Morgunblaðið - 15.03.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 15. mars 1944.
MORGUNBLAÐIl)
11
íftlg
vícki mm
'SJffjaMWs
,,Hvað er að?“ sagði hún og
leit áhyggjufull á hann. „Geðj-
ast þjer ekki lengur að heim-
kynnum þínum? Bíddu við, við
flytjum bráðum. Þú verður að
vera dálítið þolinmóður, veistu
það ekki? Jeg hefi líka orðið
að bíða, Conny“.
Hún andvarpaði og horfði
um stund á andarungann, síðan
opnaði hún útvarpið til að
hressa þau bæði upp, og innan
skamms hljómaði dansmúsik
um herbergið. Hún fór inn í
baðherbergið, en gætti þess að
skilja dyrnar eftir opnar, svo
að Konfúsíus gæti komið á eft-
ir henni, ef hann kærði sig um.
Eftir dálitla stund kom hann
raunar á eftir henni. Ruth var
himinlifandi. „Blessaður stúf-
urinn“, hrópaði hún, „þetta var
sannarlega fallega gert af þjer.
Geðjast þjer að mömmu? Þyk-
ir þjer dálítið vænt um
mömmu?" spurði hún einlægn-
islega. Engu að síður duldist
henni ekki, að ekki var alt sem
skylcjj með Konfúsíus. Hefði
hann verið sjúklingur hennar,
héfði hún mælt í honum hit-
ann. í steypibaðinu raulaði hún
danslagið, sem hún hafði heyrt
í útvarpinu. Hún þurkaði sjer
og gekk inn í svefnherbergið
með Konfúsíus á hælunum.
Hún varð mjög alvörugefin á
svip, er hún settist fyrir fram-
an spegilinn til að mála sig.
Það var sjerstaklega mikið und
ir því komið þennan morgun.
Hún virti fyrir sjer andlit sitt,
hár og hörund vandlega, og
næstum ásakandi, því að hún
var ekki allskostar ánægð með
sjálfa sig. Hún hafði þegar tek-
ið.eftir, að það voru mjög fagr-
ar konur í Shanghai. Á hverj-
um degi komu hópar fagurra
og glæsilegra kvenna af skemti
ferðaskipum inn í verslun
Franks. Ruth fanst hún vera
sorglega óreynd og barnaleg í
samanburði við þær. Flathill,
hugsaði hún. Jeg er eins og
hver önnur smáborgarstelpa.
Hún hrukkaði ennið og reyndi
að rifja upp fyrir sjer grein,
sem hún hafði lesið í blaði á
leiðinni. „Enginn getur tekið
manninn minn frá mjer“, var
fyrirsögnin. Lýsing greinarhöf-
undar á eiginmanninum virt-
ist Ruth vera nákvæmlega lýs-
ing á Frank. Hár, grannur, lag-
legur, vel mentaður, af góðum
ættum, skapgóður, íþróttamað-
ur, vinsæll af öllum. Alveg eins
og Frank. „Jeg er ambátt eig-
inmanns míns, það er besta
leiðin“, hafði greinarhöfundur
skrifað. Ruth andvarpaði djúpt
Hún var reiðubúin til að vera
ambátt Franks, ef nokkur
hjálp væri í því. Áður en hún
var búin að mála á sjer var-
irnar, hringdi síminn. Frank.
Ruth flýtti sjer í sloppinn, áð-
ur en hún talaði við hann;
kvenleg feimni og dygð, sem
hún var sjer ekki meðvitandi
uip, áttu sök á því. Jeg verð
þá að bíða lengur, hugsaði hún
vonsvikin, er hinu stutta sam-
taíi þeirra var lokið. Hún var
svo eirðarlaus, að hún gat
hvorki setið nje staðið. Hún
leit á úrið. Það var ekki einu
sirini átta. Brúðkaupið átti að
fara fram kl. 1. Ambátt, hugs-
aði hún og hringdi og bað um
morgunverð handa sjer og harð
soðið egg handa Konfúsíusi.
Hún settist aftur fyrir framan
spegilinn, lauk við að mála á |
sjer varirnar og klæddi sig síð-
an í kjólinn, sem hún ætlaði að
gifta sig í, einn nítján dollara
kjólanna, sem fyltu ferðatösk-
ur hennar. Hann var hvítur og
einfaldur og hún var ánægð
með hann.
Ruth átti eitt leyndarmál fyrir
Frank. Hún keypti öll sín föt
í barnafatadeildum verslana,
allir aðrir voru henni of stór-
ir. Morgunverðurinn kom, áð-
ur en búið var að taka tfl. í her-
bergi hennar, svo að hún bjó;
um rúmið sitt sjálf og settist,
síðan við gluggann til að mata1
andarungann og drekka kaffið
og appelsínusafann. I
Konfúsius nartaði ofurlítið í
harðsoðna eggið, leifði því síð-
an. Ruth leit á klukkuna og sá,
að aðeins tíu mínútur voru liðn
ar síðan Frank hringdi. Smátt
og smátt fór hún að verða gröm
í skapi. Siðan jeg kom til
Shanghai — raunar alla ævi —
hefi jeg verið að bíða eftir
Frank, hugsaði hún. Hún tók
Konfúsíus í keltu sína, og þar
sofnaði hann. Jeg verð að læra
að vera lot, hugsaði hún enn-
fremur, því að hún þoldi ekki
að sitja kyrr, hún varð svo leið
á því, að hún opnaði munninn
og geispaði. Hún fór inn í bað-
herbergið og þvoði þrenna
sokka, síðan settist hún niður
aftur. Það var barið að dyrum
og kínverskur drengur kom
inn með gríðarstóran og þung-
an pakka. Ruth var altaf feim-
in, þegar hún þurfti að gefa
ómakslaun. Um leið og dreng-
urinn var farinn aftur, ljet hún
Konfúsíus í körfuna aftur og
tók utan af pakkanum. Þetta
var hin íburðarmikla brúðar-
gjöf Helen. Ruth var gagntek-
in af undrun og þakklæti. Hún
tók eitt staupið eftir annað og
skoðaði þau í krók og kring,
síðan vínkönnuna og bakkann.
Hún las spjaldið, sem fylgdi
með. „Bestu hamingjuóskir til
ykkar beggja“. Ekta silfur,
hugsaði hún með sjer. Síðan
setti hún alt saman á lítið borð
á miðju gólfi, settist sjálf í
hægindastól og horfði á það
með spentar greipar. Jeg verð
að skrifa mömmu og segja
henni frá þessu, hugsaði hún
þakklát.
Tíminn virtist standa kyrr.
Til þess að gera eitthvað, nudd
aði Ruth ljósbleikt naglalakkið
af tám sjer og lakkaði þær á
ný, og setti tungubroddinn út
í annað munnvikið meðan hún
var að því. Það var verk, sem
krafðist mikillar nákvæmni og
tók dálítinn tíma. Síðan gróf
)hún upp gamalt dagblað og
byrjaði að ráða krossgátu. Hún
leit út um gluggann; þar var
ekkert að sjá. Loks lagðist hún
á rúmið ög gætti þess vandlega
að hrukka ekki kjólinn sinn.
Ef til vill mókti hún ofurlitla
stund. Hún reyndi að hringja
til Frank í verslunina, en fjekk
ekki samband. Síðan opnaði
hún útvarpið, lokaði því síðan
aftur. Loks hringdi Frank aft-
ur.
Það eina sem hún skildi af
því, sem hann sagði, var það,
að það yrði að fresta brúðkaup
inu, og að hún yrði að vera kyr
á herbergi sínu, því að ástand-
ið væri að verða ískyggilegt.
„Hvar ertu?“ spurði hún. „I
versluninni“, svaraði hann.
Rödd hans var ókunnugleg og
þreytuleg, eins og hættan, sem
hann var að tala um, stæði að
baki hans og horfði yfir öxl
hans, meðan hann talaði í sím-
ann. Ruth klæddi sig úr hvíta
kjólnum aftur, þegar samtalinu
var lokið. Það væri alger ó-
þarfi að óhreinka hann, hugs-
aði hún. Fárra daga bið í við-
bót gerir hvorki til nje frá,
hugsaði hún einnig. Þegar öllu
var á botninn hvolft, hafði hún
biðið eftir Frank í mörg ár.
Það gagnaði ekki að vera óþol-
inmóð, hugsaði hún, óþolinmóð
yfir sinni eigin óþolinmæði.
Hún tók fram kóralrauða kjól-
inn, sem hún hafði verið í, þeg
ar hún stje á land í Shanghai.
Hún stóð fyrir framan spegfl-
inn í ljósbleikum undirkjól,
þegar fyrsta sprengingin kvað
við. Hún varð sem lömuð
snöggvast, og velti því fyrir
sjer, hvað væri að ske. Þrumu-
veður, var fyrsta hugsun henn-
ar, en hún skalf í hnjáliðun-
um. Hættan, hugsaði hún síð-
an. Þetta var hættan, sem
Frank hafði verið að tala um.
Síðan hún kom til Shanghai
höfðu menn altaf verið að tala
um hættu og sprengjur, en ekk
ert skeði. Ruth hafði kent
taugaóstyrk Shanghaibúa um
þetta skraf. En nú heyrðust
ógurlegar drunur, veggirnir
hristust, hættan vofði yfir.
Konfúsíus tísti eymdarlega og
reyndi að klifra upp úr körf-
unni, en hann datt altaf ofan í
hana aftur, ef til vill var hann
Pjetur og Bergljót
Eftir Christopher Janson
27.
„Jeg myndi ekki fara, þó mjer væru boðnir 20 dalir út
í hönd, eins þreyttur og jeg er“.
„Ekki hjelt jeg, að þú væriri hræddur við svona smá-
fjallaferð“, sagði Bergljót.
„Hræddur? — Ætli þú hafir heldur hug til þess að
beinbrjóta þig, stúlka mín?“
„Æ, góði Gunnar, þú verður að fara“.
„Ekki þó þú værir systir mín“, sagði Gunnar og með
það sneri hann sjer til veggjar.
„Gunnar, Gunnar“, kallaði Bergljót og tók í öxl hans.
en hann hreyfði sig ekki, heldur hraut hátt.
„Æ, hamingjan góða, hvað á jeg nú að gera“, tautaði
Bergljót og vissi varla sitt rjúkandi ráð. — „Nú verð jeg
víst að fara upp að Norðurkoti til hans Óla“. — Og á
sprettinn með það sama.
Óli sat og var að borða kvöldmatinn sinn, þegar barið
var að dyrum og inn skautst Bergljót, sprengmóð af hlaup
unum og kófrjóð í framan. Óli leit á hana og sneri skeið-
inni í grautarskálinni og var búinn að snúa henni fjór-
um sinnum, áður en Bergljót hætti að tala. Þá byrjaði
Óli aftur að borða.
„En Óli, þegar jeg bið þig nú svona vel“, sagði Berg-
ljót og tók í handlegginn á honum.
„Jeg myndi ekki gera þetta, þótt sjálf drottningin bæði
mig“.
Það var ekki laust við að Bergljót kjökraði dálítið,
þegar hún hljóp heim aftur, að minsta kosti bar hún
svuntu hornið stundum upp að augunum og það var ekki
langt frá því að hún kjökraði, þegar hún kom inn.
„Jæja?“ sagði Árni seinlega, þegar hún lokaði hurðinni.
„Jeg hefi engan hitt, sem vildi fara, þeir vildu ekki gera
það fyrir mín orð“, sagði Bergljót, „þó jeg bæði þá eins
vel og jeg gæti. Þeir urðu alveg annars hugar, þegar jeg
nefndi skarðið“.
„Ætli þú verðir ekki að fara sjálfur aftur“, sagði Kristín
og sneri sjer að bónda sínum.
,,J e g“, sagði Árni. „Þú heldur þó líklega ekki að jeg
geti farið að fara aftur, eftir allt þetta strit, sem jeg er
búinn að lenda í við þessa fjallgöngu í dag. Og hvernig
er það, eru engir karlmenn hjer í nágrenninu, nema jeg?“
„Jú, það ætti nú að vera“, sagði Katrín og dró seiminn.
„Jeg sá hann Pjetur á prestsetrinu hjerna niðri á veg-
inum áðan“, sagði Bergljót hikandi og roðnaði við.
„Já, það var gott“, sagði faðir hennar. „Farðu og vittu
Tímarnir breytast og menn-
irnir með.
Þegar forfeður vora vantaði
fje, þá drápu þeir nokkra ríka
kaupmenn, rændu peningunum
þeirra og oft dætrum. En nú
hertaka hermennirnir dætur
kaupmannanna með ást, fá
með þeim mikinn heimanmund
og ná peningunum á þann
hátt.
„Hefurðu heyrt það, að það
er búið að setja Pjetur í „stein-
inn“?“
„Nei, hver er orsökin?“
„Hann hnerraði“.
„Slúður, enginn fer í hegn-
ingarhúsið eingöngu fyrir að
hnerra“. .
„Jú, það er sannleikur. Þég-
ar Pjetur var búinn að brjóta
peningaskápinn upp um nótt-
ina og opnaði hurðina, var eitt-
hvað dust í skápnum, sem rauk
upp í nefið á honum, svo að
hann hnerraði. Við það vaknaði
eigandi skápsins og gómaði
Pjetur áður en hann gat flú-
ið“.
Pjetur: — Heldurðu, Anna,
að þú vildir eiga mig, ef jeg
misti annan fótinn í stríðinu?“
Anna: — Já, þúsund sinnum
heldur vildi jeg eiga þig, Pjet-
ur, á einum fæti, en nokkurn
annan, þó hann hefði fjóra fæt
ur.
★
Maðurinn: — Það er einkenni
legur maður, þessi nýi skrifari,
sem kominn er í skrifstofuna
til okkar. Hann langar til þess
að eiga alt, sem hann sjer.
Konan: — Viltu þá ekki,
góði minn, bjóða honum heim
til okkar til kvöldverðar, þá
getur hann sjeð dætur okkar“.
★
Maður, sem var nýkominn
frá Evrópu til San Francisco,
stóð þar á götu með hendurn-
ar í vösunum. Ameríkani geng
ur fram hjá honum og segir
háðslega: „Því standið þjer
með hendurnar í vösunum?“
Evrópumaðurinn: „Jeg hefi
verið hjer svo fáa daga, að jeg
hefi ekki ennþá lært að stinga
höndunum í annara vasa“.
Nýtrúlofuð stúlka var að
segja vinkonu sinni frá því, að
hún hefði staðið með kærast-
anum við búðarglugga og ver-
ið að hrósa steinhringum, háls-
festum og öðru skrauti, sem lá
þar, og svo hefði hún sýnt á
sjer hálsinn og handleggina.
Vinkonan: — Skildi hann
það?
— Nei, hann misskildi það
hraparlega. Næsta dag sendi
hann mjer eina öskju með
sápu.
Hann: — Ekki var gott svar-
ið hans föður þíns.
Hún: — Hvað sagðir þú?
Hann: — Jeg sagði, að jeg
fyrirfæri mjer, ef jeg fengi þig
ekki. Jeg gæti ekki lifað án
þín.
Hún: — Hvað sagði hann
þá?
Hann: — Hann sagði, að
hann skyldi þá kosta útförina
mína.