Morgunblaðið - 14.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1944, Blaðsíða 2
2 MORÖUN BLAÐID Miðvikudagu'r 14. júní 1944. Aðalhátíðahöld lýðveldisstofnunarinnar 17. júní Yirðuleg athöfn á Löghergi DA.GÍ3KRÁ hátíðahaldanna hjer í Reykjavík og á Þing- völlam 17. og 18. júní hefir áður verið birt hjer í blað- inu, en hjer fer á eftir ná- kvæmari lýsing á því, sem fram fer hjer í Reykjavík og á Lögbergi á Þingvöllum' þ 1. júní: Við Austurvöll Uppdráttur af þingsvæðinu að Lögbergi 17. júní. Stóra örin sýnir hvar ggngið er inn á svæð ið. Til vinstri eru pallar fyrir erlenda fulltrúa og aðra gesti. Fyrir miðju eru sæti þing- manna. Fyrir miðju er ræðustóll, þar sem ávörp verða flutt. Neðst til hægri á uppdrætt- inum verður sæti forseta íslands og forseta sameinaðs þings. Efst til hægri er sýndur staður sá, er fáni lýðveldisins verður. Athöfnin við Austurvöll hefst stundvíslega kl. 9 árd. þ. 17. júní og fer fram á vegum Al- þingis. Ræðumaður þar verð- ur forseti sameinaðs Alþingis. Eftirtöldum embættismönn- urn, auk allra þingmanna, verð ur boðið að vera viðstaddir at- höfnina: Ríkissljóra. Ríkisstjórn. For- seta Hæstarjettar. Biskupinum yfir íslandi. Öllum erlendum sendihei’rum. Lögreglustjóra há tíðarinnar, og þeim meðlimum þjóðkátíðarnefndarinnar, sem ekki eru alþingismenn. Til beggja hliða styttu Jóns Sigurðssonar verður komið fyr ir fjölda fána. Sex lögregluþjónar — þrír hvoru megin við anddyri Al- þiugishússins — mynda þar hetðursvörð og heilsa, er al- þingismenn og gestir ganga út úr húsinu. — Lögreglan skal banna alla umferð ökutækja urr þær götur allgr, er liggja að Austurvelli; _ Ennfremur skal lögreglan ba.ina alla umferð um Kirkju- stræti til jafnlengdar við suð- urhlið Austurvallar. Svo og alla umferð almennings um gang- stíga vallarins. Bann þetta skal ná til allra nema þingmanna, boðsgesta, blaðamanna, ljós- mvndara og annara þeirra, sem &lurfa í sambandi við athöfn- ina. Bannið fellur niður jafn- skjótt og athöfninni er lokið. Er allir hafa tekið sjer stöðu sarakvæmt framansögðu, þá tekur forseti sameinaðs Al- þiugis til máls og form. Stúd- e> íafjelags Reykjavíkur rjett- ir honum blómsveiginn, sem tforsetinn síðan leggur á fótstall stytíunnar. Að ræðunni lokinni leikur lúðrasveit þjóðsönginn og lýk- u‘‘ r.ieð því þessari alhöfn. Uögbergsathöfnin. Eftir athöfnina við styttu Jóns Sigurðssonar á Austur- velli, fara ríkisstjóri og þing- xnenn, sendiherrar og aðrir, er boðnir eru sjerstaklega að vera viðstaddir minningarathöfn við styttu Jóns Sigurðssonar, til Þingvalla kl. 9.30. Að loknum morgunverði kl. 1 stundvíslega ganga þingmenn frá Valhöll upp brekkuna, nið- ur stigann í Hestagjá og eftir AUnannagjá að Lögbergi. Þeg- ar komið er upp í Hestagjá, verður liði fylkt og gangi frerr.stir ríkisstjóri, ríkisstjórn og biskup, síðan þingmanna- fyíking' með forseta sameinaðs þings í broddi. Upþdráttur af fyrirkomu- lagi á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum: Dökku strikin sýna vegina á Þingvöllum. Neðst til vinstri á uppdrætt- inum er barmur Almanna- gjár. Lögberg er merkt með tölunni 1. Nr. 2: íþróttapall- ur, 3: lögreglustöð, (við veg- inn að Almannagjá), 5: veg- iur inn á Leiru, 7: póstur og sími, 9: Þingvallabærinn, 10: Valhöll, 12: tjaldstæði, 13: löreglustöð, 14: hjálparstöð Rauðakrossins, 15: veitingar. Þegar þingmannafylkingin fer af stað verður blásið í lúður á barmi Almannagjár, fyrir ofan þingpall, sem merki þess, að þingmenn sjeu væntanlegir á Lögberg. Um leið og fylkingin gengur inn á þingpall, leikur i lúðrasveit „Öxar við ána“. Á mínútunni kl. 1.30 flytur forsætisráðherra ávarp í fimm mínútur, guðsþjónuslan tekur 20 mínútur og nákvæmlega kl. 1.55, setur forseti sameinaðs þings fund. Þegar forseti gefur merki lil þess, rísa þingmenn úr sælum, er gildistöku sljórn- arskrárinnar er lýst, en þá er fáni dreginn að hún og standa þingmenn, á meðan klukkna- hringing og minútuþögn varir og þjóðsöngurinn er sunginn. Eflir þingslit er sungið „Island ögrum skorið“. Kveðjur erlendra fulltrúa. Athöfnin fer fram á þann hátt, að tilkynt verður, að til- hlutun utanríkisráðherra, í hvert sinn, hver tekur til máls. Þegar fyrsti fulltrúinn gengur í ræðupall, verður fáni þjóð- ar hans dreginn að hún og er hann hefir lokið máli sínu, verður þjóðsöngur þjóðar hans leikinn. Forseti Islands mun þakka sendiherrunum og er hann hefir lokið því og gengið Fjölmenn undirbúningsnefnd frá Þjóðræknisfjelaginu og öðr um íslenskum fjelögum í Winni peg stendur að veglegum hátíða höldum þar, og er sjera Valdi- mar J. Eylands, varaforseti Þjóðræknisfjelagsins, formaður hennar. Hefjast hátíðahöldin með út- varpi yfir stöðvar kanadiska ríkisútvarpsins að kvöldi þ. 16. júní. Er ráð fyrir gert, að -for- sætisráðherra Kanada flytji þar stutt ávarp, en af Íslendirígum munu taka þátt í því útvarpi þeir Walter J. Lindal hjeraðs- dómari, er flytur ræðu og Grett ir L. Jóhannsson, ræðismaður íslands, sem lesa mun kveðju- skeyti frá ríkisstjórn Islands. — Meginþáttur útvarpsins verður söguleg frásögn í leikformi, einnig verður íslenski þjóð- söngurinn leikinn og sunginn. Þ. 17. júní verða síðan há- tíðahöld í Winnipeg, með ræð- ,um, söng og upplestri frum- ortra kvæða. Ákveðið hafði ver ið, þegar dr. Llichard fór að heiman, að sjera Philip M. Pjetursson og Jón J. Bíldfell skyldu tala, en einhverjir fleiri til sætis, er leikinn íslenski þjóðsöngurinn. Fánahylling fer því næst fram á þann hátt að „Fjallkonan“ (stúlka í skautbúningi eða upphlut) gengur fram fyrir stóru fána- stöngina og á eftir henni koma tólf stúdentar með hvíta stúd- enlshúfu og stúdentsborða um brjóst. Mynda þeir heiðurs- fylking, á meðan „Fjallkonan“ flytur stutt ávarp. íþróttum, ræðuhöldum og söng hefir áður verið lýst í dag- skránni, sem birt var á dÖg- unum. munu þar einnig taka til máls. Samdægurs mun mikil hátíð haldin að Hnausum í íslend- ingabygðinni í Nýja íslandi, og verður Guttormur J. Guttorms son skáld meðal ræðumanna þar. Þá verða einnig hátíðahöld um sama leyti og Mountain í íslensku bygðinni í Norður- Dakota, og að líkindum í ís- lensku bygðunum í Saskatc- hewan 1 Kanada. Lýðveldisstofnunarinnar verð ur einnig minst á sjerstakan hátt í sambandi við ársþing Lúterska kirkjufjelagsins í Ar- gylebygðinni íslensku í Mani- toba. Guðmundur Grímsson dóm- ari mun útvarpa ræðu um lýð- veldisstofnunina yfir útvarps- stöðvar í N.Dakota. íslendingar í-New York gangast fyrir há- tíðahöldum þar í borg; stúd- entafjelagið íslenska í Kaliforn íu, stendur að hátíðahöldum á þeim slóðum. Vafalaust verð ur lýðveldisstofnunarinnar einnig minst með samkomu annarsstaðar meðal íslendinga á Kyrrahafsströndinni og víðar á meginlandinu, largvísleg hátíðahöld Vestur- Islendinga vegna lýðveldisstofnunarinnar EFTIR þeim upplýsingum, sem próf. dr. Richard Beck hefir látið í tje, mun lýðveldisstofnunarinnar verða minst á ýmsan hátt meðal íslendinga vestan hafs og að tilhlulun þeirra. Bæði vikubölðin íslensku í Winnipeg „Lögberg“ og „Heims- kringla“ gefa út sjerstaka hátíðarútgáfu í tilefni af lýðveldis- slofnunni, en rilstjóri hins fyrnefnda er Einar P. Jónsson skáld, en Stefán Einarsson hins síðarnefnda. — Innrásin Pramb. af 1. síðu. land, en þýðingarmest er talið, að það eru bandamenn, sem hafa frumkvæðið í sínum hönd- um. Rommel verður að berj- ast þar, sem bandamenn á- kveða. Hafa Þjóðverjar neyðst til að tefla fram varaliði og eyða því í hlaup fram og aft- ur, vegna þess, að þeir geta aldrei vitað, hvar bandamenn láta til skarar skríða næst. Loftárásir og loft- hernaður. Bandamenn telja, að Þjóð- verjar hafi nú um 500 orustu- flugvjelar til yfirráða á flug- völlum nálægt Normandie og um 500 sprengjuflugvjelar frá Normandie til Þýskalands. En þeim virðist ekki neitt áhuga- mál að tefla fram flugliði sínu, sjerstaklega ekki eftir ófarirn- ar, sem fluglið þeirra fór í gær. Flugvjelar bandamanna halda hinsvegar uppi stöðugum loft- árásum dag og nótt og valda Þjóðverjum margri skráveif- unni. Typhoon orustuflugvjel- ar rjeðust í dag á hraðbáta Þjóðverja í Ermarsundi með miklum árangri. Var þrem hraðbátum sökt, þrír laskaðir mikið og að minsta kosti einn í viðbót varð fyrir skotum. Veður hefir nokkuð dregið úr lofthernaði í dag. Sprengju- flugvjelar bandamanna hafa ráðist á flugvelli og samgöngu- æðar Þjóðverja í Frakklandi og ennfremur hafa þær ráðist á þýskar borgir. Þjóðverjar virð ast ekki leggja mikið upp úr að gera við brýrnar á Signu, sem eyðilagar hafa verið, en hafa lagt bátabrýr á fljótið. Dittmar býst við fleiri innrásum. Hinn kunni fyrirlesari þýska útvarpsins um hernaðarmál- efni, Dittmar hershöfðingi, tal- aði í dag um innrásina. Hann sagði,-að bandamenn sendu ó- tölulegan grúa af mönnum til Frakklands og það þýddi ekki að loka augunum fyrir þeim hættum, sem framundan væru. Hann taldi, að Montgomery hefði ekki enn teflt fram nema um helming þess liðs, sem hann hefir yfir að ráða, og því megi búast við, að bandamenn reyni að setja herlið á land á öðrum stöðum á Evrópuströndum í stórum stíl. Reynl að sækja- frá Kohima lil Imphal London í gærkveldi. BRESKAR hersveitir sækja nú frá Kohima í áttina til Imp- hal í Burma, en aðrar sækja til móts við þær frá Imphal. —• Japanar draga nú að sjer lið á þessum slóðum, og fara orust- ur harðnandi. — Beita hvor- tveggja þarna skriðdrekum. —• í Myitkyina hafa Kínverjar og Bandaríkjamenn enn náð tveim Virkjum í úthverfum borgar- innar. Var mótspyrna Japana mjög hörð, og varð að beita eldslöngum til þess að yfirbuga mótspyrnu Japananna. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.