Morgunblaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1944, Blaðsíða 8
 8 lORGCNBLAÐlt) íriðudagur 20. júní 1944. Fimtugur í gær: Guðmundur Guðjónsson « kaupmaður ÞAÐ er ekki lítið auka- starf, sem er samfara því, að vera formaður Fjelags mat- vörukaupmanna. Matvörukaup menn eru eru 70—80 að tölu. Allan daginn hringir síminn á skrifstofu Guðmundar, því allir þurfa að ráðfæra sig við formanninn um eitt í dag og annað á morgun, hvað hitt og þetta megi kosta samkv. hinum nákvæma útreikningi verðlagsstjóra, því engu má muna. Eða þá hvenær sje von á ávöxtum og smjöri frá Ame ríku og hvort ekki sje von á betri kartöflum frá Englandi og ávalt er svar á reiðum höndum hjá formanni, fyrir- spurnum er svarað fljótt og greiðlega. Guðmundur var kosinn for- maður Fjelags matvörukaup- manna á síðasta aðalfundi í 11. sinni, má á því sjá að það er ekki lítið traust sem fjelags menn bera til hans í hvívetna. Ilann hóf sjálfur verslun arrekstur þann 1. apríl 1918 og hefir alla tíð síðan rekið eina af vinsælustu og þekkt- ustu matvöruverslunum bæj- arins. Þeir sem versla við Guðm., kunna vel við viðskift in, enda er hann hvers manns hugljúfi við búðarborðið, ræð- in|n, lipur og sanngjarn í öll- um viðskiftum. (Fjíelagslífið hefir, einkum nú hin síðari árin, meir og meir heimtað starfskrafta Gúðmundar, er hann jafnan boðinn og búinn að leggja góðu málefni liðsyrði, enda sjerstaklega samvinnu og til- lögu góður. Mestan tíma út- heimtir starf hans í þágu hags muna og fjelagsmála F.M.R. þar sem hann eins og áður er sagt, hefir gengt formanns- störfum í tug ára. Ilann er einnig í stjórn Frjálslynda- safnaðarins, tekur þar mikinn þátt í fjelagslífi og fram- kvæmdum. I stjórn Landsmála fjelagsins Varðar hefir hann átt sæti í nokkur ár. Á síðasta aðalfundi Versl- unarráðs Islands var hann kosinn í aðalstjórn til þriggja ára, þangað eru ekki valdir nema hæfustu menn innan verslunarstjettarinnar. Gnðmundur er giftur Önnu Maríu Gísladóttur, mestu dugn aðar og myndar konu eins og heimili þeirra hjóna ber best- an vott um, eiga þaii fjögur uppkomin börn. Við matvörukaupmenn, send' um allir Guðmundi hlýjar árnaðáróskir og vonum að mega lengi enn þá njóta starfs krafta hans og forustu. Sigurl. Kristjánsson. Skip fii söiu Línuveiðagufuskipið Alden G. K. 247, 111 smál. brúttó, er til sölu nú þegar. Tilboðum sje skilað til undirritaðra, er gefa nánari upp- lýsingar, fyrir 24. júní n.k. Rjettur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Jón Björn Elíasson, Bárugötu 15, Reykjavík. Þorgiis G. Einarsson, Strandgötu 25, Hafnarfirði. TILKYNIMING Viðskiftaráðið hefir ákveðið að frá og með 24. júní 1944, megi verð á líkkistum, öðrum en zink- og eikarkistum, hæst vera kr. 900. Ódýrari gerðir, sem framleiddar hafa verið, I mega ekki hækka í verði nema með samþykki Verðlagsstjóra. Verð á zink- og eikarkistum i'er og háð samþykki hans. Reykjavík, 16. júní 1944 VERÐLAGSSTJÓRINN. Ræðu Sveins Björnssonur Framhald af bls. 7 viðhorfum. Þeir hafa kunn- að að breyta lífsvenjum sín- um svo, að nú er hverjum þar í landi skamtaður biti úr hendi, bæði um mat og drykk, klæðnað og annað sem talið er lífsnauðsynjar. Þeir hafa gert það upp við sig að þessu verði að halda áfram að minsta kosti nokk ur ár eftir styrjöldina Allir vinnufærir Bretar, karlar og konur, vinna ,,með einni sál“ til þess að vinna styrjöldina og vinna friðinn á eftir. Þeir geta með stolti bent á þá staðreynd, að þjóð þeirra hefir þrátt fyrir takmark- aðra viðurværi en áður bætt heilsufar sitt á stríðs- árunum frá því sem áður var, og þó eru flestir sona þeirra, þeir sem hraustastir eru líkamlega, á vígvöllun- um. Þeir hafa nú þegar all- an hug á ráðstöfunum til að auka og trygpia útflutnings- verslun sína að styrjöldinni lokinni. Vjer íslendingar tölum oft um það, í ræðum og riti, að land vort sje auðugt. En framandi mönnum, sem koma frá frjósömum lönd- um, mun ekki koma land vort svo fyrir, að það sje auð ugt land. Og þó er það svo auðugt, að hjer hefir haldist bygð um meira en þúsund ár, þrátt fyrir plágur og hörmungar; þrátt fyrir það að oss hafi um margar aldir verið meinað að njóta á- vaxta vinnu vorrar; og þrátt fyrir það rányrkjusnið, sem löngum hefir verið á at- vinnuháttum vorum, saman borið við ræktunarmenn- ingu margra annara þjóða. Jeg held að kalla mætti ís land auðugt land ef vjer gætum þess í sjálfstæðisbar áttunni, sem er framundan, að vinna öll án undantekn- ingar með aukinni þekkingu og notfæra oss aukna tækni nútímans. Það er vinnan, framleiðslan, sem ríður baggamuninn um auð eða fátækt þjóðanna. Fyrsta skilyrðið til þess að „vinna friðinn" að fengn um umráðum yfir öllum mál um vorum, mætti því lýsa með þessum orðum: Vinna og aukin þekking. Þess vegna ber að leggja mikið í sölurnar á þessu sviði. Öllum vinnufærum mönnum og konum verður að revna að tryggja vinnu við þeirra hæfi og reyna að gefa þeim kost á aukinni þekkingu við hvers hæfi. Að vísu er vinnan venjulega nauðsynleg til þess að afla einstaklingnum lífsviður- væris. En vinna vegna vinn- unnar, vegna vinnugleðinn- ar, er áreiðanlega meira virði en atvinnuleysi eða iðjuleysi. Jeg held að segja megi, að vinnuöryggi það, sem fólst í því að flestir unnu að landbúnaði, og voru bundnir við jörðina, sem altaf var gjöful, hafi átt mikinn þátt í því að halda lífi í íslensku þjóðinni á hörmungatímum, þótt við fátækt yæri oft að búa. Slíkt vinnuöryggi þarf að skapa nú með breyttum við- horfum. Vinnuöryggið hygg jeg að verði aðalatriðið. Hvort menn uppskera fyrir vinnu sína sömu eða hærri krónu- tölu, verður aldrei að eins miklu atriði. Verðmæti pen- inganna er' háð sífeldum breytingum. Þeir eru því að vissu leyti eins og mýrarljós sem villir mönnum sýn, en er í sjálfu sjer ekkert ljós. Og vinnuöryggi er því að- eins hægt að skapa til lang- frama, að framleiðsluvörur verði ekki óútgengilegar vegna dýrleika. Enginn mun fáanlegur til að greiða hærra verð fyrir framleiðslu vörur vorar en það, sem hægt er að kaupa samskon- ar vörur fyrir annarsstaðar. Þessari einföldu staðreynd ættu flestir að geta gert sjer grein fyrir með því að grípa í eigin barm. Með aukinni þekkingu má öðlast meiri tækni til að framleiða útgengilegar vör- ur með samkepnisfærum til- kostnaði. En þangað til feng in er sú þekking, og að því leyti sem hún hrekkur ekki til, verðum við að gera það sama sem Bretar og ýmsar aðrar þjóðir hafa gert, ann- að hvort af fúsum vilja eða vegna kúgunar, að brevta lífsvenjum vorum, lækka kröfurnar um stund um það, sem vjer nú teljum nauðsyn, en hefir reynst öðrum þjóð- um að komast af án, meðan vjer erum að gera oss hæf- ari til samkepnisfærrar framleiðslu. Að sameina kraftana um þetta verður einn af fyrstu prófsteinunum í framhalds- sjálfstæðisbaráttu vorri. Menn skipa sjer í stjettir og flokka um sameiginleg hugðarmál. Svo hefir verið og svo mun verða. Barátta milli stjetta og flokka virð- ist óumflýjanleg. En þá bar- áttu verður að heyja þann- ig, að menn missi aldrei sjón ar á því, að þegar alt kemur til alls, erum vjer allir á sama skipinu. Til þess að sigla því skipi heilu í höfn, verðum vjer að læra þá list að setja öryggi þjóðarheild- arinnar ofar öðru. Hjer á landi er ekkert gamalt og rótgróið auðvald eða yfir- stjett. Heldur ekki kúguð og undirokuð alþýða. Flestir okkar eiga frændur og vini í öllum stjettum þjóðfjelags- ins. Oss ætti því að vera auð- veldara en ýmsum öðrum að vilja hver öðrum vel. Að bera ekki í brjósti heift og hatur, öfund og tortrygni hver til annars, þótt vjer höfum lent í mismunandi stjettum í þjóðfjelaginu. Oss ætti að vera auðveldara að leggja hver sinn skerf eftir efnum og ástæðum til þess að byggja upp fyrirmyndar þjóðfjelag á þjóðlegum grundvelli. Vjer verðum að sækja þekkingu til annara um margt. En vjer verðum að temja oss það að semja þá þekkingu að í-slenskum hög- um og háttum. Það mun aldrei blessast að færa ís- lensku þjóðina í erlendan stakk, sem sniðinn er eftir öðrum aðstæðum. Vjer verð um að sníða stakkinn sjálfir eftir vorum eigin vexti. Jeg hefi veitt því eftirtekt í lög- gjöf vorri, að innflutt lög- gjöf annara landa svo að segja óbreytt án þess að laga hana eftir íslenskum aðstæð um, hefir ekki komið að því gagni, sem ætlast var til. Það eru ekki margir ára- tugir síðan vjer þóttumst vanfærir um að færast nokk uð verulegt í fang, vegna fá- tæktar. „Vjer höfum ekki ráð á því“ var viðkvæðið. Á því sviði hefir oss vaxið svo ásmegin, að sumir telja oss nú hafa ráð á hverju sem er. Vjer verðum að reyna að temja oss þá hugsun, að það er til takmarkalína, sem ekki verður farið út fvrir,_ ef vel á að fara. Sú takmarka lína er framleiðslugeta þjóð arinnar sem heildar. Oss ber að varast þá hættu að eyða meiru en vjer öflum, þjóðin sem heild og einstak- lingarnir. Merkur danskur bóndi sagði við mig á kreppu árunum eftir 1930: „Búskap ur getur altaf borið sig, hvernig sem árar, ef hann er ekki bygður á skuldum. Hæfilegt bú mun altaf sjá bóndanum farborða. En það gefur aldrei þau uppgrip, að það geti staðið undir háum vöxtum og afborgunum af skuldum11. Má ekki heimfæra þetta upp á þjóðarbúið íslenska? Vorum vjer ekki fyrir fáum árum að sligast undir þess- ari skuldabyrði? Nú teljum vjer oss vel stæða vegna gróða á stríðsárunum. Ótal- mörgum hefir tekist að losa sig úr skuldum og standa því betur að vígi en nokkru sinni fyrr, ef þeir kunna sjer hóf. Þjóðarbúið mundi einn ig standa alt öðru vísi að 'vígi, ef ríkið gerði sama og einstaklingarnir, að losa sig úr skuldum. Og okkur ætti að vera það hægt. Ef vjer svo gættum þess að nota þá fjármuni, sem oss hafa safnast að öðru leyti til þess að auka þekkingu vora, framleiðslutækni og aðra menningu, þá getum vjer horft með bjartsýni fram á veg. Þá ættum vjer að geta skapað vinnuöryggi fyrir alt vinnufært fólk í landinu. Þá gætum vjer orðið liðtækir í. samvinnunni með öðrum lýðfrjálsum þjóðum til þess að skapa betra framtíðar- skipulag þjóðanna. Þetta er hægt, ef mönn- um tekst að samlaga skoð- anir sínar og stefnur betur en verið hefir á þessu sviði og vilja færa þær fórnir, sem nauðsynlegar eru til þess. Með þessum orðum flyt jeg allri þjóðinni, hverjum einstökum, kveðju mína og bið þess að blessun megi fylgja þjóð vorri á þeirri braut, sem hún hóf með stofnun lýðveldisins á Lög- bergi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.