Morgunblaðið - 26.04.1944, Page 1

Morgunblaðið - 26.04.1944, Page 1
HÁMARK SKEMDARVERKA í DANMÖRKIJ NORWA.Y SWEDEN HORTH TUTOW J BERLIN f £ iRuns**V O 1^9 S \ \ GOTHA Vá!^ÍG ' > \\germany STUTTGART N •» MUNléH^/” FKANCE CSWITZ- IERLAND (UTlTALr < Á þessum uppdrætti sjást nokkrar þeirra borga í Þýskalandi, sem har.Sast hafa orðið fyrir loftsókn bandamanna undanfarið Vz miljón eldsprengja á Karlsruhe og IVlunchen London í gærkvöldi. — Einkasktyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. Þ'ESS S-IÁS'F ENGIN MÍERKÍ, að nolckuð dragi úr hinum gríðarlegu loftárásum bandamanna gegn Evrópuvirki Þjóð- verja sem nú hefir staðið látlaust í 8 daga, Seinast í kvöld (þriðjudag) voru birtar aðvaranir í þýska útvarpinu um að úvinaflugvjelar væru á leið'iim yí'ir Suðvestur Þýskaland. Sextíu stórsprengingar í Kaup mannahöfn á einni nóttu Þjóðverjar hóta Döuum hörðu Stokkhólmi í gærkveldi. Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. Eftir Thomas Harris. ÞAÐ ER NÚ KOMIÐ í LJÓS hvernig á því stendur, að Þjóðverjar hafa einangrað Kaupmannahöfn frá öllum samgöngum við Svíþjóð og bannað símtöl og skeytasend- ingar milli Hafnar og Stokkhólms. Ástæðan er sú, að daginn áður en Þjóðverjar gerðu þessar ráðstafanir, náði skemdarverkasíarfsemi Dana hámarki sínu. Hefir slík skemdarverkaalda ekki áður gengið yfir Danmörku sem á sunnudagskvöldið s. 1. og aðfaranótt mánudags. Mest var um skemdarverk danskra föðurlandsvina í Kaup- mannahöfn. 60 STÓRSPRENGINGAR í KAUPMANNAHÖFN Danska frjettastofan hjer í Stokkhólmi tilkynti í kvöld (þriðjudag), að á sunnudagskvöld hefðu orðið að minsta kosti 60 stórsprengingar víðsvegar í Kaupmannahöfn, en þó einkum í miðbænum og eingöngu í byggingum, sem Þjóðverjar hafa á leigu, eða hafa tekið eignarnámi til afnota fyrir sig. Um 20 einstök skemdarverk voru unnin í verksmiðjum eða byggingum, sem Þjóðverjar nota til framleiðslu eða sem menn áttu, er unnu fyrir Þjóðverja. „AlmenningsálHlð vinnur slyrjaldir" NEW YORK í gærkveldi: —- Dwight D. Eisenhower yfir- hershöfðingi heíir sent skeyti til fundar amerískra blaðaút- gefenda, sero haldinn er í New York þessa dagana. I skeyti sínu segir hershöfðinginn: ..Almenningsálitið vinnur styrjaldir. Jeg hefi haft það fyrir reglu að greiða fyrir frjettariturum blaðanna, eins og mjer hefir verið unt, þar sem jeg hefi haft herstjórn á hendi. Jég vonast til að reynslan, sem við höfum haft í því, að veita blaðamönnum, sem bestan að- gang að frjettum, muni verða til þess, að frjettir aí hinni kom andi innrás verði enn meiri, en áður hefir tíðkast. Jacob L. Devers, aðstoðaryf- irhershöfðingi bandamanna í Miðjarðarhafi, hefir einnig sent fundinum skeyti, sem fer mjög í sömu átt. Hann bætti við, að bardagarnir í Italíu væru harð- ari en orð fengju lýst og væri ekki hægt að líkja bardögum þar við neina aðra herferð. — Reuter. Bandaríkjamenn stórauka flota sinn Þýsku herliði boðið út. Þýskt herlið var kallað út á götur Kaupmannahafnar og kom víða til átaka og var skiptst á skotum milli danskra föður- landsvina og þýskra hermanna. Arás á Karlsruhe og Múnchen. Breskar sprengjuflugvjelar gerðu aðalnæturárásir sínar á Karlsruhe og Miinchen í nótt, sem leið og. vörpuðu samtals V2 miljón eldsprengja á þessar borgir, auk tundursprengja. Njónsarflugvjelar, sem flugu yfir borgirnar klukkustund eft- ir, að sprengjuflugvjelarnar höfðu gert árásirnar, segja, að eldar hafi logað á stórum svæð umM borgunum. Fiugvjelar bandamanna hjeldu uppi dagárásum sínum í dag og fóru ekki færri en 1000 flugvjelar til árása á hernaðar- staði í Norður-Frakklandi og Belgíu. — Stórar amerískar sprengjuflugvjelar gerðu árásir á marga staði í Norður-Frakk- landi. Var árásum þessum hag- að líkt og undanfarna daga og' árásir gerðar eins og fyr aðal- leg'a á sarhgöngumiðstöðvar, flugvelli og flugvjelaverksmiðj ur. Flugvjelar • bandamanna skutu. niðúr margar þýskar flugvjelar og eyðilögðu aðrar á jörðu niðri með sprengjum og' vjelbyssuskothríð. Flugvjelar hafa farið til árása á Suð-austur Evrópu frá bæki- stöðvum í Ítalíu. Bandaríkjamenn taka Ujelang á Marshalleyjum WASHINGTON í gærkveldi: Í herstjórnartilkynningunni frá Kyrrahafssvæðinu, sem barst í kvöld, er skýrt frá því, að Bandaríkjamenn hafi tekið Uje lang hringrifin í Marshalleyja- klasanum. Hernámið fór fram þann 22. apríl og mættu Banda ríkjamenn ekki mikilli mót- spyrnu af Japana hendi. Eyja- klasinn er nú algjörlega undir stjórn Bandaríkjamanna. Ujelang eyjaklasinn var einn af aðalstöðvum Jþpana, sem þeir höfðu enn á sínu valdi á Marshalleyjum. Hann er um 264 mílur norðaustur ag Pon- ape og 644 mílur austur af Truk. Ujelang er á austur Mars halleyjum, suður af Enivetok. Sóknin á Nýju Guineu. Sókn Mac Arthurs á hol- lensku Nýju Guineu gengur að óskum. Hafa Bandaríkjamenn náð á sitt vald flugvelli einum nálægt Hollandia. — Reuter. Sjóorustur smáher- skipa á Ermarsundi LONDON í gærkveldi: Flota- málaráðuneytið skýrir frá því í kvöld, að til sjóorustu hafi komið milli breskra og þýskra smáherskipa á Ermarsundi. Breskir tundurskeytabátar rjeð ust á þýska tundurskeytabáta við Frakklandsstrendur á mánu dagsmorgun. Þjóðverjar urðu fyrir tjóni og Bretar mistu einn bát. Síðar um daginn reyndu þýsk ir tundurskeytabátar að ráðast á breska skipalest á Ermar- sundi og kom þá enn til átaka. Þýsku bátarnir flýðu, en þó tókst að valda tjóni á einum beirra. Síðar gerðu flugvjelar árásir á þýsku bátana. Verkfall hjá Montgo- mery Ward. WASHINGTON í gærkveldi: Roosevelt forseti hefir krafist þess, að hið mikla fyrirtæki, Montgomery Ward, sem er eitt af stærstu sölufyrirtækjum Bandaríkjanna, semji við verka fólk sitt, en verkfall hefir stað- ið hjá þessu fyrirtæki um tíma. WASHINGTON í gærkveldi: Lagt hefir verið fvrir öldunga- deild Bandaríkjanna frumvarp um hæstu fjárlög til Banda- ríkjaflotans, sem sögur fara af, eða alls 32.645 miljón dollarar. Frumvarpið var samþykt í öld- ungadeildinni í dag og verður nú sent til fulltrúadeildarinn- ar, þar sem búist er við að það fái skjóta afgreiðslu. Margir þing'menn ljetu í ljós þá skoðun, að Bandaríkin yrðu að auka flota sinn til muna og Ovefton, þingmaður frá Louisi- ana, ljet svo um mælt, að Banda ríkjaflotinn yrði að koma úr þessum ófriði sem sterkasta sjóveldi heimsins. — Reuter. Mannljón Kanadamanna 30 þúsund OTTAWA í gær: — Birtur hefir verið listi yfir manntjón Kanadamanna frá styi-jaldar- byrjun til 29. febrúar síðast- liðinn. Als nemur manntjónið 30.538. Þar af hafa 14.999 fall- ið, 7.889 særst og 2.849 hafa fallið. — Reuter. 6 hæða hús sprengt. Sex hæða bygging við Vestre Boulevard nr. 25 var sprengt í loft upp. í þessari byggingu voru áður til húsa aðalskrifstof ur kvikmyndafjelaganna Para- mount og Universal. (Mun hjer vera átt við stórbyggingu, sem er á milli Stormgade og aðal- slökkvistöðvarinnar, beint á móti Arena). Ráðstafanir til að hindra flótta. Það er talið, að fyrirskip- nnin uni að stöðva allar sam- göngur niilli Svíþjóðar og Kaupmannahöfn hafi komið beint frá Berlín og sje ráð- stöfun þessi aðallega gerð til að hindra danska föðurlands- vini í að komast ttndan á flótta til Svíþjóðar. Þjóðverjar hafa strangan vörð á Eyrarstmdi, Annars berast litlar fregnir enn frá Danmörku af skemd- arverkaöldunni, vegna þess. að símasamþandslaust er enu við Kaupmannahöfn. Var síma og skeytasamband ekki komið á seint í kvöld. 1 Þjóðverjar hóta Dön- um illu. Dr. AVerner Best, land- Framh. á 2. siðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.