Morgunblaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 10
10 MOROUNBLAÐIÐ ÞriSudagur 20. júní 1944. LARRY DERFORD 'Í/U. J/kmiei’óet l^fjauqk \am: í leit að lífshamingju 22. dagur — „Hann var meðalmaður á hæð, hvorki magur eða feitur, • skegglaus með snöggklipt hvítt hár. Hann var aldrei í öðru en mittisskýlu, en virtist þó vel klæddur“. „Og hvað var það í fari hans sem sjerstaklega heillaði yður?“ Larry horfði lengi á mig, áð- ur en hann svaraði. Djúplæg augu hans virtust reyna að skygnast inn í instu sálarfylgsni mín. „Heilagleiki“. Svar þetta ruglaði mig dá- lítið. í herbergi þessu, sem bú- ið var glæsilegum húsgögnum og falleg málverk á veggjun- um, fjell orðið eins og vatns- dropi, er seitlað hefir í gegnum loftið úr offyltu baðkeri. „Við höfum öll lesið um dýr- linga — hinn heilaga Francis, Jóhannes guðspjallamann o. fl. — en þeir eru mörg hundruð ára gamlir. Mjer hafði aldrei dottið í hug, að jeg mundi rek- ast á dýrling, sem væri lifandi núna. En frá því að jeg fyrst sá hann, var jeg ekki í nein- um vafa um, að hann væri dýrlingur. Það var dásamlegt". ' „Og hvað græddirðu á því?“ „Frið“, sagði hann, eins og kagruleysislega, og brosti lítið eitt. Síðan reis hann snögt á fætur. „Nú verð jeg að fara“. „Nei, ekki strax“, hrópaði Isabel. „Það er ekkert orðið framorðið ennþá“. „Góða nótt“, sagði hann, án þess að taka nokkurt tillit til þess, sem hún sagði. Hann kysti •hana á kinnina. „Jeg sje ykkur aftur eftir einn eða tvo daga“. „Hvar áttu heima? Jeg ætla að hringja til þín“. „Nei, vertu ekki að gera þjer neina fyrirhöfn. Þú veist, hve erfitt er að hringja hjer í Par- ís, og síminn okkar er oftast bilaður“. Jeg hló að því með sjálfum mjer, hve laglega Larry fór að komast hjá að gefa upp heim- ilisfang sitt. Undarleg sjer- viska þetta, að vilja ekki segja frá heimilisfangi sínu! Jeg stakk upp á því, að þau borð- uðu öll með mjer kvöldverð daginn eftir. _____ ★ Við höfðum ákveðið að hitt- ast heima hjá þeim Isabel og Gray og drekka þar cocktail, áður en við færum út. Jeg kom á undan Larry. Þetta var fyrsta flokks veitingahús, sem jeg ætl aði með þau á, og bjóst því við að finna Isabel í sínum besta skrúða. En hún var í mjög lát- lausum ullarkjól og hattlaus. „Gray hefir fengið eitt höf- uðverkjarkastið enn. Hann kvelst hræðilega. Jeg get ekki farið frá honum. Jeg sagði mat- reiðslukonunni að fara út, þeg- ar hún hefði gefið börnunum kvöldmatinn, og jeg verð að búa til eitthvað handa honum sjálf, og fá hann til þess að borða það. Þið Larry verðið að fara einir“. „Er Gray í rúminu?“ „Nei, hann fæst aldrei til þess að fara í rúmið, þegar hann fær þessi köst, þótt hann eigi hvergi annarsstaðar heima. Hann er inni í bókaherberg- inu“. Það var lítið herbergi, brúnt og gylt að lit. Gray sat í stór- um leðurstól, og voru mynda- blöð alt í kringum hann á gólf- inu. Augu hans voru lokuð og andlit hans, sem venjulega var rautt, var nú fölgrátt. Það var sýnilegt, að hann þjáðist mjög. „Jeg verð orðinn gcður á morgun", sagði hann og reyndi að brosa. „Mjer þykir leitt að vera til svona mikilla óþæg- inda“, sagði hann við mig. „En þið getið farið þrjú til Bois“. „Það dytti mjer aldrei í hug“, sagði Isabel. „Hvernig held- urðu, að jeg gæti skemt mjer, þegar jeg vissi, að þú þjáðist^ af öllum vítiskvölum?“ Andlit hans afmyndaðist alt í einu, og maður gat nærri því sjeð þennan stingandi sárs- auka, sem nísti höfuð hans. Dyrnar opnuðust hægt og Larry kom inn. Isabel sagði honum, hvað væri að. „Það var leiðinlegt“, sagði hann og horfði meðaumkunar- augum á Gray. „Er ekkert hægt að gera fyrir hann?“ „Nei“, sagði Gray, og augu hans voru enn lokuð. „Það eina, sem þið getið gert fyrir mig, er að láta mig í friði, og fara út að skemta ykkur“. Mjer fanst sjálfum það vera það skynsamlegasta, sem við gátum gert, en jeg bjóst ekki við, að Isabel gæti varið það fyrir samvisku sinni. „Viltu lofa mjer að reyna að hjálpa þjer?“ spurði Larry. „Enginn getur hjálpað mjer“, sagði Gray þreytulega. „Þetta er að drepa mig, og stundum óska jeg þess innilega, að svo færi“. „Það var rangt hjá mjer að segja, að jeg gæti ef til vill hjálpað þjer. Það, sem jeg átti við, var, að ef til vill gæti jeg hjálpað þjer til þess að hjálpa sjálfum þjer“. „Hvernig geturðu það?“ Larry tók eitthvað upp úr vasa sínum, sem líktist silfur- pening, og setti það í hönd Gray. „Haltu fast utan um hann, og snúðu lófanum niður. Reyndu ekki að berjast á móti mjer. Haltu aðeins peningnum fast í hnefa þínum. Áður en jeg hefi talið upp að tuttugu, mun hönd þín opnast, og pen- ingurinn detta á gólfið“. Gray gerði það, sem honum var sagt. Larry settist við skrif borðið og byrjaði að telja. Við Isabel stóðum kyrr. „Einn, tveir, þrír, fjórir“. Hann taldi upp að fimtán, án þess að höncP Gray hreyfðist. Þá sýndist mjer hún fara að titra lítið eitt, og jeg hafði það á tilfinning- unni (jeg get .varla sagt, að jeg hafi sjeð það), að hinir kreptu fingur hans væru að losna. Þumalfingurinn hreyfðist. ★ Þegar Larry hafði talið upp að nítján, fjell peningurinn úr hendi Gray niður á gólfið. Jeg tók hann upp og horfði á hann. Hann var þungur og ólöguleg- ur, og á annari hlið hans var mynd af unglingslegu höfði, sem jeg þekti strax, að var Al- exander mikli. Gray starði ruglaður á hönd sína. „Jeg ljet ekki peninginn detta“, sagði hann. „Hann datt af sjálfu sjer“. Hann sat og hvíldi hægri handlegg sinn á stólbríkinni. „Fer vel um þig í þessum stól?“ spurði Larry. „Já, eins vel og farið getur um mig, með þennan höfuð- verk“. „Jæja, vertu nú alveg mátt- laus. Vertu rólegur. Gerðu ekk- ert. Veittu enga mótstöðu. Áð- ur en jeg hefi talið upp að tutt- ugu, mun hægri handleggur þinn rísa upp frá stólbríkinni og höndin lyftast upp fyrir höf- uð þitt. — Einn, tveir, þrír, fjórir-----“. Hann taldi hægt, með hinni djúpu, hljómfögru rödd sinni, og þegar hann hafði talið upp að níu, sáum við hönd Gray lyftast örlítið frá stólbríkinni. Þegar hún var komin um það bil þumlung fyrir ofan hana, stansaði hún andartak. „Tíu, ellefu, tólf“. Nú kom örlítill rykkur, og síðan tók allur handleggurinn að hreyfast hægt. Hann hvíldi ekki lengur á stólbríkinni. Isa- bel greip hönd mína óttaslegin. Þetta var mjög einkennilegt. Þ’að var ekkert líkt sjálfráðri hreyfingu. Jeg hefi aldrei sjeð mann ganga í svefni, en jeg get ímyndað mjer, að hann muni hreyfast á þennan sama, und- arlega hátt og handleggur Gray. Viljinn virtist ekki vera hreyfi- aflið. Jeg var að hugsa um, að það hlyti að vera erfitt að lyfta handlegg svona jafnt og hægt, með sjálfráðri áreynslu. Það virtist vera eitthvert undirmeð- vitundarafl, óháð viljanum, er lyfti handleggnum. Það var samskonar hreyfing og þegar dælubulla hreyfist mjög hægt í strokk. „Fimtán, sextán, seytján“. Orðin fjellu hægt — hægt, eins og vatnsdropar úr biluðum krana. Handleggur Gray lyft- ist hærra og hærra, þar til hönd in var komin upp fyrir höfuð- ið, og þegar Larry hafði talið upp að tuttugu, fjell handlegg- urinn af eigin þunga niður á stólbríkina afttur. „Jeg lyfti ekki handleggn- um“, sagði Gray. „Jeg gat ekki að því gert, þótt hann hreyfð- ist. Hann gerði það af sjálfu sjer“. Larry brosti dauflega. „Það er alveg sama. Jeg hjelt, að þú fengir ef til vill meira traust á mjer við þetta. Hvar er gríski peningurinn?“ Jeg rjetti honum hann. Ef Loftur getur það ekki — bá hver? Græni riddarinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 1. EINU SINNI VAR KONUNGUR, sem var ekkjumaður, og hann átti eina dóttur barna, en gamalt máltæki segir, að ekkjumannsharmur sje eins og olbogaskot, hann sje sár, en hann hjaðni fljótt, og svo gifti konungur sig aftur drottningu, sem átti tvær dætur, og þessi drottning var ekki betri, en stjúpmæður eru vanar að vera, alltaf var hún vond við stjúpdóttur sína»Þegar stjúpsysturnar voru vaxnar upp, kom stríð, og konungurinn varð að fara til þess að stjórna her sínum og berjast fyrir land og ríki. Dæturnar þrjár áttu að fá að segja, hvað konungur ætti að kaupa og koma með heim til þeirra aftur, ef hann sigr- aðist á óvinunum. Áttu nú stjúpdæturnar fyrst að láta óskir sínar í ljós, og bað sú eldri þá um stóran rokk úr skýru gulli, en sú yngri um svo stórt gullhesputrje, að annað eins hefði aldrei sjest. Þetta vildu þær fá, en það var nú ekki af því að þær væru svo duglegar að vinna eða spinna, síður en svo. En dóttir konungsins sjálfs, hún vildi ekki biðja föður sinn um neitt annað, en að skilja kveðju til Græna riddarans. Konungur lagði nú af stað í stríðið, og hvernig sem það nú gekk til, þá vann hann sigur, og svo keypti hann það, sem hann hafði lofað stjúpdætrum sínum, en var alveg búinn að gleyma hvað það var, sem dóttir hans sjálfs hafði beðið hann um, en svo hjelt hann mikla sigurveitslu. Þar sá hann Græna riddarann, og mundi þá eftir bón dóttur sinnar og bar honum kveðju frá henni. Riddarinn þakkaði honum fyrir, hann var hinn glæsilegasti maður, og fjekk honum svo bók með gullspennum, sem hann bai hann að fá konungsdóttur fyrir kvcðju hennar, en ekki mátti konungur opna bókina, og hún ekki heldur, nema hún væri alein. Þegar konungur hafði haldið sigurveitsluna, kom hann heim aftur, og varla var hann kominn inn fyrir dyrnar, fyrr en stjúpdæturnar fóru að nauta á honum um það, sem hann hefði átt að kaupa handa þeim. Konungur fjekk þeim það. En dóttir hans sjálfs dró sig í hlje og spurði einskis, og konungur mundi heldur ekki eftir henni. En einu sinni, þegar hann ætlaði út, fór hann í þau föt, sem hann hafði verið í í veitslunni, og um leið og hann fór í vasa sinn eftir vasaklút, rakst hann á bókina. Þá fjekk hann dóttur sinni hana og sagði henni, að hann ætti að færa henni þetta ásamt kveðju frá Græna riddaranum, Stúdent vekur veðlánara um miðja nótt. — Hvað er klukkan? spyr hann. — Hvernig dirfist þjer að vekja mig upp um miðja nótt með slíku kvabbi? spyr veðlán- arinn vondur. Stúdentinn: — Jú, úrið mitt er hjá yður. ★ — Þjer segist hafa fengið yður afbragðs varðhund og samt segist þjer ekki geta sof- ið rólega neina nótt. Hvað er það, sem heldur fyrir yður vöku? — Hundurinn. ★ „Það er ákaflega erfitt verk að rukka“. „Hefir þú nokkurn tíma rukkað?“ „Nei, en það eru svo margir, sem hafa rukkað mig“. ★ — Það er vísindalega sann- að, að konur lifa lengur en menn. ’ — Já, ekkjurnar að minsta kosti. Á hjúskaparskrifstofunni. „Jeg held, að þessi stúlka hæfi mjer vel. Hvernig eru augun í henni?“ „Þau eru blá“. „Og hárið?“ „Ljóst“. „En tennurnar?“ „Þær get jeg sýnt yður undir eins“. ★ — Hvernig gengur það með son þinn? — Þakka þjer fyrir, upp og niður. — Hvað gerir hann? — Hann er lyftuþjónn í Eim- skipafjelagshúsinu. ★ Þjónninn: — Það er maður í símanum, sem vill fá að tala við prófessorinn. Prófessorinn: ■— Já, bjóðið þjer honum sæti, jeg kem strax. ★ — Hvernig er það með hann Jón fiðluleikara, spilar hann mikið? — Já, jeg er nú hræddur um það. Hann vann 100 kall í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.