Morgunblaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 134. tbl. — Þriðjudagur 20. júní 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Bandaríkjamenn í skotfæri við Cherbourg Börnin í skrúðgöngunni FBEMSTU RAÐIR barnafylkingarinnar þ. 18. júní koma yfir Tjarnarbrú inn á Fríkirkjuveg. Litlu stúlkurnar margar í þjóðbúningum. (Ljósmynd: Jón Sen).1 Ungir SjáSfstæðismenn heiðra íormann Sjálfstæðisfiokksins HEIMDALLUR, fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Reykja- yík, hjelt lýðveldisfagnað í Tjarnarkafé á sunnudagskvöldið. ~ Mikið fjölmenni var saman komið', svo sem salarkynni framast rúma. Var hátíðarbragur á samkom unni og augljós fögnuður unga fólksins. Síðar um kvöldið mættu þarna formaður Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Thors, og for- maður Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, Jóhann Hafstein. Formaður Heimdallar, Ludvig Hjálmtýsson, flutti ræðu og mintist merkisþátta í sjálfstæð- isbarátlunni. Að því búnu tók til máls Ól- afur Thors, formaður Sjálfstæð isflokksins. Ávarpaði hann Heimdellinga, er staðið hefðu fremstir í fylkingu unga íólks- ins í höfuðstaðnum í sjálfstæð- ismálinu, frá því fjelagið hóf göngu sína. Árnaði hann fjelag- inu allra heilla og óskaði þess, að Sjálfstæðisflokkurinn mætti sem lengst njóta áhuga þess og dugnaðar í stjórnmálabarátt- uhni. Fögnuðu Heimdellingar óspart ræðu Ólafs Thors. . Þá talaði Jóhann Hafstein, formaður Sambands ungra Sjálfslæðismanna. Mintist hann þess sjerstaklega, að enn biðu ungra Sjálfstæðismanna mörg og mikil störf og að framtíð ís- lands krefðist krafta þeirra. Framh. á bls. 5. rnacaros Dlgísku : RÆÐISMANNI BELGIU, herra Carl Olsen stórkaup- manni, barst að kvöldi 17. júní þetta skeyti frá utanríkisráð- herra belgísku stjórnarinnar í London, Monsieur P. H. Spaak: „Gerið' svo vel að bera fram við hæstvirtan forseta íslands og ríkisstjórn íslenska lýðveld- isins hjartanlegustu hamingju- og heillaóskir belgísku stjórnar innar í tilefni af gildistöku lýð- veldisins. Geri svo vel að mæta fyrir hönd belgísku stjórnarinn ar við hátíðahöld gildistökunn- ar". Því miður barst skeytið svo seint, að eigi var hægt að lesa það á hátíðinni. (Samkv. rfjett frá utanríkisráðuneytinu). Marshall á ferð um ítalíu. London í gærkveldi: Marshall yfirmaður Bandaríkjahers, sem fyrir skemstu fór-til Norður- Frakklands og ræddi við Mont- gomery hershöfðingja, er nú kominn til Italíuvígstöðvanna. Rússar | í skotfæri við Vihorg London í gærkveldi: RÚSSAR segja í tilkynn- ingu sinni, að þeir hafi nú rofið 48 km. breitt. skarð í Mannerheimlínuna finnsku. Er skarð þetta alt frá sjó og inn til bæjarins Mohla. — Kemur í skotmál við Víborg. Barist í návígi. Óstaðfestar fregnir herma, að Rússar sjeu á einum stað komnir inn í íallbyssuskothríð' við Viborg. Aðrar fregnir segja, að Riissar hafi að und- anförnu haldið uppi mörg- tun mjög grimmilegum l'oft- árásum á Viborg, og standi hlutar af borginni í björtu báli. — Ríissar beita í sókn sinni gegn Finnum ógrynn- um af skriðdrekum, flugvjel- um og stórskotaliði", en sókn- inni stjórnar Govorov, sá, er leysti Leningrad úr umsát. Ilajm hefir nýlega verið gerð- ur marskálkur. ¦— Pinnar verjast allsstaðar vasklega og kveðast hafa unnið Rússum allmikið tjón, s.jerstaklega á skriðdrekuro. og flugvjelum. — Víða er bar- ist í návígi og bardagarnir óhemju hárðir. —Reiiter. Enn geisa orustur við Tilly London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BANDARlKJAHERSVEITIR ÞÆR, sem komust til sjávar á vesturströnd Cherbourgskagans, hafa sótt fram til norðurs í dag óg eru komnar í fallbyssuskotfæri við Cher- bourg. Hafa þær tekið bæinn Briquebec og sækja fram í átt- til Valonnes. Hefir þeim orðið nokkuð ágengt í sókn sinni norður skagann, og virðst nú svo, sem þeir hafi í hyggju að taka Valonnes í tangarsókn. Þjóðverjar hörfa undan til norðurs, og er álitið að þeir muni taka sjer varnarstöðu í hæðum fyrir sunnan Cherbourg. Þá herma fregnir að Þjóð- verjar hafi enn ekki byrjað neinar samræmdar árásir að norðan og sunnan á Bandaríkjaherina, er komnir eru til sjávar að vestan. Yfirráðasvæði þeirra á Skaganum mun vera frá 7—10 km. á breidd og er búist við að Þjóðverj- ar geri tilraunir til þess að brjótast í gegn að sunnan. Guðmundur Ágúsfs- son rrGlímukonung- ur íslands SÍÐARI IILUTI íslands- glimunnar fór fram í Iþrótta húsi Jóns Þorsteinssonar í gærkveldi. TJrslit urðu þau, að Guðmundur Ágústsson (Á) vann glímuna, lagði alla keppi nauta sína að velli. Vann hann Islandsglímubeltið og hlaut sæmdar heitið „Glímu- konungur íslands 1944". Var honum einnig dæmdur feg- urðarglímuskjöldurinn og sæmdarheitið „Glímusnilling- ur Islands 1944". Guðmundur hlaut einnig verðraunabikar ríkisstjórnarinnar, sem Alex- ander Jóhannesson þrófessor afhenti fyrir hennar hönd. Veislur hjá sendi- herrum íslands erlendis Sendiherrar Islands erlendis hjeldu allir veislu þann 17. júní s. 1. í tilefni af lýðveldisstofn- uninni. Voru boðnir í þau hóf íslendingar og erlendir gestir. í Washington komu um 500 manns í böði hjá Thor Thors, þar á meðal amerískir ráðherr- ar og þingmenn. Hjá Vilhjálmi Finsen í Stokk hólmi voru tvö síðdegisboð. — Hjá Pjetri Benediktssyni í Moskva voru um 100 manns. Stefán Þorvarðarson í London hjelt boð í Grosvernor House og í New York hjá Helga P. Briem voru 270 íslendingar og Vestur-íslendingar í veislu. Markmiðið er Cherbourg. Bandamenn fara ekki dulti með það, að markmið þeirra með þessari sókn sinni á skag anum sje hin mikilvæga hafn arborg og herskipalægi Cher- bourg sjálf. Talið er að Þjóð verjar hafi um 25—30 þús. manna lið þarna norður frá,' og varnarskilyrði eru góð, skaginn klettóttur, en mýrar- fen á milli. Ekki biiast banda- menn við að ná borginni öðrit vísi, en höfnin verði stór- skemd, en kveða það hafa' sýnt sig, að ekki sje lengi verið að gera við hafnir, sem.' skemdar eru. Bardagarnir við Tilly. Enn er ekkert lát á skrið- drekaorustumim frá Tilly og alt austur fyrir Caen og veitir ýmsum betur í þeini viðureignum. Hafa þar engar teljandi breytingar orðið, ert aðilar skiptst á um að haldai hæðum og öðrum varnarstöðr um. og er víglínan þarnal pæsta kyrrstæð. Breskir skrið: drekar komust inn í Tilly og urðn af götubardagar, sem! ekki er vitað. hvernig luku. Aftur barist nærri nærri Garentan. Þjóðverjar hafa aftur byrj- að mikla stórskotahríð ðj stöðvar bandamanna nærri Carentan, en aðrar sv^itir bandamanna hafa lent í or- ustum við skriðdrokasveit- ir Þjóðverja, er Ikvy hugðustí að sækja fraro til St. Lo. —i Munu Bandaríkjamenn nií vera um 10 km. frá þeim bæ. Illviðri xnikil. Veðrið í dag hefir veriðt það versta, sem hefiv komið á innrásarsvæðinu, norðan* stormur, rok, kuldi og rign- ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.