Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 12
12 Fimtudagfur 27. apríl 1944, Mmeistara- inótíð: Eitt fslandsmet SUNDMEISTARAMÓTI ís- Jands lauk í gærkveldi. — Sveit Ægis setti nýtt Islandsmet í 4x 50 m. boðsundi kvenna (brignu sund). á 3 mín. 07,2 sek. Úrslit urðu annars sem hjer segir: 400 m. bringusund karla: 1. Sig. Jónsson (KR) 6:39,7 mín., 2. Sigurjón Guðjónsson (A), 6:48,0 mín. og 3. Hörður Jóhann esson (Æ), 6:50,0 mín. 50 m. baksund drengja: — 1. Guðm. Ingólfsson (ÍR), 35,8 sek., 2. Halldór Báchmann (Æ), 39,6 sek. og 3. Leifur Jónsson (Æ), 43,1 sek. 400 m. frjáls aðferð karla: 1. An Guðmundsson (Æ), 5:55,7 mín., 2. Guðm. Guðjónsson (Á), 6:13,4 mín. og 3. Óskar Jensen (Á), 6:14,7 mín. 50 m. frjáls aðferð kvenna. 1. Ing’.björg Fálsdóttir (Æ) 31,1 sek., 2. Sigríður Einarsdóttir (Æ), 40,4 sek. 100 m. frjáls aðferð drengja: * 1. Halldór Bachmann (Æ), 1:18,9 mín., 2. Baldur Zophon- iasson (Æ), 1:20,8 niín. og 3. Leifur Jónsson (Æ), 1:22,9 mín. 4x50 m. boðsund kvenna — (bringusund): — 1. Sveit Ægis, 3:07,2 mín„ 2. Sveit KR, 3:07,8 rnín og 3. Sveit ÍR, 3:22,7 mín. — Sveit Ægis setti nýtt Islands Gamla metið var 3:07,5 sek 3x100 in. boðsund (þrísund) tarfa: —' 1. Sveit Ægis, 3:59,3 mín., 2. A-sveit KR, 4:02,8 mín. og 3. B-sveit KR, 4:20,2 mín. l’LOR'KAÍíí;ÍMA Ármanns fer frani n. k. sunnudag í í- þrótkilu'isi Jóns Lorsteinsson ar við Lindargötu. Alls verðui kept í þremur þyngdurflokk- um. yfir 8í> kg., 75—8,r kg. i>t undi ■ 7o kg. — Keppendm eru 14 frá 5 íþróttafjelögum. I þyngsta þyngdarfl. en meðal kejipemla Guðmundui Ágústsson (Á), glímukóngui og sk.jaldarhafi, Einar Ingi- mundarson (Vöku) og Krist- inn Sigur.jónsson og Iíaraldur Guðmundsson úr (KR). —- Meðai keppenda í miðþyngd- arflokknum ern GuSmundur Guðmundsson (Trausta), Sig- fús íiigimundarson (Á), Ing- ■ ólfur Djörgvinsson (I)ags- brún ), liögnvaldur Glunnlaugs- soí; (KIl), Davíð Hálfdánar- soi; (KIi) og Magnús Guð- brandsson (KR). í Jjettasta flokk: keppa m. a. Þorkell Þorkelsson (KR), Sigurður Ilallhjörnsson (Á) og Ingolf- or Jónsson (Á). Það má gera ráð fyrii mjög jafnri og skemtilegri kepni í flokkaglínnmni, j>ar sem ]»eir er mínni eru að lnirðum geta riti rtotið sín hver á sínunx stað. Þrenn verðlaun oru veitt í hverjum flokki. — Mótið heí'st.' m 8,20. Hynd úr nýju íslensku óperefiunni. FRUMSÝNING fór fram í fyrra kvöld á hiuni nýju og fyrstu ísleusku óperettu, sem hjer hefir verið sýnd, ,,í álög- um“, eftir Sigurð Þórðarson og Dagfinn Sveinbjörnsson. Hvert sæti var skipað og leikurum, hljómsveitinni og höf- undunum óspart klappað.lof í lófa að leiksýningu lokinni. Óperettan verður næst sýnd í kvöld og svo aftur annað kvöld. — Hjer að ofan birtist mynd úr óperettunni og er hún af Skúla, sem Bjami Bjamason leikur og Álfadrottningunni, sem ung-frú Svava Einarsdóttir leikur . Liitágræðslusjóður Skógrækturfjelugs fslunds Þjóðnytjamál sem allir vilja styðja Á ÖÐRUM stað hjer í blaðinu er skýrt frá því, að Lands- nefnd lýðveldiskosninganna valdi sjer bjarkarlauf fyrir tákn sitt, til þess að minna almenning á hið sameiginlega áhugamál allra landsmanna, að auka og vernda gróður landsins. Stjórn Skógræktarfjelagsins hefir ákveðið að efna til sjóðs- stofnunar á þessu vori, og beri sjóður þessi nafnið ,,Land- græðslusjóður Skógræktarfjelags íslands". Er í ráði, að fjelagsstjórnin hefji fjársöfnun í þessu skyni sömu dagana sem lýðveldiskosningarnar fara fram, þó fjársöfn- unin sje að sjálfsögðu i engu sambandi við kosningaathöfnina, og kjörstjórnum og kosninganefndum algerlega óviðkomandi. Undanfarín ár hefir verið um það rætt, að rjett væri, að efna til sjerstaks skógræktardags, þar sem helstu áhugamenn í skógræktarmálum ynnu þessu málefni gagn á ýmsa lund, með fjársöfnun og öðru. En vel færi á því, að hinn árlegi skógrækt- ardagur yrði einmitt um sama leyti og lýðveldiskosningarnar fara fram á þessu ári. Af fje því, sem safnast kosn- ingadagana, verður Land- græðslusjóðurinn stofnaður. Ætlunarverk hans verður að styðja uppgræðslu örfoka lands, verja gróðurlendi fyrir land- spjölium af ágangi náttúru- afla og styðja skógrækt á ýmsum stöðum og með tilraun- um, er koma að almennu gagni. Skipulagsskrá fyrir sjóð þenna verður samin fyrir næsta aðal- fund Skógræktarfjelagsins, og þá gengið frá henni. Skógræktarfjelög, sem eru 1 sambandi við Skógræktarfje- lag íslands, eru nú starfandi i allflestum sýslum landsins, þó sum þeirra sjeu ennþá ung og hafi litlu áorkað. En fjelögum þessum fjölgar nú með hvei-ju ári. Er það ætlun stjórnar Skóg- ræktarfjelags íslands, að fá öll þessi hjeraðafjelög í lið með sjer til íjársöfnunarinnar í vor, svo og aðra áhugamenn, eftir því sem til þeirra næst. Má télja líklegt. að fjölmargir kjós- endur og aðrir hafi ánægju af því, að leg'gjá fram skei-f til landgræðslunnar, um sama leyti og þeir taka þátt í at- kvæðagi-eiðslunni um stofnun lýðveldis, í þeirri von, að á næstu árum og áratugum verði þjóðin stórtækari en áður í því að græða landið að nýju og verjast frekari landauðn af völdum hins eyðandi uppblást- urs. SEINT í NÓTT var tilkynt að breskar flugvjelar hafi sökt möi-gum þýskum skipum hjá Bodö_ 87 manns hafa kosið í Reykjavík l TANK.IÖRSTAÐAKOSN- ING um lýðveldisstjórnar- j skrána og niðurfellingudansk- ísl. sambandssáttniálans held- ur áfram hj'er í Reyk.javík í skrifstofu hoi'garfógeta. » I gær kúsu 21 maður, niest utanhæjarfólk, en j»ó nokkr- ir inuanbæjarinenn, sem verða fjarverandí úr hænuin á kjör- degi. Þá hafa alls kosið 87 nianns. Utanbæjannenn ern s.jer- Staklega mintir á að draga ekki að kjósa, J»ar sem verð- ur að senda atkvæði þeirra út á land. Kinnig eru j»eir, sem. einhvei'ra orsíilca vegna geta ekki verið í bænum á kjör- degi, ámintir um að k.jósa áð- iu' en þeir fara úr bæmtm. —• Skrifstofa lýðveldiskosning- anna í Reyk.javík er' í Ilótel Iíeklu, 'sími 1.521. Skrifstofan gefur allar upplýsingar varð- andi kosninguna. „Áfram" fundinn MP>. ÁFRAM. GK. 404 frá G'rindavík, er lýst var eftir í útvarpið í gærkvöldi, er kom-' inn að landi. Báturinn ætlaði að lenda í Grindavík, en varð að hvei’fa frá því sakir brims. — Ætlaði háturinn fyrir Reykjanes, sennilega til Keflavíkur. Uin miðnættið í nótt frjetti blaðið að menn úi' Grindavík. er far- ið hefðu á bíl út á Reyk.ja- nesskaga, bafi sjeð til báts- ins a'ð hann andæfði skamt undan Staðarbergi. Eldurinn snerisf gegn japönum sjálfum FRJETTARITARI R I-iUTERS í aöalstöðvum Mountbattcns lávarðar í Asíu, símar í gær, að „guðskrafta rverk' ‘ hafi unnið orustu fyrir breska her- inn á Kaladan-vígstöðvun- um fyrir norðan Arakanhjerað í Burma nýlega. Japanskir hermenn sóttu að skógivaxinni hæð, Sierra Lcone, sem Bretar vörðust'á. Japanar kveiktu í skóginum. sem brann upp eftir hæðinni. Japanar fylgdu fast á eftir eldinum upp hæ'ðina og ekki A'ar útlit fyrir annað en að verjendur hæðarinnar myndu allir farast í (*ldi eða falla fyr- ir skotum Japana. Alt í oinu skall á þrumu- veður og þar á eftir get'ði mikinn storm af norðri. Eld- urinn lireytti um stefnu og l.jeku nú eldtungurnar um æ]»- andi japanska hermenn. Bret- ar stráfeldu hina japönsku hermenn í hlíðiimi með v.jel- ]»yssukúl nah ríö. Storminn lægði eins skyndilega og hann hafði komið á, Itresku ver.j- endunum hæðai'innar var borg ið. Ilamingjan má vita hve margir Japanav voru dr.epnir þarna eða særðust í eldinum. Bússar snúa sjer á loftáráasa- hernaði London í gærkveldi. Rússneska herstjórnartiD kynningin í gærkvöldi segic að engar breytingar bafi orð- ið á hernaðarað jtöðiiuii í Rússlandi í dag. Er þetta skil- ið svo. að enn sje hlje á bar* dögum á landi í Rússlandi. í gan- (þriðjudag) segjast Rúss- ar hafa eyðilagt 52 þýska; skriðdreka á öllum vígst-öðv- um og skotið niður 79 þýskac flugvjelar og eyðilagt 33 í við* bót á jörðu. Loftárásir 1 hemaðartilkynningu fráj flugher Rússa er skýrt frá all- víðtækum loftárásum í dag og í nótt. Mikil loftárás var gerð á Sebastopol og komu ]»ar upp niiklir eldar og skipum vap sökt í höfninni. Þá seg.jast Rússar hafa valdið miklu tjóni á skipum Þjóðverja á Svarta- hafi. Þeir gerðu einnig árásir á samgönguæðar Þjóðverja skamt frá Riga. Árásir á skipalestir í Berentshafi í tilkynningu frá yfirstjórn, rússneska flughersins, sem, gefin var út síðar í kvöld ec skýrt frá mikillri loftárás rússneskra flugvjela á skipa- Icst Þ.jóðverja á Berentshafu Segjast Rússar þar hat'a skot- ið niður fjögur flntningaskip' fyrir Þjóðverjum og mörg smærri skip, sem voru skipa- lestinni til fylgdar. Rússac segjast hafa skotið niður 10 þýskar flugvjelar, en mist (J sjálfir. — Reuter. Þýskum fundurspilli sökf í sjóorustu á Ermarsundi LONDON í gær: — Enn hef* ir komið til sjóorustu á Ermar- sundi í þetta sinn milli breskra og kanadiskra tundurspilla og nýs bresks beitiskips og þýskra tundurspilla. Einum þýskum tundurspilli var sökt. Orustan átti sjer stað í gær. Bresku skip in komust öll til hafnar og voru skemdir á þeim óverulegar og’ manntjón lítið. I þesari orustu tók þátt beiti skip, sem sennilega er nýtt, því þess hefir hvergi verið getið áð- ur. Skipið heitir „Black Prince“. Bresku herskipin hittu á þýska tundurspilladeild við Frakklandsstrendur. Er Þjóð- verjar urðu Breta varir lögðu þeir þegar á flótta, segir í opin-. berri tilkynningu frá ílotamála ráðuneytinu, og huldu sig reykj armekki. Bresku skipin lýstu þá upp tundurspillana með Ijós- sprengjum og ljetu skothríðina dynja á þeim. Tundurspillum bandamanna tókst að einangra einn þýskan tundurspilli af Elbing-gerð og sökkva honum. Tundurskeytaárás var gerð á „Black Prince“, en það tókst að víkja beitiskipinu undan skeytunum og sökuðu þau ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.