Morgunblaðið - 19.03.1944, Side 11

Morgunblaðið - 19.03.1944, Side 11
Suimudagnr 19. mars 1944. MORGUNBLAÐIÐ 11 víocmwn með sápu og bursta. Sumstað- ar var blóðið svo klístrað við hörund hennar, að hann varð að nudda sama blettinn lengi til að ná honum af. „Guði sje lof, að þú ert komin, Ruth“, sagði hann aftur og aftur. „Varstu hræddur?“ spurði hún. Hún sat með hnjen upp undir höku og handleggina krosslagða yfir brjóstið, svo að lítið sást af henni. . „Hræddur?“ sagði Frank. „Hvort jeg var hræddur? Ruth, þú veist ekki, hvernig mjer hefir liðið“. Hann lyfti henni upp, þegar hann áleit hana vera orðna nógu hreina, vafði utan um hana Stóru baðhandklæði og bar hana síðan að rúminu. „Jeg er alt í einu svo þreytt“, Sagði hún og lagði höndina á öxl hans. Og enda þótt hún væri svona smávaxin og hann svona stór, gat hanrt komið því .þannig fyrir/ að höfuð hans hvíldi á brjósti hennar, frið- sælasta, hreinasta og öruggasta stað heimsins. „Ó, Ruth------- Ruth“. Hann lagði handleggina um mitti hennar og lá grafkyr. „Konfúsíus er dáinn. Hræðsl an var honum um niegn“, sagði Ruth. Hár Franks var rjett við varir hennar, hlýtt og hugg- andi. Barnsfæðingin hafði komið milli hennar og alls hins hræði lega, sem hún hafði sjeð, en hú, þegar hún lokaði augunum og hvíldi sig, rifjaðist það alt upp fyrir henni aftur. „Sprengjur eru hræðilegar11, sagði hún og það fór hrollur um hana. Frank strauk henni. Hann tók hönd hennar og bar hana að vörum sj'er, og virti hana síðan fyrir sjer. „Hvað er þetta?“ spurði Ihann, þegar hann sá dálítið sár á henni. „Ekkert. Konan beit mig þarna í fæðingarhríðunum", sagði Ruth og gleymdi sprengj- unum í svipinn. „Beit hún þig?“ spurði Frank hneykslaður. „Já, hún beit mig, þegar kval irnar voru sem mestar. Jeg ætla líka að bíta, þegar jeg kemst í spor hennar“, bætti hún við og kinkaði kolli til hans. Frank hló lágt. „Konan mín“, sagði hann. „Drengurinn ininn“, sagði Ruth. , „Nú verð jeg aldrei framar einn“, sagði hann. „Aldrei framar“, sagði Ruth. Þú hefir aldrei áður verið svona, hugsaði hún, full undr- -unar. En hinar erfiðu stundir þessa dags áttu sterkan þátt í að varpa honum í faðm Ruth og láta í Ijós við hana tilfinning- ar. sem hann hafði hingað til reynt að halda leyndum. „Sprengjur — þetta er að- eins byrjunin“, 'sagði hann. „Það á eftir að verða enn verra. Jeg er búinn að íhuga málið til hlítar. Við dveljum ekki hjer í Shanghai í fram- tíðinni. Við hljótum að fara hjeðan. Þetta er mesta óþverra bæli“. • „Eins og þú vilt“, sagði Ruth auðmjúklega. En hún trúði ) honum raunar ekki. „Hvert eigum við að fara? Atvinna þín er hjerna“, sagði hún skynsam- lega. Frank bandaði þessu öllu frá sjer með hendinni. „Jeg er bú- inn að fá mig fullsaddan á Shanghai. Það fara allir í hund ana hjerna, Ruth litla. Jeg get sagt þjer það, að þrjú hundruð dollarar á mánuði eru engin kostakjör. Og svo strið og svo stríð og sprengjur í þokka- bót. Auk þess sje jeg greini- lega, að þú hefir tilhneigingu til að vera þar, sem kúlna- og sprengjuregnið er þjettast“, „En þú?“ spurði Ruth. „Já, jeg ef til vill líka“, sagði hann fjarhuga. „Hlustaðu nú á, jeg ætla að segja þjer, hvað jeg er búinn að ákveða. Við strjúkum hjeðan. Við skulum vera skræfur og hopa af hólmi. Hvað koma Kínverjar og Jap- anar okkur við? Hvað kemur Shanghai okkur við? Það er ekkert, sem hefst upp úr dvöl hjer, nema óhreinar hendur. Við*skulum taka næsta skip frá Ameríku og sigla til Hawaii. Hvað segirðu við því? lægðar, emveru og ótta. Þau lágu lengi þögul og hreyfing- arlaus. Jeg vissi ekki, hugsaði Ruth, að nokkuð þessu líkt væri til. <5=5! Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 31. fossinn ætti eftir að syngja líksönginn yfir þeim þetta kvöld. En þarna stóð nú Englendingurinn íyrir neðan allan halla, og það var eins og þungurn steini væri ljett af Pjetri, þegar hann hafði klifrað síðasta spölinn og stóð aftur niðri á jafnsljettu, vissi hann varla hvernig hann „Jeg sje ekkert nema regn-! átti að láta, svo kátur varð hann. Svo leit hann upp, og ,rí r» m’mo1* eortífí hún litlil ... . . . . boga núna“, sagði hún litlu seinna án þess að opna augun. „Talaðu ekki“, hvíslaði Frank. „Talaðu ekki, segðu ekkert, en vertu hjá mjer — að eilífu“. Það var barið að dyrum, í fyrstu mjög lágt, síðan dálítið hærra. Frank settist upp. „Vertu ekki áhyggjufull“, sagði hann. „Vertu ekki hrædd. Það er ekkert — enginn getur aðskilið okkur. Ekkert getur framar komist upp á milli okk- ar. Vertu ekki hrædd“. Ruth leit steinhissa á hann. „Hví skyldi jeg vera hrædd?“ sagði hún aðeins. Frank gekk að dyrunum, en hikaði við að opna þær. Það var barið í þriðja skifti. Hann lagfærði á sjer hárið, sneri lyklinum og opnaði. Fyrir ut- an, í hálfdimmum ganginum, stóð lágvaxinn Japani. Hann „Hawaii“, var það eina, sem bafði böggul undir handleggn- Ruth gat sagt. „Hawaii“, hjelt Frank á- fram. „Það er einmitt staður- inn fyrir okkur. Við skulum fara til Hawaii“, og er hann sagði þetta, liðu sýnir fyrir lok uð augu hans; pálmatrje, blóm, endalausar breiður sykur- ekra, söngvar verkamannanna, gullna regnið og svo síðust allra Mamó, hin unga og fagra móðir hans, á litlum hesti, Mamó í sandinum á sjávar- ströndinni, Mamó, sem synti við hlið hans, þegar hann var lítill drengur ..... „Jeg átti eiginlega aldrei móður, það er það, sem að er“, sagði hann. Ruth þrýsti hon- um enn fastar að brjósti sjer og byrjaði að rugga honum til og frá. „Við verðum að fara til Hawaii“, sagði hann aftur. „Stjúpfaðir minn hlýtur að geta útvegað mjer eitthvað að gera. Auk þess getum við lif- að á stolnum banönum, kókos- hnetum og fiski. Steikt huma- huma nukanukaapuaa", sagði hann og brosti, er þessi löngu gleymdu orð komu upp í huga hans. „Við verðum óumræði- lega hamingjusöm á Hawaii, óumræðilega og takmarkalaust hamingjusöm. Hvað segirðu við því?“ Ruth var farin að verða á- hyggjufull. „Ertu drukkinn?“ spurði hún. Hann hjelt áfram að horfa svo fast á hana, að hún varð að líta undan. „Ef til vill segi jeg þjer það einhverntíma“, sagði hann. „Seinna“. ,,Hvað?“ sagði Ruth óróleg. ,,-Hvað ætlarðu að segja mjer?“ ,,Alt“,- sagði Frank. Hann lagðist aftur niður við hlið hennar. Hann fann hjartslátt hennar við gagnaugu sjer. „Litli fugl!“ sagði hann. Síðan færði hann sig til, uns varjr þeirra mættust. R'uth andvarp- aði djúpt eins og í svefni. Smáit og smátt hurðu árin, ár skiln- aðar og ókunnugleika, fjar- um og hann hneigði sig og brosti. „Jeg er kominn til að skila bókunum“, sagði hann. ★ Þá var það, að sprengjan fjell, sem lagði bygginguna í rústir, gróf menn í rústunum og t>att enda á ótta og ham- ingju, hatur og' líf. Og það er ekki eftir að segja frá neinu af fólkinu, sem við höfum fylgst með til þessa, nema dauðastund þess. Ruth, sem sat á rúmstokkn- um og horfði á Frank með við- kvæmni og undrun, og furðaði sig á þeirri hamingju, sem hversdagsleg sál hennar hafði orðið aðnjótandi þennan dag. þarna stóð Englendingurinn hjá honum, eins rólegur a svipinn og ekkert hefði í skorist og var að dusta af föt- unum sínum og strjúka sig allan: „Hefirðu bursta, jeg er svo óhreinn?“ sagði hann. Pjetur glápti á hann og hugsaði með sjer: — Er mað- urinn alveg vitlaus? En svo leit Mr. Smith upp í skarðið og varð alvarlegur á svipinn. Svo tók hann ofan, gekk til Pjeturs og rjetti honum hendina. „Þakka yður fyrir Mr. Pjetur“, sagði hann, og það var ekki laust við að hann væri svolítið skjálfraddaður, og að honum vöknaði um augu. En meira sagði hann ekki, heldur hjelt sína leið heim að bænum á Bjarnarstöðum. Árni stóð í dyrum úti og beið, matur hafði verið borinn á borð, og Árni hafði helt stórar krúsir fullar af öli. — Pjetur hafði ekki tíma til að borða, hann varð að fara heim strax, annars færi fólkið að óttast um hann, en Árni þrábað hann að fá sjer að drekka. „Þú hlýtur að vera þreyttur eftir allt stritið“, sagði hann og með það tók hann í handlegg Pjeturs og leiddi hann inn. — Ætli Berg- ljót sje hjer enn, hugsaði Pjetur og litaðist um, en Berg- ljót var löngu farin til sels. Og Pjetur fjekk rjómagraut í stórri skál, er hann var setstur á bekkinn. — Hjer er gott að sitja, hugsaði Pjetur. Og þegar Pjetur var búinn með grautinn, fjekk hann ölkrús, sem Árni sjálfur rjetti honum, og hann fjekk aðra til. Svo spjölluðu þeir saman, og Pjetur varð að segja frá öllu saman, sem gerst hafði og Árni hlustaði á, en leit við og við í krúsina hans Pjeturs, hvort hún væri tóm og bætti þá í hana. — Nú held jeg það fari að lagast, liugsaði Pjet- ur. Svona blíður og góður hefir hann aldrei verið áður. Svo reis Pjetur á fætur, þakkaði fyrir mat og drykk og' svo fór hann, en um leið og hann skautst út úr dyrunum, þá kallaði einhver á hann. Það var Englendingurinn, hann kom niður af loftinu, og hafði nú skift um föt og þvegið sjer vandlega. Hann var með veski í hendinni. „Hjema, Mr. Pjetur“, sagði hann, tók nokkra seðla úr veskinu og rjetti Pjetri. Pjetur vildi ekki taka við þessu, honum fanst það svo mikið. „Þetta er — lítið þakklæti“, sagði Mr. Smith, stakk seðlunum í hönd Pjeturs og sneri inn aftur. WhÆf ^mahx^umkcJJ^ Gladstone og fjármálin. Gladstone var af kaupsýslu- kyni, og kom það líka fram í stofnunum, en leggja ríflega á þá, er borið gátu. Gladstone sá það mjög vel og talaði um það, að frjálsri honum. Margt var honum til iýgstjörn er einmitt svo hætt saka fundið um dagana, þótti hann lengi vel nokkuð laus og óviss, af því að hann gat ekki sætt sig við þingflokkana, og mælskan hljóp stundum hann í gönur, en enginn gat neitað honum um það, að hann var snillingur í fjármálum. Ar- in, sem hann var ekki ráðu- neytisforseti, var hann lengst af fjármálaráðherra, og hafði í rauninni í viðlögum hvort- tveggja starfið á hendi. Voru þau ár, þriðji fjórðungur ald- arinnar, að mörgu leyti mestu uppgangsár fyrir landið. Rjett er þó að geta þess, að England, með öll kolin, varð fyrst til þess að nota að stórum mun eiminn og vjelarnar, og fór því fram úr. Meginreglan hjá Gladstone í fjármálapólitíkinni var sú, að leysa höftin á við- skiftalífinu og fækka gjald- við eyðslusemi. Hrossakaupin eru svo handhæg og örðugt að halda aftur af. Hann kvað svo að orði, að ekki væri matur með 'gefandi fjármálaráðherra, sem 'hugsaði nokkuð um vinsældir í meðferð sinni á almannafje. Hann taldi alla eyðslu, sem ekki var brýn nauðsyn, óráð- vendni, því að alt er þetta ann- ara fje, sem manni er trúað fyrir. Enda gat hann verið hlægilega smámunalegur í að spara og spara. Eitt sinn áminti hann t. d. utanríkisstjórnina um að eyða sem allra minstu að fyrirferðinni til spjalda og umbúða, því að alt þetta tæki upp hillurnar í skápunum, og svo þyrfti að reisa hús fyrir skápana, og þegar svo húsin væru komin, þyrfti að stofna embætti handa skjalavörðun- um. Árni: — Þú heíir sagt upp unnustunni þinni. Hvað segð- ir þú, ef hún hengdi sig í brjál- semi? Pjetur: — Jeg yrði glaður, ef hún hengdi sig um hálsinn á þjer eða cinhverjum öðrum. benti ennfremur á þá skyldu Frúin: — Mjer er illa við þessar heirasóltnir til þín. Anna. Það koma fleiri gestiv til þín á einum degi, en til mín á heilli viku. Vinnukonan: — Ef frúin væri eins glöð og elskuleg yið gestina eins Og jeg,_ þá myndu þeir áreiðanlega koma. Anna litla: — Mamma, hvað er engill? Móðirin: — Það er lítil stúlka með vængjum, sem get- ur flogið. Anna: — Getur þá Stína vinnukona flogið? Hann pabbi minn sagði við hana- í dag, að hún væri engill. Móðirin: — Já, barnið mitt, Stína flýgur hjeðan strax í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.