Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 8
8 MOEGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. apríl 1944. Lýsing quisiinga á sprengingunni í Bergen - í BERGENS TIDEND, sem er undir stjórn nasista, er lýs- , ing á hinni miklu sprengingu í Bergen. Þar segir svo frá: Að morgni dags þ. 20. apríl kviknaði í litlu gufuskipi við „Festningskajen“. Orsakir elds ins eru enn ókunnar. Eldurinn breiddist svo ört, út, að ekki var hægt að koma í veg fyrir að hann kæmist í farrúmið. Eld haf blossaði upp og skipið sprakk í loft upp með miklum dyn. Sprengingin olli miklum eyðileggingum. Á skammri stundu kviknuðu miklir eldar beggja vegna við Voginn. Við sprenginguna köstuðust tvö skip upp á hafnarbakkann. (Áður hefir verið talað um eitt skip). Jafnvel í bæjarhverfum, sem eru langt frá þeim stað, sem skipið sprakk, urðu miklar skemdir. Þúsundir húsnæðislausra hafa orðið að hafast við í safn- aðarhúsum, í sumardvalarheim ilum utanbæjar og í ýmsum samkomuhúsum bæjarins. Leik húsið og kvikmyndahúsin hafa hætt sýningum. Bygging Bergenska gufu- skipafjelagsins er alveg eyði- lögð, en hús Hardanger- og Sundhordalans gufuskipafjelag anna, sem eru hinum megin við Voginn, eru svo skemd, að þar | hefir orðið að draga úr störf- um. Vagnferðum er hætt á | 'sporbrautum frá miðbænum. T. d. er ekki hægt að láta vagna fara um brautina til Sandviken, fyrri en gengið er úr skugga um, hvort margt hinna skemdu húsa þolir hristinginn af vagn- umferðinni. Ymsum skólum hefir verið lokað, en aðrir halda áfram. Sænsku blöðin segja að greinilegt sje, að norsku blöð- in hafi ekki fengið að lýsa þess- um ægilega viðburði í rjettu Ijósi. En fólk, sem er kunnugt í Bergen, geti af ýmsum atrið- um frásagnanna getið sjer þess til, hve hroðaleg sprengingin hefir verið. Skylduvinnuútboðin í Noregi. Frá norska blaðafull- trúanum. ÞAÐ LIGdUR í augitm uppi að útboð Þjóðverja til skylduvinnu Norðmanna er gert í þeirn tilgangi að hafa þá til ígripa, ef til hernaðat’- átaka kæmi. 50 Qvislingar hafa nýlega verið í Þýska- landi til þess að tíika á móti fyrirskipunum um það, hvern- ig skylduvinnu þessari skuli fyrir komið og útboðinu. Er talað um, að ungmenni þau sem á að skylda til vinnunn- ar eigi að gefa sig fram í miðjum maí. En I lok þessa mánaðar ætla Þjóðverjar að kalla til vinnuþjónustu allar norskar stúlkur, sem fæddar eru ó árinu 1926. Norskir föðurlandsvinir og forystumenn á heimavígstöðv- unum brýna það fyrir öllum, að enginn megi hlýða þessum fyrirskipunum, er ttl komi. Benda þeir m. a á livaöa á- byrgðarhluti það vært. cf for- eldrar sendu ungar dætur sín- , ar í umsjá þýska hersins. — Skógræktarfje- lagið fær merki Framh. af bls. 2. að afhenda það formanni Skóg- ræktarfjelagsins með þeirri ósk og von, að sá hugur, sem hjer fylgir máli, megi verða málefn um Skógræktarfjelagsins til góðs í framtíðinni. Það skilyrði fylgir frá hendi landsnefndar lýðveldiskosninganna, að merk ið verði ekki upp tekið í þjón- ustu Skógræktarfjelagsins fyrr en að aflokinni þjóðaratkvæða greiðslunni, lýðveldiskosningun um í næsta mánuði. Þá hefir landsnefndin enn- fremur kallað ykkur á sinn fund, frjettamenn blaða og út- varps, í því trausti, að þið viljið Ijá málefni þessu lið á hvern þann hátt, sem þjer teljið að mest megi að gagni verða. Eggert Claessen Einar Ásmundsson hæstarjettarmálaflutningsmenn, Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lögfræöistörf Frá Landsþingi Slysavarnarfjelagsins ANNAÐ landsþing Slysa- varnarfjelags íslands, er lauk fyrir stuttu, gerði, svo sem kunnugt er, ýmsar samþyktir og ályktanir. — Fara hjer á eftir nokkrar þeirra helstu: >" ’ Björgunarbátar. 2. landsþing Slysavarnafje- lags íslands samþykkir að verða við þeim beiðnum um björgunarbáta, er komið hafa frá slysavarnadeildunum í Húsavík, Grindavík og á Stokks eyri, eftir því sem fjárhagur Slysavarnafjelagsins leyfir. Jafnframt samþykkir 2. lands þing Slysavarnafjelags íslands að skora á stjórn Slysavarna- fjelags íslands og slysavarna- deildirnar í Reykjavík, að beita sjer fyrir því, að sem allra fyrst verði smíðaður fullkom- inn björgunarbátur til afnota í nágrenni Reykjavíkur og enn- fremur færanlegur ljettbátur til bjrögunarafnota þar. Þá samþykkir landsþingið að beina því til stjórnar Slysá- varnafjelags íslands, að hún verði við þeirri beiðni slysa- varnadeildarinnar í Garði, að þar verði stækkað skýli yfir björgunarbát. Oryggismatarforði. 2. landsþing Slysavarnafje- lags íslands skorar á næsta Al- þingi að setja lög ,um öryggis- matarforða í öllum fiskibátum, sem róa daglega frá landi. Einnig verði öllum opnum vjel bátum gert skylt að hafa um borð lyfjakassa með nauðsyn- legustu lyfjum og sáraumbúð- um. Loks verði gengið eftir því að allir slíkir bátar hafi innan- borðs í hverjum róðri, hentug tæki til lýsis- og olíudreifing- ar, er grípa megi til þegar þörf er á, til að lægja stórsjó og brim. Sæbjörg. Viðvíkjandi björgunarskipinu „Sæbjörgu11 var samþykt svo- hljóðandi tillaga frá fjárhags- nefnd þingsins: Annað landsþing Slysavarna- fjelags Islands mótmælir því, að björgunarskipið Sæbjörg sje boðið ríkissjóði til sölu eða gjaf ar. Hinsvegar er þinginu fel ljóst, að Slysavarnafjelaginu er það fjárhagslega ofvaxið að standast straum af öllum kostn aði við rekstur skipsins, og fel- ur því stjórn fjelagsins að fara þess á leit við Alþingi og rík- isstjórn, að fjárhagur Slysa- varnafjelagsins verði í framtíð- inni trygður, svo að ekki þurfi að draga úr björgunarstarfsem inni af þeim ástæðum. Árbók og ferðalög erindreka. ,Frá allsherjarnefnd þingsins voru m. a. þessar tillögur sam- þyktar: 2. landsþing Slysavarnafje- lags íslands leggur til, að ár- bók fjelagsins, fyrir liðið ár, verði gefin út fyrir 31. mars næsta ár á eftir, og yrði seld fjelagsmönnum fyrir það verð, sem stjórnin ákveður hverju sinni, og sem nefndin telur að nú ætti ekki að vera undir kr. 5.00. „Landsþing Slysavarnafjelags íslands beinir þeirri áskorun til fjelagsstjórnarinnar, að hún sjái svo um, að erindreki eða fulltrúi frá fjelaginu heimsæki árlega sem flestar deildir fje- lagsins, til þess að vekja áhuga um slysavarnamál, til viðræðna og leiðbeininga“. Tifo ætlar að hindra að Þjóðverjar fái Krém LONDON í gær: — Tito mar- skálkur, foringi skæruhersins í Júgoslavíu, hefir birt áskorun til júgoslafneskra verkamanna, sem vinna í krómnámum Júgó- slavíu og til annara verka- manna, sem vinna að krómfram leiðslu, um að hindra, að Þjóð- verjar fái króm frá Júgóslavíu. Þjóðverja vantar króm til- finnanlega, einkum nú eftir að þeir fá ekki meira króm frá Tyrkjum. Minningarorð: Þórunn Runóifsdóttir F. 17. apríl 1875, d. 19. apríl '44. FORELDRAR hennar voru vaxin á þjóðlegum, skaftfellsk- um stofni. Runólfur Gunnsteins son og Þórunn síðari k. h. Bjuggu þau í Skálmarbæ (og öðru býli á sömu jörð) í Álfta- veri. Eftir andlát Runólfs, fluttu mæðgurnar að Úthlíð í Biskupstungum, 1899, og þa.r giftist Þórunn, 1901, Guðmundi Vigfússyni, Ófeigssonar af Fjallsætt. Bjuggu þau 10 árin fyrstu í Neðradal í Tungum, en fluttu þá (1911) og dvöldu síð- an í Reykjavík. Eignast hafa þau 8 börn. Sjeð á bak drengj- um 3, en 2 á lífi. Vigfús bíl- stjóri og Þórmundur bílavið- gerðar-verkstjóri, báðir kvænt- ir, eiga börn og eru búsettir í Selfoossþorpinu. Systur þeirra 2, eru giftar og barnamæður hjer í bænum. Þórunn og Sig- ríður, og ein, Laufey (hjá ljós- myndara), er heimasæta. Þórunn ólst upp hjá foreldr- um sínum og systkinum, jafnt og önnyr sveitabörn á þeim ár- um, við bóknám lítið, en mik- ið nám sjálfsbjargar, verk- lægni og dygðaríks lífernis. Leikföngin voru leggur og • skel, völur og kjálkar o. s. frv., ásamt mörgum útileikjum í rökkrinu. En varanlegasta á- nægjan var vinnugleðin og nægjusemin. Iðjusemi, skyldu- rækni og umhyggja heimilifeins, var Þórunni svo ríkt í blóð bor- in, að hún mátti aldrei iðjulaus vera. Var og afburða dugleg, greind í besta lagi, hjálpfús mjög og grandvör í öllum orð- um og verkum. Sama vitnisburð fær ekkill- inn og börn þeirra — eftir ára- tuga viðkynningu. V. G. Best ú auglýsa í Morgunblaðinu WHAT DO YOU EXPBCT, WHEN you'RE RlDlNG FRO/A THE k POUCE1 É ' TH/Ö /S THE BEST PLACE I COULD FINO FOR VOU TO H/DE, MASCARA. f A ROOM ovER AN ELEVATOR SHAFT! tT'S . ANVTH/N& BUT comfortable 1 OKAV, /YIOTHER, IT'S ONLN FOR A VJEEK-..THEN I’LL LEAVE TOWN WíTH ALEX. A6AIN ! F- HERE'S WHERE /HASCARA'S r" AiOTHER LNES... CAN't i SO UP WITHOUT AR0U5IN6 ,( HER SUSPíCtON, BUT l'VE , SOT TO f/nd OUT IHHAT's -J OOING ON IN THERE ! Frú Cuff: — Þetta er besti staðurinn fyrir þig að felast á, sem jeg gat fundið. Mascara: — Klefinn fyrir ofan lyftuna. Hann er allt annað en þægileg- ' ur. Frú Cuff: — Við hverju gastu búist, þegar þú ert að leita skjóls undan lögreglunni. Mascara: — Það er svo sem alt í lagi, mamma, þetta verður ekki nema í eina viku — þá mun jeg fara úr borgínni með Alexander. Frú Cuff: — Lyftumaðurinn held- ur að jeg noti kofann fyrir þvottinn minn . . . Jeg færi þjer mat um leið og jeg hengi hann út. X—9 (hugsar): — Hjerna er það, sem móðir Mascara á heima . , . Jeg get ekki komið þar án þess að vekja grundsemd hennar, en jeg verð að komast að því, hvað er hjer eiginlega um að vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.