Morgunblaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag’ur 4. maí 1944 golf, o. s. frv. En því miður er jeg upptekinn í kvöld. En á morgun .... ? Bamey andvarpaði. „Jeg verð að fara heim á morgun“. „Jæja?“ Johnson horfði á hann, og af honum aftur.. „Það var leiðinlegt. Ef jeg hefði vit- að.....En jeg þarf því miður að flýta mjer. Jeg ... .“ „Við skulum koma einhvers- staðar, þar sem við getum talað saman“, sagði Barney. „Jeg vildi það gjarnan, góði minn, en . . . . “ „Barinn“, sagði Barney. „Svalirnar; eða herbergi mitt, ef þú vilt þaT5 heldur“. Johnson (mætti hálf-gletnis- legu augnaráði Barney. „Hvað viltu, Barney?“ spurði hann. „Jeg sagði þjer það áðan. Tala við þig. Til þess kom jeg hingað“, svaraði Barney. Johnson hikaði, en síðan ypti hann öxlum. „Jæja þá“, sagði hann. „Jeg skal gefa þjer nokkrar mínút- ur“. „Það var fallega gert af þjer“, tautaði Barney, og gekk á und- an út á svalirnar. Skuggalegi maðurinn, hvítklæddi, elti þát og settist rjeít hjá þeim. „Hver er þessi vinur þinn?“ spurði Barney. Johnson var ekki beinlínis gáfulegur á svipinn. „Já, þessi náungi, sem eltir þig?“ „Eltir mig?“ Nú var Johnson dauðhræddur. „Hvað áttu við með því?“ Blá augu Barney blikuðu af glettni. „Já, vissulega eltir hann þig. Hann fylgdi þjer alla leið frá New York og hingað. Ætlar þú að segja mjer, að þú hafir ekki tekið eftir honum?“ „En — en — hver er hann?“ „Leynilögreglumaður — býst jeg við“. . „Við skulum fá okkur eitt- hvað að drekka“, sagði Johnson skjálfraddaður. Barney náði í.þjóninn, og bað úm tvö glös af martinivín- blöndu. „Var það þá Rand — sem sagði þjer að jeg væri hjer?“ Barney kinkaði kolli, og ein- hverra hluta vegna virtist Johnson ljetta við það. En það stóð skamt. „Það var einnig þessvegna“, sagði Barney glaðlega, „að jeg vissi. að þú haíðir komið í versl un Nancy Gibbs rjett áður en þú fórst“. Þegar Johnson heyrði þetta, virtist hann falla saman eins og loftbelgur, sem stungið hefir verið í. Munnur hans stóð gal- opinn, og hann starði á blaða- ljósmyndarann á svipinn eins og þorskur, sem er að reyna að ná andanum. „Þú — þú ert illmenni, Barney“. „Nei, nei, það held jeg ekki. Jeg er aðeins forvitinn, eins og fílsungi. Hversvegna varðveitt- ir þú brjefið, Rex? Nei, vertu ekki að ómaka þig til þess að útskýra það. Þú ætlaðir að nota það til þess að kúga fje af Mas- son“. Nú kom þjónninn með vín- blönduna, og Johnson tæmdi glas sitt í einum.teig. „Masson hlýtur að vera mjög grunnfær“, sagði Barney hugs- andi. „En jafnvel þótt hann sje það, sje jeg ekki, hvernig þú hefir fengið hann til þess að skrifa þetta brjef — ekki þar sem hann hefir þekt þig í tíu ár, Rex — gamli refur“. „Jeg fjekk hann ekki til þess að skrifa það“. „Ó, jú. Þú gerðir það. Þú sagðir honum, hversu aúðveld- lega þú myndir geta keypt brjefið af Frank Vaughan. Þú þektir Vaughan og hann væri skynsamur náungi. Datt þjer í rauninni í hug, að auðvelt myndi að ná því?“ „Þú ert með getgátur, Barn- ey“. Barney kinkaði glaðlega kolli. „Jeg er góður að geta gátur. Síðan, þegar þú hafðir selt Mas- son hugmyndina, sagðir þú hon um, að þú yrðir að hafa skrif- aða heimild, til þess að sýna Vaughan eitthvað, til þess að sannfæra hann um heiðarleik þinn“. „Þú ert hugvitssamur“. „Já“, sagði Barney samþykkj andi. „Jeg er það. — Og síðan, vopnaður með brjefi Massons og peningunum — heyrðu, hvað gerðir þú annars við þessa 100.000 dollara?“ „Jeg fjekk þá aldrei — jeg sver, að jeg fjekk þá aldrei“. „Ekki það? Jæja, sleppum því. — Vopnaður með brjefinu og peningunum fórstu af stað, til þess að reyna að finna Vaug han. Þú hringdir á skrifstofu hans, en hann var farinn það- an. Þá hringdirðu heim til hans, og hann lofáði, hálft í hvoru, að líta inn til þín seinna um kvöld ið. Svo sástu hann í Bank Street og fórst heim, til þess að bíða eftir honum. — Kom hann nokkurntíma?" Johnson var orðinn dumb- rauður í framan. „Nei, hann kom ekki. Jeg sá hann ekki eftir að hann hvarf inn í íbúð Stellu.“ „Þú segir það, já. Hæ! Þjónn — tvö glös í viðbót!“ „Jeg Sver, að jeg sá hann ekki“, sagði Johnson. „Hefði jeg sagt þjer þessa sögu, ef jeg hefði sjeð hann seinna?“ „Já, því ekki það? Þetta var góð saga, sem ruglaði marga. Þú gast ekki neitað að hafa sjeð Vaughan, vegna þess að jeg vissi, að þú gerðir það. Jeg vissi, að þú þurftir að hitta hann, vegna þess, að þú sagðir það. Hversvegna gerðir þú það?“ „Vegna þess að jeg þurfti að hitta hann út af ....“. „Jeg veit það“, sagði Barney þreytulega. „Það var út af húsi, sem þú ætlaðir að kaupa. En húsið er ekki til sölu. í guðs bænum, reyndu að finna upp á einhverju öðru. Þú vildir finna hann út af Masson-brjefinu. Jeg býst ekki við, að þú hafir þá haft morð í huga“. „Morð?“ Orðið heyrðist varla. „Ef til vill hefir þú hugsað um það, á meðan þú varst að bíða eftir, að hann kæmi út úr íbúð Stellu. Þú hafðir nógan tíma til þess að hugsa. Þú hefir ef til vill hugsað með þjer, að vitleysa vaai'i, að láta alla þessa peninga fyrir brjefið, þegar þú gætir náð því á mjög einfaldan hátt, aðeins með því að drepa Vaughan. Masson myndi ekki þora að segja neitt, vegna bi jefs ins, sem hann skrifaði þjer“. „Ó, guð minn góður!“ „Aftur á móti“, hjelt Barney áfram, „er mjög sennilegt, að þú hafir ekki vitað, að hann var með brjefið á sjer“. „Auðvitað vissi jeg það ekki“. „Þá er sennilegt að morðið hafi verið augnabliks hugmynd. Vaughan kom annað hvort heim til þín af frjálsum vilja, þegar hann fór frá Stellu, eða þú kall aðir í hann út um gluggann“. „Jeg gerði það ekki. Jeg sá hann aldrei koma út frá Stellu“. „Og þá, hjelt Barney rólega áfram, „meðan á samtali ykkar stóð komst þú að því, að hann hafði brjefið á sjer. Freistingin varð of mikil. Þú baðst hann að hafa þig afsakaðan, fórst inn í svefnherbergi þitt, náðir í byss- una og skaust hann“. Johnson greip andanp á lofti. „Mjög skemtilegt æfintýri“, sagði hann. „Já, er það ekki? Jeg gæti hugsað mjer, að margir hefðu gaman af því“. „Ekki lögreglan. Hún heldur, að Stella hafi drepið hann“. „Jafnvel lögreglan myndi fá áhuga á sögunni", sagði Barney þurrlega, „ef hún væri birt með viðeigandi letri á fremstu síðu „Globe“. Nú varð þögn langa stund. Þá sagði Johnson: „Hvað viltu, Barney?“ „Sannleikann“, svaraði Barn ey. „Jeg hefi sagt þjer sannleik- <5^ ann“. Ófríða konungsdóttirin Ævintýr eftir Jörgen Moe. 4. • enginn kæmist inn á meðan. Svo skautst hún út með sleif- ina og tók að berja og reka tröllkonurnar, og þá varð nú aldeilis gauragangur úti á svölunum, svo slíkt hafði ekki fyrr heyrst, þar brast alt og brakaði, eins og höllin ætlaði að hrynja. En hvernig sem það nú vildi til, þá fór svo, að ein hurðin hrökk upp og systir Ófríðar gægðist út, til að sjá hvernig henni gengi. En um leið stökk að henni tröllkona, þreif af henni höfuðið og setti á hana kálfs- höfuð í staðinn, og sneri þá aumingja stúlkan aftur inn í höllina baulandi. Þegar Ófríð kom inn aftur og sá systur sína, var hún reið og reifst og ávítaði fólkið fyrir að hafa ekki gætt betur að því að dyrnar opnuðust ekki, og spurði, hvort fólkinu fyndist betra að hún systir sín væri komin með kálfshaus. „En jeg verð víst að reyna að bjarga henni úr þessari ógæfu“, sagði hún. Hún heimtaði nú skip af konunginum föður sínum, og átti það að vera vel búið að öllu, en skipstjóra og áhöfn vildi hún ekki hafa, hún ætlaði að sigla ein með systur sinni, og að lokum varð að láta þetta eftir henni. Ófríð steig nú á skip og sigldi að landi því, þar sem tröllkonurnar áttu heima, og þegar hún lagði að landi, sagði hún við systur sína, að hún skyldi vera eftir á skip- inu og halda sjer þar stiltri og rólegri, en.sjálf reið Ófríð á geithafrinum upp að höll tröllkerlinganna. Þegar hún kom þangað, stóð opinn gluggi, og þar sá hún höfuðið af systur sinni standa í gluggakistunni, og um leið sló hún í hafurinn og reið í loftinu inn svalirnar og greip höfuðið og af stað með það aftur. Tröllkerlingarnar urðu þessa varar og vildu ná höfðinu aftur; komu þær því á eftir Ófríði með miklum látum og Ijótum munnsöfnuði. Náðu þær henni brátt, en hafurinn stangaði og Ófríð sló með sleifinni af öllu afli, og að lokum varð tröllkvennaflokk- urinn að láta undan síga. Og Ófríð komst aftur á skips- fjöl, tók kálfshöfuðið af systur sinni og setti hennar eigið höfuð í staðinn, svo hún varð manneskja eins og áður og jafn falleg og fyrr, og svo sigldu þær aftur af stað, langt burtu í annað konungsríki. . Konungurinn þar var ekkjumaður og átti aðeins einn son. Þegar hann sá skipið stefna að landi, sendi hann menn niður til strandar, til þess að vita hvaðan það væri, og hver ætti það, en þegar menn konungs komu til skips, sáu þeir ekki nokkra lifandi sálu á skipinu, nema Ófríð. Hún 'nwhqjumlzcjíh jsriu. „Afi“, sagði lítil stúlka. „Jeg var frammi í eldhúsi áðan, og þá sá jeg nokkuð hlaupa eftir gólfinu, sem hafði enga fætur. Hvað heldurðu að það hafi verið?“ „Jeg veit það ekki, góða mín“. „Það var vatn, afi“. Það var fyrst fyrir rúmum 50 árum að farið var að nota loft- hringi á reiðhjól og bifreiðar. Það var Englendingur sem fann þá upp. Dag nokkurn kom Johnny, sonur hans, yfir götu- grjótið á hjólum með þjettum gúmmíhringum. — Faðir hans — sem var John Boyd Dunlop — tók þá tvo þunna gúm-renn- inga og negldi þá fast í trje- hjól reiðhjólsins. Síðan þjetti hann samskeytin með dúk og dældi hringina fulla af lofti. — Þessu var lokið um tíu-leytið um kvöldið og voru báðir, faðir og sonur, svo ákafir að. reyna uppfyndinguna, að sonurinn lagði af stað á reiðhjólinu og kom ekki heim fyrr en um mið- næturskeið, fullur hrifningar. Þótt uppfynding Dunlops ylli byltingu í notkun reiðhjóla, hef i ir hann aldrei, svo vitað sje, komið á bak hjólhesti.' ★ Hefndarráðstöfun. Frúin: — Þetta er í þriðja sinn, sem jeg kem að þjer vera að kyssa vinnukonuna. Ef það kemur fyrir einu sinni enn, rek jeg hana burtu og bý til matinn sjálf. ★ Hún: — Jón, ástin mín. Eng- um myndi jeg leyfa að kyssa mig svona nema þjer. Hann: — En, jeg heiti ekki Jón. ★ Hann:.— Elskar þú mig? Hún: — Já, hversvegna ættir þú að vera undantekning frá öll um öðrum. ★ Skömmu eftir að Calvin Coolidge, Bandaríkjaforseti, ljet af embætti og yfirgaf Hvíta hús ið í Washington fyrir fult og alt, játti hann að skrifa nafn sitt, stöðu, heimilisfang og athuga- semdir á skírteini eitt. Coolidge skrifaði í eyðuna fyrir stöðu: Vikið frá embætti. Og eftir andartak skrifaði hann í .at- hugasemdaeyðuna: Feginn því. ★ — Hvernig leist yður á Sviss? — Við gátum ekki sjeð það fyrir snjó. ★ — Jeg hefi tekið eftir því, bróðir, að síðan þú giftist, vant ar aldrei hnapp nje tölu í föt- in þin. •— Já, það fyrsta, sem konan mín vandi mig á var að festa á mig tölur. ★ — í þetta skipti hefi jeg ver- ið verulega heppinn í vinnu- konuvali. Hún er þrifin, ráð- vönd, sparsöm og mentuð. — Hefir hún verið lengi hjá þjer? — Hún kemur á morgun. ★ Gesturinn: — Jeg sje aug- lýst hjer, að það sje bannað að taka við þjórfje. Þjónninn: -— Já, en það er hvergi bannað að gefa þjórfje.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.