Morgunblaðið - 16.05.1944, Page 5

Morgunblaðið - 16.05.1944, Page 5
Þriðjudagur 16. maí 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 Emingin í sjállslæðismálinu FUNDUR ÆSKULÝÐFJELAGANNA við Austurvöll, er haldinn var síðastliðinn sunnudag, og; sa&’t er frá á öðrum stað hjer í blaðinu, bar gleðilegan vott um einhuga unga fólksins í sjálfstæðismálinu. Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, átti frum- kvæðið að bessu fundarhaldi, en öllum fundarboðeudum var sómi að fund- inum- Birtast hjer ræður þeirra Jóhanns Hafsteins, formanns ungra Sjálf- stæðismanna, og; Lúðvíks Hjálmtýssonar, formans Heimdallar. V Höínin sú er sómi vor Ræða Jóhanns Hafsteins Unga fólk og aðrir áheyrendur! Við erum saman komin hjer í dag, rjettri viku áður en þjóð- in í heild á að veita svör sín við því, hvort hún vill játast undir þau merki, er feður hennar hófu, — hvort hún vill fram- kvæma þá hugsjón, er endur fyrir löngu vaknaði í brjóstum þraulpýndar þjóðar með liðna frelsislíð, — þá hugsjón, að endurskapa alfrjálsl íslenskt lýðveldi. ,.,Eigi skal skuturinn eftir , liggja, ef allvel er róit í fyrir- rúminu“, mælti Grettir Ás- mundsson forðum. Jeg býst við því, að hverjum einum sje nú gjarnt líku til að svara, að eigi skuli hans hlutur eftir liggja, er gangan hefst að kjörborðinu um lýðveldisstofnun i landinu. Eftir er þá aðeins að reyna, hvort vjer göngum öll jafri knálega að voru verki sem Grettir að róðrinum, en þess má minnast, að svo fast dró Grettir árarnar, að þær höfðu svo lúist um það er lauk, að hann hristi þær í sundur á borðinu. ,Væri nú jafn vel róið, myndi lítið eftir af sambandslögunum um það er lýkur og litlar fyrir- stöðvar stofnun lýðveldisins. Jeg veit ekki af hverju oss íslendingum er sýo gjarnt að þreyla kappræður. En víst er um það, að oss hefir jafnvel hent að deila um það, er ekki var umdeilanlegt. Þess vegna hlupu jafnvel snurður á þráðinn í sjálfstæð- ismálinu, sem vjer hins vegar höfum borið gæfu til að greiða úr. Vjer stöndum því hjer í ein- um hópi, hin yngri kynslóð, hvetjandi öll að sama marki. Inn í herhvötina freistumst við til að fljetta hugleiðingum helguðum takmarki voru. Jeg minnist þess, er hinn ungi sendiherra íslands í höf- uðborg Bretaveldis, Pjetur Benediktsson, flulti frjálsum Dönum á liðnu ári hinn sama boðskap, er vjer nú lúlkum. Hann sagði um hið dansk-ís- lenska vandamál: — „vjer skul um ekki blekkja sjálfa oss með því að segja, að þar sje ekki um neitt vandamál að ræðá“. En hann bætti svo rjettilega við, að í mismunandi þjóðar- táknum þessara tveggja þjóða fælist lausn vandamálsins: — „Þjóðartákn þessara landa eru mjög ólík“, sagði sendiherrann. „Danmörk er elsta konungs- veldi Evrópu, sem enn stendur, og ef nokkurt stjórnskipulag hefir staðist eldraun síðustu ára, er það konungsveldið í Danmörku. En ísland hefir alt- af verið lýðveldi; jeg á þar ekki við stjórnlagafræði, held- ur tilfinningar íslensku þjóðar- innar. Þjóðartákn vort hefir ætíð verið Alþingi, þessi þúsund ára stofnun, senr tengir þjóðina nú við gullöld hennar — — hið gamla þjóðveldi“. í þessu felst lausnin að þeirri þróun, er vjer nú stefnum að. Þessum islenska boðskap tók hinn frjálslyndi og stórhuga leiðtogi frjálsra Dana, Christ- mas Möller, með þessum orð- um: „Jeg fæ ekki sjeð, að nokkur 'Norðurlandaþjóð, hversu fámenn sem húrt er, geti öðlast neina gæfu, nema með því móti, að hún fái full- komið frelsi íil að ráðstafa öll- um sínum málum“. Höfum vjer síðan reynt þenna sama mann að sama hugarfari. Það er okk- ur gleði, en honum sómi. ★ Jeg minnist enn þess, er hin mikla hetja Breta, forsætisráð- herrann Churchill, stakk við stafni hjer i Reykjavík sumar- ið 1941, nýkominn af fundi við stórmenni Bandaríkjanna, for- setann Roosévelt, á djúþum Atlas-álum. Þessir tveir forverSir lýð- ræðisaflanna í heiminum höfðu þá umjirritað Atlantshafs-sátt- málann svokallaða, er lýsir slefnu og baráltumarkmiði hinna tveggja þjóða, Bretlands og Bandaríkjanna. Þriðji liðurinn í þessum sátt- mála hljóðar svo: „Bretland og Bandaríkin við urkenna rjett þjóðanna til að lifa undir þeirri stjórn, sem þær sjálfar kjósa“. Það er gott að eiga þarna hauka í horni! ★ Má jeg svo vitna í, á þessu móti, eitt af vorum ungu skáld- um: „Mundu íslensk æska: Enn er margt að vinna, stærstu störfin bíða styrkra handa þinna! Flýðu ekki, æska, inn í kaldan skuggann — sjerðu ekki að sólin sindrar inn um gluggann?“ (Jón frá Ljárskógum). Jeg vil ætla, að í þessu ljóði bergmáli hjartaslög æskunnar í dag. „Flýðu ekki, æska, ,inn í kaldan skuggann“! Og þetla á ekki og má ekki vera aðeins hjartaslag æsk- unnar. íslenska þjóð! „Sjerðu ekki að sólin , sindrar inn um gluggann"? Hver vill fela sig í skugg- anum við þjóðaratkvæðagreiðsl una um lýðveldið? Mönnum má vera það ljóst, áð enginn verður hindraður í því að leita í skuggann, ef hann sjálfur kýs sjer það hlutskifti. Enginn þvingar hann úr myrkr inu. En menn ættu þá einnig að gera sjer hitt ljóst fyrir- fram, að það er auðveldara að komast í skuggdnn en úr hon- um. Samviska hvers og eins fer ekki varhluta af nepjunni í forsælunni. Það er því hætt við, að fyrir þeim, sem þangað hef- ir leitað, liggi það eitt, að kala á sálunni, þegar þjóðin annars vigist nýjum vorhug vaknandi dags hins endurfædda lýðveld- is? „Líkt og allar landsins ár leið lil sjávar þreyta, eins skal fólksins hugur hár hafnar sömu leila. Höfnin sú er sómi vor, sögufoldsins bjarta. Lifni vilji, vit og þor, vaxi trú hvers hjarta“. Leitum öll í eina höfn! Þá einu höfn, sem er tak- mark baráttu feðranna! „Höfnin sú er sómi vor“ - — — „sómi íslands, sverð þess og skjöldur". Frá útifundinum á sunnudaginn. Myndina tók Alfreð D. Jó.nsson. • - Stefnan liggur móti súl“ Ræða Lúðvigs Hjálmffssonar íslendingar, konur og menn! Barátta Islendinga fyrir end- urreisn lýðveldis í landinu hefir staoið í meira en heila öld. Hún hefir á stundúm verið hörð þessi barátta, og þótt hún hafi ekki verið blóðug bylting gegn erlenda valdinu og kúg- uninni, þá hafa þúsundir ís- lendinga, karla, kVenna og bama, fallið úr hungri og vos- búð, vegna aðgerða þeirra er- lendu stjórnarherra, sem lögðu helsi á þetta land og stálu frelsi fólksins. 'k I dag slöndum við á tima- mótum í frelsisbaráttunni. Eft- ir nokkra daga gefst okkur tækifæri til að gera gamlan draum að veruleika — draum liðinna kynslóða um alfrjálsa þjóð á íslandi. ★ Einhverjum kann ef til vill að þykja sem of mikill úlfa- þytur sje um þetta mál, svo sjálfsagt sem það sje, að allir íslendingar geri skyldu sína á kjördegi og kjósi frjálst ísland. En nú í dag eins og áður í sjálf- stæðisbaráttu okkar eru svik- arar á meðal vor, menn sem ekki trúa á frelsi þessarar þjóð- ar. Einn hitti jeg á kaffihúsi fyrir nokkrum dögum, annar skrifar grein á móti íslenska málstaðnum í blað sitt vestur á Isafirði. Hjáróma raddir dansklundaðra manna og þeirra, sem ekki treysta sinni eigin þjóð, verðum við að kaefa strax. Fullyrðingar um van- mátt samlaka íslendinga eru fölsk rök til að byggja á slíkar staöhæfingar. Frelsið hefir sennilega verið þráð meir í gegnum liðnar ald- ir á íslandi en flest annað. 1 Einn skegleggasti baráttu- maðurinn fyrir því, Sig. Egg- erz, bæjarfógeti, segir í bók sinni, Stjórnmál: „Einskonar fáni í frelsisbaráttunni hafa verið hin hljómmiklu orð þjóð- fundarins undir forystu Jóns Sigurðssonar „Vjer mótmælum allir“.“ ★ í dag skulum vjer setja þann fána við hún og standa þjettsam an um kröftug mótmæli gegn þeirri rödd, sem vjefengir vom heilaga rjett til fullkomins frelsis og það er sama hvaðan sú rödd kemur, hvort hún kem ur frá ísafirði, kaffihúsgesti í Reykjavik eða erlendis frá. — „Vjer mótmælum allir". „Látum ekkert krenkja krafta þorsins, hverl sem ber oss örlaganna hjól, því að það er gott að vera á leið til vorsins og vita að stefnan liggur móti sól. ★ Islendingar! A laugardaginn kemur hefst kosningin um alt land, um niðurfelling dansk- íslenska sambandslagasamn- ingsins og stofnun lýoveldis 1 7. júní í sumar. Þá verða allir ís- lendingar að standa saman og sjá um að enginn skorist undan að mæta á kjörslað. Sú, kyn- slóð, sem nú lifir, fær tæki- færi til að kjósai endurreist lýðveldi handa óbornum kyn- slóðum þessa lands. Látum af- komendur okkar og allan heim inn sjá. að þegar helgasti rjett- ur Islendinga var sóttur eða varinn, þá standa hjer allir saman og hjetu því að vinna Islandi alt, sem þeir máttu. Þá mun ósk skáldsins verða óður framtíðarinnar til landsins okk ar. „Og aldrei, aldrei bindi þig bönd, nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.