Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagtir 21. júní 1944. MORGCNBLAÐIÐ 1 KJÖRORÐ HINS ÍSLENSKA LÝÐ- VELDIS ER: MANNHELGI íslendingar, vjer erum komnir heim. Vjer erum frjáls þjóð. Þegar vjer lítum yfir far- inn veg, minnumst vjer með virðingu og þakklæti afreka einstakra manna og langrar og þolgóðrar baráttu þjóð- arinnar allrar. Erfiði og hugraunir alda- langrar frelsisbaráttu, strit og þrekraunir hins nýja landnáms til sjávar og sveita, hverfa í dag sem dögg fyrir sólu í fögnuði yfir sigrunum, sem nú renna sem stoðir undir höll frelsis og fullveldis. Vjer erum og í dag glaðir, og þakklátir fyrir það hversu giftusamlega hefir úr ráðist hin síðustu árin. Eftir langa baráttu tókst Islendingum loks fyrir aldarfjórðungi að tryggja sjer rjett til fullra yfirráða allra málefna sinna á þessu ári. Þann rjett hafa íslendingar frá önd- verðu verið staðráðnir í að not- færa sjer. En þegar óskastund- in nálgaðist, reið hin ógurlega holskefla yfir. Á þeirri stundu vissi enginn örlög nokkurrar þjóðar. Engu síður en aðrir máttum vjer íslendingar óttast að blóðbað heimsstyrjaldarinn- ar myndi flæða yfir heitustu vonir vorar og helgustu hug-’ sjónir. En fram að þessu hefirjj alt snúist oss í hag, svo að varr hefir nokkru sinni fyrr verið bjartara yfir framtíð þessa lands en einmitt í dag, ef sjálf- skaparvítin verða oss eigi að grandi. Meðan barist er um örlög heimsins, höfum vjer notið frelsis til þess að setja oss lög að eigin vild, og þannig getað hagnýtt oss þann rjett, er vjer höfðum trygt oss til fullra um- ráða yfir öllum málefnum vor- um, og endurreist hið íslenska lýðveldi. Og loks hefir svo hvert ríkið eftir annað, og með- al þeirra voldugustu stórveldi heimsins, hraðað sjer að veita oss þá viðurkenningu, sem oss er svo dýrmæt. Gleði vor er því einlæg og djúp og þakklæti vort á sjer engin takmörk. I gær komu saman á Þing- völlum meira en 2 tugir þús. íslendinga. Lengi höfðum vjer óskað þess svo innilega, að mega einmitt á þessari stundu, hugfangnir horfa á fegurð fjalla sala, heiðbláma jöklanna, djúp bláma vatnsins, margbreytni hinnar storknuðu hraunöldu og gróður vorsins, baða sig í geisl- um sumarsólar. En nú var súld og regn. Þau vonbrigði ljet þó enginn á sig fá, því nú voru miklir viðburðir í vændum. í hugum vorum vakti minn- ingin um stærstu og merkustu atburði í lífi þjóðarinnar. •—■ Á þessum fornhelga stað var ís- lenskt ríki stofnsett og hingað hafði þjóðin leitað á örlaga- stundum æfi sinnar. Og enn átti að skrifa merkan, ef til vill merkasta kapítulan, sem skráð ur hefir verið á bókfell íslenskr ar sögu. Við Snorrabúð sat Alþingi íslendinga, en á Lögbergi beið um fimtungur þjóðarinnar. Nú Ræða Ölafs Thors á þjóðhátíð inni í Reykjavík 18. júní stærstar og sannastar draum- sýnir: „Land mitt! Þú ert sem órættur draumur, Óráðin gáta, fyrirheit“. Olafur Thors flytur ræðu á Stjórnarráðsblettinum þann 18. júní, logaði við himinn sá eldur, er brennur í hverju íslensku hjarta og aldrei mun slokkna meðan Islendingar unna frels- inu og sínu sviptigna föður- landi. Aðeins örstutt stund skildi oss frá fyrirheitna landinu. — Óþreyjan óx með hverri mín- útunni. Loks reis forseti sam- einaðs Alþingis úr sæti sínu. Með einni setningu, mæltri í um boði Alþingis samkvæmt ósk og vilja þjóðarinnar, rættist alda- langur draumur hennar. Hið íslenska lýðveldi var endurreist. í heilögum fögnuði titraði hvert íslenskt hjarta, og marg- ar heitar óskir og bænir fylgdu hinu unga lýðveldi inn á fram- tíðarbrautina. í dag stöndum vjer í Ingólfs bæ, miðstöð íslenskrar menn- ingar og athafnalífs. Nú'fremur en nokkru sinni fyrr, ber oss að sannprófa sjálfa oss, og gera oss Ijóst hvað bíður vor, og hvers vjer erum megnugir. Skömmu fyrir síðustu alda- mót kvað sá skálda vorra, sem mesta hafði karlmannslund, Bandaríkjamenn óska lýð- veldinu heilla — Órættur draumur. — Ó- ráðin gáta. — Fyrirheit. Allt má þetta að vísu til sanns vegar færa enn þann dag í dag. En þó hafa Islendingar frá því þessi orð voru töluð valið sjer fangbrögð við stærri og flókn- ari viðfangsefni en forfeðurnir kyntust. Oss hefir farist það vel úr hendi. Án þeirra fjármuna, er þannig hefir verið aflað, myndum vjer eigi geta haldið uppi sjálfstæðu menningarriki. Hjer i Ingólfsbæ mæta aug- anu mikil hafnarmannvirki, mílur gatna og margar ekrur vandaðra nýtískuhúsa. Afl foss ins færir birtu inn á hvert heim ili, en eimur úr iðrum jarðar ylinn. Á fáum áratugum hefir litlu þorpi verið breytt í ný- tísku borg. Allí vitnar um þá baráttu fyrir daglegu brauði, sem hjer hefir verið háð, og minnir á skyldurnar sem framundan eru. Oss er vel ljóst, að aldrei hef- ir meiri vandi beðið vor nje jafrí mikið verið í húfi. — En vjer kvíðum þó engu. Vjer vit- um vel, að saga vor er ekíki fyrst og fremst sigrar, heldur barátta og þrautir. Með festu og alvöru viljum vjer enn takast á hendur ábyrgðina og þar með erfiðið, sem fram undan er. — Vjer minnumst þess að með hverjum nýjum sigri í sjálf- stæðisbaráttunni hefir þjóðinni vaxið þrek og djörfung og treystum því að sú muni raunin enn verða. Og vjer vonum að bera gæfu til að eyða miskljð- inni og skipa oss sem allra flestir í lífvarðarsveit hins unga íslenska lýðveldis. Þá mun blessun fylgja oss í starfinu. SOL BLOOM, formaður ut- anríkismálanefndar Banda- ríkjaþings, komst svo að orði um endurreisn íslenska lýð- veldisins: „Bönd þau, er tengja Islendinga og Bandaríkjamenn munu treystast að mun í dag, er ísland verður lýst fullvalda lýðveldi. íslendingar og Banda ríkjamenn eiga það sammerkt, að báðir bera sterka frelsisþrá í brjósti. í 25 ár hefir ísland verið frjálst konungsríki. Um aldaraðir þar áður hafði frels- isþráin logað skýrt í brjóstum íslensku þjóðarinnar. Að eðlis- fari er hver Islendingur frjáls í hugsun, og sjálfstæður í verki. Þjóðin er því vel búin undir þafrfrelsi, sem hún hlýtur í dag er hún stígur síðasta skrefið til algerar sjálfstjórnar. Við Bandaríkjamenn bjóðum Island hjartanlega velkomið, sem systurlýoveldi. Mjer hefir veitst sá heiður að bera fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftirfarandi ályktun, sem sam- þykt hefir verið í einu hljóði: ,fÞar sem íslendingar, með frjálsri þjóðaratkvæðagreiðslu dagana 20. til 23. maí 1944 samþyktu með yfirgnæfandi meirihluta stjórnarskrárfrum- varpið, er samþykt hafði verið af Alþingi, og gerði ráð fyrir stofnun lýðveldis á íslandi, og þar sem lýðveldið ísland verð- ur formlega stofnað þ. 17. júní 1944, ályktar fulltrúadeild Bandaríkjaþings (öldungadeild in samsinnir), að þing Banda- ríkjamanna votti hjermeð Al- þingi íslendinga — hinu elsta ví fulltrúaþingi heimsins — árn- aðaróskir sínar við stofnun lýð veldisins Island, og býður það velkomið sem hið nýjasta lýð- veldi í tölu frjálsra þjóða“. ★ HENRY GODDARD LEACH, formaður „Scandinavian Foun- dation“, hefir, i grein er hann nefnir „Kveðja til íslands“, komist þannig að orði: „Stór- brotnar gáfur eru frelsinp öfl- ugt vígi. Hinu íslenska lýðveldi miðaldanna var í rúm 300 ár stjórnað af dómstóli. í verald- arsögunni getur ekki annars ríkis, er var með lögum stjórn- að án þess að þar færi með vald einhver einn þjóðhöfðingi, og án þess að hafa sjer til varnar her og flota. ísland, hinn ó- trauði einbúi í Atlantshafi, er enn í dag fagurt dæmi um nor- rænan frelsisanda“. ★ Berkeley, Kalifornia, 8. júní. Frá Arthur G. Brodeur, próf. í ensku við Kaliforníu háskóla, hefir eftirfarandi skeyti borist: „Jeg sendi íslensku þjóðinni, er stofnaid fyrsta lýðveldi Evrópu á miðöldum, innilegustu árn- aðaróskir í tilefni af endur- reisn sjálfstjórnar hennar. ís- lendingar hafa látið heiminum margt í tje, sem fyrstu land- nemar á meginlandi Norður- Ameríku og sem höfundar stór fenglegra sagna og dásamlegra ljóða og sem löggjafar og vís- indamenn. Fyrir nokkru vottaði jeg hinni íslensku snilligáfu virð- ingu mína, með því að snúa Sæmundar Eddu á enska Framhald á 8. síðu. íslendingar óska þess að mega lifa í friði við aðra. Mestu skift ir þó að vjer sjeum eigi sjálfum oss sundurþykkir. Vjer vonum að þótt vjer sjeum fáir og lítils megnugir, megi oss takast að skapa rjettan skilning á hög- um vorum, og samúð með bar- áttu vorri og hugsjónum. — Þá mun oss auðnast að tryggja oss þann sess i heimi framtíðarinn- ar, sem vjer þörfnumst og telj- um oss hæfa til að skipa. Kjörorð hins íslenska lýð- veldis er: Mannhelgi. Hngsjón. þess, að hjer búi um alla fram- tíð frjáls og ellum óháð menn- ingarþjóð, andlega og efnalega frjálsir og hamingjusamir menn. Þeirri hugsjón viljum vjer allir þjóna. Drottinn, lát strauma af lífsólar ljósi læsast í farveg um hjartnanna þel. Vama þú byljum frá ólánsins ósi. Unn oss að vitkast og þroskast. Gef heill, sem er sterkari en hel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.