Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 12
12 Fimtudagfur 16. mars 1944. Sögufræg hafnarborg UafnarhorRÍn Durazzo í Albaniu hefir komið mjög við fregnir á síðustu árum. Hjer var það, sem sprengjur fjcllu i fyrsta skifti á Balkanlönd, er Italir rjeðust á Albaníu, og hjer skipaði Mussolini her sínum á land. Bretar gerðu margar loftárásir á horgina, mcðan hin niishepn- aða sókn Itaia í Grikklandi stóð yfir, og loks er álitið að höfnin muni verða ein af þeim, sem aðallega verði notuð, er handamenn ráðast inn á Balkanskagann. — En það er nú ekki orðin saga ennþá. JÓN Á BRÚSASTÖÐUM GEFUR 300 ÞÚS. KR. Til skógræktar og skreytinga á Þingvöllum JÓN GUÐMUNDSSON, gestgjafi í Valböll á Þingvöllum, hef- ir gefið Skógræktarfjelagi íslands 300.000 krónur til skógræktar og skreytingar á Þingvöllum. Lofhéknin: Hörð dagárás á Briinswick Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞAÐ VAR Briinswick, sem ame ríski' flugherinn valdi í dag að .skotmarki í loftsókn sinni gegn hemaðarstöðum í Þýskalandi. JEru í þessari borg miklar flug- vjelaverksmiðjur. Var seinast ráðist á Briinswick 22. og 21. febrúar s. 1. Það voru flugvirki og Liberator flugvjelar, sem á- rásina gerðu á Brúnswick í dag og voru orustuflugvjelar þeim til verndar. Veður var skýjað og urðu Ameríkumenn að miða sprengjum sínum með sjerstök- um tækjum, sem þeir hafa til þess. Ekki hefir verið látið neitt uppi um árangurinn af loftá- rásinni á Brúnswick, en flug- menn. sem þátt tóku í árásinni segja, að reykjasúlur hafi ris- ið 6000 fet í loft upp. Flugvjelatjón Bandaríkja- manna var mjög lítið, eða að- eins 3 stóraj' sprengjuflugvjel- gi og 5 orustuflugvjelar. Amer- ísku flugmennirnir segjast aft- ur ámóti hafa skotið niður 36 þýskar orustuflugvjelar. Loftárásir á samgönguleiðir í Frakklandi. -v Amerískar og breskar flug- vjelar hafa í dag haldið áfram árásum á hernaðarstaði í her- líiimdu löndunum. Voru einkum valdar samgöngumiðstöðvar. Hörð árás var gerð á flugvöll Þjóðverja hjá Chievres í Belgíu iOg ennfremur voru árásir gerð- ar á Haine, Saint Píerre í Frakklandi. Ennfremur á járn- brautaskiptistöð í Aulnoye, sem er 7 km. fyrir sunnan Amiens, sem er þýðingarmikil samgönguborg á leiðinni Lille til Dunkirk og Calais. Flugmenn bandamanna komu sumsstaðar Þjóðverium alger- lega á óvart svo þeir höfðu ekki tíma til að senda upp or- ustuflugvjelar. IMinnasf „gömlu góðu daganna" á íslandi FYRIRLIÐAR í her Banda- rikjanna og frjettaritarar, sem dvalist hafa á íslandi, áður en Bandarikin hófu þátttöku í ó- íriðnum, stofnuðu nýlega með sjer fjelag ..Iceland Legion“ á fundi í London Officers Club. Meðlimir hins nýstofnaða fjelags, sem margir hafa barist á öðrum vígstöðvum síðan þeir vfirgáfu ísland, mintust „góðu gömlu daganna“ í Reykjavík. á Akureyri, Seyðisfirði og Búð- areyri. Þeir drukku skál ís- lensku þjóðgrinnar og sungu íslenska söngva. Allir voru þeir á einu máli um frábæra gest- risni og vinsemd Islendinga. Einn meðlimanna komst svo að orði: ,.Mjer þótti leitt að yf- irgefa Island, en jeg vona að geta einhvern tíma komið þang að aftur og heimsótt vini mína þar. Jeg óska íslandi og ís- lensku þjóðinni alls hins besta í framtíðinni“. Af gjöf þessari skal mynda sjóð er beri nafnið „Minningar- sjóður Sigríðar Guðnadóttur, Jóns Guðmundssonar, Brúsa- stöðum og dóttur þeirra Guð- bjargar Jónsdóttur. Vaxtatekj- um sjóðsins skal árlega varið til skógra^ktar og skreytingar á Þingvöllum. Sjóð þessum skal stjórnað af sjerstakri sjóðs- stjórn og skipa hana formaður Skógræktarfjelags íslands, for- maður Þingvallanefndar og gefandi, að honum látnum, Fimla umferð bridgekepninnar FIMTA umferð meistara- kepni Bridgefjelagsins var spil uð í gærkvöldi að Hótel Borg. Eftir þessa umferð er röð sveit anna þannig: Fyrst er sveit Gunnars Guðmundssonar með 1570 stig, önnur sveit Harðar Þórðarsonar með 1533, þriðja sveit Lárusar Fjcldsted með 1515, fjórða sveit Axels Böð- varssonar með 1447, fimta sveit Gunngeirs Pjeturssonar með 1391, sjötta sveit Brands Bryn- jólfssonar með 1384, sjöunda sveit Stefáns Þ. Guðmundsson- ar með 1361, og áttunda sveit Ársæls Júlíussonar með 1319 stig. Sjötta umferð fer fram n. k. sunnudag að Hótel Borg, kl. 1,30 e. h. Verður þá utanfje- lagsmonnum heimill aðgangur. skrifstofustjóri í dómsmálaráðu neytinu. Ennfremur hefir Jón Guð- mundsson ánafnað í erfðarskrá sinni sama sjóð öllum eignum sínum, að frádregnum nokkrum dánargjöfum. Valhöll hlutafjelag. Þá hefir Jón Guðmundsson gestgjafi myndað hlutafjelag um gistihúsið Valhöll, sem nefnist h. f. Valhöll. í fjelagi með Jóni Guðmundssyni eru brytarnir Ragnar Guðlaugsson og Brynjólfur J. Brynjólfsson, og eigendur h. f. Skjaldbreið. Hyggjast þeir munu gera hús ið upp og opna það snemma í vor. Þá munu þeir einnig hafa í hyggju að byggja 1. flokks gistíhús á Þingvöllum eins fljótt og auðið er. Hlutleysi Svía brotið. Stokkhólmi: — Þýsk herskip frömdu á dögunum hlutleysis- brot, er þau skutu á sænskar flugvjelar, er voru á flugi yfir sænskri landhelgi. Þetta bar þannig við, að tvær sænskar flugvjelar voru að reka á brott ókunna flugvjel, sem flogið hafði inn yfir sænskt land, og skutu þýsk herskip, sem voru að íylgja skipalest, á sænsku flugvjelarnar, er þær voyu yfir sænskri landhelgi. Ekki komu skot í flugvjelarnar. Svíar hjálpa föngum Japana. Stokkhólmi: — Einn af for- ráðamönnum sænska K. F. U. M. hefir skýrt blaðinu Stock- holms Tidningen frá því, að fulltrúi þess fjelagsskapar sje þegar tekinn til starfa meðal stríðsfanga Japana á Filips- eyjum. Fimm Svíar að auki vinna að hjálparstörfum fyrir fanga, sem eru í haldi hjá Jap- önum, þrír í Japan, einn í Shang hai og einn í Siam. Leikaradeila í vændum í Noregi Frá norska blaðafull- trúanum. FRÁ NOREGI er símað að ný leikaradeila sje þar í upp- siglingu, þar sem leikhúsi'áð Quislings, í tilefni af endur- nýjun samninga við leikara, hefir skipað svo fyrir að grein, sem orsakaði leikara- deiluna 1941, skuli tekin upp í nýju samningana, en aðeins enn harðari. Eins og menn mun reka minni til varð deila sú völd að fjöldahandtökum. 1941 kröfðust nasistar, að; leikararnir træðu upp á „þjóð: legum“ hátíðisdögum, þ. e. a. s. hátíðisdögum quislinga, Nú á það að veraþannig, að leik- leikararnir kæmu fram á „þjóð iegum samlcomum“, þ. e. a. s. samkomum, sem quislingar og Þjóðverjar stjórna. Þetta iiefir vakið megna óánægju meðal norskra leikara. — Ennfremur hafa borist frjett- ir um, að 8 af hestu leikur- um Noregs, sem starfað hafa hjá einkaleikhúsum hafi ver- ið skipað að ieika hjá Þjóð- leikhúsinu. Biskuplnn ferðasl um Kyrrahafsströnd r.iSKUPINN eyddi sein- ustu helgi til að heimsækjavini sína og njóta núttúrufegurð- arlvyrrahafsstrandarinnar. 10, mars var hann gestur Bjarna Kolbeinssonar, sem ók honum um Vancouver. Þeir fóru til ráðlnissins og tók borgarstjór- inn, J. W. Cornett á mótí biskupnuni og fylgdi honum um hygginguna. Síðar heim- sótti biskupinn Stanley Park og var mjög hrifimi af forn- tninjum Tndiána, sem eru þar til sýnis, einkum fanst honum mikið kom til „totem“- stanganna og bátanna, sem, búnir eru til úr trjábolum. Síðar þann sama dag, fór þiskupinn yfir landamærin til Washington-fylkis, þar tóku á móti honum sjera Guðmund- ur Johnson. sjera Albert Krisfc jánsson og tónskáldið Sigurð- ur Ilelason. Þeir fóru með hann til al- ])jóðarskemtanasvæðis, þai* sem íslendingar í hjeraðinu halda árshátíðar sínar. Á skemtisvæðinu á landamær- unura, stendur friðarboginn, sem reistur var fyrir nokkrum árum í tilefni af 100 ára friði milli Ganada og Bandaríkj- anna. Á þeirri hlið bogans, er að Bandaríkjunum snýr eru rituð orðin: ,,Börn sömu móð- ur‘ ‘ og Canadamegin „Bræð- ur húa satnan í einingu“. Um kvöldið sat biskup veislu í City ITall í Blaine í Washington-fylki. Um 200 manns af íslenskum nppruna sátu hana. Nú eins og fyr ljet hiskupinn í ljósi undrun sína. og ánægju yfir því hversu vel þetta fólk hafði varðveitt hið íslenska móðurmál, og hjer eins og annarsstaðar var hon- um fagnað með íslenskiun söngvum og ræðum. Næsta dag dvaldi hiskup-.; inn í Beattle. Hreppsnefnd Sel- fjarnarneshrepps gerir ályklun i iýðveldismálinu Á FUNDI hreppsnefndar Seltjarnarneshrepps þann 13. þ. m. var með öllum atkvæðum nefndarmanna samþykt eftir- farandi ályktun: „Hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps lýsir eindreginni ánægju sinni yfir einróma samþykki A1 þingis bæði um skilnaðarmálið og lýðveldisstjórnarskrána. —■ Heitir nefndin á alla alþingis- kjósendur hreppsins að treystá þannig lokaskrefið í þessu alda gamla hugsjóna- og frelsismáli íslensku þjóðarinnar. Hrepps- nefndin mun aðstoða kjósend- ur við fundarsókn kjördagana. Kjörskráin liggur frammi á þingstaðnum 1. til 10. næsta mánaðar“. „Um leið og ofangreind at- kvæðagreiðsla fer fram, þá verða einnig greidd atkvæði um stofnun sjúkrasamlags í hreppn um“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.