Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIð Miðvikudagu'r 21. júní 1944. LABRY DERFORD 1Á/ ^omeriet '/Tjauqíi iain: í leit að lífshamingju M — 23. dagur — Græni riddarinn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 2. en hún mætti ekki Ijúka upp bókinni, fyrr en hún væri orðin ein. Um kvöldið, þegar hún var gengin til herbergis síns, opnaði hún bókina og um leið heyrði hún hljóma svo fagra, að slíkt hafði hún aldrei heyrt, og svo kom Græni riddarinn allt í einu. Hann sagði henni, að bókin hefði þá. náttúru, að þegar hún opnaði hana, kæmi hann til hennar, það væri sama hvar hún væri stödd, og þegar hún lokaði bókinni aftur, hyrfi hann líka samstundis. Konungsdóttir leit oft í bókina á kvöldin, þegar henni leiddist og hún var ein og riddarinn kom þá alltaf til hennar og fjell vel á með þeim. En stjúpmóðir hennar var með nefið niðri í öllu, hún hjelt enditega að einhver væri inni hjá konungsdóttur á kvöldin, og var ekki lengi að segja konunginum frá því. Þessu vildi hann ekki trúa, og afrjeðu þau þá, að gæta fyrst að, hvort þetta væri satt, því konungur neitaði að trúa þessu, nema hann sæi þetta með sínum eigin augum. Eitt kvöld stóðu þau á hleri við herbergisdyr konungsdóttur og heyrðist endilega að talað væri inni. En er þau komu inn, var þar enginn, nema konungsdóttir ein. „Við hvern varstu að tala?“ spurði drottningin harðlega og hvasslega, en konungsdóttir kvaðst hafa verið að lesa upphátt í bænabókinni sinni. — ,,Já, þetta er nú ekki annað en venjuleg bók“, sagði kon- ungur, „skyldi hún ekki mega lesa í hénni“. En drottn- ingin heimtaði að fá að sjá hana, en gat ekkert fundið athugavert við hana. En hún var nú ekki alveg. uppgefin fyrir því, hún ljet bora gat á vegginn í herbergi konungs- dóttur, og við það hlustaði hún. Eitt kvöldið heyrði hún greinilega mannmál, brá við skjótt og hratt upp hurðinni og þaut inn til stjúpdóttur sinnar, en hún var heldur en ekki sein á sjer að loka bókinni, en þó hún væri nú fljót, þá sá stjúpmóðirin gestinum rjett bregða fyrir, svo hún var viss um, að einhver hefði verið þarna. Nú þurfti konungur að leggja í langferð mikla, en þegar hann var farinn, ljet drottnigin grafa heljarmikla gryfju niður í jörðina, og síðan var gryfja þessi múruð að innan, og í múrinn var sett rottueitur og önnur ólyfjan, svo ekki kæmist þar inn svo mikið sem minsta mús. Sá sem múr- aði fjekk gott kaup og lofaði að fara úr landi, en það gerði hann nú ekki, heldur var kyrr, sem hann átti heima. Nú Ijet drottningin setja konungsdóttur niður í jarð- hús þetta með einni þjónustustúlku, og þegar þær voru Hann: — í fyrsta skifti, sem I Prófessorinn: — Skynsamir jeg sá yður, komu tár í augunjmenn þykjast aldrei fullvissir á mjer. „Það er alveg sama. Jeg hjelt, að þú fengir ef til vill meira traust á mjer við þetta. Hvar er gríski peningurinn?“ Jeg rjetti honum hann. „Haltu á honum“. Gray tók við honum. Larry leit á úr sitt. „Nú er klukkan þrettán mín- útur yfir átta. Eftir sextíu sek- úndur verða augnalok þín svo þung, að þú neyðist til þess að loka augunum, og þá sofnarðu. Þú sefur í sex mínútur. Þegar klukkan er tuttugu mínútur yfir átta, vaknarðu, og mun þá allur sársaukinn horfinn“. Við Isabel þögðum bæði. Við horfðum á Larry. Hann sagði ekki meira. Hann festi augun á Gray, en virtist þó ekki horfa á hann. Hann virtist fremur horfa í gegnum hann. Jeg verð að nota orðtæki: »Þögnin var svo mikil, að það hefði mátt heyra saumnál detta á gólfið. Alt í einu fann jeg, að Isabel tók fastar um hönd mína. Jeg leit á Gray. Augu hans voru lokuð og andardrátturinn reglu legur. Hann svaf. Við stóðum þarna, að því er virtist óend- anlega langan tíma. Mig lang- aði í vindling, en þorði ekki að kveikja mjer í. Larry var hreyf ingarlaus. Jeg veit ekki, á hvað hann horfði. Hann hefði getað verið í leiðslu, ef augu hans hefðu ekki verið opin. Alt í einu virtist hann slaka á. Aug- un urðu eðlileg, og hann leit á úr sitt. Um leið og hann gerði það, opnaði Gray augun. „Ja, hvert þó í logandi!" sagði hann.' „Jeg held, að jeg hafi sofnað“. Hann rjetti úr sjer. Jeg tók eftir því, að hann hafði nú fengið sinn eðlilega litarhátt aftur. „Höfuðverkurinn er horf inn“. „Það er ágætt“, sagði Larry. „Fáðu þjer vindling og svo för- um við öll og fáum okkur kvöld mat“. „Þetta er kraftaverk! Mjer líður alveg prýðilega. Hvernig fórstu að þessu?“ „Jeg gerði það ekki. Þú gerð- ir það sjálfur". Isabel fór upp til þess að hafa fataskifti, og á meðan fengum við Gray okkur cock- tail. Gray hjelt áfram að tala um ,,kraftaverkið“, þótt Larry væri greinilega ekkert um það gefið. „Jeg trúði því ekki, að þú gætir gert neitt“, sagði Gray. „Jeg ljet undan aðeins vegnsr þess, að jeg var of máttfarinn til þess að mótmæla“. Isabel kom nú aftur niður. Hún var í nýjum kjól. Hann var úr mjög fallegu, hvítu efni, sem jeg veit ekki hvað heitir. ★ Það var mjög fjörugt á Cha- teau de Madrid og við vorum öll í góðu skapi. Larry var kát- ari en jeg hefi áður sjeð hann, og kom okkur oft til að hlæja. Jeg hygg að hann hafi gert það til þess að draga athygli okk- ar frá því, sem við urðum vitni að í bókaherbergi Grays. En Isabel var ákveðinn kvenmaður. Þegar við höfðum lokið við að borða, og sátum yfir kaffinu, festi hún augun á Larry. „Jæja, segðu okkur nú, hvernig þú fórst að því að lækna Gray“. „Þú sást það sjálf“, sagði hann brosandi. . „Lærðirðu þetta í Indlandi?“ „Já“. „Heldurðu að þú getir lækn- að hann fyrir fult og alt?“ „Jeg veit það ekki. Það get- ur verið“. „Það mundi gjörbreyta öllu lífi hans. Hann getur ekki bú- ist við að fá góða atvinnu, þeg- ar hann yrði oft frá vinnu tím- unum saman. Og hann verður aldrei ánægður fyrr en hann getur farið að vinna aftur“. „Jeg get ekki gert krafta- verk“. „Þetta var kraftaverk. Jeg sá það með eigin augum“. „Nei, það var ekki krafta- verk. Jeg gaf Gray aðeins dá- lítið til þess að hugsa um, og hitt gerði hann sjálfur“. Hann sneri sjer að Gray. „Hvað ertu að gera á morgun?“ „Sp^la golf“. „Jeg ætla að líta inn til þín klukkan sex, og þá skulum við spjalla saman“. Síðan brosti hann til Isabel. „Jeg hefi ekki dansað við þig í tíu ár, Isabel. Kærirðu þig um að sjá, hvort jeg hefi alveg gleymt því?“ ★ Eftir þetta sáum við Larry oft. Næstu vikuna á eftir kom hann á hverjum degi til Isabel og Gray og lokaði sig með Gray inni í bókaherberginu í hálfa klukkustund. Eftir því, sem Larry sagði sjálfur, var hann aðeins að reyna að telja Gray frá því að fá þessi höfuðverkj- arköst, og Gray bar barnslegt traust til hans. Af því litla, sem 'Gray sagði, fjekk jeg þá hug- mynd, að Larry væri einnig að reyna að endurreisa traust hans á sjálfum sjer. Um það bil tíu dögum síðar fjekk Gray annað höfuðverkj- arkast. Það stóð svo á, að Larry ætlaði ekki að koma til hans fyrr en um kvöldið. Kastið var ekki slæmt, en Gray hafði nú orðið svo mikið traust á hinu undarlega valdi Larry, að hann trúði því, að hann gæti losað sig við höfuðverkinn á nokkr- um mínútum, ef í hann næðist. En ekkert okkar vissi, hvar hann átti heima. Þegar Larry loksins kom og losaði hann við höfuðverkinn, bað Gray hann um heimilisfang hans, ef hann skyldi einhverntíma þurfa að leita hans aftur. Larry broáti. „Hringdu í amerísku sendisveitina, og láttu liggja fyrir mjer skilaboð. Jeg hringi þangað á hverjum rnorgni". Seinna spurði Isabel mig, hvort jeg vissi, hvers vegna Larry vildi ekki segja frá heimilisfangi sínu. Hann hefði gert þetta áður, ogo hafði þá komið í ljós ,að hann bjó á þriðja fl. gistihúsi í latínska hverfinu. „Jeg hefi ekki hugmynd um það“, svaraði jeg. „Mín uppá- stunga er svo fjarstæð, að þú hlærð sennilega að henni. Það getur verið, að einhver undar- leg eðlishvöt hvetji hann til þess að hafa eins mikla hulu yfir dvalarstað sínum og sálar- lífi sínu“. „Hvað í ósköpunum áttu við?“ hrópaði Isabel. „Hefirðu aldrei tekið eftir því, þegar hann er með okkur, að þótt hann sje mjög viðfeld- inn og vingjarnlegur, er eins og maður verði var við einhvern aðskilnað í fari hans — eins og hann varðveiti í duldu sálar- fylgsni sínu eitthvað, jeg veit ekki hvað — leyndarmál, þekk ingu, hugsjón — sem skilur hann frá okkur?“ „Jeg hefi þekt Larry alla mína æfi“, sagði Isabel óþol- inmóðlega. „Stundum minnir hann mig á mikinn- leikara, er leikur af snild hlutverk í fánýtum leik“. Isabel hugsaði um þetta dá- litla stund. „Jeg hygg að jeg viti, við hvað þú átt. Við skemtum okk- ur vel og höldum, að hann geri það líka. Við ætlum, að hann sje eins og allir hinir. Og þá, skyndilega, fáum við þá tilfinn ÍQgu, að hann hafi sloppið frá okkur, eins og reykjarhringur, sem við reynum að ná í með höndunum. Hvað heldur þú að það sje, sem gerir hann svona undarlegan?“ „Ef til vill er það eitthvað, sem er svo venjulegt, að við tökum ékki einu sinni eftir því“. „Til dæmis eins og?“ „Gæska hans“. Isabel hleypti brúnum. „Jeg vildi, að þú segir ekki svona nokkuð. Jeg fæ svo und- arlega tilfinningu í'magann af því“. „Eða dálítinn sársaukasting í hjartað?“ Isabel horfði lengi á mig, eins og hún væri að reyna að lesa hugsanir mínar. Hún fjekk sjer vindling, kveikti í honum og hallaði sjer aftur á bak í stóln- um. Hún horfði á eftir reykn- um, sem liðaðist upp í loftið. „Viltu að jeg fa'ri?“ spurði jeg. „Nei“. Jeg þagði andartak. „Elskarðu Larry mjög mik- ið?“ „Jeg hefi aldrei elskað neinn annan“. „Hvers vegna giftistu Gray?“ Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710. Ef Loftur ffetur það ekki — bá hver? BEST AÐ AUGLtSA 1 MORGUNBLAÐINU. Hún (feimin): — Hvernig stóð á því? Hann: — Það var af því, að þjer voruð að afhýða lauk. ★ Læknirinn: — Hann verður að fá þrjár matskeiðar af með- alinu á hverju kvöldi, áður en hann fer að sofa. Konan: — Það getum við ekki, því að við eigum ekki nema tvær matskeiðar. ★ Kennarinn: — Um hvað var jeg að spyrja, Jón? Jón: — Um fyrstu persónu, karlkyn, eintölu. Kennarinn: — Það er þá best að þú svarir því. Jón: — Adam. — Hjer skaltu sjá mynd af mjer á hesti. — Já, og það er sýnilega augnabliksmynd. — Ilversvegna segirðu það ? — Jú, þú ert á baki. . um hlutina, heldur eru það heimskingjarnir, sem sífelt eru með fullyrðingar. Stúdentinn: — Eruð þjer viss um þetta, herra prófessor? — Já, alveg handviss. ★ — Er yður ekki kalt, þegar þjer gangið í svona þunnum sokkum? — Nei, nei, jeg hefi svo hlýj- an loðkraga um hálsinn. ★ — Hefir þú sagt honum Jóni, að jeg væri lygari?“ spurði Eggert vondur. — Nei, það hjelt jeg að hann vissi. ★ Vinur: — Því ertu svona daufur í dálkinn? Læknir: — Jcg hefi mikl- ar áhyggjur út af einum sjúklingi- mínum. — Er hann hættulega veik ur ? , -— Nei, en fiann skuldar rnjer mikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.