Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. apríl 1944 Hitaveitan hefir sparað 10 þús. tonna kolainnflutning Taxtinn verður miðaður við kolaverð jf Frásögn Bjarna Bene- diktssonar borgarstjóra BJARNI BENEDIKTSSON, BORGARSTJÓRI, hafði í gær tal af blaðamönnum til þess að skýra þeim frá ýms- um atriðum viðvíkjandi þeirri reynslu, sem nú er fengin af Hitaveitunni. Sú reynsla er vitanlega ekki löng, þareð ekki eru liðnir nema 3—4 mánuðir síðan byrjað var að setja hitakerfi húsa í sambandi við veituna. En bæjarbúum leikur að sjálfsögðu hugur á, að fá sem nákvsemastar fregnir af rekstri þessa einstæða fyrirtækis, og taldi borgarstjóri því rjett að gefa dagblöðum bæjarins og frjettastofu útvarpsins, tæki- færi til þess að fá -upplýsingar um þá reynslu, sem fengin er þessa fyrstu mánuðí, sem veit- an hefir verið rekin. Að vísu er hún ekki að öllu leyti tekin til starfa, því hún ér ekki komin í samband við nema 1880 hús. En álls eru um 2600 hús á hitaveitusvæðinu. En vegna þess, að þau hús, sem enn eru sambandslaus, eru tiltölulega minni en hin, sem fengið hafa veituna, er áætlað, að hitaþörf þeirra, sem komin eru í samband, sje um 85% af allri hitaþöi'finni. Taxtinn miðaður við kolaverð. Eins og margoft hefir verið tekið fram, eru taxtar Hitaveit unnar miðaðir við kolaverð, og á reynslan að skera úr því, hvort húshitunin kostar svipað með veitunni eins og kolakynd ing. Um það atriði komst borgar- stjóri að orði á þessa leið: Þegar bæjarstjórn ákvað Hitaveitutaxtana, vakti það fyrir bæjarfulltrúunum, að bæj arbúar greiddu samsvarandi verð fyrir heita vatr.ið, eins og þeir greiða fyrir kolin, Því talið er eðlilegt, að með- an kolin eru í háu verði, þá verði greitt eins mikið og hægt er af stofnkostnaði veitunnar. Hve mikið verður hægt að greiða niður af stofnkostnaðin- um fyrstu árin, fer eftir því, hve kolaverðið helst lengi hátt. En ætlunin er. að haga rekstr- ioum þannig’. að fyrirtæki þetta verði aldrei baggi fyrir bæjarbúa. Þegar taxtinn var ákveðinn, gat ekki hjá því farið, að hann væri að nokkru leyti settur eft ir ágiskun um þó þær ágiskanir hefðu að vísu við vísindalega útreikninga verkfræðinganna að styðjast og reynsluna frá gömlu hitaveitunní frá Þvotta- laugunum. Notkunargjald og fastagjald. Að vissu leyti væri einfald- ast. að hafa allt. afnotagjald veitunnar sem notkunargjald, selja vatnið eftir mæli ein- göngu. En af því að hjer var um nýtt og stórt fyrirtæki að ræða þótti áhættan af þeirri tilhög- un að óreyndu máli, vera nokkuð mikil. Enda öruggara fyrir borgarana í framtíðinni, að tryggja afkomu fyrirtækis- ins sem best. Á það er og að líta, að vin- sælasti taxti rafmagnsveitunn- ar byggist á fastagjaldi, her- bergjagj aldinu. En um það má vitanlega deila hve mikið af vatnsgjaldinu á að vera fastagjald, og hve mikið af því á að vera greiðsla eftir vatnsnotkun. Taxti sá, sem settur var, byggist á því, að menn greiði helming hitakostnaðar sem fastagjald, en hinn helminginn sem notkunargjald, eftir mæli. Hefði verið horfið að því ráði, að hafa ekkert fastagjald, þá hefði hver teningsmetri vatns, sem eyðist, verið seldur helm- ingi dýrari, en nú er. Ekki er hægt að íastákveða það upp á framtíðina, hversu fastagjaldið á að vera mikill þáttur af hitunarkostnaðinum, fyr en lengri reynslutími er fenginn, fyrri en t. d. að veitan hefir starfað bæði vetur og sumar. En samkv. núgildandi taxta, er fastagjaldið helmingi lægra frá miðjum maí til sept- emberloka, en það er yfir vet- urinn. Útreikningur á hitaþörf húsa. Fastagjald, sem reiknað er af hverju húsi, er miðað við hitaþörf þess. Reglur þær, sem farið er eft- ir við útreikning þenna, eru æði flóknar, þær byggjast á erlendum margprófuðum vís- indalegum athugunum og til- raunum og athugun á 50 hús- um, er hjer hafa verið gerðar. Þegar hitaþörfin er reiknuð út, er ekki eingöngu farið eftir rúmmáli húsanna, heldur eftir ýmissri gerð þeirra, glugga- stærð, útskotum, hvort húsin eru sambygð eða einstæð o. fl. og síðan tekin meðaltöl, sem miðað er við í útreikníngum þessum. Útflötur húsanna hefir þar einna mest áhrif og þess vegna verður að taka sjerstakt tillit til þess, hvort húsin eru sjer- stæð eða sambygð. Þó fylgt sje nákvæmustu réglum um þetta, er ekki úti- lokað, að fastagjaldið geti í ein stökum tilfellum komið mis- jafnlega niður. T. d. vegna þess að timburhús eru misjafnlega vönduð, vönduðustu timburhús nokkru hlýrri, en meðal stein- hús, en gisin timburhús köld- ust. Og eins er hitaþörf gis- inna timburhúsa mismunandi, eftir því hvort húsinu standa í skjóli eða á bersvæði. En ef reynslan sýnir að hita- þörf húsanna er ofmetin eða vanmetin, er sjálfsagt að taka tillit til þess í framtíðinni. Okkur þykir t. d. sennilegt, að of mikið sje gert að þvi í útreikningum hitaþarfar húsa, að hækka gjald vegna súðar- herbergja, eða þegar lofther- bergi ná ekki yfir alla lofthæð húsanna. Verður þetta tekið til endurskoðunar og eins hitaþörf í kjöllurum. Ef reglurnar um fastagjaldið verða reyndar árum saman, getur komið til mála að gera sjerstakar athuganir á hverju | húsi. En það tekur tíma. Hlutfall fastagjalds og notkun- argjalds. Borgarstjóri sagði m. a. um hlutfall fastagjalds og mæla- gjalds, að samkvæmt reikning- ,um Hitaveitunnar í des.—febr. hafi það komið í ljós, að hlut- fallið milli þeirra í heild sinni hafi reynst þetta. Fyrir hverjar 100 kr., sem greiddar hafa ver- ið í fastagjald hafi verið greidd ar 117, í notkunargjald. Ef not- endur komast að raun um, að mikið frávik sje frá þessari reglu á reikningum þeirra, t. d. notkunargjald mikið hærra í hlutfalli við fastagjald, þá sje líklegt, að vatni hafi verið eytt að óþörfu, þessa fyrstu mán- uði. En sje aftur á móti íasta- gjaldið hlutfallslega * mikið hærfa, gæti komið til mála að það hafi reiknast helst til hátt. Annað mál er svo það, að þegar fer að hlýna 1 veðri, þá verður fastagjaldið hlutíalls- lega hærra, á móts við notkun- argjaldið, er hitaþörfin mink- ar vegna hlýrri veðráttu. Kolasparnaður bæjarbúa. Reikningar Hitaveitunnar hafa innheimst mjög vel, sagði borgarstjóri ennfremur. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiftamálaráðuneytinu, sem mjer bárust í dag, um kola- evsðlu og kolabirgðir á þessum vetri, er óhætt að fullyrða, að mánuðina desember-mars, hafi Hitaveitan sparað bæjarbúum 10 þúsund tonn af kolum. — í brjefi viðskiftamálaráðuneytis- ins er því bætt við, að mjög hefði það reynst erfitt að fá þessi 10 þús. tonn af kolum, umfram þau kol, er til lands- ins hafa fengist. Miðað við reikninga Hitaveitunnar til febrúarloka, hafi kolasparnað- urinn til þess tíma numið 7 þúsund tonnum. Samkvæmt útreikningum, er rafmagnsstjóri hefir gert, tel- ur hann að vatnseyðslan til febrúarloka samsvari því, að eyðst hefðu 6800 tonn af kol- um. Með því að reikna kola- tonnið á 200 kr., hefði þetta kolamagn kostað kr. 1,360.000. En ef kolatonnið væri reiknað á kr. 180 kr., þá væri verð þessa kolamagns kr. 1,220.000. Og það var áíorm verk- fræðinganna, að hitakostnaður bæjarbúa með Hitaveitunni samsvaraði kr. 180.00 á kola- tonn. En reikningar Hitaveit- unnar þenna tíma námu kr. 901.000. Eftir þessum saman- burði gæti í fljótu bragði litið svo út, sem taxti Hitaveitunnar hafi verið reiknaður helst til lágur. En við þetta er það að athuga, að með núverandi fyr- irkomulagi, þegar fastagjaldið nálgast helming hitakostnaðar, verður kostnaðurinn tijtölulega minni Jpá vetrarmánuði, sem hitaþörfin er meiri. Kyndingarkostnaður. Þegar lagður yar sá grund- völlur að núverandi taxta Hitaveitunnar, að hann ætti að miðast við 180 kr. kolaverð, var alls ekki tekinn með í reikn inginn kostnaður eða fyrirhöfn við kolakyndingu. Og það er ekki áformað að svo verði gert í íramtíðinni. En heimæðagjaldið, sem á að borgast á fimm árum, er líka aukagjald, umíram kolakostn- aðinn og talið að það sje ekki of há greiðsla fyrir það, að menn losna við fyrirhöfn af kyndingu í framtíðinni. Það hefir komið fyrir, að menn hafa kvartað yfir því, að þeir fengju ekki nægilegan hita í hús sín með hitaveitunni. — Við athugun á því máli, ív hverju einstöku tilfelli, hefir það t. d. komið í ljós, að mið- stöðvarofnar húsanna eru of litlir. Þeim mun stærri sem ofnarnir eru, þeim mun betur notast heita vatnið, og þeim mun minni verður vatnseyðsl- an. Þetta geta menn athugað í framtíðinni. Þá vil jeg geta þess, sagði borgarstjóri, að jeg tel óráð ef menn, sem byggja ný hús á Hitaveitusvæðinu setja engin hitunartæki í húsin. Menn verða að gera ráð fyr- ir því, að grípa þurfi til kola- kyndingar að einhverju leyti í mestu aftakaírostum, Því ef sú varúðarráðstöfun væri útilok- uð, þyrfti vatnsmagn veitunn- ar að vera svo gríðarmikið meira, en not eru fyrir í venju- legri vetrarveðráttu, að það gerði veituna óþarflega kostn- aðarsama. Innheimta húseiganda, Að endingu mintist borgar- stjóri á umkvörtun Fasteigna- eigendafjelagsins út af því, að húseigendunj sje gert að ann- ast innhéimtu hjá leigjendum sínum, þar sem hitalögnum er þannig fyrir komið, að hver einstök fjölskylda eða íbúð hef ir ekki sinn sjerstaka vatns- mæli. En þetta er hið sama og á sjer stað með rafmagn. Því inn heimta rafmagnsgjalds miðast við það, að innheimt er gjald af hverjum mæli fyrir sig. Þar sem kolakynding hefir átt sjer stað, með sameiginlegri mið- stöð fyrir fleiri en eina íbúð, þar hefir þurft að skifta kola- og kyndingarkostnaði, og eins ætti að mega skifta Hitaveitu- gjaldinu milli fjölskyldanna. Það er reynsla Rafveitunnar að ógerlegt er fyrir hana, að skifta gjaldinu sem byggist á aflestri mælis milli fleiri • manna. Skólasýningunum týfcur í dag UNDANFARNA tvo daga hafa sýningar á fimleikum skólanemenda farið fram í iþróttahýsi Jóns Þorsteinsson- ar. — í gær sýndu 8 ára stúlkur úr Miðbæjarskólanum, undir stjórn Sonju B. Carlson, stúlk- ur frá Kennaraskóla og Sam- vinriúskóla ,undir stjórn Fríðu Stefánsdóttur og námsmeyjar frá Kvennaskólanum, undir stjórn Þórhöllu Þorsteinsdótt- ur. 4 stúlkur frá Kennaraskól- anum stjórnuðu æfingakenslu stúlkna frá æfingadeild Kenn- araskólans og frá Skildinganes- skóla. Um kvöldið sýndu svo 3 pilta flokkar Samvinnuskóla, Kenn- araskóla og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Stjórnendur voru Benedikt Jakobsson, Baldur Kristjánsson og Vignir And- rjesson. Sýningarnar voru hver á sinn hátt. Sumar þróttmiklar ungl- ingasýningar, en aðrar glaðvær ar og fjölþættar barnúsýningar. I úaS halda sýningarnar á- fram og hefjast kl. 3, og þá sýna tveir flokkar frá barnaskólum undir stjprn Sonju B- Carlson og Selmu Kristiansen. Um kvöldið kl. 8.30—10.30 sýna 3 flokkar frá hjeraðsskólanum á Laugarvatni undir stjórn Björns Jakobssonar og Þói’is Þorgeirssonar. Að endingu sýna nemendur íþróttakennaraskól- ans undir stjórn Björns Jak- obssonar. Noregsfrjettir: 1 Frá norska blaða- fulltrúanum. ARNE ENGER, yfirverk- fræðingur við saltpjetursverk- smiðjuna hjá Norsk Hydro £ Rjukan, hefir verið handtek- inn og er haldið sem gisl. Skeði þetta eftir að ferjan „Hydro1' sprakk og fórst á Tinnvatní fyrir nokkru síðan. Þarna fór- ust 20 manns. Enger var einn- ig handtekinn sem gisl árið 1942, er sprenging varð í verk- smiðju í Vemork. QUISLING hefir gefið fyrir- skipun um nauðungarvinnu |kennara, lyfjafræðinga og manna til að aðstoða við rjett- ai’höld. Skólastjórar um allan Noreg eiga að segja til, hvað þeir þurfi af kennaraliði, og |verður sá kennarafjöldi þving- í aður til starfa. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.