Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 135. tbl. — MiSvikudagur 21. júní 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Árás hafin á virkin við Cherbourg Hersfjórnarfilkynn- ing bandamanna London í gærkveldi. Einkaskeyli til Morgunblaðsins frá Reuter. Herstjórnartilkynning banda manna í dag er þannig: „Herir bandamanna rjeðust í kvöld á ytra varnarkerfi Cherbourg. Mountebourg hefir verið tekin aftur og herir vorir eru þrem megin við Valognes, þar sem miklir bardagar eru nú háðir". „Vjer stöndum fastir fyrir á Tillysvæðinu, en þar geisuðu orustur í gær, en slæmt veður á orustusvæðinu dró nokkuð úr bardögunum í lofti og loftárás- um, þar til í dag. Ráðist var á svifsprengjustöðvar á Calais- svæðinu af stórhópum flug- vjela af öllum gerðum í dag, og komu allmargar sprengjur niður á þær og'aðrar hernaðar- stöðvar". í fyrrakvöld var bifreið Guð- mundar Guðmundssonar, dömu klæðskera, R 1559, stolið þar sem hún stóð á Kirkjutorgi, en í gær fanst bifreiðin inni á Laugarnesvegi og var hún þá bensínlaus. Ennfremur hafði bifreiðin skemst nokkuð í með- ferð þjófanna, en Rannsóknar- lögreglunni tókst að hafa uppi á þeim. — Reyndust það vera tveir 17 ára piltar. Glímukonungur íslands Guðmundur Ágústsson úr Glímufjel. Ármanni hlaut heið- ursnafnbótina Glímukonungur íslands árið 1944, eftir að hafa unnið Islandsglímuna í fyrrakvöld. Einnig nafnbót- ina Glímusnillingur Islands og sjerstakan bikar frá ríkis- stjórninni, vegna þess við hvaða tækifæri nú var glímt. Er Guðmundur vel að þessum heiðri kominn, þar sem hann er tvímælalaust snjallastur af glímumönnum okkar nú. Stórpólitískar yfir- lýsingar um leið og Alþingi vnr frestuð A FUNDFí sameinuðu Al- þingi síðdegis í gær, var tekin fyrir svohljóðandi þingsálykt- unartillaga frá forsætisráð- herra: „Alþingi ályktar að veita samþykki sitt til þess, að fund- um þingsins verði frestað frá 2-0. jún'í' 1944, enda verði það kvatt saman aftur eigi síðar en 15. september næstkomandi". Forsætisráðherra fylgdi tillög unni úr hlaði með fám orðum. Hann gat þess, að til þess hefði verið ætlað, að þetta þing hefði ekki lengri setu en meðan ver- ið væri að ganga frá stofnun lýðveldisins og að önnur verk- efni þingsins biðu þar til síðar í sumar. Einar Olgeirsson gat þess, að flokkur hans hefði ekki viljað bera fram vantraust á ríkis- stjórnina, meðan sjálfstæðismál ið var á döfinni. En nú væri rjett að fá úr því skorið, hvort stjórnin nyti trausts þingsins. Myndi til þess nægja tveir dag ar og bar E. O. brtt. við tillögu forsætisráðherra, að þingi yrði frestað frá 22. þ. m. Tvær breytingartillögur aðr- ar komu fram. Önnur var frá Eysteini Jónssyni og Ingólfi Jónssyni, þess efnis, að Alþingi yrði frestað til 2. sept. Hin brtt. var frá Bjarna Benediktssyni, þess efnis, eð þingi yrði frestað til 30. sept. Yfirlýsing forsætisráðherra. í sambandi við brtt. frá Ein- ari Olgeirssyni og yfirlýsing- Framhald á bls. 5 KveSja frá sænska úfvarpinu Ríkisútvarpinu barst í gær, 18. júní, símskeyti frá yfir- manni sænska útvarpsins, Rad- iotjánst í Stokkhólmi, herra Ingve Hugo, þar sem hann bar fram innilegar árnaðaróskir stofnuninni til handa í tilefni af hinum merka viðburði í sögu landsins og lætur í ljós þá von, að samstarf í útvarpsmálum megi brátt aftur hefjast á Norð urlöndum. Útvarpsstjóri þakkaði fyrir hönd stofnunarinnar á viðeig- andi hátt með símskeyti. (Frá skrifstofu útvarpsstjóra) Wallace í Chungking. Chungking í gærkveldi: — Henry Wallace, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn hingað til borgarinnar, og hefir hann þegar rætt við Shar Kai Shek og frú hans. Áður en Wallace fer heimleiðis, mun hann skoða bækistöðvar amer- íska flughersins í Kína. — Reuter. Mountebourg og Val- onnes á valdi Banda- ríkjamanna London í gær — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BANDARÍKJAMENN HAFA NÚ byrjað árásir á ysta virkjabeltið við Cherbourg, og eru framsveitir þeirra að- eins rúma sex km. frá miðri borginni. Hafa þær skotið í all- an dag á stöðvar Þjóðverja af fallbyssum, en Þjóðverjar svara í sömu mynt af járnbrautarfallbyssum og stórum virkjafallbyssum. Á leið sinn norður skagann hafa Banda- ríkjahersveitirnar náð aftur bænum Montebourg eftir harða bardaga og komist nærri bænum Valonnes sem er nokkru norðvestar. Yfirráðasvæði Bandaríkjahersins á skaganum er nú orðið nokkuð breytt, en ekki hafa borist neinar fregnir í dag af ástandinu við Carentan. Um 200 skáfar halda móf á Þingvöllum Frá frjettaritara Morg- unblaðsins á skátamót- inu. ÞINGVÖLLUM í gær: Skáta- höfðingi íslands, dr. med Helgi Tómasson, setti skátamótið hjer á Þingvöllum í morgun. Um 200 skátar víðsvegar að af landinu eru komnir til mótsins, sem stendur fram til næstu helgar. Tjaldbúðir hafa verið reistar í Hvannagjá, og hlið reist. Sú nýlunda var tekin upp á þessu skátamóti, að skátasveitunum er skift niður í „goðorð" og er „goði" fyrir hverri sveit. í dag fóru skátar í stuttar ferðir um nágrennið. Á morgun (miðvikudag) skoða skátar Þingvelli, og verður Benedikt Sveinsson leiðsögumaður þeirra Bústir Tilly teknar, aftur. Breskar hersveitir á mið- vígstöðvunum náðu í dag á vald sitt rústum þorpsins Tilly, sem mjög mikið hefir verð barst um. Geysa þarna enn hinar skæðustu orustur, og hafa litlar breytingar orð- ið á aðstöðunni. Hafa báðir gert áhlaup með skriðdreka sveitum og einnig hefir verið allmikið um stórskotaliðsvið- ureignir. Þjóðverjar segja, að bandamenn hafi beðið mik ið tjón í þessum bardögum. Virkin viS Cherbourg. Hafnarborgin Cherbourg, sem bandamenn sækja nú að, er mjög vel víggirt, og er talið að Þjóðverjar hafi bætt mjög um virkin. Virkjabelt- in munu vera þrjú. eða má- ske fjögur og hafa Þjóðverj- ar komið þar fyrlr mjög stór Framh. á 2. síðu Rússar tóku Viborg með áhlaupi í gær TILKYrflP var í Moskva í gærkveldi með sjerstakri dag- skipan að herir Rússa, sem fram sækja á Kirjálaeiði hefðu tekið Viborg með áhlaupi, eftir að hafa brotist gegn um. virki borgarinnar. Finnar hafa ekki staðfest þessa fregn Riissa, en sem komð er. Viborg, sem á friðartímum hefir 75 þús. íbúa, er forn borg og hefir góða höfn. 1 dag snemma sögðu Finnar, að harðar brustur væru háð- ar á vegum þeim, sem liggja til borgarinnar, og hefði fiijnski herinn orðið að láta þar undan síga. ; Rússar fengu Viborg eftir friðarsamningana árið 1940. en Finnar tóku hana aftur í júnímánuði 1941. — Viborg er um 120 km. í norðaustur frá Leningrad og var eirj^ helsta varnarstöðin i Manner- heim-virkjabeltinu. — Bar- dagar eru enn sagðiv harðir annarstaðar á Kirjáiaeiði. en. hvergi getið um neinar viður- eignir sunnar á Austurvígv stöðvunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.