Morgunblaðið - 29.02.1944, Síða 8

Morgunblaðið - 29.02.1944, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudag-ur 29. febr. 1944. UNGLINGA vantar til að bera blaðið Laugaveg og Lindargötuna Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. Jlf % Kjöfvinnsluvjelar nýjar eða notaðar, óskast keyptar. Uppl gefur Kristjón Kristjónsson £ | ? t % 1 Sími 1080. Kaupfjelag Stykkishófms y y y y y y ❖ TILKYIMIMIIMG frá ríkisstjórninni Breska flotastjórnin hefir tilkynt íslensku ríkisstjórninni að nausynlegt sje að öll ís- lensk skip, 10 til 750 smál. að stærð fái end- urnýjuð eins fljótt og hægt er eftir 1. mars 1944, ferðaskírteini þau, sem um ræðir \ til- kynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. mars 1941. Skírteini þessi verða afgreidd sem hjer segir: i«- I Reykjavík hjá breska aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá breska vice-konsúlnum, á Seyð- isfirði hjá bresku flotastjórninni og í Vest- mannaeyjum hjá breska vice-konsúlnum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 28. febrúar 1944 AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI — Dunntnger Framhald af bls. 7 sjeð“, sagði hann. „það eina sem jeg get sjeð er . . . þeir hljóta að vera að leiká á mig . . . það eina sem get sjeð er: Jeg veit ekki svarið“. „Þetta er að nokkru léyti rjett“, sagði prófessor Mer- ton. Tilvitnunin, sem Colum- bia prófessorarnir höfðu valið, var: „Middletown yngri bekkurinn veit .ekki svarið“. Dunningar skýrði síðar svo frá, að þegar hann tvisvar fekk Middletown í hugann, hjelt hann að hjer væri aftur um að ræða nafn bókarinnar. Gáfur Dunningers á þessu sviði eru stórmerkilegar. ANNAÐ sunnudagskvöld rjetti sálkönnunarmeistai'- in Paul Whiteman spjald, bað hann .að fara út úr saln- um og rita niður nótur úr einhverju sönglagi, er hann hefði einhverntíma leikið. Eftir að Whitman var far- inn, ritaði Dunninger kafla úr sönglagi á annað spjald og rjetti það slaghörpuleik- ara. Hann skýrði áheyrend- um frá því, að hann gæti ekki sagt, hvaða lag þetta væri, því hann vissi ekkéft um tónlist. Whitman kom aftur inn í salinn og slag- hörpuleikarinn ljek lag- hluta þann, sem Dunninger hafði skráð niður. Það var nákvæmlega sama lagið og Whitman hafði ritað á spjald sitt niðri í ganginum — hluti úr laginu „Þegar dagur er liðinn (When Day Is Done)“. Whitman hafði auðvitað allan tímann hald- ið á spjaldi sínu, og slag- hörpuleikarinn hafði enga möguleika til þess að sjá, hvað á það var skráð. Svíar hjálpa norskum börnum. Stokkhólmi í gærkveldi: — Sænska Noregshjálpin lætur nú útbýta daglega matgjöfum með al 108.500 nofskra barna, víðs- vegar um Noreg, og er ráðgert að fleiri norsk börn fái bráð- lega mat frá líknarstofnun þess ari. — Reuter. Sextugur: Kristián Björnsson KRISTJÁN BJÖRNSSON hreppstjóri á Steinum í Borg- arfirði er sextugur í dag; þó er þetta aðeins fjórtándi af- mælisdagur hans, en þannig er því farið um þá, er fæðingar- dag eiga 29. febrúar, að ald- ursárin eru ferfalt fleiri en af- mælisdagarnir, en ef alda- hvörf verða, eykst hlutfall þetta, því hlaupársdagur (29. febr.) fellur niður aldamóta- ár hvert, nema 4 gangi upp í aldatölunni. Kristján er einn hinna kunnu Svarfhólssystkina og yngstur þeirra, fæddur hlaupársdag 1884. Foreldrar hans Björn hreppstjóri Ásmundsson og Þuríður ' ljósmóðir Jónsdóttir voru gáfu- og merkishjón svo af bar. Voru og ættir þeirra hin ar merkustu. Kristján lærði snemma trje- smíði og hefir mjög stundað húsagjörð um æfina. Árið 1911 kvæntist hann Rannveigu Oddsdóttur á Steinum, hinni ágætustu konu. Byrjuðu þau þá þegar búskap, en á öðru búskaparári fluttust þau að Steinum og hafa síðan búið þar. Þau eiga 5 börn öll uppkom- in og hefir eldri sonur þeirra hjóna, Oddur, reist bú á hluta jarðarinnar. Hefir Kristján þrefaldað eða meir töðufall jarðarinnar síðan hann tók við henni; endurreist jarðarhús öll og aukið mjög. Kristján er hinn mesti af- kastamaður að hverju starfi sem hann gengur, en hafði lítt næði til heimastarfa, vegna samhjeraðsmanna sinna, er hafa mjög sótst eftir að fá hann til húsagjörðar, og þóttust taka himin höndum, er þeir fengu Kristján til starfsins. — Hefir hann verið yfir- smiður Reykholtsskólahúss- ins, hælisins á Kleppjárns- reykjum og læknisbústaðarins þar, frystihússins í Borgarnesi o. fl., og auk þess smíðað fjöl- mörg íbúðarhús í Borgarfirði. Hreppstjóri hefir Kristján verið á þriðja tug ára, sýslu- nefndarmaður nú um mörg ár og hreppsnefndarmaður. Kos- inn hefir hann verið í ýmsar nefndir af hjeraðsbúum, t. d. fasteignamatsnefnd og nú síð- ustu daga hefir hann verið hjer í Reykjavík starfandi í nefnd þeirri, er Borgfirðingar kusu til þess að hrinda í framkvæmd virkjun Andakílsárfossanna, og öll þessi störf hefir hann unn- ið með prýði. Þótt Kristjáni sje mjög vel farið um flest, þá er þó eitt, sem af ber, en það eru vinsæld- ir hans. Hygg jeg ekki nokk- urn þann í Borgarfirði og þótt víðar væri leitað, sem er jafn vinsæll og hann, og er það ekki /ófyrirsynju, því að svo var hjálpsemi hans mikil og gest- risni, meðan jeg þekti til, að hann tók lítið sem ekkert til- lit til sinna eigin ástæðna, er aðrir þurftu aðstoðar hans á einhvern hátt; en ekki var það greiðasemi ein, er skapaði hon- um vinsældir, því að dreng- skapur hans í hvívetna og kurt- eis framkoma hafa aukið þar drjúgum við. Ekki hefir hann áunnið sjer vinsældir þessar af þeim orsökum, að hann skjót- ist í skugga með skoðanir sín- ar. Hann hefir jafnan haft þær ákveðnar í lands- og hjeraðs- málum og fer ekki dult með þær og óhverfull í þeim, en sneiðir hjá óþarfa karpi um þæb og stillir ávalt orðum sín- um í hóf um hvern hlut. Það er bjart yfir Kristjáni á Steinum og bjart hefir veríð yfir lífsleið hans, og alstaðar kennir birtu og yls, þar sem hinn prúði og grandvari maður kemur. Veit jeg ekki til, að hann hafi átt óvin eða öfund- armann. Hann hefir verið FVamh. á bls. 10. /F THE POLICE LEAPn ABOUT '1-1-115, TUEV — ThlEYLL PUT ME ta IN JAIL ! 1 COULD lEAVE UiM UERE BV ThÍE CURB ... SOMEONt WOULD BE SURE TO FIND WM----OH! WHAT CAN } I BE THINKINS OF? SUPPOSE HE'S y 7 DVINE> ? / JAlL CP NOT, l'VE GOr TO <SET HIM TO A HOSPITAL ! Jn.iir. Inc , Wotld nghis reyrved. Stúlkan í bílnum (hugsar): — Lögreglan svifti verð jeg sett í „steininn". — Jeg gæti skilið hann nú dáinn. — Fangelsi eba mngeisi ekki, jeg verð mig ökurjettindum í heilt ár — og nú hefi jeg hjer eítir . . . Það hlyti einhver að verða hans var að fara með hann í sjúkrahús. valdið öðru bílslysi... Ef lögreglan kemst að þessu, .. . Um hvað er jeg annars að hugsa? Ef hann væri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.