Morgunblaðið - 20.06.1944, Page 1

Morgunblaðið - 20.06.1944, Page 1
Bandaríkjamenn i skotfæri við Cherbourg Börnin í skrúðgöngunni FREMSTU RAÐIR barnafylkingarinnar þ. 18. júní koma yfir Tjarnarbrú inn á Fríkirkjuveg.^ Litlu stúlkurnar margar í þjóðbúningum. (Ljósmynd: Jón Sen). llnyir Sjálfstæðismenn heiira formann Sjálfstæðisflokksins HEIMDALLUR, fjelag ungra Sj álfstæðismanna í Reykja- vík, hjelt lýðveldisfagnað í Tjarnarkafé á sunnudagskvöldið. ~ Mikið fjölmenni var saman komið, svo sem salarkynni framast rúma. Var hátíðarbragur á samkom unni og augljós fögnuður unga fólksins. Síðar um kvöldið mættu þarna formaður Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Thors, og for- maður Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, Jóhann Hafstein. Formaður Heimdallar, Ludvig Hjálmtýsson, flutti ræðu og mintist merkisþátta í sjálfslæð- isbaráttunni. Að því búnu tók til máls Ól- afur Thors, formaður Sjálfstæð isflokksins. Ávarpaði hann Heimdellinga, er staðið hefðu fremstir í fylkingu unga fólks- jns í höfuðstaðnum í sjálfstæð- ismálinu, frá því fjelagið hóf göngu sína. Árnaði hann fjelag- inu allra heilla og óskaði þess, að Sjálfstæðisflokkurinn mætti sem lengst njóta áhuga þess og dugnaöar í stjórnmálabarátt- unni. Fögnuðu Heimdellingar óspart ræðu Ólafs Thors. Þá taiaði Jóhann Hafstein, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Mintist hann þess sjerstaklega, að enn biðu ungra Sjálfstæðismanna mörg og mikil störf og að framtíð ís- lands krefðist krafta þeirra. Framh. á bls. 5. Ámaðarósklr frá belgísku stjóminni RÆÐISMANNI BELGÍU, herra Carl Olsen stórkaup- manni, barst að kvöldi 17. júní þetta skeyti frá utanríkisráð- herra belgísku stjórnarinnar í London, Monsieur P. H. Spaak: „Gerið svo vel að bera fram við hæstvirtan forseta íslands og ríkisstjórn íslenska lýðveld- isins hjartanlegustu hamingju- og heillaóskir belgísku stjórnar innar í tilefni af gildistöku lýð- veldisins. Geri svo vel að mæta fyrir hönd belgísku stjórnarinn ar við hátíðahöld gildistökunn- ar“. Því miður barst skeytið svo seint, að eigi var hægt að lesa það á hátíðinni. (Samkv. rfjett frá utanríkisráðuneytinu). Marshall á ferð um Ítalíu. London í gærkveldi: Marshall yfirmaður Bandaríkjahers, sem fyrir skemstu fór-til Norður- Frakklands og ræddi við Mont- gomery hershöfðingja, er nú kominn til Ítalíuvígstöðvanna. Rússar í skotíœri við Vihorg London í gærkveldi: RÚ$SAR segja í tilkynn- ingu sinni, að þeir hafi nú rofið 48 km. breitt. skarð í Mannerheimlínuna finnsku. Er skarð þetta alt frá sjó og inn til bæjarins Mohla. — Kernur í skotmál við Víborg. Barist í návígi. Óstaðfestar fregnir herma, að Rússar sjeu á einum stað komnir inn í fallbyssuskothríð' við Viborg. Aðrar fregnir segja, að Rússar hafi að und- anförnu haldið uppi mörg- um mjög grimmilegum l'oft- árásum á Viborg, og standi hlutar af borginni í björtu báli. — Rússar beita í sókn sinni gegn Finnum ógrynn- um af skriðdrekum, flugvjel- um og stórskotaliði’, en sókn- inni stjórnar Govorov, sá, er leysti Leningrad úr umsát. Ilajm hefir nýlega. verið gerð- ur marskálkur. — Finnar verjast allsstaðar vasklega og kveðast hafa unnið Rússum allmikið tjón, sjerstaklega á skriðdrekum og flugvjelum. — Víða er bar- ist í návígi og bardagarnir 1 óhemju harðir. —^Reuter. Enn geisa orustur við Tilly London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BANDARlKJAIIERSVEITIR ÞÆR, sem komust til sjávar á vesturströnd Cherbourgskagans, hafia sótt fram til norðurs í dag óg eru komnar í fallbyssuskotfæri við Cher- bourg. Hafa þær tekið bæinn Briquebee og sækja fram í átt- til Valonnes. Iíefir þeim orðið nokkuð ágengt í sókn sinni norður skagann, og virðst nú svo, sem þeir hafi í hyggju: að taka Valonnes í tangarsókn. Þjóðverjar hörfa undan til norðurs, og er álitið að þeir muni t.aka sjer varnarstöðu í hæðum fyrir sunnan Cherbourg. Þá herma fregnir að Þjóð- verjar hafi enn ekki byrjað neinar samræmdar árásir að norðan og sunnan á Bandaríkjalierina, er koinnir eru til sjávar að vestan. Yfirráðasvæði þeirra á Skaganum nuux vera frá 7—10 km. á breidd og er búist við að Þjóðverj- ar geri tilraunir til þess að brjótast í gegn að sunnan. Guðmundur Ágústs- son „Glímukonung- ur íslands SÍDARI HLUTI Islands- glímunnar fór fram í Iþrótta húsi Jóns Þorsteinssonar í gærkveldi. Úrslit urðu þau, að Guðmundur Ágústsson (Á) vann glímuna, lagði alla keppi nauta sína að velli. Vann hann Islandsglímubeltið og hlaut sæmdar heitið „Glímu- konungur Islands 1944“. Var honum einnig dæmdur feg- urðarglímuskjöldurinn og sæmdarheitið „Glímusnilling- ur Islands 1944“. Guðmundur hlaut einnig verðlaunabikar ríkisstjórnarinnar, sem Alex- ander Jóhannesson prófessor afhenli fyrir hennar hönd. Veislur hjá sendi- herrum íslands erlendis Sendiherrar Islands erlendis hjeldu allir veislu þann 17. júní s. 1. í tilefni af lýðveldisstofn- uninni. Voru boðnir í þau hóf íslendingar og erlendir gestir. í Washington komu um 500 manns í boði hjá Thor Thors, þar á meðal amerískir ráðherr- ar og þingmenn. Hjá Vilhjálmi Finsen í Stokk hólmi voru tvö síðdegisboð. — Hjá Pjetri Benediktssyni í Moskva voru um 100 manns. Stefán Þorvarðarson í London hjelt boð í Grosvernor House og í New York hjá Helga P. Briem voru 270 íslendingar og Vestur-íslendingar í veislu. Markmiðið er Cherbourg. Bandamenn fara ekki dulti með það, að markmið þeirra með þessari sókn sinni á skag anum sje hin mikilvæga hafn arborg og herskipalægi Cher- bourg sjálf. Talið er að Þjóð verjar hafi um 25—30 þús. manna lið þarna norður fra og varnarskilyrði eru góð, skaginn klettóttur, en mýrar- fen á milli. Ekki búast banda- menn við fið ná borginni öðru vísi, en höfnin verði stór- skemd, en kveða það hafa sýnt sig, að ekki sje lengi verið að gera við hafnir, sem skemdar eru. Bardagamir við Tilly. Enn er ekkert lát á skrið- drekaorustunum frá Tilly og alt austur fyrir Caen og veitir ýmsum betur í þeim: viðureignum. Hafa þar engar teljandi breytingar orðið. eit aðilar skiptst á um að haldai hæðum og öðrum varnarstöðv um. og er víglínjin þarna: næsta kyrrstæð. Breskir skrið drekar komust inn í Tilly og urðu af götubardagar, sem’ ekki er vitað, hvernig luku. Aftur barist nærri nærri Carentan. Þjóðverjar hafa aftur byrj- að mikla stórskotahríð a stöðvar bandamanna nærri' Carentan, en aðrar -svritir bandamanna hafa lent í or- ustum við skriðd.ekasveit- ir Þjóðverja, er þær hugðust' að sækja fram til St. Lo. — Munu Bandaríkjamenn nú vera um 10 km. frá þeim bæ. Illviðri mikil. Veðrið í dag hefir verið það versta. sem hefir komið á innrásarsvæðinu, norðan* storinur, rok, kuldi og rigu- ing.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.