Morgunblaðið - 15.03.1944, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.03.1944, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. mars 1944. „GOLDEN CENTir FJÖREFNAHVEITIKLÍÐ. Væntanlegt bráðlega. Gjörið pantanir strax því birgðir verða takmarkaðar. • Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Tomrco rWHCAl \ * rooTtcn** / ’Æ/ ** ~ _)<.i Ensk Smokingföt Verð kr. 374.40, tekin upp í dag. Mikið úrval af karlmannafötum. Klæðav. Andrjesar Andrjessonar h.f. Húseign í Hverngerði Vandað íbúðarhús, 4 herbergi, eldhús og bað, ásamt viðbygðu gróðurhúsi og stórri, afgirtri, ræktaðri lóð, er til sölu. Tilboð merkt ,.Húseign“ sendist á Símstöðina í Hveragerði. T E í 1/4 og 1/8 lbs. pökkum. fyrirliggjandi. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Barnavinafjelagið Sumargjöf vantar starfsstúlkur. — Umsóknir sendist formanni fjelags- ins, Auðarstræti 15, Kvík. — Svarað í síma aðeins eftir kl. 20.30 á kvöldin. Skrifstofustarf Ríkisstofnun óskar eftir manni til skrif- stofustarfa. Ekki koma til greina aðrir en þeir, sem hafa að minsta kosti lokið prófi frá verslunarskóla, eða hafa aðra sambærilega mentun. Tilboð merkt ,,Ríkisstofnun“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 18. þ. mán. AUGLfSING ER GULLS ÍGILDI UM KÁLTEGUNDIR KÁLTEGUNDIRNAR teljast til krossblómaættarinnar, en sú ein hin besta og þýðingarmesta þegar um matjurtir er rætt. Það sem einkum einkennir jurtir af þessari ætt er hve þær eru harðgerðar, og því eru sum ar tegundir hennar ræktaðar mjög mikið í hinum kaldari löndum. Þess vegna er ekki að undra þó að við Islendingar get um haft mikið gagn af ýmsum krossblómum, t. d. er gulrófan, sem um langt skeið var önn- ur aðalgarðjurt hjer af þessari ætt, og af hjerlendum villijurt- um má benda á skarfakálið, sem hafði fyrrum stórmikla þýðingu sem aðal meðal fólks- ins gegn skyrbjúgi. Af sumum krossblómum eru notuð blöð og stönglar, en af öðrum ræturnar, en það er sam eiginlegt - fyrir þau öll, að í frumum þeirra er meira eða minna af brennisteinskendri olíu, frá henni hafa þessar jurt- ir bragð sitt, en það getur orð- ið afarsterkt, eins og t. d. pip- arrót, karsi og mustarður — en þessar tegundir teljast til hinna þýðingarmeiri kryddjurta. í öðrum jurtum af þessari ætt er aftur minna af krydd- inu, en því meira af kolvetna og köfnunarefnissamböndum og þær eru mikils virði fyrir búskap þjóðanna, til manneld- is og fóðurs fyrir búfje. Af matjurtum, sem rækta má hjer á landi — af þessari ætt — verður þó aðeins minst á káltegundir í þessari grein. Þær eru í eðli sínu tvíærar jurtir, sem safna næringar- forða fyrra sumarið, en mynda blóm og fræ hið síðara — ef þær fá að lifa, sem sjaldnast er, því svo kemur maðurinn og notar jurtina, þegar hún hefir náð fullum þroska eftir fyrra sumarið. Fjöldi káltegunda er mikill, sem ekki er að undra, því talið er, að ræktun káls hafi verið stunduð í um 4 þúsund ár — í löndunum kringum Mið- jarðarhaf, en auðvitað miklu skemur hjer á Norðurlöndum. Hinn gamli talsháttur, sem Gretti er lagður í munn: „Eigi er sopið kálið þó í austuna sje komið“, bendir þó til, að kál hafi verið þekt hugtak hjer, að minsta kösti þegar saga hans var á skinnið skráð, en enginn veit nú, við hvaða tegund káls þar er átt. Káltegundum er skift í 6 aðalflokka, sem sje blaðakál, hnúðakál, rósakál, blöðrukál, höfuðkál og blóm- kál. En af hverjum flokki er til sægur afbrigða. Fræ káltegundanna flestra er svo að segja eins að útliti, — lítur að heita má eins út og gulrófnafræ, en er þó oft tölu- vert mismunandi að stærð. Frjómagni sínu heldur kálfræ í 3—6 ár, við góða geymslu. Grómagn þess er mikið og und ir góðum kringumstæðum spír- ar það því fljótt og vel. í einu grammi af kálfræi eru 2—300 frækorn, (1 „lóð“ 15 gr.) og má af þessu sjá, að ekki þarf stóran skamt af fræi til þess að fá nægilega margar kálplöntur fyrir meðalheimili. En nú þyk- ir mörgum, sem x bæjum búa, þægilegra að kaupa kálplöntur hjá garðyrkjumönnum ti: út- plöntunar, þó það sje margfalt Eftir Ragnar dýrara en að ala þær upp sjálf- ur. — Skal því næst vikið að hinum einstöku káltegundum. Af blaðakálinu nefni jeg færst grænkálið, þó því sje oft skipað í lágan sess meðal kál- tegunda — og oft nefnt síðast eða alls ekki. Jeg byrja á því af tvennum ástæðum: Það er fljótvaxnast, auðræktaðast og næringar auðugast allra kál- tegunda. Auk þess er það lang harðgerðast — en það er eig- ínleiki, sem kemur sjer oft vel fyrir jurtir, sem vaxa eiga hjer á landi. Það hleypur sjaldnar í njóla en aðrar káltegundir og fræ af grænkáli er miklu ódýr- ara en fræ af öðrum káltegund- um. Um gildi grænkálsins til manneldis er það að segja, að í því eru 20% af næringarefn- um — og er það helmingi meira en í hvítkáli og blómkáli. Eitt kilógramm af grænkáli hefir 645 hitaeiningar, hvitkál og blómkál 290. í hvítkáli eru bæti efni aðeins í ystu grænu blöð- unum og í blómkálshausum sáralítið eða ekkert. Grænkálið myndar ekki samanvafin höf- uð, eins og hinar káltegundirn- ar, heldur hafa sólargeislarnir aðgang að hverju einasta blaði þess. Þess vegna er grænkálið ein allra bætiefnaríkasta mat- jurtin, sem við getum rfektað í görðunum. Það er ekki ein- ungis ákjósanlegt til' mann- eldis, það er einnig hið besta fóður fyrir gripi og fiðurfje — vona jeg, að þetta forna, nor- ræna heiti hneyksli engan landa minn! Grænkálið þarf mun styttri tíma til að verða nothæft en aðrar tegundir káls og það er minstur vandi að rækta það. Það þolir betur frost en nokkur önnur jurt og er hægt að geyma það langt fram á vetur. Eitt er enn óupptalið af kostum grænkálsins: Kál- flugan, sem nú gerir. ræktun gulrófna og káltegunda — og ýmsra annara krossblóma — nserri ókleifa, sækir lang minst í að verpa eggjum sínum á grænkálsplönturnar, og mundi það því tíðum gefa góða upp- skeru þar sem aðrar kálteg- undir mishepnast vegna þessar ar orsakar. Þeir sem hafa van- ist neyslu grænkáls, þykir það bæði góður og saðsamur mat- ur. Einstöku hygnar húsmæður hefi jeg vitað nota grænkál í brauð og slátur og segja þær það drýgja mjölið vel og vera til bragðbætis. Þurka má græn kálsblöð á haustin og geymast þau þannig meðfarin bæði vel og lengi. Vilji maður fá grænkál til notkunar snemma á sumri, er gott að dreifsá fræinu á hæfi- lega stóran part úr beði. Eru þá blöð plantnanna skorin og notuð, er þau mynda samfelda græna breiðu. En til síðsumars og vetrarnotkunar þarf að sá til grænkáls, í sólreit eða kassa inni, um miðjan apríl, til þess að geta átt hæfilega stórar plöntur til gróðursetningar, þegar hennar tími kemur, sem venjuicga síðast í maí eða fýriji * Asgeirsson hluti júní. Eru þá plönturnar settar með 50 cm. bili milli raða en 30 cm. milli plantna. Þá getur hver einstök planta náð miklum þroska og myndað mikið blaðaskrúð. Til daglegr- ar notkunar yfir síðustu sum- armánuðina má skera neðstu blöðin af plöntunum, því ný bætast þá óðum við í staðinn. Yfirleitt eru káltegundirnar áburðarfrekustu matjurtirnar, þurfa og geta hagnýtt mikinn áburð. En talið er að grænkálið sje kröfulægst káltegundanna í þessú tilliti. Fátt er fegurra í matjurtagarði á hausti en þroskamikið grænkálsbeð. — Frost þolið það best allra mat- jurta, og kuldans vegna gæti það staðið úti allan veturinn. En rok og snjóþyngsli þolir það vitanlega ekki. Því þarf að taka hinar stóru blaðríku plöntur upp á haustin með hnaus og færa þær þjett sam- an þar sem hægt er að forða þeim frá snjóþyngslum og næð ingum, og þar rrta svo tína blöð in af þeim yfir vetrarmánuðina. Væri þá vel ef slíkur grænkáls förði væri til á sem flestum heimilum þessa lands. Allmörg afbrigði eru til af grænkáli. Best henta hjer þau sem eru ekki mjög hávaxin — enda munu verslanir hafa nóg fræ af þeim. Læt jeg hjer staðar numið um hið góða, græna kál. Aðr- ar blaðakáltegundir koma hjer varla til greina sem stendur. Til er tegund, að nafni skraut- kál, sem er að vexti og útliti eins og grænkál að öðru leyti en því, að blöðin eru aldrei græn, heldur dökkrauð eða gul. Sást sú tegund hjer í görðum fyrir 12—15 árum og var oft mjög fögur, þegar á haustið leið. — En þeir, sem eiga græn- kálsbeð í garði sínum, geta tek ið undir með Guðmundi Inga, þegar hann segir: Indæl jurt mjer þykir það, þrífst á öllum stöðum. Gott er að eiga grænkálsbláð, gripið úr þessum röðum. Bætiefnin búa hjer; besta líf og sólskin er, geymt í grænkálsblöðum. R. Á. Halifax býsf við friðarumleilunum London í gærkveldi. Halfax lávarður, sendiherra Breta í Washington, hefir látið svo um mælt, að bráðlega mættu menn eiga von á nýrri „friðarsókn“ af hálfu Þjóð- verja, þar sem aðallega vrði beitt þeim rökum, að best væri að hætta þessum tilgangslausu blóðsúthellingum. — Kvað sendiherrann þetta ekki myndu duga og myndu því Þjóðverjar enn á ný grípa til þess ráðs, að spilla á milli bandamanna innbyrðis með allskonar orð- rómi og áróðri, en slíkt myndi heldur ekki takast, hvernig sem að væri farið. — Reuter. r.‘t i \ l ; i;'; ■ / U- l l* l

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.