Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 2
MOBGUNBLAÐIÐ Föstudag-ur 28. apríl 1944. Það má búast við ikilli lux- veiði í sumar !LAX OG SILUNGSVEIÐI ME.NN eru vafalaust farnir íS taka fram tæki sín og at- Jkiga þau fyrir sumarið, því -senn líður að'því, að fiskur jfari að ganga í ár og vötn. fyíorgunblaðið hefir snúið ijer til Sigbjörns Ar rrtanns kaupmanns, sem er rkanna fróðastur um veiði- ^kap í ám og vötnum hjer á Jtmdi og beðið hann að segja jjbsendunum um sitt álit á uíliti með laxveiði í sumar. — Það treysti jeg mjer ekki trl að gera, svo nokkuð vit sje í svaraði Sigbjörn. En hinsveg- í r get jeg sagt þá skoðun mína, i ð svo fremi, að vorið — frá 10. rhaí—20. júní verði sæmilega Jeitt — má búast við ágætri veiði — og það af stærra lagi, <; n almena gerist. Og Sigbjörn fijelt áfram: — Mjer liggur grunur á að spurt verði á hverju þetta bygg i st. Það byggist á mjög einföldu Ipgmáli, sem jeg skal reyna að f|kýra nánar. Síðastliðið vor yar, eins og allir vissu, mjög lt og mikill snjór í fjöllum. atnið í þveránum, sem renna íl jökulvatnið var of kalt til að i|tórlaxinn, sem gengur vana- ga fyrst á vorinn, þyldi kuld- nn, og mun hann af þeirri ein- ldu ástæðu hafa horfið til hafs íi ftur. Þessvegna má búast við tveim ur árgöngum í ár, þeim, sem á[tti að koma i fyrra og svo hin •tym, sem eftir lögmáli lífsvenja tyessa nytjafiskjar, á að kom'a ár. Ekki meira um þetta að sinni, ! Mig hefir aldrei langað til að ápá, en það er nú ekki nema ijæpur mánuður, þar til við fá- íjun vissu um þetta. Hinsvegar inst mjer ekki óviðeigandi, úr ví við fórum að ræða um lax- eiði, að minnast í stóruro <j!ráttum á þróun hennar.hjer á Ijandi, s. 1. 20 ár, eða síðan jeg Jfcom fyrst að ánunv í Borgar- iirði. Mikil auðæfi. I Mjer varð þá þegar ijóst, að Beitun myndi vera á þjóð, sem Íitti annan eins auð í ám og ötnum og við íslendingar, ef ijjett væri farið með. Vinur hihn einn, Mr, Woodgates, sem Jafði fiskað víða um heim all- sannfærði mig um þetta. ann leigði Grímsá til margra !ra og friðaði'hana alla fyrir etiim, upp að Gullberastöð- m. ?. Hann ljet sjer ekki nægja það fceldur friðaði hann Hvítá líka, iður undir Hvítárvelli. Þetta Cótti nú sumum undarlegt. En Hann vissi, hvað hann gerði. ífíðan þetta var gert hefir lax- íjengd í Gríms stóraukist, jafn- yel tvöfaldast. Þetta bera veiði- íiækur hennar með sjer. sem fíeymdar eru í Ferjukoti. MStirt tneð netin og maðkinn. í Sigbjörn Ármann, er eins og ffiestir. eða allir xeiðimenn, á jfióti netaveiði í ám og að not- ;|ður.sje maðkur til beitu. Hann aegir um þetta efni: — Netaveiðina, hverju nafni tiam hún nefnist, á að banna Sigbjörn Ármann ræðir um veiðiskap í nútíð og framtíð með lögum. Jafnvel í Hvítá líka. Vitanlega á að bæta bænd um skaðan< sem þeir bíða af því. Væri það vel kleift, ef rík- isstjói'n, og þá sjerstaklega Al- þingi, vildu Ijá þessu máli stuðning, segjum fyrstu 4—5 árin, með fjárframlagi. Úr því þyrfti ekki að örvænta, því þá skapaðist svo mikið laxgegnd í þverár, sem renna í Hvítá, að einsdæmi myndi verða í Norð- urálfu og Vesturálfu. Mætti þá mynda 'eitt alsherjarveiðifjelag um fiskihverfi Hvitár og þver- áa hennar og leigja hverja veiði stöð út af fyrir sig ennþá, hærra verði, en nokkurn hefir dreymt um. Um leið ætti að banna með lögum alt maðkadorg. Við það ynnist tvent: Arnar stórhækk- uðu í verði í augum útlendinga og svo hyrfi það úr þjóðlífi okk ar íslendínga, að pína einhverja hjálparlaustustu skepnuna, sem til er á landi voru, og sem menn láta engjast sundur og saman á köTdu járninu. Flestir Englendingar fyrirlíta þessa veiðiaðferð og Mr. Turner, sem hafði Þverá á leigu í nokk- ur ár og Mr. Woodgates, fisk- uðu aldrei á maðk. Mr. Turner bannaði alveg maðk í Þverá, meðan hann hafði hana og gekk rikt eftir að þeim fyrirmælum væri hlýtt. En það gekk nú upp og niður, þegar íslendingar áttu í hlut. Flogið til veiðivatna í óbygðum. Um farkost veiðimanna til veiðivatnanna í óbygðum lands ins í framtíðinni, hefir ' Sig- björn sínar hugmyndir. Hann segir svo um það: — Þegar nú þeim hildarleik, sem nú er háður í öllum álfum heims, er lokið, getum við ís- lendingar búist vi'ð byltingu á sviðí veiðimenskunnar. Flogið verður inn á fiskivötn landsins með hvern veiðimannahópinn á fætur öðrum, bæði útlenda menn og innlenda. Farið með þá, sem eru að leggja upp í veiðiför, en hinir sóttir, sem fyr ir eru og veiði þeirra flutt til bygða. Við þessu verðum við að vera búnir. Fyrst þarf að byggja snotra bæjarkofa úr torfi og steini, hjá veiðivötnun- um. Svefnpoka taka menn með sjer, en rúm og annar húsbún- aður þarf að vera fyrir og á- höld öll til matreiðslu og upp- hitunar. Alt má þetta flytja með flugvjelum. Hjer sjer hver, sem vill, mis- muninn á því að komast inn í óbygðir okkar lands í framtíð- inni, og á því sem nú er, er það tekur marga daga með fjölda hesta að komast sömu leið, sem fara má í flugvjel á einum 60 mínútum. Er hjer verkefni fyrir ung- mennafjelagsskap hvers um- hverfis út af fyrir síg. Ef til vill myndi hinn heil- brigði f jelagsskapur skáta leggja sinn skerf til, hjeraðsfje- lögin, sýslufjelögin — já, alt þjóðf jelagið á að láta þetta mál til sín taka. Vciðilöggjöfin hefir hjáipað. Athygli skal vakin á því, að þróun stangveiðinnar í landinu á löggjöf síðustu ára mikið upp að unna — t. d. með afskiptum veiðimálanefndar. Hún er ráðgef andi nefnd í þessum málum öll- um, Nú er hún að útbúa veiði- bækur, sem verða sendar til allra aðila, sem með veiði hafa að gera í ám'. Mjer skilst að bækurnar verði sehdar ókeypfs' til hlutaðeigándi aðila — en þess krafist í stað, að þær verði daglega samviskusamlega færð ar. Verða þær, þegar tímar líða ævisaga hverrar ár út af fyrir sig — fullar af lífi og fjöri sem eflist meir og meir eftir því, sem lengra líður. Það sjá vís- indamennirnir um. Vatnsmcrki í allar ár. Vatnshitinn í ánum og loft- hitinn færist daglega — einn- ig vatnshæð ánna. Hefir stjórn h. f. Stöng ákveðið að setja vatnsmerki í allar ár, sem hún hefir á leigu — og hafa mælana í lagi. Einnig mun verða gefin út dagbók, sem allir veiðimenn geta fengið keypta fyrir sann- virði, þár sem þeir færa inn á staðnum, sjer til minnis, hvað gerist á sviði glímunnar við fisk inn sinn — svo geta þeir fært eftir henni inn í bækur veiði- heimilanna og haft dagbókina, sem kemst í vestisvasann, sjer til gamans og endurminningar. Stendur til að í „VeiðÍHftann- iniím", sem kemur út snemma í næsta mánuði komi myndir af blöðum bóka þessara, mönnum til leiðbeiningar. Að síðustu vil jeg segja þetta: Til veiðimanna: — Hættið maðkadorginu. Til eiganda veiðivatna: — Hættið netaveiðunum. Til Alþingis og stjórnar lands ins: Styðjið alla heilbrigða þróun þessara mála. Til Fiskiræktarfjelaganna, sem flest kafna undir nafni: Vaknið og sáið, því þá munið þjer uppskera. Leiðbeiningar fi! kjósenda varðandi iýðyeldiskosningarnar Þannig á kjörseðillinn að líta út, eftir að kjósandi hefir með atkvæði sínu samþykt niðurfall sambandslagasamningsins og greitt atkvæði með lýðveldisstjórnarskrá Islands: Þingsályktun frá 25. febrúar 1944, um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918: Alþingi álykta* að lýsa yfir því, að niður sje fallinn dansk-íslenski sambandslagasamningurinn frá 1918. Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra al- þingiskjósenda til samþyktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. Nái ályktunin sam- þykki, tekur hún gildi, er Alþingi hefir samþykt hana að nýju að aflokinni þessari atkvæðagreiðslu. XJ ja nei II Stjórnarskrá lýðveldisins íslands, samþykt á Alþingi 1944. Xl 3a nei Munið að greiða atkvæði um B Á Ð A R tillögurnar. Sétjið kross fyrir franían „já"! 534. kaupskipið á þessu ári. WASHINGTON í gærvkeldi: Hotamálanefnd Bandaríkjanna tilkynti í kvöld, að i dag hefði 10 nýjum kaupskipum verið hleypt af stokkunum í skipa- smíðastöðvunum í Bandaríkjun um. Hefir þá verið hleypt sam- tals 534 nýjum kaupskipum af stokkunum í Bandaríkjunum það, sem af er þessu ári. — Reuter. Stór tflril!u,'-báfur sekkur á Skerjafírði í SUÐVESTAN ROKINU í fyrradag slitnaði bátur upp af bátalegunni fyrir framan Gríms staði á Grímsstaðaholti og sökk báturinn. Bátur þessi, sem var um 5 smálestir að stærð, var eign þriggja ungra manna á Grímsstaðaholti, þeirra Bjarna Guðjónssonar, Óskars Pálma- sonar og Viktors, uppeldissonar Andrjesar á Grímsstöðum. Hafa þeir piltarnir orðið fyrir til- finnanlegu tjóni, því báturinn mun ekki hafa verið trygður. Þeir fjelagar keyptu þennan bát á Akranesi í haust og hafa róið á honum frá Grímsstaða- holtinu í vetur. Fyrir utan báts tjónið sjálft missa þeir vonina í góðri veiði, sem nú ætti ein- mitt að vera framundan hjer við flóann. Hrognkelsanetatjón. Það er óttast, að hrognkelsa- veiðimenn við Skerjaffjörð hafi orðið fyrir allt-tilfinnanlegu tjóni í veðrinu í fyrradag. Áttu sumir 20—30 net úti. Hefir ekki verið hægt að vitja neinna enn- þá, til að athuga, hvað kann að hafa týnst af þeim, eða skemst. Vantar smábátahöfn við Skerjahöfn. Það hefir dregið allmikið úr mönnum á Grímsstaðaholti að afla sjer opinna báta til fisk- veiða undanfarið vegna þess hve tilfinnanlega vantar smá- báta-höfn við Skerjafjörð, eða góð skilyrði til að leggja bátum. Fyrir einum þremur árum, var veitt nokkuð fje á fjárhagsáætl un bæjarins til endurbóta á Grímsstaðavör. En ekkert hefir þar orðið úr framkvæmdum ennþá. Væri nauðsynlegt að þessi mál yrðu athuguð sem fyrst. Danmörk Framh. af 1. síðu. neskar hersveitir, eða sjerlega æfðar amerískar negrasveitir hernæmu landið fyrst í stað, þar til hægt væri að senda annað og betra lið til Danmerkur. I áróðursritunum voru mynd ir af Stalin, Roosevelt, Churchill og Kristjáni konungi X., enn- fremur voru prentuð dönsk, bresk, rússnesk og amerísk flögg í ritin og var prentað á þau: „London 1944". Eyrarsund ferjurnar ganga á ný. Þjóðverjar hafa nú leyft, að Eyrarsundsferjurnar, milli Dan merkur og Svíþjóðar gangi á ný. Danskir borgarar, sem vildu komast til Danmerkur frá Sví- þjóð og sem hafa árituð vega- j brjef, geta fengið að fara til Danmerkur og þeir, sem hafa fengið árituð vegabrjef sín hjá Þjóðverjum geta ferðast til Dan merkur, en enginn farþegi fær að koma frá landinu. Síminn milli Svíþjóðar og Danmerkur, er ennþá lokaður. — Loffsóknin Framh. af 1. síðu. Bresku í'lugvjelarnar flugu f.yrst í áttina .lil Ilauiborgai" til ao' villa orustuflugvjelai* Þj(')o'verja, sem biðu eftir á- rásarflugvjelunum. En þaoi fóru ekki nema nokki'ar flug- vjelar til árásar á Hamborg. Bandameim náðu hinsvegaj' tilgangi símun, sem var ai\ dreifa orustuflugvjelasveitum Þjóðverja. Bretar mistu 29 orustuí'lugvjelar og 2 Mosqui- toflugvjelar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.