Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNIiLA Ð I Ð Fímtudagnr 30. mars 1944. i — Eftirlætiskona soidánsins — Grein Sigurðar Magnússonar Framháld af bls. 7 ■Leit var hafiri, og gröf litla jprinsins var óprauð, en í i henni var þá ekki Íík prins-; Jins heldur lítils Gyðinga- drengs, sem var jafnaldri iPrinsins. Ljest hann í plág- unni miklu og hafði verið seldur Elenku með levnd. Það virtist sem Elenka — j er var kristin — hefði leit- i að aðstoðar kristinna manna í Saloniki, sem Tvrkjasoldán gat ekki náð til. Nú hafði hún rofið öll bönd við hið hræðilega kvennabúr og fjarlægðist 1 nú sífelt meir og meir með Iitla • ástfólgna soninn sinn, sem nú þurfti ekki lengur ;að kvíða dauðadómi. En ef hún hefði vitað hvað var að gerast í kvennabúr- . inu, hefði hún ekki þurft að bera ótta í brjósti. Samsæri gert gegn soldán- inum. ÞEGAR Múhamed eign- aðist fyrsta barn sitt, var hann naumast orðinn full- ; vaxinn, og líkur voru því til þess, að erfingi hans vrði að bíða í mörg ár eftir sol- dánstigniiini. En Kírgisa- stúlkan var áfjáð í að koma syni sínum sem allra fyrst í hásætið, og þegar hann var ellefu eða tólf ára gamall, efndi hún til samsæris í því skyni að steypa Múhamed af stóli. Samsæri þessu var Jhaldið svo vel leyndu, að ;hinir slungnu njósnarar {Baffa höfðu ekki hugmynd um það. Að lokum var það einn svertingja þeirra, sem við samsærið var riðinn, sem skýrði soldáni frá öllu á síð ustu stundu. Margir hátt settir menn voru reiðubúnir til þess að veita aðstoð sína við að steypa soldáni af stóli, og ungi prinsinn, sem hafði verið við nám í Magnesíu, var kominn til Konstantinó- pel og faldist í einu lysti- húsanna, reiðubúinn til að ganga fram fyrir lýðinn að samsærinu loknu. Lítill tími var til stefnu, og varð því að hafa hraðan á. Soldáninn ráðgaðist við móður sína, og skömmú fyr ir dögun morgun þann. sem samsærismenn ætluðu að láta til skarar skríða, sendi soldán böðla sína til staðar þess, þar sem prinsinn lá í leyni með helstu fylgis- mönnum sínum. Voru þeir allir af lífi teknir. Lögin lögðu aftur á móti sjerstaka refsingu við afbroti stúlk- unnar. — Var hún lifandi saumuð innan í leðurpoka og varpað í hafið. Fjártán aðrir samsærismenn voru af lifi teknir til þess að full- komna sláturstörfin. Þessi hræðilegi viðburð- ur hafði djúp og langvinn áhrif á Múhamed. Forlögin höfðu nú rutt brautina fyrir hinn litla son Elenku, sem nú hefði orðið erfingi Tyrkjaveldis. En í stað þess varð það Cyprusstúlkan og sonur hennar, sem tignina hlutu. Elenka sneri aldrei aftur. Hún hjelt sjer og syni sín- um fjarri hinni vafasömu dýrð fyrri tignarstöðu henn ar og lifði hamingjusömu og frjálsu lífi — en enginn vissi ákveðið hvar. — Bergur Pálsson Framh. af bls. 2. kendi mönnum að forðast sull- ina. Það var þarfasta bók, sem jeg hefi kynst. Jeg var í Fáskrúðsfirði frá því jeg var átta ára, þangað til jeg fór á línufiskarana. Nú þurfti Bergur að fara ,,á vakt“ út í Belgaum, svo við slitum talinu. Nema hvað gamli maðurinn sagði að lokum nokk ur vel valin orð um það ráðlag, að allur ágóði togaranna væri tekinn í skatta og skyldur, svo ekkert væri til að byggja upp flotann að stríðinu loknu. — Og það er jafn vitlaust og hörmulegt fyrir það, þó jeg sje orðinn svo gamall, að jeg lifi sennilega minst af þeim hörmungum, er af því ráðlagi leiðir, sagði hann að lokum. V. St. Framh. af bls. 4.; þetta sje ljóst: Uppeldisheim- ili fyrir afbrotadrengi eru ■— hvar í heiminum sem er — neyðarúrræði. Góð heimili í nýju umhverfi eru ákjósan- legustu dvalarstaðir þeirra. Vegna fámennis og fátæktar höfum við íslendingar sjer- stöðu í viðleitni okkar til að leysa þessi mál skynsamlega. Er hugmyndin um Öxney á rökum reist? Nú myndi einhver segja: Gott og vel. Hvað er bæjar- ráðið þá að braska með Öxn- ey? Nú er það ekki rnitt verk að lesa hug þess uppliátt, en hugmyndin um Öxney þarf ekki að vera nein fjarstæða, ef skynsamlega er á haldið og til þess liggja eftirtalin rök: Það hafa verið og verða sennilega altaf til börn og unglingar, sem eru í orðsins bókstaflegasta skilningi óviðráðanleg. Þetta eru hlutfallslega sárfá börn, en þau eru til. Það hafa verið til drengir, sem strokið hafa af ágætum í heimilum hvað eftir annað. Foreldrarnir hafa komið til lög- reglunnar og barnaverndar- nefndar og beiðst þess að eitt- hvað yrði gert til að dvöl þess- ara drengja á heimilunum yrði ekki gerð óbærileg aðstand- endum. Þessir sömu drengir háfa farið ránshendi um bæinn og engu skéytt fortölum eða áminningum. Ef enginn sama- staður er til, þá stendur þjóð- fjelagið í rauninni varnarlaust gegn þessum börnum og engin skynsamleg rök er hægt að færa fyrir að framtíð þeirra verða annað en ógæfubraut. Það eru þessi sárfáu börn, sem þurfa einhvern samastað — eitt hvert hæli — kanski væri rjett- ará að kalla það spitala, því þessi börn efu sjúklingar og þurfa aohlynning sjerfróðra manna í 'meðferð þeirrar teg- undar andlegrar veiklunar, sem þau eru haldin af. En þessi börn eru sárfá og sjerfróðra manna einna að þekkja þau frá binum, sem í rauninni eru heil- brigð börn á villigötum, og nú, þegar jeg hugsa til þeirra drengja, sem jeg kyntist fyrst, þá þykir mjer ólíklegt að jeg hefði verið þess um kominn að þekkja þá frá hinum, sem nú eru eins og gerist og gengur, en hefðu þó verið á sínum tíma líklegir til að þurfa að fara í uppeldishæli. Þegar tekið er tillit til hinna sjerstöku að- stæðna hjer á landi, þá er ekki beinlinis líklegt að stofnun þessarar tegundar verði fær um að gera allra aumustu drengi að dugandi mönnum. Val forstöðumanns þýðingarmeira en jarðnæðis. Forstöðumaðurinn má vera meira en meðalmaður, ef hon- um tekst að hafa hlutfallslega meiri áhrif á drengjahópinn til góðs, en ófyrirleitnasta strákn- um til ills. Hitt er annað mál, að dvöl í stofnuninni verður til að koma í nokkur ár í veg fvr- ir að þeir fremji afbrot og forð- ar öðrum börnum frá að fylgja illu fordæmi þeirra, og hún getur, ef forstöðumaðurinn er sjerstakri kunnáttu og hæfi- leikurn gæddur, orðið til að leiða þá á rjetta braut. Sá, sem frá barnsaldri er ónytjungur og afbrotamaður, verður þjóð- fjelaginu svo dýr, um það er lýkur, að sjálfsagt er að spara ekkert til í viðleitninni að gera hann að nýtum manni, áður en það er um seinan. Uppeldishæli þeirrar tegundar, sem hjer hef- ir verið á minst, er í rauninni og á að vera síðasta tilraun þjóðfj^lagsins til að svo megi verða. Til hennar verður því ao vanda. Einn hlekkur í þeirri keðju er leitin að jarðnæði, og má vel vera, að Öxney sje rjetti staðurinn, þó um það megi deila. Hitt er enn þýð- ingarmeira, að finna þann mann, sem hefir þá kunnáttu og eiginleika, sem líklegir eru til að honum verði írúandi fyr- ir að rækja þetta vandasama síarf svo við megi una, og vafa- laust yrði sá, sem nú yrði fyrir valinu, að kynna sjer af eigin sjón og reynd það. sem til fyr- irmyndar kann að vera erlend- is. Að því fengnu má ekkert 1il spara fjárhagslega, svo starfs- skilyrði geti orðið viðunandi. Tvær stefnur — ívennskonar stofnanir. Verði þessi leið farin, er lík- legt að einhvers góðs megi vænta, en sje nú flaustrað upp einhverri stofnun, þar sem alt fje er skorið við neglur og þangað dembt af handahófi nokkrum strákum, sem í dag eru óhæfir í Reykjavík, þá er verr farið en heima setið. Þá er sjálft fyrirtækið dauðadæmt og góð hugmynd gerð tortryggi leg um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Til þess, sem lengi á að standa, er vel vandað, og hjer er ekki um að ræða neitt stund arfvrirbrigði. Þess vegna verð- ur þegar í öndverðu að búa svo um hnútana, að þeir rakni ekki, þegar fyrst á reynir, og þótt alt hafi verið gert til trygg ingar góðri aðbúð barna í stofh uninni, má ekki vanrækja að reyna að móta barnið fyrst í eðlilega mynd hins heilbrigða Iífs, áður en aðrar leiðir eru farnar. Þegar búið er að þrautreyna að drengur er óhæfur á góðu heimili, eða í vinnu við venju,- leg skilyrði til sjós eða lands — þá og hvorki fyr nje síðar — á að senda hann í uppeldisstofn- un, sem er þannig úr ! garði gerð, að von geti verið um að góðs árangurs megi vænta. Bæjarstjórn Reykjavíkur á þakkir skildar fyrir að hefja nú undirbúning til lausnar þessu vandamáli og það er von allra, sem með því fylgjast, að vel megi farnast, en hjer þarf fleira að gcra. Hjer í bænum eða nágrenni verður að vera til staður þar sem mögulegt verði að vista þau börn um skemri eða lengri tíma, sem óhjákvæmilega verð ur af ýmsum ástæðum að taka fyrirvaralaust af heimilum sín- um. en það er mál, sem ekki er rúm að rekja í þessari grein. 26. mars. Sig. Magnússon. tggeri Cloessen Einar Ásmundsson hæsiarjettarmálafiutningsmenit, — Allskonar lögfrœðistörf — OddfellowhúaiS - Sími 1171, % - 9 Eftir Robert Storm iOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' 'Auz^rne e>REAT,"HAS ESCAPED X-9'S QSa&nET. AUT A TtRE OF TPE SCHOOL GTA-nON wA&ON HAS BLOVJM OUT.... S OOhJ'7 VJANT THAT CHAUPFEUR TO 60 TO A SAKAtSE, MASCARA! ^BUT THE CAR. JACK !S 3ROKEN...HE '6 &OT TO HAVE IT FIXED — TELL Hl/H WE CAN ALL HELP UFT THE CAR, te »VHILE HE REPAIR6 THE tire! ; meanwhileT all we knovv, i J X-9, 1$ THAT THIS /HASCARA 0AA1E íS SUPPOStO ro Ha'.E 6ÖNE TO A BOAROINS- SCHOOL MTH HER 6RANDMA--- wHO COULD 3E ALEX / 1-17' wm Í<mEL ' ------iicxLL' siuppxo i gegnum netið, Ríkislögreglan er of „hjálpsöm“! Og jeg þekkist í Á meðan: Bill: — Allt, sem við vitum, X9, er, að sem X—9 lagði fyrir hann, en nú er sprungið á einu þessum landshluta.---------Mascara: — Já, en „tjekk það er gert ráð fyrir, að þessi Mascara hafi farið hjóli skólabílsins. urinn“ er brotinn . . . Hann verður að láta gera við til heimavistarskóla með ömmu sinni — sem verið ] Alexander: — Jeg vil ekki að bílstjórinn fari til hann. — — Alexander: — Segðu honum, að við gæti Alexander! viðgerðarverkstæðisins, Mascara.------Mascara: — getum allar hjálpast að til þess, að lyfta bílnum, 4 - Hversvegna ekki, Alexander?--------Alexander: — meðan hann gerir við hjólið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.