Morgunblaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1944, Blaðsíða 7
íriðjudagur 14L mars 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7 LEYNISTARFSEMIN í BELGÍU ÓSVÍí'NASTI anðstæðing- ur okkar var Paul Colin. — Var landráðamaður þessi ritstjóri, og blað hans var málpípa nasista. Við tókum þá ákvörðun að ryðja yrði Colin úr vegi. Sjálfboðalið- ar voru kvaddir til, og nokkrum dögum síðar var hann skotinn til bana. Ní- tján ára gamall piltur var handtekinn og pyndaður. — Síðan var hann hengdur. Fyrri hermdarverk höfðu leitt af sjer stofnun vopn- uðu fylkingarinnar. Menn voru áf jáðir í að hefna pilts- ins, en okkur skorti meiri vopn. Við náðum leynisam- bandi við vini okkar í Eng- landi og báðum þá að senda okkur byssur, skotfæri og sprengiefni. Þessum varn- ingi var síðan varpað til okk ar úr fallhlífum. Þannig fá- um við útbúnað okkar. Flugvjelamar komu einn ig til okkar með súkkulaði, vindlinga, ensk og amerísk blöð og jafnvel ljósmyndir. Við höfum birt í blaði okk- ar La Libre Belgique marg- ar myndir af amerískum her mönnum í orustum. Einnig birtum við nánar fregnir af fundum aðalleiðtoga hinna sameinuðu þjóða og hern- aðartilkynningar banda- manna. Við gefum oft dýrmætar upplýsingar. • DAG nokkum sendu föð- urlandsvinir í Flandern okk ur orðsendingu þess efhis, að Þjóðverjar væru að út- búa geysistóran flugvöll við Wevelgham. Náði hann yfir tíu fermílur lands og átti að verða aðalbækistöð flug- vjela í Niðurlöndum. Gerfi- þorp voru reist utan flug- svæðisins, en hin raunveru leguþorp voru dulbúin sem flugskýli, skotfærageymsl- ur, viðgerðaverkstæði og her mannaskálar. Þegar útbún- aðinum var lokið, sendum við tilkynningu til Eng- lands, og eina nóttina flugu amerískar sprengiflugvjelar yfir svæðið, og máðu það út af landabrjefinu. Okkur þótti vænt um það, að ekki einn einasti Belgíumaður ljet lífið, því að þeir höfðu allir verið fluttir á brott til þess að forðast skemdar- verk. Fyrir þetta afreks- verk barst okkur heilla- skeyti frá yfirstjóm banda- manna. Nokkru síðar lögðu Þjóð- verjar undir sig verksmiðju nokkra til þess að fram- leiða þar endurbætta teg- und flugvjelahreyfla. Verk- smiðjan var umlukt gadda- vírsgirðingum, hermönnum og varðhundum. — Við sendum Englending- um tilkynningu, en ekkert gerðist. Við mistum þolin- mæðina, og gerðum okkar eigin áætlun. Eini Belgíu- maðurinn, sem fjekk að fara inn fyrir gaddavírsgirðing- arnar, var mjólkurpóstur- inn. Hann var ekki sjerlega fimur, svo að við fengum honum sterkan, ungan að- Skrásett af Don Eddy Síðari grein stoðarmann, sem talaði þýsku. Hlustaði hann á Þjóð verjana og sagði okkur síð- an frá samtali þeirra. Dag nokkurn sprakk hjól barði hjá þeim, og þegar þeir óku fram hjá dyrum á verksmiðjunni. Urðu þeir að taka margar mjólkurföt- ur úr bifreiðinni til þess að finna viðgerðaráhöldin. ■— Settu þeir föturnar í skugg- ann rjett fyrir innan dyr verksmiðjunnar. Þegar þeir höfðu lokið viðgerðinni, gekk ungi maðurinn að mjólkurfötunum . eins og hann ætlaði að sækja þær, en í stað þess kveikti hann á eldspítu. Mikið bál varð, og margar sprengingar. því að föturnar voru fyltar með mjög eldfimu bensíni, sem stolið hafði verið hjá Þjóð- verjum. Verksmiðjan brann til kaldra kola. Báðir rnenn- irnir sluppu. Sá yngri brend ist nokkuð og særðist af byssukúlu, en þeir voru báð ir sendir til Englands um nóttina. Gestapo er ekki við lambið að leika sjer. ÞÝSKIR hermenn eru heimskir, en Gestapo er framúrskarandi snjöll. Jeg veit ekki hvenær þeir bvrj- uðu að gruna mig, en ieg læt mjer þó detta í hug or- sökma. Dag nokkurn fór jeg með föt heim til föðurlandsvin- ar, sem faldi einn flug- mann bandamanna. Hafði jeg klæðst fötum þessum innan undir mínum eigin fötum. Á eftir mjer inn í lyftuna gengu fimm hávaxn ir Þjóðverjar, og þekti jeg að hjer var Gestapo á ferð- inni. Þeir báðu um að flytja sig upp á hæðina, þar sem vinur minn bjó. í flýti bað jeg um næstu hæð fyrir of- an. Þegar jeg var kominn þangað upp, flýtti jeg mjer niður og beið handan göt- unnar. Þjóðverjarnir komu brátt niður með vin minn og annan mann, sem jeg geri ráð fyrir að hafi verið flugmaðurinn. Síðan höfum við ekkert frá þeim heyrt, en jeg býst við, að Gestapo hafi þá skráð mig niður sem grunsamlegan. Seinna þurfti jeg að hitta einn af undirforingjum okk ar í annari borg. Hann sím- aði til mín um morguninn og sagði: Hvað heitir tann- veikimeðalið, sem þú notar? Við höfum haft hjerna tann veiki í þrjá daga. — Veíkin batnaði í morgun, en jeg er hræddur um, að hún komi aftur. Jeg skildi hann, því að við vorum vanir að nota tvírætt tal. Gestapo hafði verið þar í þrjá .daga og gæti komið aítur. Jeg varð nú að hugsa fljótt. „Jeg á dálítið af þessu lyfi og skal koma með það“, sagði jeg. Jeg fór síðan þangað og hafði með mjer meðala- flösku. Um leið og jeg gekk inn, tók jeg blýant úr vasa mínum og skrifaði: „Segðu ekki neitt. Hvar er síminn“? Við gengum inn í skrifstofu hans. Jeg opnaði símakass- ann. Innan í honum var lít- ill hljóðnemi. Daginn eftir áttu hjónin háværar sam- ræður um hin miklu út- gjöld til heimilisþarfa. —- Hringdi hann síðan til síma f jelagsins og bað um að sim- inn væri tekinn burtu, því að hann hefði ekki lengur efni á að hafa hann. — En mjer fanst nú, að jeg væn undir stöðugu eftirliti. Hur5 skall nærri hælum. SÖMU viku barst mjer mjög mikilvægt brjef, sem senda átti til Englands. Þar sem kona min óttaðist um öryggi mitt, heimtaði hún að fá að geyma það, þangað til það yrði sótt. Faldi hún það innan klæða. Þá um kvöldið fór hún í tedrykkju til einn- ar vinkonu sinnar. Þýskur hermaður opnaði dyrnar og hratt henni inn fyrir. Fór hann með hana inn í bóka- safnið, þar sem hermenn stóðu vörð um íbúa hússins. Gestapo var að gera þar hús rannsókn. Kona mín er ráðsnjöll. —: Eftir nokkra stund bað hún um leyfi til þess að fara inn í snvrtiklefann. Einn her- manna kvaðst fara með henni. Fóru þau síðan niður í anddyrið. Skipaði hermað- urinn henni að hafa opnar dyrnar. María starði á hann með fyrirlitningu og sagði rjóð af gremju: ,,Það kemur mjer ekki til hugar“. Flýtti hún sjer síðan inn og læsti á eftir sjer. Meðan hermað- urinn hamaðist á hurðinni, hleypti hún vatni ofan á skjalið, svo að það barst burtu með frárenslinu. Til allrar hamingju hlaut hún ekki aðra refsingu en skammir, en mig hrvllir við að hugsa til þess, hve miklu verra það hefði get- að verið. Við gerðum okkur nú bæði ljóst, að við vorum að verða gagnslaus heima í Belgíu. Þó k\mni jeg að vera þar ennþá, hefði jeg hlýtt þeim fvrirskipunum, sem jeg sjálfur gaf föðurlandsvin- unum: „Verið á þeim stað, þar sem þið eigið að vera, og leggið ykkur ekki í ó- þarfa hættu“. Jeg átti að halda kvrru fyrir í varðstöð nokkurri, en eina nóttina vf- irgaf jeg hana, því að jeg var óþolinmóður, og mjer fanst jeg ekki getra nógu mikið. Þannig kvað jeg sjálí ur upp dóminn yfir mje'r. Jeg ákveð að flýja land. FLUTNINGABIFREIÐ átti að flytja birgðir yfir frönsku landamærin. Jeg lagði af stað með níu manna hóp til þess að taka á móti henni, enda þótt það væri ekki mitt hlutverk. En Þjóðverj- ar höfðu komist á snoðir um för bifreiðarinnar, og áttum við fótum okkar fjör að launa, því að kúlunum rigndi allt í kringum okkur. Bifreiðarstjórinn komst þó til okkar og skýrði okkur frá því, að Þjóðverjarnir hefðu vitað hvaða varning hann flutti, og hvert hanrr átti að fara. En hvað vissu þeir meira? Nöfn okkar? — Um það var ekkert hægt að fullyrða. En hvað hafði kom ið fyrir? Hver hafði svikið? Allt var það i óvissu. Ein- mitt erfiðleikarnir við að finna hinn brotna hlekk, veldur mestum áhyggjnm í leynistarfseminni. Þessa nótt tók jeg ákvörð un um það, að jeg skyldi ekki fara heim aftur. Morguninn eftir hringdi jeg til foringja míns, og mælt- um við okkur mót á götu- horni niðri í borginni. Við gengum þar fram og aftur og brostum glaðlega meðan við vorum að ræða örlaga- ríkustu ákvörðunina í lífi okkar. Hann hafði þegar gert ráðstafanir til þess að halda, að Þjóðverjar grun- uðu sig. Hafði hann ákveð- ið. að við yrðum að vfirgefa Belpíu. „Ef við dveljum hjer“, sagði hann. þá munu fjölskyldur okkar einnig teknar og þeim refsað. 'Við getum heldur ekki gerí mik ið gagn dauðir“, bætti hann við og augu hans leiftruðu. Jeg sendi konu minni boð um að koma til fundar. við mig til ptos að jeg gæti kvati hana og'börnin. Börn- in skildu, aö jeg varð að vera í burtu í langan tíma, og voru hrygg. Jeg kraup á knje hjá þeim, bað þau að vera góð, lesa bænirnar sín- ar og læra lexíurnar sínar. En María heimtaði óvænt að fara með mjer, og móðir mín fjelst á ákvörðun henn- ar. Jafnvel börnin virtust ákveðin í að láta hana fara með mjer. svo að get ekk- ert sagt til andmæla. Móðir mín hvíslaði að mjer: — Berstu áfram. Þannig skild- um við og höfum ekki sjest síðan. Síðan lögðum við af stað með hjálp leynistarfsemi þeirrar, sem við ‘höfðum að- stoðað við að skipuleggja. Vegna þess að hún starfar enn af fullum krafti, verð jeg að tala varlega. Við gát- um ekki lagt frá strönd Bel- gíu, því að Þjóðverjar hafa víggirt hana þrjár milur á land upp, og enginn óvið- komandi má fora um. Við urðum því að halda í suður- átt í gegnum Frakkland. Þegar Georg misti af lest- inni. LEIÐSÖGUMAÐUR — við getum kallað hann Ge- org — kom til þess að vísa okkur leiðina. Hann kom með fölsuð vegabrjef handa okkur öllum þremur, mjer, konu minni og leynistarf- semiforingjanum. Á skifti- stöð einni urðum við að hafa vagnaskifti, því að hluti lestarinnar var þar tekinn frá henni. Við höfð- um rjett komið okkur fvrir i klefanum, þegar Georg uppgötvaði, að hann hafði gleymt smáhlut — Hljóp hann út, en lestin lagði af stað áður en hann var kom- inn aftur. Við vorum alveg. ráðþrota, því að við höfðura. ekki hugmynd um, hverja við áttum að hitta, og jafn- vel ekki, hvert við áttum að fara. Það eina, sem við viss- um var, að við áttum að fara úr lestinni á stöð i 60 mílna fjarlægð. — Við náðum til stöðvar þessarar og sett- umst þar í biðsal stöðvarinn ar. Eftir þrjár klukkustund- ir gekk Georg inn. Sagði hann okkur, hvað fyrir hafði komið, og lýsir það vel hinni miklu útbreiðslu, geisilega styrkleika og mik- illi varfærni baráttusam- taka% Belgíumanna gegn nas istum. Þegar Georg sá, að hann hafði mist af lestinni, fór hann til stöðvarstjórans og sagði: „Eruð þjer föður- landsvinur?" StöðVarstjór- inn svaraði raddbrigðalaust: „Hvers vegna spvrjið þjer?“ Georg svaraði alvar- lega: „Lif þriggja manna er undir því komið“. Stöðvar- stjórinn svaraði, án þess að breyta um raddblæ: „Jeg skal gera það. sem jeg get“. Skýrði hann Georg siðan frá því, að farangurslest ætti að koma þangað eftir þrjá mín útur. „Jeg get látið hana hægja á sjer. Stökkvið upp i hana, talið við vjelameist- arann og segið honum, að jeg hafi sent yður“.. Vjelameistarinn var stutt orðari. Hann sagði bara: — „Láttu ekki sjá þið“. Þegar þeir nálguðust borgina, sagði hann aftur: — Jeg hægi á lestinni við næstu beipiu. Þar mun vera snjó- skpfl. Stökktu þar út, og alt mun vera í lagi“. Og hjer var hann kominn. Georg var mjög taugasterk- ur. Hann sagði, að kona sín, sem .væri af Gyðingaættum hefði verið í fangelsi í Þvska landi í rúmt ár. „Jeg get ekki hjálpað henni, en jeg get hjálpað öðrum“, sagði hann. Við hjónin sluppum heil á húfi. í RÖKKRINU hjeldum spænsku landamæranna. — Áttum við þar að hitta þýsk an varðmann í þorpi nokk- uru. Á leiðinni var bifreið- in stöðvuð af þýskum varð- mönnum, sem tóku einn ungling fastan, er þeim Framhnld á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.