Morgunblaðið - 15.03.1944, Qupperneq 6
MORGUNBLÁÐIÐ
Miðvikudagur 15. mars 1944.
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lcsbók.
Frjáls Norðurlönd
FRAMKOMA kommúnista á Alþingi í sambandi við
bróðurkveðjurnar til hinna Norðurlandaþjóðanna var
með þeim hætti, að búast hefði mátt við, að kommúnistar
hefðu kosið að þögn fengi að ríkja um það mál. En því er
ekki að heilsa, sbr. blað þeirra undanfarið.
★
Skilnaðarnefnd Alþingis hafði fyrir löngu rætt það inn-
an sinna vjebanda, að vel færi á því, að Alþingi sendi
hinum Norðurlandaþjóðunum bróðurkveðjur um leið og
endanlega yrði gengið frá lýðveldisstjórnarskránni. Skiln-
aðarnefnd, sem skipuð var fulltrúum allra flokka, ræddi
þetta mál mjög gaumgæfilega, og varð að lokum ásátt um,
að bera fram svohljóðandi þingsályktunartillögu:
„Um leið og Alþingi gerir ráðstafanir til þess, að alda-
gömul frelsishugsjón þjóðarinnar um stofnun íslensks lýð-
veldis rætist, ályktar þingið:
að senda hinum Norðurlandaþjóðunum bróðurkveðjur
og óska þeim frelsis og farsældar og
að lýsa yfir því, að það telur sjálfsagt, að íslenska þjóðin
kappkosti að halda hinum fornu frændsemis- og menn-
ingarböndum, er tengt hafa saman þjóðir Norðurlanda,
enda er það vilji íslendinga að eiga þátt í norrænni sam-
vinnu að ófriði loknum“.
Öll nefndin stóð að flutningi tillögunnar, þ. á. m. tveir
aðalforingjar kommúnista, þeir Brynjólfur Bjarnason og
Einar Olgeirsson.
★
En tillagan .var ekki fyrr komin fram á Alþingi, að
tveir þingmenn kommúnista flytja við hana breytingar-
tillögu, þess efnis, að aftan við fyrri lið tillögugr. skyldi
bætt sjerstakri ósk til Norðmanna og Dana, um sigur í
frelsisbaráttu þeirra. Auðvitað fólst ósk um þetta í til-
lögugreininni eins og frá henni var gengið af skilnaðar-
nefnd. En kommúnistar vissu hvað þeir voru að fara. Þeir
mundu eftir Finnum. Með því að óska öllum Norðurlanda-
þjóðunum „frelsis og farsældar" fengu Finnar sinn skerf.
Það var meira en kommúnistar gátu sætt sig við. Það
var í augum kommúnista glæpsamlegt atferli af Alþingi
Islendinga, að bera fram nokkurn snefil af ósk um sigur
til handa Finnum í frelsisbaráttu þeirra!
★
Nú er hverjum heilvita manni ljóst, að bróðurkveðj-
urnar og frelsisóskin var af hálfu Alþingis beint til Norð-
urlandaþjój5anna einna, án þess að þingið væri þar
með á nokkurn hátt að blanda sjer inn í átökin milli stór-
veldanna. Og hver er sá íslendingur/sem ekki getur í
fullri einlægni borið fram þá ósk öllum Norðurlöndum
til handa, að þau megi aftur verða frjáls? Áreiðanlega
enginn.
Kommúnistar segja, að með því að óska Finnum sigurs
í frelsisbaráttu þeirra, sje verið að óska nasimsanum sig-
urs. Þetta er fáránleg blekking. Finska þjóðin getur aldrei
öðlast frelsi með þeim hætti. Hún er nákvæmlega eins
sett og hinar tvær Norðurlandaþjóðirnar, Norðmenn og
Danir, sem eiga nú í ófriði, að eina von hennar til þess
að verða frjáls þjóð, er, að þær þjóðir sigri í styrjöld-
inni, sem virða tilverurjett smáþjóðanna. Þetta er eini
vegurinn til þess, að Norðurlanjlaþjóðirnar geti öðlast
frelsi á ný.
★
Kaldar kveðjur
FRAMSÓKNARMENN senda
hver öðrum nokkuð kaldar
kveðjur um þessar mundir í
blöðum, dreifibrjefum og á
annan hátt. Flest er þetta þó
skrifað undir rós og til þess
ætlast að þeir einir skilji, sem
kunnugastir eru.
í síðasta blaði „Bóndans“, 10.
mars, skrifar Bjarni á Laugar-
vatni langa grein með fyrir-
sögninni „Vinur er sá sem til
vamms segir“. Túlkar fyrir-
sögnin allvel efni greinarinn-
ar og bendir á þann drengskap
Bjarna, sem of lítið er af, að
segja vinum sínum og flokks-
bræðrum til syndanna.
Ritarar Bóndans hafa lagt á
það höfuð áherslu, að atvinnu-
rekendur til sveita og við sjó
eigi að vinna saman og verði
að vinna saman.
Bjarni ræðir um það ástand
sem nú ríkir í stjórnmálunum
og segir rjett frá ýmsum aðal-
atriðum. Orsökin, að hans dómi
felst í þessari undirfyrirsögn:
„Þingmenn Sveitanna eiga
stærstu sökina“. Ráðið til úr-
bóta telur hann ofur einfalt og
það er: „Sum kjördæmi þurfa
að losa sig við vissa bæjamenn,
pólitíska prangara og ónytjunga
og kjósa í þeirra stað bændur
úr eigin hjeraði“.
Það er svo sem ekki um að
villast, við hverja er átt. Þar
eru náttúriega Hermann Jón-
asson og Eysteinn Jónsson í
fremstu röð og svo þar á eftir
fleiri bæjamenn, sem staðið
hafa gegn höfuð takmarki
Bóndans, að andstæðingar sós-
íalismans gengju saman í einn
flokk. Það eru þessir Fram-
sóknarmenn, sem í 5 mánuði
börðust við það að koma á
„vinstri stjórn“ með verkalýðs-
flokkunum og sem formaður
flokksins hefir átt í mestu stríði
við.
Það eru þessir menn og aðrir
þeirra fjelagar, sem í tvo ára-
tugi hafa komið í veg fyrir það
að bændur landsins stæðu í ein-
um hóp og í einlægri samvinnu
við atvinnurekendur bæjanna,
launamenn og verkamenn, sem
eru andvígir þjóðnýtingar- og'
niðurrifsstefnum, innfluttum
frá öðrum löndum.
Ef að það er alvara hjá
Bjarna á Laugarvatni, sem ráða
má af grein hans, að víta þessa
menn, þá skal hann hafa þökk
fýrir. Þá er og þess að vænta,
að hann gangi djarflega í lið
með okkur Sjálfstæðismönnum
rim það að sameina alla lands-
menn í sveitum og bæjum,
sem eru fylgjendur eignar-
rjetti, atvinnufrelsi og sjálfs-
bjargarviðleitni.
En það er óþarfi fyrir Bjarna
og aðra að tala eða skrifa undir
rós.
J. P.
Sjerstaða Finna í þessari styrjöld er án efa ömurlegasta
hlutskiftið, sem eina smáþjóð hefir hent. Finska þjóðin á
í ófriði við stórveldi, sem rás viðburðanna dró inn í ófrið-
inn með þeim stórveldum, sem fóru í stríðið til þess að
frelsa smáþjóðirnar og tryggja tilverurjett þeirra. Ör-
lögin hafa hjer verið grimm finsku þjóðinni. En ósk ís-
lensku þjóðariíinar ér sú, að stórveldin taki mildilega á
málunum og Finnland verði aftur frjálst í. hópi hinna
Norðurlandanna.
Megi sú ósk rætast.
Norrænn bygginga-
meistarafundur.
Stokkhólmi: — Samband
sænskra byggingameistara hjelt
fund þann 25. og 26. febr. s. 1.
Var boðið á fundinn dönskum
og finskum byggingameisturum
og rætt um samræmingu bygg-
ingarlistar á Norðurlöndum.
\Jílucrjl ihriiar:
'l/Jr clagíeqa Íí^inu
f
%
?
f
❖
Lýðveldishátíðin.
ÞÁ HEFIR verið skipuð nefnd
til að annast undirbúning að lýð-
veldishátíðinni í vor. íslenska
þjóðin hefir sem von er mikinn
áhuga fyrir, að sú hátíð takist
vel. Lýðveldisstofnunin verður
atburður, sem verður þeim
iriönnum ógleymanlegur, sem fá
tækifæri til að fylgjast með.
Lýðveldishátíðinn þarf mikinn
og rækilegan undirbúning. Hætt
er við, að á meðan sú hátíð fer
fram, standi yfir mesti hiidar-
leikur, sem mannkynið hefir átt
í. Ef til vill verða sömu dagana,
sem hátíðahöldin fara fram hjer
á íslandi, háðar örlagarikustu or-
ustur á meginlandi Evrópu, sem
sögur fara af. Það er því hætt
við, að iýðveldishátiðahöld okk-
ar geti ékki orðið með þeim
hætti, sem ákjósanlegur hefði
mátt teljast, ef þau hefði borið
að á friðartímum. Erfiðleikar
verða vafalaust á að fá alt það
til hátíðahaldanna, sem æskilegt
hefði mátt teljast á eðlilegum
tímum. Athygli heimsins kann
að beinast þá dagana að öðrum
atburðum, sem vekja meiri gný.
En íslendingar verða samt að
halda hátíð, þegar þeir stofna
lýðveldi sitt, og þeir verða að
gera þau hátíðahöld þannig úr
garði, að þau verði þjóðinni og
þeim gestum, sem hjer kunna
að dvelja, minnisstæð.
Sennilega fara aðalhátíðahöld-
in fram á Þingvöllum, því ganga
má út frá því sem vísu, að þar
verði lýðveldið stofnað. Þangað
munu flykkjast þúsundir manna
hvaðanæfa að. Það eitt, að fá
öllu því fólki húsaskjól, er ærið
starf. Það verður tækifæri hjer
síðar til að ræða þessi mál, og
þessa hátíð. Þjóðin árnar þeirri
nefnd, sem kjörin hefir verið til
að annast hátíðahöldin, allra
heilla og gæfu í hennar starfi.
Smjör.
ÍSLENSKA ÞJÓÐIN hefir oft
á öldum orðið að vera án við-
bits. Það hefir ekki ávalt drop-
ið smjör af hverju strái hjer á
landi. En nú, á mestu yelgengn-
isárum, sem yfir þjóðina hafa
gengið, skilja menn ekki, hvern-
ig á því stendur, að ekki skuli
vera hægt að fá smjörklípu ofan
á brauðbita, þó fult verð sje í
boði. Fleiri mjólkurkýr eru nú
á landi hjer en verið hafa
nokkru sinni fyr. Eru íslenskar
húsmæður hættar að strokka
smjör, eða er ekki alt með feldu
í þessum efnum? spyr fókið. Og
er ekki von að menn spyrji.
Fyrir tveimur árum var hjer
breskur her. í Bretlandi var lít-
ið um smjör og það stranglega
skamtað. Hinsvegar voru sam-
göngur þannig milli Islands óg
Bretlands, að breskir hermenn
áttu tiltölulega hægt með að
senda smjörpinkla til ættingja og
vina í Bretlandi. Sagt var, að
þeir gerðu það óspart. En samt
bar þá ekki á smjörleysi hjer á
landi, eins og nú. Hvað hefir
gerst síðan, svo að smjör skuli
vera ófáanlegt í landinu? Vitað
er, að amerískir hermenn, sem
hjer dvelja, kaupa ekki klípu af
islensku smjöri.
Er framleitt minna af smjöri
nú en áður var? Eða er það
geymt og ekki selt til almenn-
ings? Eða er eitthvað það að ger
ast, sem almenningur í landinu
fær ekki að vita? Þessar og því-
líkar spurningar" eru á hvers
j manns vörum. Almenningur á
:heimtingu á að fá skýr og-greið
svör við þeim.
C<4M**XmX**XhM**I*
Matvælaframleiðsla
íslendinga.
ÞEGAR RÆTT er um smjör-
leysið og smjörframleiðsluna
hjer á íslandi, verður manni á
að renna huganum til annarar
matvæiaframleiðslu landsmanna
Hvernig stendur á því, að ís-
lensk matvælafrmaleiðsla hefir
ekki betra orð á sjér en raun ber
vitni? Er það af vankunnáttu,
kæruleysi, eða hvorttveggja?
Það er vitað, að hvergi í heimi
veiðist betri fiskur en við strend
ur íslands, en samt hefir hann
það orð á sjer, að erlend blöð
birta skopteikningar, þar sem
hæðst er að gæðum isíenska
fiskjarins. Útlendingar viljá
helst ekki kjöt, sem framleitt er
á íslandi. Kindakjötið okkar er
illseljanlegt á erlendum mark-
aði, jafnvel nú á ófriðartímum,
þegar kjöt er stranglega skamt-
að í ófriðarlöndunum. Um nauta
kjöts og svín'akjötsframleiðsluna
er það sama að segja.
Kannske er það skipulagið,
sem veldur.
En við megum gæta að okkur.
Þeir tímar geta komið, að fyrst
og fremst verði spurt um gæði
vörunnar — og hvar stöndum við
þá í samkepninni?
•
Óvelkomnir gestir.
UNDANFARIÐ hafa mjer ver-
ið sagðar ljótar og leiðar sögur,
sem átt hafa sjer stað hjer í ná-
grenni Reykjavíkur. Sögur þess-
ar eru um óróaseggi og ribb-
alda, sem gera innrásir á frið-
sámar skemtanir sveitafólks’ í
nágrenni bæjarins. Skemtanir,
sem alls ekki eru auglýstar fyrir
almenning og eru eingöngu
haldnar fyrir innanhjeraðsmenn,
eða innanhreppsmenn. Nokkur
dæmi gæti jeg nefnt, sem jeg
veit að eru sönn. En jeg ætla að
láta eitt nægja í bili.
Um síðustu helgi var haldin
skemtun í sveitaskóla ekki all-
langt frá bænum. Þetta var inn-
anfjelagsskemtun. Hún hafði
ekki verið auglýst utanhrepps og
ekki ætlast til, að þar væri neitt
aðkomufólk. Fyrst í stað fór
skemtunin hið besta fram, en
svo bar að bíl úr Reykjavík með
unglingum, sem kröfðust inn-
göngu á skemtunina. Það endaði
svo með því, að þessir óaldar-
seggir brutu mjög margar rúð-
ur í skólahúsinu og hleyptu
skemtuninni upp. Ekki veit jeg,
hvort framferði þetta hefir ver-
ið kært fyrir yfirvöldunum, en
friðarspillum, sem ráðast inn á
skemtanir heiðarlegs fólks, ætti
að hegna þunglega.
•
Silkisokkar og Alfa-
alfa.
FRÚ NOKKUR hjer í bænum,
sem stundum hefir komið að máli
við mig um ýms nauðsynjamál,
§agði við mig í gær, að það væri
ekki til neins að vera að hvetja
kvenfólkið til að ganga í uller-
sokka í stað silkisokka, vegna
þess að ekki væri hægt að fá
ullarsokka úr íslenskri ull nógu
fínt prjónaða til að kvenfólk
fengist til að ganga í þeim. Það
væri ekki einu sinni hægt að fá
barnasokka.
Þá sagði frúin, að þó menn
væri að gera gys að Alfa-alfa-
mjölinu, þá vissi hún persónulega
dæmi til að fólki hefði orðið
mjög gott af því, bæði ungum og
gömlum. Það væri sama þó þetta
vaéri kallað refafóður, það væri
einhver góð efni í því. — Já, því
skyldi fólki ekki verða að trú
sipni í þessu, eins og mörgu öðru?