Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudag'u'r 21. júní 1944. MORGUNBLAÐIÐ 11 Fimm mínúlna krossgáta Lárjett: 1 reykir — 6 lagði eið út á — 8 hóf — 10 ekki — 11 æxl- ást — 12 verkfæri ■— 13 fanga- mark — 14 spurt — 16 hunds- nafn. Lóðrjett: 2 endir — 3 feitina — 4 reyk — 5 getraunin — 7 skjálfa — 9 forsetning — 10 bók- stafur — 14 greinir — 15 tveir Fjelagslíf ÆFINGAR I KVÖLD: Á Iþré-ttavellinum kl. 8 Frjáls ar íþróttir. Kl. 8,45 Knatt- spyrna. Meistarar 1. fl. . 1 sundlaugunum: Kl. 9 Sundæfing. Fjölmenn ið Stjórn K.R. FERÐAFJELAG ISLANDS ráðgerir að fara skemtiför til Gullfoss og Geysis næstk. sunnudag. Ekið austur Hell- isheiði til Gullfoss og Geysis. Sápa látin í Geysi og reynt að ná fallegu gosi. Þá verður komið að Brúarhlöðum og í bakaleið ekið upp .með Sogi austan .Þingvallavatns og á Þingvöll, en þaðan til Reykja yíkur.Lagt á stað kl. 8 árdeg- i.s. Farmiðar seldir á skrif- stofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Tún- götu 5 á föstudaginn og laugardaginn til hádegis. I.O.G.T. ST. EININGIN NR. 14. Fundur í kvöld kl. 8,30. Innfaka. Prófessor Rikard Beck: Ávarp. Fr. Á. Brekk- an: Lýðveldishugleiðingar. Áfhent heiðursfjelaga-skír- teini Umdæmisstúkunnar. — Kaffisamsæti að fundi lokn- um. Fjelagar fjölmennið. ST. MINERVA Fundur í kvöld kl. 8,30 í Templarahöllinni. Að fundin- nm loknum verður gengið til Góðtemplarahússins í'Templ- arasundi og hefst þar kaffi og kvöldfagnaður, stúkunnar í salnum uppi. Kaup-Sala BARNAVAGN til sölu. Uppl- Mjóstræti 3, neðstu hæð. <2)a a l ó L IIREIN GERNIN G AR Pantið í tíma. Guðni og Þráinn. Sími 5571. Utan- og innanhúss HREINGERNINGAR Jón & Guðni. — Sími 4967. 181. dagur ársins. Sólstöður. Sólarupprás kl. 3.05. Sólarlag kl. 23.52. Árdegisflæði kl. 6.45. Síðdegisflæði kl. 18.35. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast Bs. íslands sími 1540. □ Edda 59446247 — Fyrl. R:. M:. 70 ára verður í dag Jón Ólafs- son, Laufásveg 48. 45 ára verður í dag Guðmund- ur Xllugason, lögregluþjónn, Ei- ríksgötu 2. Hjónaefni. Á þjóðhátíðardag- nn 17. júní, opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Þórarinsdótt ir (bónda að Stóra-Hrauni á Snæ fellsnesi) og Einar Nikulásson, rafvirki, (Friðrikssonar, umsjón- armanns Rafmagnv. Rvíkur) — Hringbraut 126. Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína á Þingvöllum ung- frú Jensína Gísladóttir, Strandg. 19 og Svanur Jónsson skipasmíða nemi, Austurgötu 33, Hafnarfirði. Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína frk. Theodora Ara- dóttir frá Ásum í Holtum og Njáll Mýrdal, Baldursgötu 31. Hjónaefni. 17. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Elín Jörgen sen, Laugaveg 49 A og Ásgeir Sigurðsson frá ísafirði. Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þóra Jóns- dóttir, Þjórsárholti, Gnúpverja- hreppi og Friðrik Ó. -Jónsson, Öldugötu 52, Rvík. Hjónaefni. 17. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðbjörg Einarsdóttir, Ásum, Gnúpverjahr. og Ólafur Þorsteinsson, bifreiða- stjóri, Brávallagötu 6. Leiðsögn um Þingvelli. Guð- mundur Daví^sson, sem um mörg ár var umsjónarmaður á Þing- völlum, hefir skrifað litla bók, sem hann kallar Leiðsögn um Þingvelli. Er þar fyrst heildar- uppdráttur af Þingvöllum, gján- um, vatninu og norðurhelmingi fjallahringsins. Auðkenni öll eru sett á uppdrættinum og birt skrá yfir. Má af uppdrætti þessum glöggva sig á flestu því, sem markverðast er á Þingvöllum. — Næst er í fáum orðum sagt frá stofnun Alþingis, skrá yfir búð- ir á Alþingi hinu forna og fram eftir öldum. Sagt frá Lögbergi, Lögrjettu, sætaskipun á Alþingi, dómstöðum, Þinghelgi og eykta- mörkum frá Þingvöllum, lýst gjánum, örnefnum í Þingvalla- túni, Þingvallavatni, Öxará og af tökustöðum. Síðan eru greind heiti allra þeirra fjalla og hnjúka sem sjást frá Þingvöllum. Aftan við þetta er stutt en greinileg söguleg og landfræðileg lýsing á Þingvöllum og aftast „lög um friðun Þingvalla11 og reglur um umferð og hegðun á Þingvöllum. Innan um bókina er dreift all- mörgum góðum heilsíðumyndum af Þingvöllum og umhverfi. — Þetta er mjög hentugur pjesi fyr ir þá, sem skreppa til Þingvalla eða dvelja þar um stundarsakir. Lúðrasveit Reykjavíkur (30 manns) leikur við Mentaskól- Vinna HREINGERNINGAR Sími 4581. Hörður og Þórir. HREINGERNINGAR. úti og inni. Fljót afgreiðsla. .Vönduð vinna. Sími 5786. ann í kvöld kl. 9, ef veður leyf- ir. Stjórnandi Albert Klahn. — Viðfangsefni: 1. Blásið hornin, mars eftir Árna Björnsson. 2. Rímnadanslag eftir J. Leifs. 3. Þættir úr Sigurði Jórsala- fara, eftir Grieg. 4. Aida, fantasía eftir Verdi. 5. Straussvalsasyrpa, útsett A. Klahn. 6. Lýðveldishátíðarlög, eftir,. E. Thoroddsen, Þórarinn Guðmundsson og Árna Björnsson. 7. Lúðrasveitin 20 ára, mars eftir Árna Björnsson. ÚTVARPIÐ í DAG: 19.25 Hljómplötur: Óperusöngvar 20.00 Frjettir. 20.30 Útvarpssagan (Helgi Hjör- var). 21.00 Hljómplötur: íslenskir ein- söngvarar og kórar. 21.15 Upplestur: „Úr bygðum Borgarfjarðar", bókarkafli eft- ir Kristleif Þorsteinsson (Þor- steinn Jósefsson blaðamaður). 21.35 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir Coleridge-Taylor. 21.50 Frjettir. FRELSID AÐ LOKNUM störfum Al- þingis að Lögbergi 17. júní s. 1. sendi Kr. H. Breiðdal Gísla Sveinssyni, forseta sameinaðs þings, svohljóðandi stökur: Loks er komin langþráð stund, - lýsir af frelsisdegi. Lengi vóru lokuð sund, lítils metið okkar pund. í dag er þjóðin frjáls á framavegi Aldir liðu, — lifðu þó logans földu glóðir. Frelsisandinn aldrei dó, undir hjarta landsins sló. í dag er fylling drauma þinna, móðir. MINNIN GARSP J ÖLD Barnaspítalasj óðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendsen. Höfðinglegar gjafir til dvalarheimilis sjómanna DVALARHEIMILI aldraðra sjómanna hefir nýlega borist höfðinglegar gjafir: Akraneskáupstaður færði heimilinu 10 þús. kr. í tilefni af 80 ára afmæli kaupstaðarins, sem var 16. þ. m. Þá gaf Ársæll Jónasson kafari heimilinu 10 þús. kr. til minningar um bróð ur sinn, Markús Jónasson? sem fórst með Skúla fógeta í apríl 1933. Loks hefir ekkjan Jó- hanna Gísladóttir gefið því 5 þús. kr. til minningar um mann hennar Pál Jónsson skipstjóra, sem fórst með vb Hilmir á s.l. vetri. — Björn Ólafs hefir beð- ið blaðið að færa gefendunum bestu þakkir fyrir þessar hóf- inglegu gjafir. <§>^X§*§X$X$K$X§X§X$*§>3X^<$X$X$><$X$X§X$X$x$X§><3X§x^<$X$>^X$X$>^^X$X^<^§X$X$X$X$X$X§X$x$K§X$X$> Hjartans þakklæti mitt færi jeg ykkur öllum, fjær og nær, sem á einn eða annan hátt heiðruðuð mig' á fimmtugsafmælinu mínu, hinn 7. þ. m., og gerð- uð mjer daginn ógleymanlegan. Heimsóknir ykkar, gjafir, og kveðjur og allur ^sá góðvilji, sem jeg fann svo greinilega til, ber vott um falslausa vináttu ykkar og einlægni, sem jeg met mikils. Fyrir allt þetta þakka jeg ykkur hjartanlega og af heilum huga og bið ykkur guðsblessunar. Lifið heil. Grindavík, 19. júní 1944. Kristinn Jónsson, Brekku. <$K^X$X$>^X$>^XS>^xSX$X$X$X^X$K^^<$><^X$X^><$><$X$X^X$X^X$x$X$X$x$X^x$X^<$X$X$X^<$X$x^X$X$><$> <$x$>^>^x^X$xSx$X$xS>^X$K$x$x$x$x$>^^K$X$x$x$><$x^X$><$x^x$x^x3x^<gx$xgx$K$x$K$>^x$x$>^>^>^>^x$> •» LAXÁRVIRKJUNIN I i LAUS STAÐA. * Fyrsta vjelavarðarstaðan er laus 1. ágúst n. ❖ k. Byrjunarlaun kr. 350,00 á mánuði, hækk- % andi upp 1 kr. 420,00 á mánuði næstu f jögur * ár.' , 4 Grunnkaupshækkun samkvæmt gildandi f ákvæðum um laun embættismanna ríkisins. t ♦♦♦ Dýrtíðaruppbót samkvæmt vísitölu á hverj- * um tíma. Umsóknarfrestur til 10. júlí n. k. % Nánari upplýsingar gefur rafveitustjórinn. ;> % RAFVEITA Ah>UREYRAR. Í Nýtt laer við hátíðarlióð. Á lýðveldishátíðinni á Akur- eyri söng Karlakór Akureyrar nýtt lag eftir Jóhann Ó. Haralds son, við hátíðaljóð Jóhannesar úr Kötlum. Vakti lagið fögnuð áheyrenda, er voru geisi marg- ir, og varð kórinn að endurtaka það. Það skal fram tekið að þetta lag var eigi sent til dóm- .nefndar. ROSSE & LACKWELL’S famous F00D PRODUCTS (ONDIMENTS & DELICACIES are coming . . 1 íM-p,.. Ekkjan SIGRÍÐUR ÞORBJÖRG DANÍELSDÓTTIR frá Fáskrúðarbakka andaðist á heimili mínu Sól- bergi við Langholtsveg aðfaranótt þrðjudags 20. þessa mánaðar. Vandamenn. Jarðarför bróður. míns SKARPHJEÐINS GUÐMUNDSSONAR skósmiðs, fer fram fimtudaginn 22. júní. Athöfnin hefst með bæn á Elliheimilinu Grund kl. 1 e. h. Jarð- að verður frá Dómkirkjunni. Hermann Guðmundsson frá Litla-Skarði Þökkum auðsýnda vináttu við andlát og jarð- arför litla drengsins okkar KRISTJÁNS INGVARS ZOÉGA Ásta og Kristján Zoega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.