Morgunblaðið - 14.06.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1944, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagiír 14. júní 1944, taun forseta 50 þús. krónur ■ FRAM er komið á Alþingi í'.tjórnarfrumyarp um laun for- seta íslands. Skaí forseti hafa 50 þús. kr. laun á ári, auk verð lagsuppbótar samkvæmt lög- um. Forseti hefir ókeypis bú- stað. ljós og hita og er undan- þeginn öllum opinberum gjold- um og sköttum. Allan útlagð- an kostnað forseta vegna rekst- urs ernbættisins ber að greiða úr ríkissjóði sjerstaklega. Frumvarp þetta var tekið fyrir I Ed. í gær og mælti fjár- málaráðherra fyrir því. Magn- ús Jónsson spurðist fyrir um eftirlaun forseta, því ekkert væri minst á þau í frumvarp- inu. Ráðherra svaraði, að stjórnin hefði litið svo á, að rjettasi væri að Alþingi tæki ákvörðun um eftirlaun forseta hverju sinni, er forseíi Ijeti af ■emfcætti. Sfefsit Þorvarðarson lalar í íslensla úf- varpið frá London Fyrsfu myndir frá innrásinni. MORGUNBLAÐIÐ birfir í dag fyrstu ljósmyndirnar, sem hingað til lands hafa borist af innrás bandamanna í Frakkland. Myndin hjer að ofan, sem tekin var innrásarmorguninn, 6. júní, sýnir bíia, sem geta farið jafnt á sjó og landi. Er það ein tegund „Jeep“-bílanna, sem við könnumst svo vel við frá hernum hjer. Bandaríkjamenn kalla bíla þessa nendur“. STEFÁN ÞORVARÐARSON, sendiherra Islands í London, mun flytja íslensku þjóðinni árnaðaróskir sínar og annara íslendinga, búsettra í Bret- land:. í íslenska útvarpstíman- uo. f.'á London n.k. sunnudag, 18. þ. m„ í tilefni af stofnun lýðveldisins. Utvarpað er frá kl. 14.15— 14.30 á bylgjulengd 25.15 m. Sunnudaginn 25. júní verð- tnr hinum vikulegu útsending- um frá London hætt. En gert er ráð fyrir, að við og við verði sjerstakar útvarpssendir.gar til. íslands. Ver sluna r jof nuður- inn óhagstæðer Verslunarjöfnuðurinn í maí- ntánuði var óhagstæður um 8-1 miljón kórna, — Verðmæti imnfiuttrar vöru nam alis 28.8 rnilj .kr. og verðmæti útfluttr- s>r 20.7 miij. króna. Samanlagt verðmæti út- fluttrar vöru, á tímabilinu jan.- maí, nemur 98.8 miij. króna og innfluttrar 96.6 miljón króna. A sama tíma árið 1943 var verslunarjöfnuðurinn hagstæð- ur um 3 miljónir króna. Víkingur: Fram ■ - jafnteflr í GÆRKVELDI fór fratn leikur milli Víkings og Fram. Lauk honum með jafntefli, 2:2. — Umsögn ura leikinn mim birtast í blaðinu á morgun. Atlögur aÖ Guam. LONDON: — Bandaríkja- flugvjelar hafa að undanförnu gert miklar árásir á ýmsar eyjar Japana umhverfis Guam, er Japanar tóku af Bandaríkja mö ’.'.um í ófriðarbyrjun. Vfnsæiasfa veitinga hús Kaupmanna- hafnar eyðilagl Frá danska blaðafull- trúanum. FRÁ IvAUPMANNAllÖFN hefir borist frjett þess efnis að eitt þektasta f>g vinsælasta veitingahús borgarinhar hafi verið evðilagt. Það er engimt Arafi á því, að Þjóðverjar hafi verið þar að verki. Það er Langlinie - Pavillionen, senr evðilagður var. Trær sprengjur sprungu inni í' byggingunni. Salir Yaehtklúbhsins á annari hæð og skrifst.ofur á fyrstu hæð geréyðilögðust. Skemdir á veitingaHúsinti eru mjög mikl ar, og það er hörmulegt að sjá það, þetta veitingahús, sem allir Kaupmannahafnar- búar elskuðu, og ]jekt var um allan heim sem það veitinga- hús, sem stóð á einum feg- ursta stað, sem getur. En Þjóðverjar ljetu sjer þetta ekki næg.ja. Þeir evði- lögðu aðra byggingu. sem var samkomustaður fullorð- inna Kaupmannahafnarbúa, skála Golfklúbbsins á Erim i- tagé-sljettunni. — Hann var lagður í rústir með spreng- ingu í nótt sem leið. Mikilf ésigur Japana við Harana-eyjar WASIIINGTOX í gærkveldi — 341 japanskar flugvjelar voru skotnar niður og 13 skip um var .sökt fyrir Japönum er amerísk flotaeikl gerði skyndiárásir á fjórar evjar í Mariana-eyjaklasanum í Ivyrrahafi dagana 30.—32. júní. 36 önnur japönsk skip, löskuðust. —Reutpr. Leigunámið á Héfel Borg lögfesf FRUMVARPIÐ um leigu- nám veitingasalanna á Hótel Borg var samþykt í báðum deildum ])íngs í gær og af- greitt sem lög frá Alþingi. ■— Þetta eru fýrstu lögin, sem þetta þing samþvkkir. Varnir Þjóðverja harðna á Ífaiíu London í gærkveldi. FRAMSÓKN bandamanna. einkum á vesturströnd Italíu, hefir verið miklu Ifeegari í dag en að undanförnu, og veldur því það, að varnir Þjóðverja hafa harðnað mjög mikið, eink um umhverfis Orbetello, en svo virðist, sem Þjóðverjar muni leggja mjög mikla á- herslu á varnir þeirrar borgar. Einnig eru harðar orustur háð- ar umhverfis Bracchianovatn- ið, og segjast Þjóðverjar hafa króað þar inni tvær framsveit- ir Þjóðverja, sína hvorum meg- in vatnsins. Á miðvígstöðvunum, þar sem áttundi herinn sækir fram, hafa bardagar einnig harðnað að miklum mun, en áttundi herinn hefir náð nokkrum þorp um við Þjóðveg 5. — Á Adria- hafsströndinni , hafa varnir Þjóðverja hinsvegar ekki harðnað neitt ennþá, og er framsókn bandamanna þar jafn hröð og áður. Flugvjelar bandamanna ráð- ast stöðugt að samgönguleiðum Þjóðverja, en í gær var veður óhagstætt, svo stóru sprengju- fiugvjelarnar hjeldu kyrru fyrir. — Reuter. BÆJARSTJÓRN Akranes- kaupstaðar gengst fyrir hátíða- höldum á Akranesi sunnudag- inn 18. júní n. k. Tilefnið er fullveldistakan og að hinn 16. júní 1944 eru liðin 80 ár frá því er Akranes fjekk verslun- arrjettindi. Kl. 10 um morguninn hefst guðsþjónusta í Akraneskirkju. Kl. 1 he’fst skrúðganga bæjar- búa á hátíðastaðinn. Lúðra- sveitin Svanur frá Reykjavík gengur í fararbroddi og spilar ættjarðarlög. Á hátíðastaðnum fara fram ræður og íþróttasýn- ingar. Kl. 5 um kvöldið héfst sam- koma í Bíóhöllinni, með söng og ræðuhöldum. — Þar flytur Kjartan Ólafsson kvæðaflokk í tilefni afmælisins. Þar kemur og ,,Fjalkonan“ fram. Hátíðablað ,,Akranes“ kem- ur út í tilefni af þessum hátíða- höldum. Engar konur í bar- dögum, segja Þjóð- verjar London í gærkveldi: ÞAU UMMÆLI Montgomerys hershöfingja við blaðamenn í gær, að þýskar konur hefðu barist sem leyniskyttur á Frakklandsströndum, hefir haft þau eftirköst, að þýska her- stjórnin hefir neitað þessu op- inberlega með eftirfarandi til- kynningu: „Það eru engar þýskar kven-leyniskyttur í virkjum Þjóðverja við Atlants- hafsstrendur, en verið getur, að kvenmenn, sem starfa til aðstoðar merkjagjafasveitun- um, hafi sjest þar sumsstaðar. — Reuter. Stalin hrif* inn af inn- rásinni London í gærkveldi. STALÍN marskálkur hefir nú gert að umtalsefni innrás banda manna í Norður-Frakkland, Gerði hann það, er frjettamað- ur frá Pravda spurði hann um álit hans. „Glæsilegur árangur“, svar- aði Stalín, og bætti síðan við: „Þetta er óefað það glæsileg- asta, sem bandamenn vorir hafa afrekað. Það verður að játa, að hernaðarsagan veit ekki um neinar framkvæmdir svo umfangsmiklar og stórkost legar og svo meistaralega af hendi leystar. Þegar litið er á þann árangur, sem hersveitir bandamanna, sem hafa gert innrás í Norður-Frakkland, hafa náð á þessum sjö fyrstu dögum, er hiklaust hægt að fullyrða, að förin yfir sundið og landgangan í Frakklandi hafi fullkomlega tekist. Eins og kunnugt er, mistókst hinum „ósigrandi" Napóleon algerlega, er hann reyndi að fara yfir til Bretlands og her- nema eyjarnar. Hinn móður- sjúki Hitler gortaði af því fyr- ir tveimur árum, að hann gæti farið yfir sundið, en hann reyndi það einu sinni ekki. Að- eins hinum breska og ameríska her hefir tekist að ná þessu marki og sett her á land í stór- um stíl. Sagan mun geta þess sem eins af fremstu styrjaldar- afrekunum". — REUTER. Síðasfi dagur far- miðasölunnar á þjóðhálíðina í DAG er síðasti daguri farmiðasölunnar í ferðir þjóð-i hátíðarnefndar til og frá Þing völlum dagana 16., 17. og 18, júní. Ilefir farmiðasalan far- ið fram í Iðnskólahúsinu og þar verða J>eir seldir í dag kl. 10—7. Munu nú að rnestu leyti seld öll sæti austiu* og- að; austan þann 17. júní, en enn- þá munu vera til farmiðar i ferðir 16. og 18. júní. Það eí mjög nauðsynlegt að þeir, sem ætla sjer til Þingvalla, kaupi farmiða í dag, því að, öðrum kosti geta þeir ekkl búist við að þeir fái far með leigubílunum. Leopofd fluffur fil Þýskalands! London í gærkveldi. PIERLOT, forsætisráðherra belgisku útlagastjórnarinnar í Londoh, tilkynti í dag, að fregn ir hefðu borist um það, að Þjóð verjar hefðu flutt Leopold Belgíukonung til Þýskalands, daginn eftir að innrásin var gerð. Kvað hann Þjóðverja hafa gert þetta af ótta við ó- sigur, en sagði Belgíumenn á- kveðna í að endurreisa konungs stjórn í Belgíu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.