Morgunblaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 4. maí 1944 Minníngarorð um Ólaf J. Gjuðmunsson Leynistarfsemi Norkanna stjórnað frá London Ennþá einu sinni hefir Ægir höggvið skarð í hóp hinna hraustu og hugprúðu sveita, sem lí og framtíð þessarar þjóð ar byggist að mestu leyti á. Mannanna, sem eru framverðir íslensku þjóðarinnar, stolt henn ar og heiður. Og þó að þjóðin viti þetta, þá gerir hún sjer ekki altaf ljóst, hve alvarleg tíð indi það eru, þegar sjómaður fellur. Hún gerir sjer ekki alt- af ljóst, hve dýrmæt hin styrka hönd sjómannsins er, þegar háskinn steðjar að mönnum, skipi og farmi. En hugsum, eitt örugt handtak bjargar öllu á hættustund. Líf og starf þess- ara manna, sem færa björg í bú þjóðarinnar, og stofna með því lífi sínu í sífelda hættu, er svo mikilsvert, að flestir þeir hlutir, sem hæst bera í daglegu lífi og tali, eru hjegómi einn í samanburði við það. Islenska sjómannastjettin er aðall íslensku þjóðarinnar, og þar var Ólafur Guðmundsson, bátsmaður í fremstu röð, hraust ur, duglegur, hugrakkur og góður, sómi íslenska aðalsins. Það var dauft yfir skipshöfn- inni á Goðafossi, þegar hann lagði að landi í síðustu viku, einn hraustasti og besti maður- inn meðal þeirra, kom ekki með, maður, sem vár búinn að prýða hóp þeirra í 12 ár. Hann varð efíir á miðju Atlantshafinu, s,em hann var búinn að eiga svo fharga glímuna við, og ávalt sigrað, þar til nú. Hann fjell í hina mjúku gröf hafsins, við hlið hinna mörgu starfsbræðra sinna, hetja, sem ekki falla með vopn í hönd til tortíming- ar öðrum, heldur öðrum til lífs og bjargar. Ólafur heitinn var fæddur 16. júlí 1905, og því aðeins'34 ára. Hann giftist árið 1936 eft- irlifandi konu sinni Sigríði Sig- urmundsdóttur frá Fossá, Barða strandasýslu, og áttu þau 3 börn og er sár harmur kveðinn að heimili hans, sem hann unni svo mjög. Ólafur heitinn var í blóma lífs síns, og er sárt til þess að vita, að hann svo ungur skuli hrifinn brott frá því, sem hon- um var svo kært, og þurfti hans svo mjög með. Ólafur var hvers manns hugljúfi, svo allir vildu vinir hans vera, hann var drenglyndur og góður maður, sem öllum vildi vel og hvers manns" vandræði vildi leysa. — Hann var gleðimaður og undi sjer vel í góðum vinahóp, en þó jafnframt alvörumaður, traust- ur og öruggur, sem vissi hvað hann vildi. Hann var mikill verkmaður og hægur, hann var trúr og viss í starfi sínu og er mikill skaði skipi og'samstarfs- mönnum hans að fráfalli hans. Við, vinir hans, munum aldrei fá bættan missi okkar við frá- fall hans. Við minnumst hans ávalt sem eins hins besta manns, sem við höfum kynst og munum altaf eiga ljúfar endur- minningar um hann. Vertu sæll, vinur, jeg veit, að þú áttir góða heimvon. — Við þökkum þjer fyrir alt og mun- um ávalt blessa og heiðra minningu þína. P. F. ' Frá norska blaðafull- trúanum: SÍMAÐ er frá London til norska blaðafulltrúans hjer, að frjettaritari frá Daily Tele- graph í Stokkhólmi hafi átt tal við einn af forvígismönnum lejmistarfsemi Norðmanná. — Hann skrapp til Stokkhólms á laun, en sneri fljótlega þaðan aftur heim til. Noregs. Norð- menn, sem staddir eru í Sví- þjóð staðfesta, að þessi forvíg- ismaður leynistarfseminnar fari með rjett mál. Er frásögn hans sú ábyggilegasta^ sem nýlega hefir komið frá Noregi. Hann sagði m. a.: Quislingar eru vonsviknir, því þeir eru nú orðnir sar.n- færðir um, að Þjóðverjar bíði ósigur. En í þeirra hópi eru menn, sem berjast eins og „innikróaðar rottu^“ þegar að þeim fer að sverfa, því þeir ótt- ast hefndir frá norskum föð- urlandsvinum fyrir harðstjórn, hungur og morð, undir fjögra ára Gestapoofríki. Aðrir Quísl- ingar reyna að komast í „róðr- arklúbbinn“, en undir því nafni gengur sá flokkur manna sem reynir að komast yfir ú raðir föðurlandsvina áður en dagur hefndarinnar rennur. Þjóðverjar gerðu sjer litla von um stuðning ,,hirðarinnar“ er til vopnaviðskifta kæmi. En þeir eru nú farnir að láta nokk- ura ,,hirðmannanna“ fá vopn. Þeir styrkja ,,hirðina“ til þess að geta notað hana meir og meir í varðþjónustu og í bar- áttunni gegn skemdarverkum. Þjóðverjar treysta því að Quisl ingar óttist leynistarfsemina vegna sjálfra sír. St úIku r vanar saumaskap geta fengið góða atvinnu nú þegar. Húsnæði getur komið til greina. Umsóknir, merktar: „Húsnæði— Saumaskap ur“, sendist blaðinu, sem fyrst* Tuúð er að alls sjeu nú í Noregi 25 þúsund Quislingar, þ. e. a. s. að í flokki þeirra sje ekki nálægt því einn hundr- aðshluti þjóðarinnar. Og eru þá taldar konur og börn, sem vegna tengda og vensla við Quishnga þora ekki annað, en fylla flokk þeirra. Af þessu fólki gætu Þjóð- verjar sett 7000 undir vopn. En hiingað til hafa aðeins 3000 verið búnir með vopnum, allt frá skammbyssum í vjelbyss- ur. Þessir 3000 hafa fengið her- þjálfun upp á þýska vísu. — En margir þeirra hafa tapað trúnni á sigur Þjóðverja. En jeg býst við, sagði hinn norski forystu- maður, að þeir grípi til vopna, þegar við förum að láta á okk- ur bera fyrir alvöru. — Þeir vita hve leynistarfsemi okkar er öflug og þeir eru hræddir við okkur. Sá dagur rennur innan skamms, er við fækkum þessum njósnurum og svikur- um. Það er enginn æfintýrablær yfir leynistarfseminni í dag, við vinnum markvíst að störfum okkar. Stjórn leynistarfsem- Lnnar fær fyrirskipanir sínar frá norsku stjórninni í London. Við höfum móttökusíöðvar okk ar á felustöðvum, þar sem Þjóð verjar eiga erfitt með að ná til þeirra. Því miður hafa Þjóð- verjar fundið nokkrar af mót- tökustöðvum þessum og hafa hafa hefnt sín grimmilega á því fólki, sem hefir verið við þær riðið. En slíkt hefir ekki orðið til annars en treysta samtök leynistarfseminnar og auka á hatrið til Þjóðverja. Norðmenn eru yfirleitt í engum efa um að Þjóðverjar bíði ósigur. Fleiri og fleiri þýsk ir hermenn í Noregi komast á sömu skoðun. MihailoWch Framhald af bls. 7- þjóð til þess að taka við keppi- naut konungsstjórnarinnar' — ,,bráðabirgðastjórninni“, sem Tito og fylgismenn hans hafa komið á laggirnar. (Þegar þetta er skráð, hafa erindrekar Tito- stjórnarinnar þegar beðið um vegabrjef til þess að komast til Bandaríkjanna og leita þar við- urkenningar á stjórn Titos). Hin upprunalega stefna rík- isstjórnar Bandaríkjanna, að leyfa þjóðum hinna frelsuðú landa að ákveða sjálfar um framtíð sína eftir að óvinirnir hafa verið hraktir á brott, virt- ist skynsamlegri nú en nokkru sinni fyrr. Auðvitað verður slík athöfn þó hreinn skrípaleikur, ef hernámsliði eða stjórnmála- flokkum í bráðabirgðastjórnar- aðstöðu leyfist að „hreinsa til“ í því skyni að tryggja „rjetta“ niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar, eins og Tito nú er að gera. Það verður ef til vill | stærsta stjórnmálalega við- fangsefnið, sem bíður hinna sigrandi bandamanna, að koma i veg fyrir slíkar gerfiatkvæða- greiðslur vegna undanfarandi ógnarstjórnar. j Ameríkumenn, sem fjarri eru sjónarsviðinu og kaffærðir af áróðri fyrir Tito, ættu ekki að vera of fljótir á sjer að snúa baki við Serbunum, Chetnikun- um og leiðtogum þeirra ■—- þeim, sem stöðpgt hafa barist við hlið vora og samræmt hafa stefnu sína stefnu bandamanna — og gleypa við „bráðabirgða- stjórninni", sem Tito hefir al- gerlega í vasanum. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU. Cggert Claessen Einar Ásmundsson hæstarjettarmálaflutningsmenn, Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lögfrœöistörf Speglar, Glerhillur, Gardínubönd, Gardínuhringir. Ludvig Storr X-9 Eftir Robert Storm WOIV/ FIVE UUNORED DUCKS ...T/V/SXí, 3E 6ETAWAV DOUEU FOR AiAOCA'ZA AND *!E ! , TUE ESCAPED CRIMINAL, "ALEX, T'AE SREAT/’ I4IDIN& OUT /W A UOTEL ROOM, occupies ms time profitablw..... LOOK5 LIKE - A WALLET ON TUAT DKEEEEP. Inr., Wcrld fights tcscrvcd Þorparinn Alexander mikli fór enn huldu höfði og dvaldist nú í gistihúsi. Hann fór úr herbergi sínu í rannsóknarleiðangur, til þess að reyna að afla sjer einhverra tekna. Alexander (hugs'ar): — Það virðist verá veski þarna á borðinu . .. Feitur er bitinn — Fimm hundruð dollarar, þetta verða dágóðir vasapen- ingar handa mjer og Mascara ... Maður getur vel haft þetta til fraihdráttar Iífinu. En nú hringi jeg til Mascara og fæt hana vita af því, að við förum úr borginni í nótt. Á sama tíma. X-9:— Þetta er skrítið, Bill. Konan virðist ekki gera annað en hengja út þvott. ✓

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.