Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. apríl 1944 - Innrásin og Hiller Framh. af bls. 7. iir hann alsstaðar að njóta sltuðnings flughersins. i Smám saman mun land- eöngusvæðið verða svo ftækkað, að fjandmennirnir munu ekki ná til landgöngu Staðanna með fallbyssum sínum. Að lokum munu svo hin ýmsu landgöngusvæði ná saman, og þá verða fyr- ir hendi nægilegt landrými fyrir fjölmenna heri. Mun þá innrásin fá á sig einkenni reglulegs landhernaðar. Af því, sem hjer hefir ver ið sagt, ætti það að vera aug ljóst, að tjónið við innrás- ina mun beint verða undir því komið, hversu samstarf herjanna verður fullkomið. En vjer hjer heima, sem vinnum að framleiðslu hern aðarnauðsynja og önnur þau störf, er snerta stríðs- reksturinn, verðum að bera ábyrgðina á öllu óþarfa tjóni, ef vjer höfum ekki sent nægilega mikið af her- gögnum yfir hafið. Alþjóðleg skylda vor. OG ÞAÐ VERÐUR einn- ig að vera samstarf milli þjóða. Sjerhver þjóð, sem er í bandalagi gegn Hitler, verður að leggja fram sinn skerf. Sjerhver sá Bandaríkja- maður, sem reynir að skapa tortrygni í garð banda- manna vorra, torveld- ar þetta samstarf. Það er hugsanlegt, að vjer töpum mikilvægri or- ustu og verðum fyrir ægi- legu manntjóni vegna þess, að á örlagastundu hikaði ungur liðsforingi, þegar hann átti að véra hugdjarf- ur. Þetta hik hans gæti átt rætur sínar að rekja til efa semda um það, hvort hann ætti að veita einhverri her- deild bandamanna aðstoð. Og þessi efi hans gæti stafað af því, að hann hefði lesið róggrein um fyrirætl- anir þessa bandamanns. í því tilfelli ætti greinarhöf- undur þessi jafnmikla sök á dauða þessara manna og hann hefði gengið fram á vígvöllinn og skotið þá í bakið. Á öllum sviðum er samstarf nauðsynlegt til þess að tryggja sigurinn á „öðrum vígstöðvunum“. Því betra samstarf, því minna tjón við að leggja Hitler að velli. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Eikorskrifborð fyrirliggjandi. Trjesmíðavinnustofan Mjölnisholti 14. MATARLfM fyrirliggjandi. Eggert Kristjánsson & Co. hl | Sögufjelagið Kveðja frá vinkonu. Mjer bárust orð að.eyrum sem ollu þungum grát, svo myndi fara fleirum sem frjetti vinarlát. Jeg sit og höfuð hneygi og hugsa oft um þig. í kyrþey knje mín beygí þá kvíðalaus jeg segi: ,,Jeg veit hver verndar mig“. Því þegar sorgin særir og sortinn hylur láð, þá sál manns sífelt lærir og sjer að alt er náð. Jeg finn, hve Guð er góður, hann gaf mjer þína trygð. Þinn hlýja hjaríagróður sem hjer mjer verður sjóður og heill, þín- hreina dygð. Sjá! Nú er náðardagur, hver nálgast dauðablund, því rennur röðull fagur svo rótt á skamri stund. En styrk hver fær að stríða. Hver stjórnar vorum hag? Þú Drottni hlaust að hlýða, við hin erum að bíða. Þú syngur sigurlag. En minningarnar margar úr muna týnast seint og það er bót sem bjargar, hún býr mjer huggun leynt, þinn ljetti, ljúfi hlátur ber ljós á minjasöfn, þig flýði gremja og grátur. Hve gott, þinn lífsins bátur fjekk leiði í Ijóssins höfn. Þú ert í englaliði með elsku barnið þitt. Já, far þú sæl i friði, því fagnar hjarta mitt. Jeg fæ þig seinna að finna, ei framar skiljum þá, það vissa er vina þinna, því verður tregað minna, þig aftur fundið fá. 'i NÚ eru komnar út bækur Sögufjelagsins fyrir árið 1943. Þær eru svo síðbúnar að þessu sinni vegna þess, að beðið var eftir því, að Læknatalið gæti fylgt þessum árgangi. Fjelagar Sögufjelagsins voru margir orðnir langeygir eftir Lækna- talinu, því að það átti að vera fyrr á ferðinni. En þegar það er nú komið, mun engan iðra þess, að hafa haft biðlund, því að ekki verður því neitað, að þetta verk er myndarleg upp- bót til fjelagsmanna og jafn- gildir margra ára tillagi til fje- lágsins. Höfundar ritsins eru þeir Vilmundur Jónsson, landlækn- ir, og Lárus H. Blöndal, bóka- vörður. Kalla þeir ritið „Lækn- ar á íslandi“. Er það mikil bók, 528 blaðsíður (XVI X 512) að stærð, og er þar dreginn sam- an ótrúlega mikill fróðleikur um alt það, er lýtur að læknis- list og læknum á íslandi. Fylg- ir mynd af nærri hverjum ein- asta manni, sem fengist hefir við lækningar hjer á landi eft- ir 1629, en þar sem enginn kost ur var að ná í mynd, var á ör- fáum stöðum notað sýnishorn rithandar. Á bak við rit þetta liggur ótrúleg vinna og elja. Ritið er í þremur höfuðköfl- um og hefst á inngangi, sem er yfirlit um lækna, læknafræðslu og læknaskipun á Islandi frá upphafi og til vorra daga. Ann- ar kafli og meginefni ritsiris er sjálft læknatalið. En í þriðja kaflanum eru ýmsar skrár tii fyllri skýringar og viðauka. Á titilblöðum aðalkaflanna eru tákm-ænar myndir til skreyt- ingar, teiknaðar sjerstaklega fyrir þetta verk. Er á titilblaði inngangs Læknastofan í Nesi við Seltjörn, á öðru titilblaðinu er mynd af fyrsta sjúkrahúsinu í Reykjavík (við Þingholts- stræti) og á því þriðja er nýi Landsspítalinn. í formála segir landlæknir meðal annars: „Til gamans hef ir verið haldið til hage nöfn- um sem allra flestra, karla og kvenna, sem getið er við lækn- ingar í íslendingasögum, án til lits til þess, hvort ælta má, að sannsögulegum persónum sje til að dreifa eða ekki. Viljandi eru ekki undan feld nöfn þeírra manna, sem nefndir eru lækn- ar eða kendir að marki við lækningar í ritum fyrir 1300. En seinlegt er, og því miður ó- gerlegt, að leita þar af sjer all- an grun, auk þess sem orka kann tvímælis um sumt, hvort talið skuli eða látið ótalið. Sem. dæmi um þess háttar álitamá! má nefna hina sjerkennilegu rfrásögn Landnámu um Mvrgjol Gljómalsdóttur írakonungs, er síðar kom út hingað og þau Erpr sonur hennar og Mell- duns jarls af Skotlandi, með Unni djúpúðgu. Sigurður jarl hinn ríki hafði tekið þau mæðg in „at herfangi ok þjáði. Mar- gyl var ambátt konu jarls ok þjónaði henni trúliga; hon var margkunnandi; hon varðveitti barn drotningar óborit, meðan hon var í laugu“. Mundi þetta hafa verið læknisverk?“, segir landlæknir í formála. — Má a£ þessu sjá, hversu víða hefir verið aflað fanga til bókarinn- ar og hve mikil alúð hefir ver- ið lögð við, að draga þar sam- an allan þann fróðleik, sem unt var að fá um þessi efni. Læknar á Islandi er höfuð- rit í sirmi grein, og verður þar, bygt ofan á er stundir líða' fram. 10 þús. króna gjöf til SIBS. SAMBANDI ísl. berklasjúkl- inga hefir enn borist ein stór- gjöfin. Er það 10 þúsund króna gjöf frá Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akranesi. Vinnuhælissjóður sambands- ins vex stöðugt og er það vel, því hjer er á ferðinni hið þarf- asta þjóðnytjamál. Skipatjónið í mars. London í gærkveldi: — Þjóð- verjar hafa gefið út skýrslu um skipatjón bandamanna í mars- mánuði s. 1. og nemur það als 29 kaupskipum, samtals 142.000 smái. Söktu kafbátar skipum þessum og skutu ennfremur nið ur allmargar flugvjelar og lösk- uðu 31 skip í viðbót. — Reuter Eftir Robert Storm OOOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOflf! 6NE A FULL DESCRIPTION OF THE WOMAN , YOU &AW! LEj : | rr i & Lögregluþjónn: — Já, X-9, við sáum gamla konu í skólavagni, — X-9: — Tókstu eftir nafninu á skólanum? Lögregluþjónninn: — Nei, því miður tók jeg ekki eftir því. X-9: — Það var leitt. Við álítum að gamla konan sje Alexander mikli. Lögregluþjónninn: — Hvað? ... og einmitt, þeg- ar pijer gafst tækifæri á upphefð. X-9: — Gefðu mjer nákvæmlega lýsingu á kon- unni, sem þú sást. Á meðan: Það er ekki löng leið eftir núna, Mascara. Bráðum komum við til skólans og þá munum við örugg um tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.