluvísitölunn- ar. Þeir li'ðir, sem meiri hlutinn vill taka inn í grundvöll vísi- tölunnar, auk þeirra vigta, sem fyrir eru, nema að meðalíali kr. 115.15 á hvern reiknings- haldara á ári. og þyrftu verð- breytingar á þessurp liðum að vera mjög mikið öðruvísi en á öðrum vörum, sem ganga inn í vísitöluna, til þess að þær gætu valdið nokkunú teljandi skekkju á henni. Að vísu segir svo um þetta atiiði í nefrtdar- áliti meiri hlutans (bls. 6); „A meðan verðlag er svipað og nú er, má áætla að þessi breytíng hafi í för með sjer 2—3 stiga hækkun á vísitölu Hagstof- unnar“. í skýi'slu B.. fylgiskjali með áliti meiri hlutans, er farið nokkru nánar inn á þetta atriði, en ekki eru þar neinir útreikn- ingar, sem geri þessa niðurstöðu sennilega, enda segir þar (bls. 5) að hún sje bygð á „lauslegri áætlun“. Ástæðan til þess^ að þessir liðir voru ekki teknir með í grundvöll vísítölunnar, er yfirleitt sú, að um þá er mjög erfitt að safna öruggum verðupplýsingum. Liggur það í augum uppi t. d. um ýmis- konar viðgerðir, sauma- og prjónalaun o. fl. Ef teknir eru upp í vísitöluna liðir, sem verð- lag er mjög reikandi á, þá kem ur þar með inn í hana ný óvissa, sem jafnvel getur vernð verri en hin fyrri, og er því vafa-, samur vinningur að því, að fjölga altof mikið þeim liðum, sem safna þarf um verðupp- lýsingum. Vjer teljUM því mjög vafasamt, að slík „leiðrjetting“ á vigtum vísitölunnar Væri tili bóta, auk þess sem hjer er um mjög nákvæmlegt atriði að ræða. Getum vjer tekið undir það, sem minni hluti nefndar- innar segir um þetta átriði. 3. Þá gerir meiri hluti nefnd ai'innar það að tillögu sinni, vegna þeirrar óvissu, sem leið- ir af því að athuganir á neyslu valinu ex'u ekki yfirgripsmeir* að framfærsluvísitalan verði gefin til kynna með tölum, sem deilanlegar eru með 5. Vjer þekkjum engin dæmi til þess annai'S staðar, að slíkar vísitölur sjeu ekki gefnar til kynna með eins stigs breyt- ingum, jafnvel þó um sje að ræða vísitölur, sem bygðar eru algerlega á áætluðum grund- ] velli, eins og hin eldi'i vísitala! Hagstofunnar. Vjer teljum þessa vísitölu heldur ekki það ónákvæmari en aðrar hliðstæð ar vísitölur, að ástæða væi'i til að sjerkenna hana á þennan hátt. Hins vegar mætti vel hugsá sjer, að tekið væri tilllit tii þessa í útreikningum eftir vísi- tölunni, t. d. í kaupsamningurn. Hefir það og verið altítt bæði hjer og ex-lendis, að svo hefir vei'ið ákveðið, að kaup skyldi ekki breytast til hækkunar eða lækkunar nema vísitalan hækk aði eða lækkaði um einhvern ákveðinn stigafjölda. Er þar um algert hagkvæmisatriði að ræða, sem í sjálfu sjer kemur ekki útreikningi vísitölunnár við. 4. Loks er að geta þeirrar till.gu meiri hluta nefndarinn- ar, „að launþegum sem búa i nýjum íbúðum, veröi ttygð sjerstök dýrtíðai'uppbót til jöfnunar á húsaleigu í nýjum og gömlum íbúðum ög húsá- leiguhækkun vísitölunnar verði þá áfram í'eiknuð á sama hátt og nú er“. Rökstyður meiri hluti nefnd- arinnar þessa tillögu með þeirri niðurstöðu sinni (sbr. yfirlit- ið) _,,að launþegar teknir sem heild fái ekki fullar bætur fyr- ir raunverulega húsaleiguhækk un með þeirri hækkun ó húsa- leigu, sem nú er reiknað með í framfæi'sluvísitölunni". Hins vegar telur meiri hluti nefnd- arinnar „að óframkvæmanlégt er að leysa málið viðunanlega með ákvörðun einnar og sömu vísitölu fyrir alla launþega'*. (Bls. 11). Kauplagsnefnd er sammála meiri hluta nefndarinnar um aðalniðurstöðu hennar viðvíkj- andi húsaleigunni, að ekki vei'ði bætt úr því misrjetti, er þeir éiga við að búa, sem verða að leigja í nýjum íbúðum með háa húsaleigu, með því að endur- skoða eða breyta grundvélli vísi tölunnar. (í þessu sambandi vill Kauplagsnefnd geta þéss, að hún hefir þrátt fyrir itrek- aðar tilraunir, mjög litlar upp- lýsingar getað fengið frá húsa- leigunefnd um húsaleigu í nýj- um húsum). Hins vegar telur Kauplagsnefnd það fyrir utan vei'kahring sinn, að bera fram tillögur til úrbóta í þessu efni. Meiri híutinn bendir á ákveðna leið, en telur þó ekki sitt verk- efni að bera fram tillögur um nánari tilhögun um það efni. Auk þess getur hann um grein eftir Gylfa Þ. Gíslason dósent í Kaupsýslutíðindum 1942 um þétta mál og msétti að lokum benda á frumvarp, sem fram hefir komið á Alþingi um míðl- únarsjóð húsaleigu. Kauplags- nefnd Sjér ekki ástæðu til áð taka afstöðu til þessara til- lagna, en vill fyrir sitt leyti benda á, að búast megi við all- mikilli óánægju ýmissa laun- þega, sem búa við háa húsa- leigu, með vísitöluna, á meðan ekkert er gert til þess að leið- í'jetta það misræmi sem skap- ast við hina háu húsaleigu í nýjum hxisum. Að lokum vill Kauplagsnefnd taka það fram, vegna þess sem meiri hlutinn segir (bls. 6—7) um grundvallartímabil vísitöl- unnar, þ. e. fyrsta ársfjórðung 1939, að hún telur ákvæði 2. greinar gengislaganna frá 4. api'íl 1939 um þetta efni alveg ótvíræð, þar sem beinlínis er tekið fram i greininni, að Kaup Llgsnefnd skuli „gera yfirlit yfir framfærslukostnað í Reykjavík 1. dag hvers mán- aðar frá ársbyrjun 1939“. Þær efasemdir sem meíri hluti rteíhd arinnar laétur þar í Ijós um það, að ekki hafi verið bygt þar á rjettum grundvelli, eru því ekki á rökum reistar, enda við- urkennir meiri hlutinn sjáll'ur, að þetta atriði sje umdeilan- legt. Skekkja sú. sem meiri hlutinn telur að af þessu geti hlotist er % úr stigi, sem vísi- talan ætti að lækka af þessum ástæðum, ef rjettar væru, svo aðhjer er ekki um þýðingai'mik ið atx-iði að ræða. Réykjavík, 28. jan. 1944. KAUPLAGSNEFND (sign) BjÖrn E. Ái'nason (sign) Eggert Classen (sign) Jón Blöndal Samkvæmt ósk Kauplags- nefndar hefi jeg verið með við sámning framanritaðrar álits— geroar, og er henni því al- gjörlega samþykkur. d.u.s. (sign) Þorst. Þorsteinsson. IMýkomið: Logsuðutæki. Rafsuðutæki. Kílreimar Rafsuðuþráður. Rafmagnsmótorar. E. ORMSSON H.I. Vesturgötu 3. Sími 1467 tvær línur CELOTEX-VECmijTilli 4x8, 4x10 og 4x12 feta */> tommu þykkar Birgðir takmarkaðar. JÓN LOFTSSON H.f. Austurstræti 14. Einkaumboð fyrir „The Celotex Corporation Chicagou. £ t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.