Morgunblaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 7
MOSGCNBLAÐIÐ I>riðudagur 20. júní 1944. % FOItSETI ÍSLANDS, Sveinn Björnsson, flytur ræðu sína þ. 18. júní fyrir framan Stjórnarráðshúsið. (Ljósmynd; Jón Sen). Ræða Sveins Björnssonar forseta ÁRIÐ 1918 gerðu ísland og Danmörk með sjer sáttmála, sem fól í sjer áltvæði um, að eftir árslok 1943 skyldi hvoru landanna um sig frjálst og heimilt að rjettum lögum að ákveða sjálft og eitt, hvort það samband landanna, sem þá var um samið, skyldi halda áfram, eða því skyldi slitið. Þannig semja lýðfrjálsar þjóðir, er byggja á þeirri meginreglu, að hver fullvalda þjóð eigi að ráða öllum sínum mál- um sjálf og ein, án íhlutunar annara. Það eru fáar þjóðir í heim inum, sem eiga því láni að fagna að hafa ýms svo góð skilyrði til fullkomins sjálf- stæðis, • sem vjer íslending- ar. Land vort á ekki landa- mæri að neinu öðru ríki. — Það er lukt hafi á alla végu og því einangrað frá öðrum þjóðum. — Landið hefir í meira en 1000 ár verið bygt af einni og samstæðri þjóð, án blöndunar annara þjóða- brota. Þjóðin talar og skrif- ar sína eigin tungu svo hreina, að hún er ef til vill eina þjóðin í heiminum, sem á engar mállýskur. Vjer ejg um vora eigin sögu, þar sem skiftist á ljós og skuggi. — Þessi saga sannar að oss hef- ir jafnan vegnað best, er ljós frelsisins hefir mátt njóta sín, en miður ef skuggi er- lendrar yfirdrottnunar hef- ir ráðið. Þess vegna höfum vjer jafnan trúað á undramátt frelsisins. Þess vegna eigum vjer heima í hópi þeirra þjóða sem hafa sömu trú og hafa sýnt það svo áþreifan- lega í hinum geigvænlegu átökum undanfarin ár, Flutt á Þjóðhátíðinni í Reykjavík 18. júní hverju þær vilja fórna í bar áttunni fyrir hugsjón frels- isins og fyrir lögskipuðu fje lagi þjóðanna, með virðing fyrir rjetti hverrar annarar. Þess vegna hlýjar það oss um hjartaræturnar að svo margar þessara þjóða hafa sýnt oss vináttu og velvild- arhug við þetta hátíðlega tækifæri er vjer endurreis- um að fullu þjóðveldi ís- lands. Þær hafa margar með þjóðhöfðingja sína í broddi, að vel yfirveguðu ráði sýnt að það eru ekki orðin tóm, að þær vilja byggja fram- tíðarskipulag mannkvnsins á þeim trausta grundvelli, að þá sje málum best skip- að, er hver þjóð ræður sjálf og ein öllum málum sínum, enda sje ekki á neinn hátt gengið á rjett annara. Þakklæti vort fyrir þessa afstöðu þessara vinaþjóða vorra höfum vjer þegar lát- ið í ljós. Vjer getum staðfest það með því að láta ekki á oss standa um að leggja fram vorn litla skerf til þess að hjálpa til að bvggja upp örugt framtíðarskipulag allra þjóða, það sem þær hafa gert að hugsjón sinni og fórnað svo miklu fvrir Það á sín sögulegu rök, að það stjórnarform, sem ís- lenska þjóðin hefir nú kosið sjer, er lýðyeldi og ekki kon ungdæmi. Vjer höfum lotið konungum, en þeir hafa ver ið erlendir. — Vjer höfum aldrei átt íslenskon konung og því ekki átt kost á að mynda sögulega hefð um konung sem sjálfsagt eining armerki þjóðarinnar. Það er lýðveldisfyrirkomulagið sem minningarnar um blómatíð íslenskrar menn- ingar eru bundnar við. Þessar eru ástæðurnar fvrir ákvörðun þings og stjórnar nú, en ekki það að skifti vor við konung eða sambandsþjóð vora hafi veitt efni til óánægju. Sam- bandsþjóðin hefir efnt samninginn heiðarlega og konungur hefir farið með konungsvaldið sem góðum þjóðhöfðingja sæmir. Sam- úð milli sambandslandanna hefir aukist þau 25 ár, sem sáttmálinn stóð. Vjer hörmum það, að ytri tálmanir sem hvorugum að- i ilja eru viðráðanlegar, hafa | aftrað því að viðræður þær, sem sáttmálinn gerir ráð fyrir, gætu farið fram nú | á undan lýðveldisstofnun- inni. ^Teg hygg að flestir eða ! allir Islendingar hefðu frek j ar kosið það, þótt niðurstað- ! an væri fyrir fram ákveðin ! áf vorri hálfu. Enda voru | ályktanir Alþingis frá 17. maí 1941 birtar konungi og dönsku stjórninni rjetta stjórnarleið á sínum tíma, þegar eítir að þær voru gerðar. Og með þjóðarat- kvæðagreiðslunni 20.—23. maí hefir raunverulega ver- ið fullnægt í miklu meira mæli en sambandssáttmál- inn gerði ráð fyrir, þeirri tjáningu þjóðarviljans, sem hlýtur að skoðast sem megin atriðið um form það fyrir fullnaðarslitum á samband- inu, sem sambandslögin ákveða. Af þessum ástæðum verða ákvarGanir íslensku þjóðaiinnar um sambands- slit og lýðveldisstofnun nú ekki sambærilegar við nein sambandsslit milli þjóða, þar sem skort hefir laga- grundvöll að alþjóðarjetti fvrir slitunum. Einn af aðalleiðtogum frjálsra Dana komst svo að orði í brjefi til mín alveg nýlega, að hann hafi þá trú, að eins og árið 1918 varð til þess að bæta sambúðina milli landa okkar og þjóða, þannig muni einnig verða það sama um árið 1944. Að því vilji hann vinna. Jeg er þess fullviss að flestir eða allir Islendingar beri líkar hugsanir í brjóti. Aðdáun vor fyrir hetjubaráttu kon- ungs og dönsku þjóðarinnar nú styrkir vináttuþel vort til beggja. Vjer erum nor- ræn þjóð og höldum áfram að vera það. Þess vegna eru vináttuyfirlýsingar hinna bræðraþjóðanna norrænu oss sjerstaklega kærkomn- ar. Núverandi forsætisráð- herra komst m. a. svo að orði í útvarpserindi fyrir rúmum 3 misserum síðan: ,,Með lýð- veldismyndun stígum vjer engan veginn lokasporið í sjálfstæðismálinu. Lokaspor ið eigum vjer aldrei að stíga. .... Sjálfstæðisbaráttan er í fullum gangi. Núverandi styrjöld og síðustu tímar hafa fengið oss ný og mik- ilvæg viðfangsefni í sjálf- stæðismálinu, viðfangsefni, sem vjer verðum að glíma við á komandi árum“. Jeg hygg að flestir hugsandi menn á íslandi muni viður- kenna þau sannindi, sem fel- ast í þessum ummælum. Viðfangsefnin. sem vjer verðum að glíma við á næst- unni, verða auðvitað ekki talin í stuttu máli svo tæm- andi sje. En þau eru að ýmsu levti svipuð þeim viðfangs- efnum sem margar aðrar þjóðir hafa þegar gert sjer Ijóst að fyrir þeim liggi og hafa búið sig undir að glíma við þau. Eins og kunnugt er, mæð- ir þungi stvrjaldarinnar ekki síst á nágrannaþjóð vorri, Bretum. Þeir byggja eyland, eins og v,ið. Þeir verða því að fá talsvert af nauðsynjum sínum frá öðr- um löndum og verða því að geta selt öðrum sem mest af framleiðslu sinni umfram eigin nauðsynjar. Hjer má draga samlíkingar, sem eiga við hjá oss. En margt er þó ólíkt. Fyrir styrjöldina var Bretland talið mjög auðugt land, þar sem fjöldi manns gat veitt sjer meiri lífsþæg- indi en vjer höfum nokkurn tíma þekt. Bretar hafa revnt að hegða sjer eftir breyttum Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.