Morgunblaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 4. maí 1944 IgimMðfeÍB Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjori: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Staldrið við! EKKI HORFIR vænlega í dýrtíðarmálunum. Vísital- an 268 stig, þrátt fyrir tugmiljóna greiðslu úr ríkissjóði árlega, til þess að greiða niður verð á tveim brýnustu nauðsynjavörum, kjöti og mjólk. Á sama augnabliki og þessum greiðslum væri hætt, myndi vísitalan hlaupa upp um 15—20 stig, eða jafnvel enn meir. Hin raunverulega dýrtíð í landinu er því miklu hærri en vísitalan sýnir. — Vísitalan myndi sennilega komast nálægt 300 stigum, ef greiðslunum úr ríkissjóði yrði hætt. Fjármálaráðherra hefir tvívegis látið orð falla á opin- berum vettvangi, að tilgangslaust væri að halda áfram að verja miljónum króna úr ríkissjóði til þess að „greiða niður dýrtíðina“, ef þessari viðleitni til þess að halda dýrtíðinni í skefjum yrði svarað með nýjum kaupkröfum. En nú virðist þessi ætla að verðá raunin. Dagsbrún reið á vaðið í vetur og fjekk kaupið hækkað. Og nú hefir flest starfsfólk hjá iðnfyrirtækjum hjer í bænum sagt upp kaupsamningum. Alt bendir til þess, að hafið sje nýtt kapphlaup milli kauplags og verðlags. Haldi þessu áfram, er bersýnilegt hvert stefnir. Hinar úiýju kauphækkanir leiða af sjer hækkun landbúnaðar- varanna. Vísitalan hækkar, þrátt fyrir miljónagreiðsl- urnar úr ríkissjóði. Allir sjá, að það er hrein vitleysa að vera að ausa fje úr ríkissjóði, til þess að „greiða niður dýrtíðina“, ef þessu er jafnharðan svarað með nýjum kaupskrúfum. Slík vinnubrögð væri hreinn molbúaháttur. En hve lengi verður þessum leik haldið áfram? Er ekki tími til kominn fyrir stjórnmálamennina, að staldra við og íhuga, hvar þjóðin er á vegi stödd? Á að gera að engu þá miklu möguleika, sem þjóðin ræður nú yfir og leggja alt í auðn? Um eitt að velja ÞAÐ DREGUR NÚ ÓÐUM að því, að hin almenna þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandsslitin og lýðveldis- stofnunina fari fram hinn 20.—23. þessa mánaðar. Utan kjörfundar atkvæðagreiðslan er í fullum gangi, og unnið ötullega af nefndum í hverju hjeraði landsins að þátttöku í henni. Kjósandanum er ætlað að svara tvennu: hvort hann vilji sambandsslitin og hvort hann vilji, að lýðveldisstofnunin fari fram. Spurningarnar eru þannig að formi til tvær. í eðli sínu er þó spurningin ein og sú sama, sem á rök- rjettan hátt er ekki hægt að svara nema með „já“-i, — tvisvar sinnum. Einstaka menn, sem upphaflega lentu á undanhaldi í sjálfstæðismálinu, eru að hvísla um að samþykkja sam- bandsslitin, úr því sem komið sje, en lýðveldisstjórnar- skrána eigi ekki að samþykkja. Hún eigi að vera öðru vísi, ekki svona, heldur hinsegin o. s. frv. Engum er lengur stætt á andstöðu við sambandsslitin. Eining þjóðarinnar er svo sterk. En það verða menn líka að gera sjer grein fyrir, að nú liggur ekki fyrir að segja um það, hvernig framtíðar lýðveldisstjórnarskráin skuli vera í einstökum aíriðum. Það liggur aðeins fyrir að taka ákvörðun um sjálfa lýðveldisstofnunina, það að breyta landinu í lýðveldi í stað konungdæmis, og við það eitt eru núverandi breytingar á okkar gömlu stjórnarskrá miðaðar. Frekari heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar er verkefni, sem bíður, og það er þegar frá upphafi ákveð- ið, að annað verksvið stjórnarskrárnefndar sje að undir- búa þann þáttinn. Að segja nú: jeg vil sambandsslit, en halda konung- dæminu, — uppfyllir að vísu kröfur formsins, en ekki , hugsjóna sjálfgtæðisbaráttunnar. Það er í eðli sínu hvort i öðru andstætt. Það er feluleikur í sjálfstæðismálinu. Aðeins með einu móti samhljóma orð og andi þjóðar- i innar við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þegar sagt er já og . aftur já, og aðeins já. I Morgunblaðinu fyrir 25 árum Fyrirhugað var að efna til vjelritunarkappmóts hjer í bænum. Var það hið fyrsta, sem halda átti. 19. apríl. — „Verslunarmannafjelagið „Merkúr“ gengst fyrir því að haldið verður vjelritunarkapp- mót hjer í bænum þann 4. næsta mánaðar. Þienn verðlaun hefir versl- unarfjelagið ákveðið að veita Fyrstu verðlaun, fyrir mestan flýti og bestan frágang 100 kr. (auk þess gefur hr. A. Claessen Imperialritvjel, ef keppandinn vinnur á hana fyrstu verð- laun). Onnur verðlaun 60 kr. og þriðju verðlaun 35 kr.“ % ★ Snjóflóð voru þá tíð og urðu þau völd að miklu tjóni. 20. apríl. „Frjettaritari Morgunblaðs- ins á Akureyri símar, að snjó- flóð hafi fallið á Kaðalsstaði í Fjörðum og tekið þar íjárhús, sem Björn Líndal átti, og drep- ið um 120 ær og sauði“. ★ % Um mannfallið í heimsstyrj- öldinni 1914—■’ 18 segir m. a.: 28. apríl. ,,Einn af yfirhershöfðingjum Bandaríkjanna, March, hefir nú lokið rannsóknum um, hve margir hafi fallið í heimsstyi'j- öldinni. Niðurstaðan hjá hón- um er þessi: Alls hafa fallið nálægt 7.354.000 manns. Af þ&im eru 1.100.000 Þjóðverjar, 1.305.000 Frakkar, 706.000 Eng lendingar, 460.000 ítalir og 50.000 Ameríkumenn. — Tjón Frakklands í heimsstyrjöldinni hefir einn af frakknesku þing- mönnunum metið, eftir ná- kvæma rannsók, til fjár. Nið- urstaðan er 119 miljarðar og 800 miljón frankar“. ★ Þá var talið víst að járnbraut argöng yrðu lögð undir Erm- arsund milli Englands og Frakk lands. Um það segir m. a.: 29. apríl. „Nýlega birti Reuter-frjetta- stofan eftirfarandi skeyti: Það er alment álit í neðri deild þingsins, að stjórnin hafi þegar afráðið að láta gera járnbraut- argöngin undir Ermarsund. Sir Arthur Fell, formaður nefndar þeirrar í þinginu, sem hefir járnbrautarmálið til meðferð- ar, hefir skýrt frá því, að frið- arráðstefnan hafi fallist á það, að göngin sjeu gerð. Er búist við því að fimm ár gangi til verksins og það kosti 25 miljón ir sterlingspunda. „Daily Mail“ segir, að á friðarfundinum hafi einnig verið rætt um það, að gera járnbrautargöng undir Sæviðarsund og Njörvasund". Papen kominn heim. London í gærkveldi: — Tilkynt var í Berlm í dag, að von Papen, sendiherra Þjóð- verja í Tyrklandi, hefði komið til-*Berlínar í dag, Er álitið, að hann eigi að gefa stjórn sinni skýrslu um hin margumtöluðu Jkrómsölumál, meðal annars. — Reuter. Starfsstúlkur á heim- ilunum. HÚSMÓÐIR skrifar eftirfar- andi um starfsstúlkur ó heimil- um: „Jeg ætla ekki með þessum lín um að útskýra hvað dásamlegt það er, að hafa á heimilinu góða stúlku, sem með ánægju og trú- mensku vinnur sín störf. Það veit hver hugsandi maður. Einnig vita allir, hvað erfitt er að fá stúlku til þessara starfa ðg er ýmislegt, sem j >ví veldur. Fyrst og fremst þykir þeim vinnu tíminn of langur, og ekki eins ceglúbundinn og við aðra vinnu. En svo síðast en ekki síst er það, að þær álíta að litið sje niður á þær, og verð jeg að segja, að það sr ekki að ástæðulausu. Hvernig stendur á því, að þessari stjett eru valin uppnefni og háðsyrði? Jeg á hjer við, að þeir, sem á seinni árum láta mikið á sjer bera, bæði í ræðu og riti, nota venjulega orðið „eldabuska“, er þeir nefna þær stúlkur, sem vinna heimilisverkin. Það hefir oft hneykslað mig að heyra þetta í útvarpi og í ritum. Jeg man nú ekki til að jeg hafi heyrt aðra en karlmenn nota þetta orð, fyrr en nýlega að jeg sá, að kona, sem virtist .vilja vinna að jafnrjetti kvenna, birtir í blaði út.varpserindi, sem hún hefir flutt, og ]iar kemur orðið „eldabuska“. í niðrandi merkingu. „Þetta er sjálfsagt gömul ís- lenska“, heldur brjefritari áfram, „en venjulega held jeg að það sje notað í- niðrandi merkingu. Jeg hefi oft heyrt orðið „eldakona" og hefi ávalt skilið það svo, að ótt væri við þá konu, sem leysir af hendi vandasamt verk á heim- ilinu. En það er alveg áreiðanlegt,, að hvergi á heimilum, þar sem háttprýði ríkir innan fjölskyld- unnaí, dettur nokkrum manni í hug, að nefna starfsstúlkuna eldabusku. Jeg vildi fastlega mælast til, að bæði rithöfundar og þeir, sem í útvarp tala, hættu að nota þetta orð. < Það vantar í nútíma mál gott nafn á þær stúlkur, sem Vinna heimilisstörfin og væri óskandi að einhver orðhagur maður gæti fundið nafn, sem þær mættu vel við una. Það þykir flestum stúlkum leið inlegt að segja, að þær sjeu vinnustúlkur, hvað þá eldabusk- ur og þetta get jeg ákaflega skil- ið, eftir því, sem tíðarandinn er. Mjer finst, að þær stúlkur, sem vinna að heill heimilanna, eigi sannarlega skilið, að þeim sje val ið virðulegra heiti. Sorphreinsun — vanda mál. EINU SINNI, fyrir alllöngu, var að því vikið hjer í dálkun- um, að nauðsýnlegt væri að gera ráðstafanir, sem dygðu, í sorphreinsunarmálum bæjarins. Var í því sambandi minst á, að hentugast væri að komið yrði upp samskonar sorpílátum um allan bæinn. Sorpílát þessi væru þann ig, að sorphreinsunarmenn gætu tekið ílátin með sjer og sett tóm og hrein ílát í staðinn. Þetta myndi flýta fyrir sorphreinsun- inni og gera hana auðveldari i alla staði. Nú er svo komið, að sorphreins unin í bænum er' að verða eitt mesta vandamál/sem krefst bráðr ar úrlausnar. Hvar, sem gengið er i bænum sjást yfirfull sorpí- lát, en brjefarusl þyrlast um húsagarða og götur frá yfirfull- um sorpílátunuMönnum varð það ljóst að þannig myndi það fara, þegar hitaveitan væri komin í bæ inn og fólk hætti að brenna úr- gangi, er til fellur á heimilunum, í miðstöðvarofnunum. Það mun vafalaust hafa ein- hvern kostnað í för með sjer, að koma upp sorpílátum fyrir all- an bæinn, en annað eins hefir verið lagt á bæjarbúa að greiða og er jeg enda viss um, að flestir myndu greiða þann kostnað með glöðu geði til að losna við óþrifin og óhollustuna, sem stafar af yfir fullum sorpílátum við Rús manna. Hjer mun vera verkefni .fyrir heilbrigðisnefnd bæjarins, sem er skipuð ágætis mönnum, sem mörgu þörfu hafa hrint í fram- kvæmd. En þetta mál þolir litla bið og þarf að komast í lag áður en hitna fer í veðri. • Virðulegir hljómleikar SÍÐASTLIÐINN LAUGARDAG voru haldnir hljómleikar í einu af stærsta samkomuhúsi setuliðs- ins hjer. Að þessum hljómleikum sfóðu lúðrasveit hersins og Karla kór Rfeykjavíkur. Fóru hljómleik ar þessir hið besta fram og voru áhorfendur bæði íslenskir og er- lendir. Þessir hljómleikar einir eru vottur um batnandi sambúð og vaxandi skilning milli setuliðs ins hjer og íslenskra borgara. I gær var haldið hnefaleikamót Íslands í sama samkomuhúsi. Islendingar hafa valið þann kostinn að taka í útrjetta vinar- hönd Bandaríkjamanna. Það er engin skömm að því. Hitt er svo auðvitað annað mál, að það er barnalegt að tala um að við sje- um „á vestur-leið“. ísland og ís- lendingar verða nákvæmlega þar sem þeir eru og hafa verið frá því landið bygðist. En þeir hafa fulla einurð og staðfestu til að eignast vini til hægri og vinstri án þess að bíða við það tjón á nokkurn hátt. Xý revýa: „Áii í lagi lagsi" FJALAKÖTTURINN hefir enn einu sinni hleypt nýrri revýu af stokkunum. Var frumsýning á henni í Iðnó í fyrrakvöld, vitanlega fyrir fullu húsi og miklum fögnuði áhorfenda. Þessi nýja revýa heitir „Allt í lagi, lagsi“. Aðalleikendur eru Alfred Andrjesson, sem leikur Jón Span forstjóra, Haraldur Á. Sigurðsson, sem leikur mið- stöðvarkyndara og síðar skrif- stofustjóra hjá Span forstjóra. Jón Aðils, sem leikur skrifr stofustjóra, sem verður mið- stöðvarkyndari, —- Gunnar Bjarnason leikur hreppstjóra og rannsókhardómara norðan úr landi. Lárus Ingólfsson fei- með mörg hlutverk. Mörg fleiri hlutverk eru i revýunni, bæði kven og karl- hlutverk. Áhorfendur virtust skemta sjer hið besta og varð að end- urtaka sum • atriðin. Að lokum voru höfundar kallaðir fram og reyndust þeir Emil Thorodd sen, Indriði Waage : /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.