Morgunblaðið - 14.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júní 1944. V * TItg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Kveðjur frændþjóðanna NORÐURLÖNDIN tvö, Noregur og Svíþjóð eru meðal þeirra þjóða, sem hafa sýnt okkur íslendingum sjerstak- an vott vinsemdar og virðingar í sambandi við stofnun lýðveldisins. Þessar vinakveðjur frændþjóðanna eru okk- ur íslendingum mikið fagnaðarefni. Því vissulega hefði það orðið okkur vonbrigði, ef hinar frelsiselskandi frænd- þjóðir á Norðurlöndum hefðu setið hjá og engan samfögnuð sýnt, er íslenska þjóðin stofnaði lýðveldi sitt. Slíkt hefði af íslendingum verið talið vottur þess, að frændþjóðirnar væru andvígar því, að við fengjum fult frelsi. Kveðjurnar og sá vottur virðingar og vinsemdar, sem ríkisstjórnir Noregs og Svíþjóðar sýna okkur nú, ‘ taka af allan vafa. Við íslendingar fögnum hinum fram- rjettu höndum frændþjóðanna. íslendingar hefðu að sjálfsögðu kosið, að konungur og ríkisstjórn Dana hefðu átt sinn fulltrúa á þjóðhátíðinni nú, svo að hinn formlegi skilnaður hefði farið fram í bróðerni og vinsemd. Atvikin hafa hinsvegar ráðið því, að þessar gömlu sambandsþjóðir hafa engin samskifti getað haft í fjögur ár, og það hefir haft þafer afleiðingar, að hvorki konungur nje danska þjóðin hafa getað fylgst með þróun málanna hjer heima. En eitt má fullyrða: ís- lenska þjóðin ber ekki kala til konungs Dana eða dönsku þjóðarinnar. Hún á enga ósk heitari en þá, að sá dagur sje skamt undan að Danmörk verði alfrjáls. Áreiðanlega er ekki til sá íslendingur, sem ekki af ein- lægni tekur undir orðin, sem hinn víðsýni danski stjórn- málaforingi, Christmas Möller sagði í útvarpi frá London á þjóðhátíðardegi Dana, 5. júní s.l. Hann sagði: „Jeg býst ekki við því, að neinn kali verði milli Dana og íslendinga út af atburðum þeim, sem gerast á íslandi á þessu sumri. Við Danir verðum allir, hver og einn að stuðla að því, að svo verði ekki“. Þökk sje hr. Christmas Möller fyrir þessi drengilegu orð. Þau voru honum lík. Og það er einlæg von Islendinga, að ósk hans megi rætast. Verslunarfrelsi RITSTJÓRI Tímans gerir sjer tíðrætt um verslunina í seinni tíð. Harmar hann mjög, að verslunin skuli vera í fjötrum og fagnar þeim. degi, er hún getur aftur orðið frjáls. Ef Tíminn mælti hjer af heilindum, myndu menn sjálf- sagn fagna þessum umskiftum. Því að ekki minnast menn þess, að það hafi legið ritstjóra Tímans þungt á hjarta að undanförnu, að fjötrar voru á versluninni. Þvert á móti. Svo mikið var ástríki Tímáns á fjötrunum, að það líktist fremur trú en heilbrigðri skynsemi. Enda kemur það berlega í ljós, þegar farið er að kryfja til mergjar skrif Tímans nú, að það eru ekki fjötrarnir á versluninni, sem eru honum þyrnar í augum, heldur hitt, að hin gamla „höfðatöluregla“ skuli ekki látin ráða hjer heima við skiftingu þess innflutnings, sem landsmenn eiga kost á. Af þessu er ljóst, að engin hugarfarsbreyting hef- ir átt sjer stað hjá ritstjóra Tímans. Hann myndi nú sem fyrr fagna þeim fjötrum, sem erlend stórveldi hafa neyðst til að leggja á verslun og viðskifti íslendinga, ef íslensk stjórnarvöld færu að eins og gamla Framsóknarstjórnin gerði, að nota þetta ástand til þess að ívilna vissum inn- flytjendum á kostnað annara. Þannig var „höfðatölu- reglan“ í framkvæmd. Sjálfsagt vona allir íslendingar, að þeir tímar sjeu ekki langt undan, að verslunin geti aftur orðið frjáls. Vilji ritstjóri Tímans þá verða með í að heimta burtu feldar allar þær hömlur, sem nú eru á utanríkisverslun lands- manna og einnig sjerrjettindi einstakra verslunarfyrir- l' tækja hjer heihia, skal hann vissulega vera velkominn í þannhóp. ^ d.p ; ■ i Við bíðum og sjáum hvað framtíðin felur í skauti sínu í þessu efni. Sigurður Magnússðn Minningarorð \Jiluerji ibrifar: í y iJlr daaíeaa, líj^L X inu % Ungur Reykvíkingur er til grafar borinn 1 dag, Sigurður Magnússon, sem Ijest á Lands- spítalanum þ. 6. þ. m., aðeins 24 ára að aldri. * Hann ólst upp að Stafholti við Sauðagerði hjer í bænum, hjá þeim hjónum Sigríði J. Hreiðarsdóttur og Magnúsi Guð mundssyni múrarameistara, en þeim úar Sigurður gefinn ný- fæadur, af dauðvona móður, og hjá þeim ólst hann upp sem einkasonur, við ástríki og um- hyggju góðra foreldra. Sigurð- ur var drengur góður og reynd- ist foreldrum sínum sem dáð- ríkur sonur. Sorg þeirra er því þung, er þau sjá hann borinn í dag, frá kærum æskustöðvum, til hinstu hvíldar. Sigurður var tápmikill dreng ur, sem tók að vinna fyrir sjer strax eftir fermingu, því at- hafnaþrá hans var mikil. Vann hann einkum að verslunarstörf- um og nú síðustu árin við verk- smiðjuna ,,Nóa“. Reyndist hann þar, eins og annarsstaðar, holl- ur húsbændum sínum og vinnu fús. Hann gerðist skáti 12 ára gamall og gat sjer þar brátt gott orð fyrir hjálpfýsi og á- huga fyrir starfinu. Hann var einn af þeim skátum, sem gerð- ist sjálfboðaliði í „Blóðgjafa- sveit skáta“, og gaf oft blóð til sjúklinga, á meðan hans eigin heilsa leyfðk Hann mat skáta- hreyfinguna mikils, og síðasta þáttíaka hans í skátastarfinu var fyrsta'sumardag síðastlið- inn, er hann fagnaði sumri með fjelögum sínum, við guðsþjón- ustu 1 Dómkirkjunni. Heilsu Sigurðar var svo hátt- að hin síðustu ár, að hann mátti búast við dauða sínum þá og þegar, því fyrir 4 árum, þá tví- tugur, fjekk hann aðkenningu að heilablæðingu, sem tók sig upp tvisvar sinnum síðan. Hann komst þó á fætur á milli þess- ara þungu áfalla, og var þá ófús á að hvíla sig, heldur vinna og vinna, og er hann fjekk síð- asta áfallið, þ. 13. maí síðast- liðinn, var hann við vinnu sína. En nú komst hann ekki á fæt- ur og andaðist, eins og fyr seg- ir, á Landsspítalanum þ. 6. þ. m. Aldrei heyrðist hann æðrast yfir þessum veikindum sínum, en var glaður og reifur, þar til hann mátti ekki mæla. Sigurður mun vissulega, eins og góðum skáta sæmir, hafa verið viðbúinn að fara á Drott- ins fupd, og þar hittum vjer hann heilan að framhaldsstarfi sínu., ....... Ji Skáti. VeSurfar og vonir manna. — Ætlar þú á þjóðhátíðina? — Já, ef veðrið verður gott! Þessa spurningu og svarið við henni hefir mátt heyra hvar- vetna undanfarna daga. Það er ekki nokkur vafi á, að mann- margt verður á Þingvöllum há- tíðisdagana, en verði forsjónin góð við okkur og gefi okkur gott veður þá fyrst verður „nú ös maður“, eins og strákarnir í Reykjavík segja. Það er altaf mest undir veðr- inu komið þegar haldnar eru úti- skemtanir hjer á landi. Nú eru veðurfregnir hernaðarleyndar- mál og því vissara að fara ekki langt út í bollaleggingar um veð urfarið, en það er ósk okkar allra og von, að þjóðhátíðardagana verði veðrið gott. Það er fyrir öllu. • Eins og bræður og systur. ÞAÐ ER nú mjög brýnt fyrir okkur íslendingum að sýna bræðrahug til hvers annars ein- mitt núna. Leggja dægurþras og illindi á hilluna. Lýðveldisstofn- unin sje sá sólskinsblettur í heiði þar sem við getum öll sest og gert okkur glaðan dag. Því var við brugðið hve Al- þingishátíðin á Þingvöllum fór vel fram yfirleitt. „Það sást ekki vín á nokkrum manni“, sögðu menn á eftir. Þannig þarf það að vera á þeirri hátíð, sem nú fer í hönd. Það þurfa allir að sýna samhug og stilla skap sitt, þó eitt hvað bregði útaf og allir fái ekki það, sem þeir hafa hugsað sjer. Um þetta eru allir sammála. Það getur vel verið, að ýmsir erfið- leikar verði á vegi einstakling- anna og þeir hefðu kosið, að þetta eða hitt hefði verið öðruvísi. En nú ríður á, að einstaklingarnir komi þannig fram, að sómi sje fyrir heildina. Hátíðleg þagnarstund. HÁTÍÐLEGASTA STUND lýð- veldisstofnunarinnar verður hringing kirkjukjuknanna um land alt og einnrar mínútu þögn in, sem verður þá strax á eftir. Hver og einn einasti maður á að taka þátt í þeirri hátíðlegu stund. Öll vinna og allan hávaða á að stöðva. Það veltur á miklu, að enginn skerist úr leik og það er sama hvort það er í borg eða bygð. Þögn á að ríkja um land alt, algjörð kyrð og hátíðleiki. Mikið yrði það ljótt! Á. skrifar: „ÞAÐ hefir kvisast um bæinn, að nú eigi að fara að setja hrafn- tinnuhúð utan á Landsbókasafn- ið. Sje þetta satt, verða blöð og bæjarmenn að hefja upp hróp til mótmæla. Safnahúsið er eitthvert allra fegursta hús hjer í bænum, og það á að vera hvítt en ekki svart, eins og tjargaður kumb- aldi. Þegar siglt er inn til Reykja- víkur, er Safnahúsið eitt fegursta húsið, sem blasir við og setur fagran og hlýlegan svip á allan bæinn. En þáð verður eitthvað annað, ef nú á að fara að setja á | það svarta húð“ ! Það eru ábyggilega margir sarr. múla um, að ekkert vit sje í að fara að sverta Safnahúsið. Það er eitt af þeim eldri húsum hjer í bænum, sem á að vera eins 1 ög það hefir altaf verið. Verði hús- inu breytt, þó ekki sje nema að litlu leyti, hefir það mist sinh V V V V VV V V v V svip. Þessvegna á ekki að hreyfa við að breyta neinu þar. ® Virðist vera augljóst mál. HÚSEIGANDI skrifar mjer eft irfarandi brjef: „Víkverji minn: Jeg er einn af þeim mörgu, sem les daglega brjefin þín, og er þar oft um mikinn fróðleik að ræða. Það er altaf og alsstaðar verið að minna húseigendur á þrifnað og hreinlæti í kringum hús þeirra, og aldrei er góð vísa of oft kveðin. í sambandi við þetta, langar mig að fræðast um eitt atriði, sem jeg hefi lítið sjeð ritað um, en það eru skyldur leigenda við hreinlæti umhverfis hús, og með- ferð úrgangs? Er til of mikils mælst að þeir hreinsi brjef og annað rusl sem þeir og börn þeirra valda? Vildir þú nú ekki, Víkverji góð ur, einu sinni skora á alla leig- endur að hirða brjefarusl og ann að eftir börn sín á slóðum og kringum húsin sem þeir búa í, og gæta hreinlætis með matarúr- gang, svo og gáeta þess að börn þeirra skemmi ekki trje eða annan gróður, ef nokkur er, og aðstoða þar með húseigendur að haldá ölu hreinu.“ Það virðist vera alveg augljóst mál, sem brjefritarinn segir. • Hótel fsland grunn- urinn. EKKI VAR hægt að ganga end- anlega frá grunni Hótel íslands í vor, þegar rústirnar voru hreins aðar, eins og menn höfðu þó gert sjer vonir um, þar sem greiðlega gekk í fyrstu að hreinsa til. En nú er svo kominn að grunn urinn er til skammar í miðbæn- um, einkum eftir að húseigendur í kring hafa lagað til við hús sín og málað þau. Grunnurinn má ekki standa eins og hann er nú yfir þjóðhátíðisdagana. Það verð ur að sljetta grunninn og -taka járnarusl og annað, sem þarna er ennþá, í burt. Þetta er ekki mik- ið verk, smámunir hjá því, sem búið er að gera þarna og raunar óskiljanlegt, að mennirnir skýldu skilja eins við grunninn og þeir hafa gert. Ætti nú ekki að þurfa að hafa fleiri orð um svo sjálfsagt mál, en víst er, að illa mun grunnur- inn, eins og hann er nú, stinga í stúf við umhverfið, alt. skreytt flöggum og hátíðlegt, ef ekki verður hreinsað fyrir þjóðhátíð- Gluggaskreytingar og fánar á verslunum. ÞAÐ ER KUNNUGT, að marg ir kaupmenn ætla að skreyta verslunarglugga sína yfir hátíð- ina og er það vel til fallið, ef smekklega er gert. En það eru einnig margir sem hafa í hyggju að setja litlar fánastengur með áföstum fánum út um gluggana á verslunum sínum yfir hátíðis- dagana. Háttar sumstaðar svo til, að negla verður stengurnar við gluggakarma. Þessir menn hafa áhyggjur af því, að taka þurfi fánana niður að kvöldinu, þar sem fánar megi ekki vera uppi eftir kl. 22.00. Mjer finst sjálf- sagt, að þar sem bjart er allan sólarhringinn þessa dagana, þá verði sú undantekning gerð, að yfir þjóðhátíðina megi fánar, sem séttir erú upp í skrfeytingarskyni véra uppi alla hátíðisdagana, nótt og dag. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.