Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 5
V Fimtudagur 27. apríl 1944. MORCUNBLAÐIÐ SÆLUVIKA SKAGFIRÐINGA MJÖG er nú á lofti háldið, í blöðum og útvarpi, ýmsu úr skemtanalífi bæja og borgar þessa lands, og er skemmst að minnast hinnar harðvítugu deilu, er reis út ,af áramóta- dansleik hinna akademisku borgara í Reykjavík. Jeg tel það eðlilegan hlut og sjálfsagð- an, að skemtanalíf þjóðarinnar sje rætt — svo fyrirferðarmik- ið rúm skipar það í hug hins yngra fólks, og er í raun og veru mjög veigamikill uppi- stöðuþáttur 1 menningarlífi þjóðarinnar! Og ef til vill sýn- ir fátt betur en það, hvar og hvernig fólkið skemtir sjer, hinn menningarlega þroska þess. Því ver, er það of sjaldan sje skýrt frá skemtana- lífi og þjóðlífsháttum dreifbýl- isins. Flestar frásagnir á þessu sviði eru frá hinni þjettsettu borg og bæjum landsins, og sannast að segja, eru sumar þær lýsingar ekkert augna- nje eytnagaman. , k SÆLUVIKA Skagfirðinga mun vera þjóðkunn orðin, að verðleikum, enda er fyrirtækið lofað af öllum, sem til þekkja og áreiðanlega er Sæluvikan Skagfirðingum ómissandi og ó- metanlegt menni'ngarfyrir- brigði. — Skagfirðingar eru frjálshuga, bjartsýnir gleði- menn og það svo af ber. Jeg efast um að mörg hjeruð þessa lands sýni slíkt svipmót skemt- analífs og mannfunda sem Skagfirðingar. — Vitanlega er Sæluvika Skagfirðinga ekki fortíðarlaus skapnaður. Fyrir áratugum síðan var það háttur hinna áhugasamari hjeraðsbúa um' almenn hjeraðsmál, að þeir sóttu sýslufundi hjeraðsins til að fylgjast sem best með gerð- um sýslunefndar og málflutn- ingi öllum, sem snerti hag og menningu hjeraðsins á hverj- um tíma. Oft var aðsóltn að sýslufundum Skagfirðinga svo mikil, að fundarsalur rúmaði ekki nærri alla, er - fundinn vildu sitja. Síðan hefir smám saman, með árum og tíma, of- ist utan um þessa árlega, lög- bundnu fulltrúasamkomu hjer- aðsins (sýslufundinn) heill vef ur skemtanalífs og mannfunda, sem nú hefir skapað fastbund- ið, ákveðið, ái'legt, fjölþætt og margbrotið skemtanakerfi fyr- ir allt hjeraðið, enda líka orð- ið fjölsótt af utanhjeraðsmönn- um, bæði að austan og vestan. ★ VEÐURBLÍÐA og snjóleysi færðu mjer það happ að hendi að bíll gat á 2Vz tíma rent mjer til Sauðárkróks, svo mjer gafst kostur á að njóta gleði °g göfgi þessarar síðastliðinnar Sæluviku Skagfirðinga, dagana frá 20.—27. mars s.l., og skal jeg nú í stuttu máli gera grein þess helsta, er augu mín og skynjan gripu þessa þarvistar- daga mína. Eitt fyrsta tiltæki mitt þar nyrðra var að jeg stakk mjer inn í sýslufundar- sal þeirra Skagfirðinga, og hlýddi á sókn og vörn í mál- um þeim er á dagskrá voru. — Fulltrúar hreppanna (sýslu- nefndarmennirnir) eru flest menn á besta aldri, miðaldra Eftir Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði menn, djarfir til orðs og drengi legir á yíirbragð. Það er Ijett- ur gleðiblær yfir þessum full- trúahóp, þó mun það svo, að ekki taka önnur sýslufjelög fastari tökum fjelags- og menn ingarmál sín en Skagfirðingar. Oddviti sýslunefndar, Sig- urður Sigurðsson, sýslumaður, er Skagfirðingur að ætt og á- kaflega vinsæll í hjeraði, er djarfhuga framfaramaður og hrókur hvers kyns fagnaoar. •—t Slíkir kostir henta vel Skagfirð ingum. Það er kominn 24. mars — hið fagi'a hjerað er baðið í sól. Kyrlátur sunanblær strýk- ur um vangana. Fjörðurinn er blikandi bjartur og' bárulaus. —• Prúðbúið fólk.brosandi og bjart í sinni, fyllir aðalgötur Sauð- árkróks. Það er iðandi mann- haf glaðrar æsku. Svipdjarfir, veðurbitnir bændur, ásamt hús freyjum sínum, skipa sitt rúm í þessari fylkingu. Það er ver- ið að ganga til leikja. „Ljen- harður fógeti“ er á boðstólum í öðru leikhúsi staðarins, en Reykvískur smáleikur í hinu. Jeg fylgist með til Bifrastar (það er aðalleikhús staðarins, stórt og rúmgott). Þar á að sýna Ljenharð. Mjer fanst leik tjöld og búningar leikenda og meðferð flestra aðalhlutverka leiksins með þeirri prýði, að samanburð þyldi við Reykja- víkursýningu á þessu leikriti Kvarans. Margt fleira var á skemtiskrá þessa dags, svo sem bíó og revya, sem sýndi ýmis- legt skoplegt úr lífi hjeraðs- búa, einkum þó Sauðkræk- ing'a. Þó var þetta græskulaust gaman, en leikið ágætlega af þeim Eyþóri Stefánssyni, Val- garði Blöndal, Guðjóni bakara o. fl. Að lokinni sýningu sjón- leikja, sem er síðla kvölds, eru leikhús rudd, sæti upp tekin og dans stiginn þar til morgnar — annars er dans ekki Ieyfður nema til kl. 2 — en nú er gefin undanþága, hjer er fult frelsi á boðstólum. Nú er kominn laugardagur — síðasti dagur Sæluviku Skagfirðinga. ★ ENN drífur fólkið að hvaða næva. Jeg bregð mjer inn í fylkingu bænda á götunni, og spyr hvort svo sje sem mjer sýnist, að hjer sjeu komnir þeir hinir sömu, er svo glatt ljeku sjer og djarflega síðast- liðna nótt? „Jú, svo er það“, var svarað. „Með dagrenningu ljetum við bílana renna okkur heim. Við gáfum búpeningi okkar og mjólkuðum kýr, sváf um ofurlítinn dúr — og hjer erum við aftur mættir. Ætli maður fari að sleppa sprengi- kvöldinu — ekki nú alveg“. ■— Þetta sögou þeir. Það eru ekki værukærir karlar, .. eða mergsognir að tarna. Þeir hafa ekki lært ennþá, að telja vinnu stundir sínar á kommúnista- klukkana. Nú var hver klukku stund dags og nætur ákveðin til gleðskapar og gagnsemdar — til sálubótar.. , Málfundir, sjónleikir, karla- kórsöngur, kvennasöngur með guitörum, bíó og revya og dans. Auglýsingar um þessar dá- semdir blöstu við augura manns. Um hádegi byrjar karlakór framhjeraðsins sam- söng sinn í Sauðárkrókskirkju. Þessi kór nefnist Heimir. — Kii'kjan er þjettskipuð. Jeg er þeirra á meðal, sem hlusta og horfa. Söngvararnir hespa fram söngskrána. — Voldugir hljómar og stiltir ómars lags og texta fylla kirkjuna. ★ HLJÓÐLÁTAR öldur hrifn- ingar svífa í loftinu. Hjer má ekki klappa, því nú er setið í kirkju. Mörgum lögum söng- skrárinnar var skilað með þeirri prýði, að vel hefði sómt sjer í stórsölum höfuðborgar- innar. Hirði jeg ekki um að nefna einstök lög. Þó skal þess getið, að þarna voru sungin tvö lög eftir söngstjórann Jón Björnsson, bæði hin prýðileg- ustu. Heildarsvipur söngsins var góður. Raddmenn margir ágætir. Þarna sungu þrír bræð- ur frá sama heimili, synir Gísla bónda í Eyhildarholti, alt klukkuskærir, blæbjartir ten- órar. Þetta er 32 manna kór, allt bændur og bændasynir, flest menn, sem hafa miklum og erfiðum heimastörfum að gegna. Söngstjóri kórsins, Jón Björnsson, sjálfeignarbóndi á Hafsteinsstöðum, hefir talsvert umfangsmikinn búrekstur, er hörkuduglegur athafnamaður við bústörf sín og á sjálfsagt oft illa heimangengt og svo mun um flesta þá kórfjelaga, en það sýnir að áhugi J. B. og þeirra fjelaga er ekki af van- efnum spunninn, að þrátt fyrir allt búmannsannríki og dreif- ingu þess’S stóra flokks, um framhjeraðið, er söngítjórn Jóns. samstilling söngs og söng manna prýðileg, söngurinn djarfur, öruggur og hljómfag- ur. — & w'pw SÖNG þeirra Heimis-manna er lokið, en að litlum tíma iðn- um hefst söngur þeirra Ás- birninga. Það er fjölmennur kór Sauðkrækinga. Þetta er úrvalslið þeirra Króksara, - enda mundu tugþúsundir þjett býlisins telja sig fullsæmda af að eiga í fremstu röð söng- sveita sinna tenóra svo bjarta og hljómfagra, sem tenór Svav ars Þorvaldssonar og bassa slíka sem Sigurður Jónssonar. Jeg ljet mig ekki vanta á söng þeirra Ásbirginga og sit í mið- fylkingu hlustenda og nýt vel sjónar og heyrnar. Hljómar söngs og samstillingar hertaka mig. Þeir sýngja ,,í viking“, eftir Jón Laxdal með ágætum. Jeg svíf upp og fram um óra- leiðir. Mjer finst jeg „sigla út í svarrandi rokið“, sjá „fjand- manna herskip hroðin“ - og heyra griðbænir andherjanna. Þessa var megnug tjáning söngmanna á lagi og texta. Nú ómar frá þeim Ásbirningum hið dásamlega lag Skagafjörð- ur. Heit alda hrifningar og gleði fer um áheyrendurna — hina hrifnæmu, söngelsku Skag firðinga. Líklega á engin sýsla þessa lands svo dásamlegt hjer aðskvæði eða hjeraðssöng, sem „Skagafjörður11 er. Enda skópu það lag og ljóð, lags og brags- snillingar. Engirrn getur $ung- ið „Skagafjörð11 fyrir Skagfirð- inga eins og Skagfirðingar. — Söngstjóri þeirra Ásbirninga er Ragnar Jónsson, sjógarpur mikill og maður skyldi halda að hann hefði öðrum hnöppum að hneppa en að halda saman og þrautþjáll'a stóran kór. En R. J. er einbeittur dugnaðar- maður, hljómnæmur og söng- elskur. Undirleik hjá báðum kórum annaðist frú Sigríður Auðuns, mjög listelsk kona. — Líður nú á hið síðasta kveld Sæluvikunnar. , ★ JEG sit málfundi nokjcra stund og hlýði á málflutning áhugamanna. Þarna eru ýms merk mál á dagskrá, svo sem sjálfstæðismálið, elliheimilis- mál hjeraðsins, sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Efti.r að hafa hlýtt um hríð á mál manna þarna, axla jeg mín skinn og stauta til Bifrastar. Þar vissi jeg nú drukknar guða veigar gleðinnar. Eftir nokkr- ar stimpingar komst jeg upp í danssal hússins, sem var ærið setinn eða öllu heldur þjett troðinn. Þarna dönsuðu dans- glaðir og djarfhuga menn með ljettklæddar fagrar meyjar í fangi. Svellandi danshljómar fylla salinn. Ekki treysti jeg mjer út í dansiðuna, kunni ekki skil á danslisl steppdansanna — fanst þetta engin danslist. vera. Jeg þokaðist aftur niður á við — niður í kjallara húss- ins. Þar var fjölsetinn salur við kaffi og öldrykkju og ann- að munngæti. Þarna var hin eldri sveit í ,,essinu“ sínu. — Söngur, hlátrar og gleðispjall fylti salinn. — Skagfirðingar kunna að skemta sjer, kunna að vera samán og gleðjast. Vín var þarna nokkuð um hönd haft og margir undir áhrifum þess, en alt fór þarna fram með þeirri prýði að jeg dáðist að og undraðist að í slíku. fjöl- menni skyldi í engu út af bera með samkomulag. Engin ill- indi, ekkert ruddalegt tal nje gubbur um gólf, borð eða bekki. Engir liggjandi ósjálf- bjarga menn. Ekkert lögreglu- eftirlit var þarna. Aldrei sá jeg konu undir áhrifum víns. Þetta er að kunna að gera sjer glaðan dag. ★ UM miðnætti sleit jeg mig úr þessúm glaða fjelagsskap og arkaði til Templarahússins. — Þar voru stignir hinir gömlu dansar undir stjórn Guðmund- ar Björnssonar og þótti mönn- um honum það vel takast, enda dansaði, þarna hinn eldri hófasamari lýður um nautn alla. Þar sem jeg nú stóð þarna á dyraþrepi þessa húss og horfði inn í hinn gamla danssal fanst mjer sem jeg sæi í flökt- andi glæður gamalla minnínga. Þarna hafði jeg endur fyrir löngu svifið um sal danshreif- ur og djarfur, með fagrar kon- ur í fangi. Nú var mjer eitt- hvað brugðið, enda bráðum 6ö ára, en það mikið mundi jeg pó og vissi ennþá, að ekki þýð- ir að ganga til gleoileikja við konur, nema fótviss og flug- djarfur. Eins og að líkum lætur skap- ar Sæluvikan mikla húsþröng hjá húsmæðrum Sauðárkróks, þvi ekki rúmar gistihús staðar- ins nema lítinn hluta allrar þeirrar fólksmergðar, sem gíeði þessa sækir. En húsmæður Sauðárkróks eru gestrisnar og má víst telja að einn þáttur gleði þeirra, sæluviku hverja, sje að hýsa margmenni og veita með rausn. Hafið Skagfirðingar þökk fyrir gleði þá og hreyfingu, gestrisni- og hlýleik allan, sem jeg naut hjá ykkur — það sama veit jeg að fjöldi af gest- um ykkar vildi sagt hafa. Geitaskarði, 5. apr. 1944. Þorbjörn Björnsson. Verðar knatfspyrnu- ieikur rnllli Démara- fjelagsEns 09 íandsliðs! IvNATTSPYRNl: 1 )()M A RA- i’JELAG Reykjavíkuv hjelt ftðalfund sinn s.l. þriðjudag. Sex nýir dóniarar gengu í fjelagið. þeir Óli B. Jónssoni og Þóvður Pjetursson, báðir frá K. R., Prímatua llelgason, Albert Guðmundsson og ITróIf ur Bénediksson, frá Val- og' Einar Pálsson frá Víkiitg. Þessir nýju dómarar eru þeir fyrstu, sem lokið hafa prófi samkvæmt hinum nýju lögum knattspyrnuþingsins er samþykt voru á s.l. ári. I Knattspy rnudóm araf jel. Reykjavíkur eru nú alls 20 meðlimir, eru 18 þeirra starf- ahdi, en tveir er vinna við> fjelagið. 4 nemendur frá dóm- aranámskeiðinu 1943 hafa ekki lokið prófi að öllu leyti. A fundinum var um það rætt að Knattspymudómara- fjelag Reykjavíkur efndi til knattspyrnuleiks, í fjáröflun- arskyni fyrir fjelagið. Ivoiu fram sú uppástunga að skipa. lið Knattspyrnudóinarafjel. þannig: Óli B. Jónsson, Þórð- ur Pjetursson. Prímann líelga. son, Albert Guðmundsson, Tlrólfur Benediktsson, Einar Pálsson, Þorsteinn Einarsson, Þráinn Sigurðsson, Gliðmund- ur Sigursson, Jóhannes Berg- steinsson og Sighvatur Jóns- son. Annars vegár hefir verið hugsað að lið frá knattspyrnu lagi Reykjavíkur keppi. Einn fundarmanna vildi gefa undanþágu mn að'áhorf- endnr rnegi kalla „Pt af með dómarana“. þegar útsjeð væri að leikar myndu fara þannig, að Dómarafjel. myndi sigra með 10—15 á inóti 0. Stjórn Knattspyrnudómara- fjelagsins skipa: Gunnar Aks-. elsson, formaður og meðst jóni endur Guðmundur Sigurðsson, Þráinn Sigurðsson, Ólafur Jónsson og Sigurjón Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.