Morgunblaðið - 15.03.1944, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.03.1944, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. mars 1944. GÍSLI EIRÍKSSON Sjávarútvegurinn hefir frá | fornu fari dregið unga menn ] til sjávar. Aldrei hefir hann þó | dregið eins til sín og þegar i togaraútvegurinn hefst. Fólk þyrpist til þeirra staða þaðan, sem togarar eru gerðir út. Með í þessum straumi eru tveir unglingar, Einar og Gísli Ei- ríkssynir. Bróðir þeirra, Ólaf- ur, var farinn á undan þeim, að vísu ckki á togara, en á skútu. Hann fórst 1906 í Faxa- flóa með skútunni Sophie Wheatly. Faðir þessara bræðra var Eiríkur Eiríksson frá Miðbýli á Skeiðum, en móðir Sigríður Einarsdóttir, Einarssonar frá Urriðaifossi og Auðrúnar Ó- íeigsdóttur frá Fjalli. Faðir þeirra missir konu sína 2. jan. 1904, eftir nokkur veikindi. Heimilið flosnar upp og börnin fara í vinnumensku eða er komið fyrir hjá vinum og ættingjum. Gísli er fæddur 1. apríl 1894 og var tvíburi við Eirík, var bústjóri í Bjarnarhöfn, dáinn 18. júní 1942. Árið 1903 voru foreldrar hans að hugsa um að flytja til Reykjavíkur og komu Gísla þá fyrir að Ásum 1 Gnúpverja- ; hreppi, hjá móðurbróður hans, Gísla Einarssyni. Þar elst Gísli upp til 1907, að systir hans, Sigrún, — nú búsett að Steep Rock í Manitopa í Canada — byrjar búskap að Úthlíð í Bisk- . ypstungum. Frá Úthlíð flytst hann með mági sínum og syst- ur að Gljúfri í Ölfusi. í byrjun ársins 1913 fer hann til Reykja víkur, til þess að leita sjer at- vinnu. Þá hefst sjómannslíf hans, og er hann þá átján ára. Hann kemst í skiprúm hjá Hall dóri Kr. Þorsteinssyni. Til þess tíma hafði orfið ver- ið nær eina framleiðslutækið, sem hann hafði kynst, hestur- inn farartækið og leiðirnar leg- ið um tún, móa og lyngheiðar. Nú var Gísli kominn í nýjan og honum ókunnan heim. Það var nýju að venjast. Gísli var duglegur og hlífði sjer lítt við erfiði. Hann var kröfuharður við sjálfan sig og mörgum hefði fundist hann vinnuharður bátsmaður, hefði hann ekki sjálfur gengið fyrir í öllu. Nærgætni hans og að- gæsla var sjerstök og mörgum viðvaningi var hlýtt til hans, vegna tilsagnar hans og vak- andi eftirtektar. Vegna þessa eiginleika var Gísli eftirsóttur í skipsrúm og var snemma trúað fyrir verk- stjórn á þilfari. Hann skifti sjaldan um skipsrúm eða skip- stjóra í 30 ára starfi á sjónum. Árið 1921 kvongaðist. Gísli Guðríði Guðmundsdóttur frá Sandlæk í Hrunamannahreppi. Sama ár byrjuðu þau búskap í Reykjavík. Gísli hvarf til sjávarstarfa, en kona hans bygði upp heimili. Það er erf- itt hlutskifti, sem sjómanns- konan hefir að bera. Maðurinn aflar til búsins með erfiðu og áhættusömu starfi. Stundir hans hjá konu og börnum eru fáar. Varðveisla aflaðs fjár er engu erfiðara hlutskifti en að afla þess. Þetta hlutskifti ynti Guðríður vel af hendi og skap- aði manni sínum og börnum gott heimili. Þau eignuðust sex börn. Eitt barna sinna mistu þau á fyrsta ári. Fjögur börn þeirra. tvær dætur, Guðríður verslunar- mær, og Sigríður, starfsstúlka í Efnagerð Reykjavíkur, Björn, járnsmíðanemi í Stálsmiðjunni, og Ólafur, námspiltur, dvelja með móður sinni, en fimta barnið, Garðar, hefir verið al- inn upp hjá Einari Eiríkssyni veitingamanni og konu hans. Hjer hefir í stuttu máli verið rakin starfssaga sjómanns. Saga hans verður kanske aldrei frekara rakin, frekar en margra þeirra, sem heyja hina daglegu lífabaráttu, er bindur þá lang- dvölum fjarri heimilum og moldinni, sem þeir unnu svo heitt og lögðu krafta sína fram, til þess að skapa ástvinum og þjóð afkomumöguleika, en hljóta svo að lokum það hlut- skifti, að týnast í hafið, en missa af aðbúnaði ástvina til hinstu hvíldar í kærri móður- mold. Þakklæti okkar í orðum eða verkum verður svo ljettvægt í samanburði við lífsbaráttu og dauða þessara horfnu sjó- manna. Minningu þeirra er okkur því skylt að vígja störf okkar og leitast við að gera það þjóðlíf sem mest, er þeir lögðu krafta sína fram við að skapa. Þú, Gísli Eiríksson, ert einn í hópi þessara horfnu sjómanna. Okkur, sem kyntumst þjer og nutum samverustunda með þjer, gleymist þú aldrei. Kynning við þig verður okk- ur veganesti. VTinur. Svíar saskja mikið kvikmyndahús Stokkhólmi: Að því er segir í Hjemmets Aarsbok fyrir 1944, hafa 270 nýjar kvikmyndir ver ið sýndar í Svíþjóð árið 1943, og er það 19 færra en árið á undan. Af þeim voru 165 am- erískar, 37 sænskar, 20 bresk- ar, 15 þýskar, 14 svissneskar, 6 franskar, 3 rússneskar, 2 ung verskar og 2 ítalskar. Þýskum myndum hefir fækkað mest frá árinu. áður, eða um 18, en breskum og amerískum aðeins um 5. Mynd sú, sem mesta ao- sókn hlaut síðasta ár, var Mrs. Miniver, sem var sýnd sam- fleytt í 18 vikur í sama kvik- myndahúsinu, en sú þýska kvikmynd, sem lengst var sýnd, var „Gullna borgin“, er sýnd var samfleytt í 11 vikur. í mynd þessari Ijek sænsk leik- kona, Kristina Söderbaum. All ar þær 33 myndir, sem bann- aðar voru af sænska kvik- myndaeftirlitsmönnunum, voru amerískar eða breskar. Voru flestar bannaðar af stjórnmála ástæðum, en fáeinar af mynd- unum var þó leyft að sýna, eft- ir að mikið hafði verið klipt úr þeim. BEST AÐ AUGLtSA 1 MORGUNBLAÐINU. Biskupinn í Vancouver Vancouver, 8. mars: — Sig- urgeir Sigurðsson biskup kom hingað í dag með flugvjel frá Minneapolis. Hann hefir nú flogið frá íslandi og vestur á Kyrrahafsströnd, eða meir en 5000 mílur. Er flugvjelin, sem biskupinn ferðaðist með, kom til Seattle, tók sjera Harald Sigmar (son- ur sjera Haraldar Sigmar í Mountain N. D.) og Kolbeinn Thordarson, á móti honum og fjelaga hans Dr. Edward J. Thorlákssyni. Biskupnum var haldin móttökuveisla á heimili Dr. H. Fredrick Thorláksson, en þar hitti hann marga kunna ís- lenska og norska borgara í Seattle. Er Biskupinn kom til Vancou ver um kvöldið, fór hann til Georgia gistihússins í fylgd með Guðmundi Gíslasyni og Bjarna Kolbeins, en á gistihúsinu voru samankomnir um 300 Islend- ingar. Þar vo.ru ræður fluttar og íslenskir söngvar sungnir. Meðal annara komu þar fram Steingrímur Thorláksson, Hörð ur Kristjánsson, sjera Runólf- ur Marteinsson, Magnús Elías- son, Hálfdán Thorláksson og frú Thora Thorssteinsson. Með- al þeirra, sem sátu þessa sam- komu, voru nokkrir gamlir kunningjar biskupsins, en með þeim eyddi hann kvöldinu á heimili Ilálfdáns Thorláksson- ar. Kai Munk-sjóður stofnaður. Stokkhólmi: — Ráðgert er að stofna í Svíþjóð sjóð, sem beri nafn Kai Munks, sem viðurkenn ingu fyrir baráttu hans fyrir kristinni trú og rjettlæti. Aðal- markmið sjóðsins er að kosta uppeldi barna þeirra manna, sem láta líf.sitt í þágu frelsis- ins. Hin fyrstu börn, sem njóta góðs af sjóðsstofnun þessari, verða börn Kai Munks sjálfs. Sjnklingar að Kópavogshæli hafa beðið blaðið að skila kæru þakklæti til Aage Lorange, Þor- valdar Steingrímssonar og Jóns Þorvaldssonar fyrir komuna og skemtunina, ennfremur þakka þeir bifreiðarstjóra þeim, er ók fjelögunum þrem suðureftir. Lappi lekur dokt- orspróf STOKKHÓLMI: — Fyrsti sænski Lappinn, sem lýkúr doktorsprófi, hefir nýlega var- ið doktorsritgerð sína við há- skólann í Uppsölum. — Heitir hann Israel Ruong og tók dokt- orsprófið í heimspeki. Allur námsferill hans hefir verið með fádæmum glæsilegur. Fram að 21 árs aldri hafði hann aðeins verið missiri í skóla, en vann fyrir sjer sem hreindýrasmali. Síðan byrjaði hann að læra i brjefaskóla, og lærði hann þar meðal annars sænsku, og nokkru síðar lauk hann stú- dentsprófi. Doktorsritgerð hans', sem fjallaði um byggingu lappneskrar tungu, var hælt mjög, og ritgerðin álitin léggja mikinn skerf til fræðslu um tungu Úral-þjóða. — Fleiri finsk börn til Svíþjóðar. Stokkhólmi: — Nefnd sú, sem hefir með höndum starf- semi til líknar finskum börn- um, ætlar að auka starf Sitt, vegna þess ástands, sem nú er í Finnlandi. Verður bráðlega farið þess á leit við fólk, sem áðúr hefir haft finsk börn til dvalar, að taka aftur börn um nokkurn tíma. Flóttamenn fá lækna. STOKKHÓLMI: Tuttugu og fimm dönskum og þrem norskum læknum hef ir verið veitt leyfi til þess að stunda lækningar meðal dansks og norsks flóttafólks í Svíþjóð. Áður hafði pólskur læknir feng ið leyfi hjá heilbrigðisstjórn- inni sænsku, til þess að stunda lækningar meðal pólskra flóttamanna. Anders Nummedal látinn. HINN KUNNI norski forn- fræðingur, Anders Nummedal, sem var safnavörður við forn- menjasafnið í Oslo, er látinn, 77 ára að aldri. Nummedal var meðlimur í Vísindafjelaginu norska og var hann sæmdúr ýmsum viðkenningum fvrir fornfræðirannsóknir sínar. — Samkv. frjetta frá norska blaða fulltrúanum). /OOOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOÖOOOOOÖOOOOO) X - 9 Eftir Robert Storm Mascara: — Alexander . . . þjer hefir tekist það Mascara: — Jeg hefi alveg verið hamslaus, blöð- Alexander: — Já, og borgin er full af lögreglu- . .. Komdu inn og lokaðu dyrunum, fljótt ... in skrifa svo mikið um, að þú hafir strokið. mönnum, sem eru á hælum mjer. Þau fallast í faðma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.