Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 10
10 MOKGUNBLAÐIÐ Fímttsdag'ur 27. apríl 1944. 3. steini í miðjum hallargarðinum er hin tærasta lind með köldu og svalandi vatni, bara ef hann vissi að hann þarf að láta taka steininn burtu“. „Já“, sagði hjerinn. „Konungurinn hefir stærsta ald- ingarð í öllu landinu, en hann fær bara enga ávexti úr honum, ekki einu sinni eitt einasta epli, og það er vegna þess að það liggur niðurgrafin gullkeðja þrisvar umhverf- is garðinn. Ef hann græfi þessa keðju upp, myndi garð- urinn bera ávexti svo góða að slíkt hefði ekki þekst“. „En nú er liðið svo langt á nóttu, að við verðum víst öll að fara heim,“ sagði refurinn og svo hjeldu dýrin sína leið. Þegar þau voru farin, sofnaði Tryggur, þar sem hann sat uppi í trjenu, en er fuglarnir fóru að syngja um morg- uninn, vaknaði hann aftur og svo tók hann dögg af blöð- unum og laugaði augu sín og sá þá jafnvel og áður. Nú hjelt hann beinustu leið til konungshallar og bað þar um vinnu og fjekk hana þegar. Dag einn kom konungurinn út, og af því að heitt var í veðri, ætlaði hann að fá sjer að drekka við brunninn, en vatnið var þá bæði gruggugt og volgt og gersamlega ó- drekkandi. Þessu reiddist konungur mjög. „Jeg held það sje ekki einn einasti. maður í mínu ríki, sem hefir eins vont vatn og jeg, hve langt sem leitað er“, sagði konungur . „Ef þú vilt láta mig fá menn til þess að taka upp stóra steininn þarna í miðjurn garðinum“, áagði Tryggur, „þá skyldirðu fá bæði mikið og gott vatn“. Það vildi konungur strax og ekki var steinninn fyr köminn burtu, en í fari hans streymdi fram lind, svo svöl og tær, að betra vatn fanst ekki í öllu landinu. Nokkru síðar var kóngurinn aftur staddur úti í garð- inum sínum, og þá kom stór haukur fljúgandi og rjeðist á hænsnin kóngsins, og fólkið klappaði saman höndunum og æpti: „Þarna flýgur hann, þarna flýgur hann!“ Kon ungur greip byssu sína og fór að miða, en sá ekki neitt hvar haukurinn flaug, þar sem hann var svo sjóndapur. Hann gat þessvegna ekki skotið og því síður hitt haukinn, og fór nú að gráta og barma sjgr: „Guð gæfi, að einhver gæti læknað augun mín“, stundi hann. „Jeg er alveg að verða blindur“. „Jeg skal gefa þjer ráð við þessari sjóndepru“, sagði Tryggur, og sagði honum svo, hvernig hann hefði fengið sjónina aftur. Svo tóku þeir sjer ferð á hendur og fóru að linditrjenu og konungur varð alsjáandi af því að baða augu sín úr dögginni á blöðum trjesins, morguninn eftir að þeir Tryggur komu þangað. Eftir það fanst konungi enginn maður eins mikill og Trjrggur, og hann var alltaf með honum, hvar sem hann Hann stóð dálitla stund og starði yfir götuna, á húsið, sem Rexford Johnson bjó í. Hann hafði sagt Rand að hann þyrfti að finna Vaughan vegna þess að hann ætlaði að festa kaup á húsinu, sem hann byggi í, og hann hefði ætlað að fá Vaug- ham 'til þess að sjá um kaupin fyrir sig. En Barney hafði ekki fundið neitt um það í skjölum Vaughans, sem hann hafði at- hugað mjög vandlega. Allt í einu sneri hann sjer við og fór aftur inn í húsið. „Hver á húsið, sem hr. Johnson býr í?“ spurði hann dyravörðinn. „Jeg veit það ekki“, sagði hann. „En Harrison & Broos eru umboðsmenn þess,* og þeir hafa skrifstofu í Washington Square". Barney þakkaði aftur fyrir og gekk út. Það myndi ekkert saka, að athuga það. Hann náði sjer í bíl, og ók niður að Washington Square. Þar hitti hann mjög áhuga- saman, ungan mann, sem var nær óhuggandi, þegar hann heyrði erindi Barney. „Nr. 1224 við Bank Street?“ endurtók hann. „Nei, því mið- ur, því miður herra minn. Það er. ekki til sölu“. Barney reyndi að setja upp vonbrigðissvip. Þjer eruð viss um, að eigand- inn myndi ekki sinna neinu til- boði?“ Ungi maðurinn yppti öxlum. „Við munum auðvitað með ánægju koma á framfæri fyrir yður tilboði, en jeg er hrædd- ur um að það sje gagnslaust, því að það er ekki mánuður síð an einn leigjandinn spurðist fyrir um, hvort möguleikar væru á, að fá húsið keypt, og eigandinn neitaði algjörlega". Barney brosti. „Það hefir sennilega verið vinur minn Rexford Johnson“, sagði hann. „Hversu langt er síðan?“ „Einn eða tveir mánuðir“, svaraði ungi maðurinn. „En annars get jeg sjeð það fyrir yður“. „Einn til tveir mánuðir“. Barney varð hugsi. Þá gat varla verið, að hann hefði ætlað að spyrja Vaughan ráða vegna þess, fyrir tveim vikum síðan. Ungi maðurinn kom nú aft- ur. „Síðasta brjef okkar frá eig- andanum er dagsett 4. des.“, sagði hann. ,,Og þið gerðuð Johnson að- vart þegar í stað?“ spurði Bar- ney. „Vissuiega“. Ungi maðurinn virtist dálítið undrandi yfir spurningu þessari. Hann sá aug sýnilega ekki, hvað það kom málinu við. Síðan þakkaði Barney fyrir sig og kvaddi. Þegar hann kom út á götuna, hjelt hann í áttina þangað, sem verslun Nancy Gibbs var. Á Ieiðinni hugsaði hann um Johnson. Nú var hann sann- færður um að saga hans um húsakaupin hafði verið upp- spuni einn. En hvað var það þá sem hann hafði viljað Vaughan? Nancy Gibbs var önnum kaf- in í búðinni þegar hann kom þangað. Hún heilsaði honum mjög vingjarnlega og bað hann að fara inn í herbergið fyrir innan, þangað til hún kæmi. Það var stórt og bjart herbergi, með nokkrum stórum vinnu- borðum og hillum meðfram veggjunum. Þar úði og grúði af allskonar dóti: lampaskerm- um, myndarömmum, speglum, skrautkerum o. fl., o. fl. Þegar Barney kom inn í her- bergið, voru tvær stúlkur að leysa utan af pakka í einu horninu. Önnur þeirra tók upp úr honum stóran postulínsvasa, sem hún athugaði mjög vand- lega, áður en hún gekk með hann að stúlku, sem stóð það hjá, til þess að sýna henni. „Það er ekki hægt að sjá, að hann hafi brotnað, Jennie“, sagði hún. Jennie tók hann og hjelt hon um upp að ljósinu. „Nei, það er varla hægt“, sagði hún. % „Matamara veit hvað hún syngur“. „Hvað er þetta?“ spurði Bar- ney forvitnislega. Jennie Breen roðnaði upp í hársrætur. „Þetta er lampi, sem komið var með, til þess að fá á hann nýjan skerrn", svaraði hún, „en jeg var svo óheppin að missa hann í gólfið og brjóta hann“. „Mjer finnst það hafa verið vel til fundið“, sagði Barney brosandi. „Já, hann er ljótur“, sagði Jennie og hló. „En maðurinn, sem á hann, er gamall við- skiftavinur hjer og heldur ótrú lega mikið upp á þennan lampa. Það mætti halda, að hann væri úr skíru gulli, eftir því hvernig hann fer með hann“. Barney braut heilann í á- kafa. „Það er skrítið“, sagði hann, „en mjer finnst jeg hafa sjeð þennan lampa einhversstaðar áður. Hann á áreiðanlega eng- an sinn lika“. Hann horfði hugs andi á lampann dálitla stund. Og allt í einu sá hann fyrir sjer mynd af manni, sem stóð álút- ur og horfði út um upplýstan glugga, en við hlið hans stóð stór, krukkulaga lampi. „Nú man jeg það“, sagði hann. „Það er Rexford John- son, sem á hann“. Nancy Gibbs kom inn í her- bergið rjett í þessu. „Hvað er það sem Rexford Johnson á?“ spurði hún. „Þennan lampa.“ Hún tók lampann og athug- aði. „Matamara hefir tekíst vel þarna. Gætuð þjer sjeð, að hann hefði brotnað?“. „Nei, það er ómögulegt að sjá það. Kom hann með þenn- an lampa sama kvöldið og hann fór til Florida?“ „Já, hann vildi fá nýjan skerm á hann, og bað mig að geyma hann þar til hann kæmi aftur. Hversvegna spyrjið þjer?“ „Rand sagði mjer að hann hefði komið hingað“. Barney sneri lampanum í hendi sjer, horfði niður í hann og setti síð an aftur á borðið. ,,En hvers vegna skyldi hann hafa gert það? Það var vont veður þetta kvöld, svo að maður gæti hald ið, að lampinn hefði mátt bíða, þar til hann kæmi aftur“. „Já“, svaraði Nancy. „Jeg var einmitt að furða mig á því sjálf. En þetta er undarlegur og duttlungafullur náungi, og aldrei hægt að vita, hvað hon- um kann að detta í hug“. Er nokkuð undarlegt við þennan lampa?“ spurði Bar- ney. „Jeg á við, hvort sje falsk- ur botn í honum, eða nokkuð því um líkt“?“ Nancy Gibbs tók dálítið við- bragð og starði á Barney. „Hvers vegna spyrjið þjer?“ „Vegna þess —. Ef þjer hafið ekki mjög mikið að gera, vildi ,jeg gjarnan fá að spjalla dálít- ið við yður. I raun rjettri kom jeg hingað til þess að tala við yður um Rexford Johnson, því að jeg heyrði að hann hefði haft eitthvað við yður að skifta“. „Gjörið svo vel að koma hjerna inn“, sagði Nancy, og fór á undan inn í skrifstofu sina., „Jeg hefi verið að hugsa um“, sagði Barney hægt, þeg- ar þau voru sest niður, „hvers- vegna hann hafi komið til yð- ar þetta kvöld. Rand yfirheyrði hann þá um eftirmiðdaginn, og virtist hann þá mjög órólegur, svo órólegur, að hann fór til Florida þá um kvöldið. Samt gaf hann sjer tíma til þess að fara hingað, til þess að fá skerm á lampa. Finnst yður það ekki dálítið skrítið?“ „Jú“, svaraði Nancy. „Þegar, jeg hugsa um það, þá er það dálítið undarlegt“. Barney bauð henni vindling, fjekk sjer einn sjálfur, og hjelt síðan áfram. „Hann er aðalvitnið gegn Vaughan. Jeg hygg að saga Frúin (í húsvitjun hjá fá- tæklingum): — Er ekkert sem jeg get gert fyrir yður? Konan: — Gætuð þér ekki sungið dálítið eða dansað fyr- ir okkur? Það er svo skelfilega langt síðan jeg og maðurinn minn höfum komið í sönghús eða bíó. ★ í Reykjavík. Útlendingur: — Mikil skelfi- leg kynstur eru það, sem þið hafið af rigningum í þessum bæ. Bæjarbúi: — Já, einkum þeg ar þess er gætt, að bærinn er þó ekki nema smábær. ★ Gömul ■ bóndahjón komu til Reykjavíkur og ganga um bæ- inn til þess að skoða í búðar- gluggana. Þeim leist sjerstak- lega vel á einn, en í honum hangir pappaseðill, sem á stend ur feitu letri: „Hjer er töluð enska, þýska og franska". Þá segir konan við manninn: „Það er víst ekki til neins fyrir okkur og okkar líka að fara þarna inn, því þar er ekki töluð íslenska". ★ „Hversvegna sagðir þú hon- um Þorsteini upp?“ „Hann var svo ægilega spar- samur, að jeg þoldi hann ekki. Jeg komst t. d. að því, að hann sendi fyrirspurn til allra prest- anna í bænum og bað um lægsta tilboð fyrir að gefa sam- an hjón“. ★ — Hvernig í ósköpunum get ur þjer dottið í hug að fara að biðja hennar. — Það skal jeg segja þjer. Við höfðum dansað saman allt kvöldið, og seinast hafði jeg ekki annað umræðuefni. ★ A kveni-jettihdaöldinni. Konan (við mann sinn): — Heyrðu, elsku Gunnar, hvað hefir þú hugsað þjer að gefa mjer á afmælisdaginn þinn? • ★ — Hvað er það eiginlega, sem menn kalla tvíkvæni? —- Það er, þegar einhver maður hefir tvívegis ratað í sömu ógæfuna. Cæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.