Morgunblaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15, mars 1944, AF SJÓMHHÓLI SVEITAMANNS OLAFUR BONDI í Brautar- t'.olti virðist vera mjög hneyksl aður yfir því, að ,,Gáinn“ og ,,JökuH“ skuli sendi Morgun- blaðinu pistla sína undir dul- nefni. Kemur það fram í grein Ólafs, sem nýlega birtist í ,,Bóndanum“. Ekki skal jeg fara að deila við þenna mæta mann. En jeg vil benda honum á, að það stendur honum nær, að leiða útgefendur og kostn- aðarmenn ,,Bóndans“ fram í Öagsljósið, heldur en að gerast rannsóknari um greinarhöf- unda í öðrum blöðum. * ★ BÆNDUM landsins mundi áreiðanlega þykja það allfróð- legt, að fá að vita, hverjir að því blaði standa, sem skreytir sig með nafni þeirra. — Þegar ,,Bóndinn“ hóf göngu sína var frá því sagt (í Morgunbiaðinu) að Sláturfjelag Suðurlands, Mjólkursamsalan og S. I. S. kostuðu útgáfu blaðsins. Mun því ekki hafa veiið mótmælt af þessum aðilum, og má því telja víst að svo hafi verið. ★ NÚ ER aftur á móti fullyrt (í Tímanum), að þessi fjelög leggi ekki fram fje til þessa fyrirlækis, og hlýtur það því að koma á annan hátt. En hvað- art? Blaðið mun gefið út í fjölda eintaka og dreift víða um land, avo útgáfa þess hlýtur að kosta talsvert fje, enda þótt það sje ekki stórt. Jeg veit, að alment leikur bændum hugur á að vita, hvaðan það fjármagn er, sem þessir verndarenglav stjettar þeirra hafa úr að spila. ★ „ÞAÐ BAR VIГ, heitir greinarkorn, sem Arni G. Ey- lands skrifar í síðasta tölubl. ,,Freys“, Viðburðurinn er sá, að um næstliðin áramót ljet Árni af forstöðu Grænmetis- verslunar og Áburðarsölu, er hann frá upphafi hefir haft á hendi á vegum S. I. S. Þessar verslanir eru víst þau einu rík- isfyrirtæki, sem sjaldan eða aldrei hafa orðið fyrir ádeilum og gagnrýni. Sýnir saga þeirra, að þeim hefir verið stjórnað af fyrirhyggju, ráðdeild og mynd- arskap, sem því miður eru allt of sjaldgæfir eiginleikar í fari ríkisins þjóna a. m. k. í seinni tíð. ★ ÞRATT FYRIR ÞETTA, seg- ir Á G. E. í grein sinni, að sj)er h^fi ekki gefist þess kostur að starfa framvegis við þessi fyr- irtæki. Tók landbúnaðarráðu- neytið þau að öllu leyti í sínar hendur og rjeð sem framk.stj. þeirra Jón ívarsson fyrrum kaupfjelagsstjóra í Höfn í Hornafirði. Má vel til takast, óí honum á að fara stjórn þeirra jafnvel úr hendi eins og fyriri-ennara hans. ★ . | UM verslunarhæfileika J. I. ákal jeg ekki efast. Sagt er, að kann hafi unnið mikið og gott starf við Kaupfjelag A. Sk. hóf hann það upp úr eymd og vesöld, bætti hag þess og jók starfsemi þess að miklum mun. Má furðulegt heita. að þeir Austur-Skaftfellingar skuli hafa viljað sleppa slíkum manni vr sinni þjónustu. — Maour >000000000000000 Efti r Gáin >000000000000000 skvldi ætla, að hvert hjerað reyndi að halda í allt sitt versl- unarvit, ekki síst á þessum um- brota- og ólgutímum í öllum viðskiftum. ★ EN SVO var nú ekki. —- Jón ívarsson var látinn ,,róa“ frá Höfn í síðasta sinn um næst- síðustu áramót, og gerðist skrif stofumaður í Reykjavík, uhs hann hlaut þessa fyrnefndu forstjórastöðu. Getur maður helst sett þessa burtför hans í samband við hans pólitíska fer il. Eins og rhenn muna, komst J. í. á þing sem utanflokks- maður, en studdur af Sjálf- stæðis- og Bændaflokksmönn- um. Á þingi gekk hann í Fram- sóknarflokkinn. Þrátt fyrir þá þjónustu, fjekk hann ekki að vera í kjöri fyrir hann við næstu kosningar, heldur tóku þeir pilt einn úr Öræfum, og hefir hann haldið þingsætinu siðan. ★ PÓLITÍSKA sögu J. í. mætti því orða á þá leið, að hann hafi svikið þá, sem honum treystu ög verið sjálfur svikinn af þeim, sem hann treysti. Er það stutt saga en ófögur, og er vonandi að hann reynist bænd- um landsins betur í hinni nýju stöðu sinni, heldur en hann reyndist andstæðingum Tíma- liðsins, sem fólu honum umboð sitt á AJþingi. ★ JEG BÝST VARLA VIÐ, að borgarbúar geri sjer það Ijóst, hve ríkur þáttur útvarpið er orðið í daglegu lífi fólksins í strjálbýlinu. Aðalatriði útvarps ins á hverju kvöldi, eru frjett- irnar. Þær hlusta allir á. Yfir- leitt þykja erlendar frjettir út- varpsins góðar( en þær innlendu miður. E. t. v. stafar þetta af því, hve lítið gerist í landinu, en þó finst manni æði margt hafa til tíðinda borið, þegar maður les blöðin. ★ JEG HELD, að innlenda frjettastofan geri of litið af því að taka fregnirnar upp úr dag- blöðunum í Reykjavík, eða þá afla tíðinda eftir öðrum leið- um. Þeir góðu menn sem við þessa frjettastarfsemi fást, verða að gera sjer það Ijóst, að fólkinu úti á landi er jafnmikið nýnæmi að frjettunum, þótt þeir og allir Reykvíkingar sjeu búnir að lesa þær í morgun- blöðunum. Ef útvarpið hefði góða samvinnu við blöðin um frjettirnar, hlyti að vera hægt að gera þær lengri og fjöl- breyttari heldur en þær eru nú. ★ UM AÐRA dagskrárliði út- varpsins skal jeg ekki fjölyrða. Þó verð jeg að minnast á út- varpssöguna. Bör Börsson er áreiðanlega sá skemtilegásti gestur, sem komið hefir á mitt heimili í háa herrans tíð. Það sýnir vel, hver afburðamaður Hjörvar okkar er, að hann skuli ekki vera búinn að ganga sjer til húðar í útvarpinu fvrir langa löngu. Það er sama hvort hann les sögu eða segir þing- frjettir. Hann er alltaf jafn ágætur. — Nokkrir aðrir ,,út- varpsmenn“ eru honum næst- um eins vinsælir, eins og t. d. Jón frá, Kaldaðarnesi, Pálmi rektor og Magnús Jónsson, en þess ber að gæta, að þeir koma miklu sjaldnar að hljóðneman- um. En Hjörvar getur þulið ár eftir ár og er alltaf jafnvelkom- inn til hlustenda. ★ SAMT HAFA tvisvar verið gerðar tilraunir til að bola hon um frá útvarpinu. Að þeim báðum stóðu Tímamenn, eins og þeirra var von og vísa. Einu sinni breyttu þeir útvarpslög- unum á Alþingi, til að setja Hjörvar frá formensku í út- varpsráði og koma að Sigfúsi Sigurhjartarsyni, sem þá gekk berserksgang í bitlingahjörð Alþýðuflokksins og fjekk sig aldrei fullsaddan. Seinna sveik Sigfús, og þá varð að breyta lögunum aftur til að koma hon um burt. ★ AFTUR var veitst að Hjörvar og hann látinn hætta að flytja þingfrjettir, og Tímamaður tek inn í hans stað, mesti sómamað ur að vísu, en óhæfur til starfs- ins. Neyddust þeir því von bráðar til að taka Hjörvar aft- ur, og síðan hafa hlustendur fengið að hafa hann í friði við þingfrjettirnar. Hefir Hjörvar því staðist hvorttveggja: lítil- mannlegar árásir andstæðinga sinna og nýungagirni hlust- enda, sem erfitt er að svala í okkar fámenna þjóðfjelagi. — írland Framh. af bls. 1. Búist við lokun landamæra. Sú skoðun er nú að ryðja sjer til rúms í Belfast, höf- uðstað Norður-írlands, að landamærum Norður-ír- lands og Eire verði lokað hvenær sem vera skal. — andamærin eru alls 320 km. að lengd og mjög bugðótt. Iággur landamæralínan sumsstaðar í gegnum bónda bæi og víða yfir vegi. Er álit ið að auka þurfi landamæra vörslu að miklum mun, en verðir þeir, sem nú eru, eru aðallega hafðir til þess að sjá um að engu sje smyglað frá Eire. Fjérir karlakórar syngja til ágóða fyrir danska flótta menn F J O R I R KARLAKORAR bæjarins hafa orðið við tilmæl- um fjársöfnunarnefndar vegna danskra flóttamanna, um að halda samsöng í fjáröflunar- skyni fyrir söfnunina og fer hann fram sunnudaginn 19. þ. m. kl. 2 V2 síðdegis í Gamla Bíó. Kórar þeir, sem hjer er um að- ræða, eru Karlakórinn Fóst- bræður, söngstjóri Jón Hall- dórsson, Karlakór Reykjavík- ur, söngstjóri Sigurður Þórðar- son, Karlakór Iðnaðarmanna, söngstjóri Robert Abraham og Karlakórinn Kátir fjelagar, söngstjóri Hallur Þorleifsson. Er hjer um mikla fórnfýsi og velvild af hálfu kóranna að ræða, með því að senn líður að þeim tíma, er þeir halda söng- skemtanir sínar á ári hverju. Mun marga fýsa að heyra hvers kórarnir eru megnugir sjer og sameiginlega, en samsöng hafa þeir ekki haft frá því árið 1934, á síðasta söngmóti Sambands íslenskra karlakóra. Að þessu sinni mun hver kór syngja þrjú lög, en að lokum syngja allir kórarnir sameiginlega þjóð- söngva íslands og Danmerkur. Eigendur Gamla Bíó hafa jafnframt sýnt þá rausn að láta húsið í tje endurgjaldslaust, og láta sýningu falla niður í hús- inu á þessum tíma dagsins. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverslun Sigfúsar Eymund- sen, Bókaverslun I.árusar Blön dal og Verslun Sigríðar Helga- dóttur. Sjómannablaðið Víkingur, 3. tbl., 6. árg., hefir borist blaðinu. Eins og venjulega er það vandað að efni og frágangi. í þessu hefti eru m. a. þessar greinar: Of- hleðsla togaranna eftir ritstjór- ann, Halldór Jónsson, Þrír vjel- bátar farast, Esja siglir stýrislaus, viðtal við skipstjórann, Höfn út- hafsins eftir Ólaf Magnússon, Loftskeytamenn á hvert skip eftir Henry Hálfdánarson, Er það þetta, sem koma skal? eftir Hall- freð Guðmundsson, Sjóleiðin til Norður-Rússlands eftir Grím Þor kelsson, Gleypigangsstefnan eft- ir Kristján Jónsson, Þetta skeð- ur á hafinu eftir Birgi Thorödd- sen, Frívaktin, frjettaopna o. fl. Loftárás á Limoges Stór hópar Ilalifax-sprengju fiugvjela breskra gerðu í nótt sem leið árás á Limoges, járn- hrautarstöð eiua þýðingar- mikla í Frakklandi, þar sem járnbrautir koma saman, þær er síðan liggja til hafua á; Norður- og Vesturströnd Frakklands. Komu upp eldar á árásarsvæðinu. Mosquitoflugvjelar rjeðust á Frankfurt am Main, en aðr- ar flugvjelar lögðu tundur- duflum á siglingalciðum Þjóð- verja. — Alis íórust 3 flug- vjelar í árásum þessum. 1 dag gerðu Thunderbolt- flugvjelar árásir á mgrga staði Mótspýrna í lofti var engin. Norskir forystumenn handteknir. FREGNIR frá OsJo herma, að Þjóðverjar hafi handtekið einn af kunnustu mönnum norska trúboðsins, Harald Hjelm-Lar- sen, ritstjóra. Hann er 65 ára. Ekki hefir verið gefin upp nein ástæða fyrir handtökunni. —• Meðal þeii'ra Norðmanna, sem nýlega hafa verið handteknir, er hinn kunni kaupmaður Ingar Dobloug, einn af eigendum firmans Brödrene Dobloug. Á- stæðan fyrir handtöku hans hefir ekki verið láin uppi. Hann var um tíma í fangabúðum Þjóðverja í Grini. (Samkv. fregn frá norska blaðafulltrú- anum). Göbbels segir bandamenn smeyfca London i gærkveldi, Göbbels flutti ræðu fyrin nokkru í Austurríki í tilefní af því, að 6 ár voru liðin síð- an Austurríki var innlimað í Þýskaland. Sagði Göbbels, aö’ bandamenn sæn það nú, að Þýskaland yrði ekki sigra'ðl öðruvísi en með innrás, og; vœru smeykir við slíka áhættu. svo smeykii’, að þeir væm a'ö reyna að fá hin hlutlausil lönd til þess að berjast með sjer, „og víst er það, kvað Göbbels, að óvinirnir leggasU á tæpasta vaðið með innrás“« Reuter. Nýtt blað á döfinni í Stokkhólmi. Stokkhólmi: — Blaðið ,,Ny Dag“ segir, að Thorsten Kreu- ger, eigandi Aftonbladet og' Stockholms Tidningen sje að undirbúa útgáfu nýs síðdegis- blaðs, sem heita eigi „Stock- holms Dagblad“ og kosta 10 aui'a eintakið. (Önnur blöð kosta 15 aura). Verður blað þetta að sögn prentað í prent- srniðju Stockholms Tidningen og einnig er sagt að reynslublöð hafi þegar verið prentuð. Fundur um bind- indismál ÞINGSTÚKA Reykjavíkur hjelt almennan fund um bind- indismál í Listamannaskálan- um s. 1. mánudag. Formaður útbreiðslunefnaar þingstúkunnar, Pjetur Sigurðe son, setti fundinn með snjallri í’æðu. Þá tók Pjetur Ottesen alþm., til máls. Var ræða hans sköruleg að vanda. Sýndi hann fram á, að ástand það, sem nú ríkir í áfengismálunum, verði ekki þolað. — Næstur talaði Guðm. Sveinsson, stud. theol.. Kom hann víða við. Ræddi einkum um tísku þá, sem, illu heilli, væri nú ríkjandi um á- fengisneyslu og drykkjuskap í landinu. — Síðastur talaði Þor- steinn J. Sigurðsson, þingtempl ar. Sagði hann frá ýmsum dæm um um afleiðingar drykkju- skapar. Var gerður góður rómur að máli í'æðumanna, og virtust fundarmenn einhuga um að auka bai'áttuna fyrir meira bindindi og sterku almennmgs áliti gegn drykkjuskap og drykkjutísku. Fundarstjóri var Helgi Helga íon, vei'slunarstjóri. Hann er nær 60 ára Goodtemplar. —• Stýrði hann fundinum með röggsemi og myndarbrag. Á milli ræðanna var almennur söngur að venju templara. Enn- fremur söng Ólafur Magnús- son frá Mosfelli einsöng með undirleik Fritz Weisshappel. sem hvoi'ttveggja þótti takast hið besta. Þurftu þeir að end- urtaka sum lögin. Þá sýndu þeir Sig. Guðmundsson og Viggó Natanielsson kvikmynd frá Norðurlandi. Húsið var þjettskipað, og munu um 500 manns hafa sótls samkomuna. Fundarmaður. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.