Morgunblaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 4. maí 1944 GLÆSILEG ÞJÓÐHATÍÐ 17. OG 18. JIJNÍ Framh, af bls. 1. art flytur biskupirm yfir íslandi stutta ræðu, eða bæn og sáim- ur sunginn á eftir. Klukknahringing um !and alt — 1 snínútu þögn. Á mínútunni klukkan 2 er gert ráð fyrir að öllum kirkju- kldkkum um land alt verði brtngt í þrjár míiíútur til að fagna hinu sögulega augnabliki ísiensku þjóðarinnar, en gert er ráð fyrir, að Alþmgi hafi þá fyrir fram ákvéðið, að lýðveld- ið gangi I gildi klukkan 2 e. h. 4)ann 17. júní. Nákværalega kl. I! mínútur yfir 2, er kirkju- tdukkurnar hætta, verður alger ;4>ógn um land alt í eina mín- úr.u — Hvar, sem menn eru staddir, heima eða heiman, eíga þeir að nema staðar, karl- rnenn taka ofan höfuðföt sín og aílir standa hljóðir í mínútu. — ÖII vinna stöðvast hvar sem er og menn sameinast um eina f) ugsun þessa mínútu. bWsétökjör tiikynt.. A.ð þessu loknu flytur forseti sámeinaðs A-lþingis ræðu. — Kynnir forsetakjör, sem AI- þingi hefír gengið frá áður en hatíðín hefst. Hinn nýi forsetí íslands vinn ur eíð að stjórnarskránni og flytur stutt ávarp. Að þessu loknu tekúr þingið fyrir fleiri mál, ef einhver verða og fundi verðuf slitið. Fánliyliíiig, Þegar fundi Alþingis er lok- ið, fer fram fánahylling. Stór og mikill silkifáni, sem til er frá 1930, verður dreginn að him á hárri flaggstöng, sem reist vcrður á Lögbérgi. — Á meðan fáninn er . dreginn að hún sýngur marmfjoldinh: Rís þu, unga Islands merki, fána- söng Einars Benediktssonar. Gert er ráð fyrir að þessi hátíðahöld, standi yfir í 1—1 % klukkustund, eða skemur, ef veður verður slæmt. En þessi hátíðahöld fwa fram í aðal- atriðum eins og lýst hefir verið, hvernig svo sem veður ver'ður. Öllum þessum hátíðahöldum verður útvarpað og teknar verða ljósmyndir og kvikmynd ir af hátíðahöldunum. Ræður verða væntanlega teknar upp á hljómplötur og heildar talmynd gerð síðar af hátíðahöldunum, Framhald Þingvallahátíðar- • H»i)rjar. Klukkan 4—5 hefst framhald hátíðarinnar á Þingvöllum og standa þau hátíðahöid væntan- lega í 4 klukkustundir. — Þau hótíðahöld fara fram á sljett- unni, þar sem íþróttapallurinn var’ 1930. Þar vetða iþróttasýn- ihgar, hljómleikar, kórsöngur og fléira, ef til vill stutt ræðu- höld. Þar syngur þjóðkór ur.d- ír stjörn Páls ísólfssonar og er géft ráð fyrir að allir viðstádd- ir :,taki undir!!. Ef til vill munu slfáld flytja þarna kvæði. íþróttasýningarnar verða í 3 atfiðum. Úrvalsflokkur 16 fim- le|kakvenna sýnir listir sínar, 2{lj0 manna fimleika flökkur kyl3 sýnir leikfimi bg' úírvals flokkur 16 karlmanna sýnir leikfimi. Þá fer og þarna frám úrslit Íslandsglímunnar. Keppa 6—8 glímumenn til úrslita, en áður verður búið að keppa í glím- unni að öðru leyti en því, að úrslit verða eftir. Til mála hefir komið, að dans að verði á eftir á pallinum, en þá sennilega ekki nema til miðnættis eða skemur. Hátíðahöldxn í Rcykjavík 18. júní. Næsta dag verða hátíðahöld í Reykjavík. Hefjast þau kl. 1,30 með allsherjar skrúð- göngu. Bærinn verður flöggum skreyttur og ætlast er til að þúsundir manna taki þátt í hóp göngunni. Börn og fullorðnir taka þátt í göngunni. Börnin bera íslenska fána og margir fánar verða í skrúðgöngunni. Þjóðhátíðarnefndin hefir átt tal við mörg landsambönd og fje- lagasambönd, svo sem skáta, í- þróttamenn, stúdenta og aðra, sem væntahlega fylkja sjer undir fjelagsfána sína í göng- unni. Skrúðgangan hefst sennilega hjá Háskólanum og verður gengið um bæinn og fram hjá Alþingishúsinu. Forseti íslands mun standa á svölmn Alþing- issins og taka á móti hyllingu mannfjöldans í göngunni. Þaðan’T'erður gengið á Lækj- artorg og göturnar er liggja að Stjórnarráðshúsinu. Þar verður komið fyrir ræðupalli og mun forseti íslands halda þar ræðu til þjóðarinnar. — Verður það sennilega 20 mínútna ræða. Kvöldhátíðahöld 18. júní, Hátíðarnefndin mun gera ráð stafanir til að samkomuhús í Rcykjavík verði opin almenn- ingi að kvöldi þess 18. sem er sunnudagur og verða þau senni lega opin lengur en venja er til og frjáls til afnota öllum al- menningi til að skemta sjer. Flutningar til og frá Þing- völlum. Eilt mesta vandamálið í sam bandi við hátíðahöldin á Þing- völlum, sem nefndin verður að ráða fram úr, eru flutningar fólks milli Reykjavíkur og Þing valla. Mun sennilega verða tekið það ráð, eins og á Al- þingishátíðinni, að alljr leigu- bílar verða teknir leigunámi með bráðabirgðalögum. Er það nauðsynlegt til að fá farartæk- ín undir eina stjórn og tryggja, að sem mest not fáist af farar- tækjum, sem til eru. Hefir nefndin áætlað, að hægt verði að flytja 15,000 manns með þeim leigubílum (vöru- bílar meðtaldir) sem til eru í bænum. En þá verður að fara tvær ferðir um morguninn og fyrri ferðina verður að fará „hringinn“, um Ölfus og Hell- isheiði Þá er gert ráð fyrir, að þeir sem eiga einkabíla, flytji éins mikið af kunningjafólki sínu til Þingvalla og þeir geta og fari þeir einnig tvær ferðir. Er nauðsynlegt að bílaeigendur sýni góðan vilja í þessu efni. Heppilegt væri, að xxngt fólk, sem á tjöld, fari til Þingvalla daginn áður og tjaldi þar yfir nóttina til að ljetta á flutning- unum 17. júní. Vei'ða vafalaust margir, sem velja þá leið. Vcitingar á Þingvöllum. Ekki verður hægt að hafa neijxn heitan mat til sölu á Þing völlum 17. júní. Hinsvegar verð ur sjeð fyiir að til sölu verði kaffi, öl, gosdrykkir og sæl- gæti í tjöldum, sem sett verða upp. Fólki er því ráðlagt að taka með sjer matr t. d. brauð- pakka. Valhöll verður ein- göngu fyrir þingið og gesti Al- þingis. Ex-fitt um gistingu í Reykjavík. Nefndin vill eindregið ráða fólki utan af lanSi frá að koma til Reykjavikur til þess að verða viðstatt hátíðahöldin þar, nema að það hafi víst húsnæði hjá kunningjafólki sínu. Það vei'ður ekki hægt að sjá fólki fyrir gisting' að neinu ráði, þó eitthvað verði hægt að setja upp af gististöðum í skólum bæjarins. Hátíðahöldunum verður öll- um útvarpað og geta menn úti á landi iyígt með öllu, sem ger- ist. Ennfremur er gert ráð fyr- ir, að hátíðahöld fari fram í öllum bæjum og sveitum lands- ins hátíðLsdagana. —• Hefir nefndin skrífað bæjar- og sveitastjórnum um þetta mál og hafa nokkrir bæir þegai skipað nefndir til að sjá um há- tíðahöld. Hvetur þjóðhátíðar- nefndin til þess, a£> hátíðahöld verði sem víðast haldin, þar sem því verður við kdmið og mætti þá fljetta útvarp hátíða- haldanna inn í þau. Hátíðarmcrki. Hátíðarnefndin baUð til sam- kepni um merki fyrir hátíð- ina. Bárust nokkrar tillögur, en ekki leist nefndinni á neina þeirra. Þó var Stefáni Jónss.yni veitt verðlaunin, þar sem hann hafði sent bestu tillögurnar og verður ein af tillögum hans notuð á minnisskjöld, sem gerð ur verður. Merki hátíðarinnar hefir verið ákveðið. Ex' það fánaskjöldurinn úr skjaldar- merkinu gamla, landvættirnir ekki hafðir með, en yfir fána- skildinum er upprennandi sól og gi'eypt í orðin „17, júní 1944“. Reynt hefir verið að fá merki þetta gert í ,,emalie“ vestur í Ameríku, en engin vissa er fengin fyrir því að mex’kin kom ist hingað fyrir hátíðina og verður þá að notást við prentuð brjefmerki. Minnisskjöldur. Þá hefir verið ákveðið að gera minnisskjöld í tilefni af hátíðinni. Skjöldur þessi verð- ur kringla,-um 10 sentimetrar í þvermál. Öðru megin vei’ður merki hátíðarinnar, en hinum megin mynd af Fjalikonunni. Þessir minningai'skildir verða gefnir gestum og þingmönn- um. Önnur gei'ð merkisins verður til sölu. Ekki er heldur víst að þessir skildir verði komnir frá Ameríku fyrir há- tíðina. Enn fremur lxefir verið reynt að fá gerðan veggskjöld úr postulíni til minningar um há- tíðina. Guðmundur Einai'sson frá Miðdal ætlar að gera vegg- skildi með upphleyptri mynd af Jóni Sigui'ðssyni. Verða þeir. skildir gerðir úr brend- um leir. Ekki verður sala Guð- mundar á vegum nefndai'innar, en nefndin hefir faxáð frarn á við hann að hann gerði þenna skjöld. Málverkasýning og söguleg sýning. Ráðgert er, að um það leyti, sem hátíðin stendur verði hald in söguleg sýning í Mentaskól- anunx. Á þessi sýning að gefa yfirlit yfir sögu íslendinga og sjálfstæðisbaráttuna í myndum og' á annan hátt. Kosin hefir vei'ið nefnd til þess að sjá um þessa sögulegu sýningu og eiga sæti í henni eft irtaldir menn: Ólafur Lárusson prófessor, dr. Einar Ól. Sveins- son og frá hátíðarnefndinni þeir Einar Olgeirsson og Guð- laugur Rósinkranz, Ennfremur mun verða haldin samsýning á málverkum ís- lenskra listmálara í Lista- mannaskálanum þessa dagana. Verður hún sennilega opnuð 10. júní. Sýning þessi verður á vegum listmálaranna sjálfra, en nefndin hefir hvatt til þess að hún væri haldin. Bygging þjóðminjasafns. Þá hefir verið stungið upp á því, að ráðist yrði í einhverja merka minningarbyggingu í til efni af lýðveldisstofnuninni. — Hefir Blaðamannafjelag íslands m. a. komið með þá uppá- stungu, að bygt yrði þjóðminja safn. Hátíðanefndin hefir skrif að formönnum allra stjórnmála flokkanna og stungið upp á því, að ríkið ákveði að láta í’eisa veglegt þjóðminjasafn til minn ingar um lýðveldisstofnunina. Hefir þessi tillaga fengið góð- ar undirtektir. Samkepni um lög við verð- laimakvæðin. Eins og kunnugt er, voru valin kvæði eftir Huldu skáld- konu og Jóhannes úr Kötlum í samkepni um ættjai’ðarljóðin, en alls bárust nefndinnni 104 kvæði. Nú býður nefndin til samkepni um lög fyrir þessi kvæði og eiga lögin að vera kom •in.til nefndarinnar fyi’ir 1. júní. Berist einhver góð lög verða kvæðin og lögin vafalaust sung in á hátíðinni. •Aðeins einn erlendur gestur. Eins og gefur að skilja hefir ekki reynst kleift að bjóða hingað fulllrúum frá erlendum ríkjum til að vera viðstaddir á þjóðhátioinni. Vei’ður aðeins einum manni boðið frá Vestur- íslendingum og hafa þeir val- ið sem fulltrúa sinn dr. Rich- ard Beck prófessor, eins og kunnugt er af fi’jettunx. Hins- vegar vei'ða viðstaddir fulltrú- ar frá erlendum ríkjum. sem hjer eru staddir. Fánar og fánastengui*. Að sjálfsögðu verður mikið um íslenska fána á hátíðinni og menn hafa verið hvattir til að fá sjer fána og fánastengur. Hefir nefndin gert ráðstaf- anir til að pantað hafa ver- þúsundir flagga af ýmsum gerð um frá Englandi og Ameríku og flag'gstengur frá Ameríku. Verða flögg til sölu hjá þeim íyrirtækjum, sem selt hafa flögg, t. d. Haraldi Árnasyni, Sambandinu og veiðarfæra- vei'slununum. Flaggstengur munu fást hjá Flosa Sigurðssyni. Vinnufata- gerðin hefir ákveðið að gera all mikið af litlum flöggum fyrir börn. Hátíðahöld Reykvikinga. Ekki hefir nefndin gerð ráð fyi’ir neinum hátíðahöldum hjer í Reykjavík þann 17. júní, að öðru leyti en því, sem lýst hefir verið hjer að framan. En það er athöfnin við styttu Jóns Sigurðssonar við Austurvöll um morguninn. Hinsvegar er búist við að bærinn verði skreyttur flöggum og einkum verði skreytt í miðbænum. — . Búast má við, að ekki komist allir Reykvíkingar á Þingvöll þann 17. júní og ef Reykjavík- urbær vildi efna til sjerstakra hátíðahalda þenna dag fyrir bæjarbúa, er það vitanlega frjálst, eins og öðrum bæjum á landinu. Mun verða komið upp sterk- um hátölurum við Austurvöll, þar sem þeir, sem í bænum verða, geta fylgst með því, sem fram fer á Þingvöllum. Nefndin hefir beðið bæjar- stjói’n Reykjavíkur að útnefna mann til að vera með henni í ráðum hvað snertir hátíðahöld í Reykjavík og verður sá mað- ur sennilega kjörinn á fundi bæjarstjórnar í dag. Olvaðii- menn verða teknir úr umferð. Agnar Kofoed Hansen lög- reglustjóx'i hefir verið settur lögreglustjóri á hátíðinni á Þingvöllum og verður höfð ströng ló'ggæsla þar eystra. Er gert ráð fyrir að bæjarlögregl- an verði fyrir austan að mestu leyti, en varamenn í Reykja- vík. Ekki verður ölvuðum mönn- um leyft að vera á hátíðinni og ef vín sjest á manni verður hann tafarlaust „tekinn úr, um- fei'ð“, hver sem í hlut á. Verð- ur komið fyrir skýli, eða fang- elsi fyi'ir slíka menn á Þing- völlum. Læknavöi'ður og hjúkrunar- fólk verður að sjálfsögðu á Þingvöllum til taks, ef slys skyldi bera að höndum. • • Þetta er það helsta, sem þjóðhátíðarnefndin skýrði blaðamönnum frá um hin fyr- ii’huguðu hátíðahöld í sam- bandi við stofnun lýðveldisins á íslandi. Munu allir íslendingar vilja gera sitt til að hátíð þessi verði sem glæsilegust og minn- isstæðust þjóðinni og hinu unga lýðveldi til sóma í alla staði. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.