Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 12
12 Ármann í glímuför iil Ausifjatóa GLÍMUMENN frá Glímufje- laginu Ármanni eru lagðir af stað í glímuför til Austfjarða. Er það í fyrsta skifti, sem fje- lagið sendir flokk gltmumanna þangað. Glímumennirnir, sem fara, eru alls 14, þar á meðal glímu- itóngur og glímusnillingur Is- lands, Guðm. Ágústsson. Jón f* *orsteinsson, íþróttakennari, fcefir á hendi stjórn flokksins, en fararstjóri er Gunnlaugur J. Briem. — Er ætlunin að hafa gHmusýningu á hvérjum stað og síðan bændaglímu. Auk þess hafði flokkurinn meðferðis ail- ar bestu íþróttakvikmyndir Ár- manns og munu þær sýndar, þar sem glímt verður. — Verða einhverjar sýningar á Norður- landi á austurleiðinni. 8. jsing S. í. 6. selt bgærkveldi ÁTTUNDA Fulltrúaþing Sam bands ísl. barnakennara var sett í gærkveldi í Austurbæjar skólanum. Fulltrúar eru ekki allir mætt ir, er. þegar eru þeir milli 30 og 40 talsins. - # I gærkvöldi for fram forseta kjör þriggja forseta Karl Finn bogason var kosinn 1. forseti, Fririk Hjartar annar og þriðji Arnfinnur Jónsson. Aðalritari þingsina er Her- rnann Hjartarson, aðrir eru: Sigríður Valgerður Ólafsson, Andrjes Kristjánsson og Helgi Þoriáksson frá Vestmannaeyj- um Helstu málin er liggja fyrir þÍHginu eru þessi: Fræðsluskip unin nýja. Launamál kennara, Alþjóðasamvinna um skólamál eftir stríð og Islensk próf. GagnfræSaskóli Keykyíkinga útskrif- ar 38 gagnfræðinga Gagnfræðaskóli Reykvúkinga tók til starfa 1. okt. Voru þá skráðir 161 nemandi. En- brátt hvarf 1 nemandi úr I. bekk, 3 úr III. bekk upp í Mentaskóla, og 4 úr IV. bekk. Voru þá eftir 151 nemandi, er undir árspróf skyldu ganga. Árspróf stóðu yfir frá 12. maí til 5. júní, en skólanum sagt upp 15. s. m. Hæstar einkunnir hlutu: í I. bekk Wolfgang Edelstein 8,00. I III. bekk Elín Pálma- dóttir 8.07 og i IV. bekk Stef- anía Gísladóttir 7.83. I gagnfræðaprófi IV. bekkj- ar A og B hlaut hæstu einkunn Híldur Halldórsdóttir 8.11. Undir gagnfræðapróf gengu alls 43 nemendur. 38 stóðust í prófið; 8 náðu ekki lágmarks- einkuninni 5.00 í prófinu; 5 l bættu það þó upp með árseink- un sinni, en 3 fjellu. 1 nem- andi gekk frá prófi, og 1 lauk því ei til fulls. Prófdómendur og prófúr- latisnir voru hinar sömu og við Méntaskólann í Reykjavík. Bygging þjóðmin jasafns: il! IfiweMIiiii 3 milj. króna fjárveiting samþykt með 42 sam- bljóða atkvæðum Á fundi sameinaðs Alþingis í gær var til umræðu og afgreidd þingsályktunartillagan um að Alþingi feli ríkis- stjórninni að leggja fyrir af tekjum ríkissjóðs 3 miljónir króna til þyggingar fyrir þjóðminjasafn, og verði nú þegar hafist handa um undirbuning byggíngarinnar. Vísitalan 268 slig Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa reiknað út vísitölu fram- 1 færslukostnaðar fyrir júnímán- | uð Reyndist vísitalan vera 268 stig, eða tveim stigum lægri en fyrir maí. Lækkun þessi stafar af verð- lækkun á skömtunarvörum, sykri, kornvörum o. fl. Innbrol í verslunina Miðvikudagur 21. júní 1944, íslandsmótið: Úrslifaleikur annað kvöld K. R. vann Víking 2—0. í gærkveldi fór fram næstsíð asti leikur íslandsmótsins, og lauk þannig að K. R. vann Vík- ing 2—0. Var leikurinn mjög sæmilega leikinn, en skyttur ljelegar. Víking vantaði Brand Brynjólfsson, sem mun hafa meiðst í síðasta leik. K. R. skor aði bæði mörkin í síðari hálf- leik. Úrslitaleikur mótsins fer fram annaðkvöld milli Fram og Vals, og stendur nú mótið þann ig, að ef Fram vinnur þann leik, þá vinnur K. R. mótið, en verði jafntefli, verða K. R. og Valur að keppa af nýju. Flutningsmenn þingsályktun- artillögu þessarar voru formenn allra þingflokkanna fjögra, þeir Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Haraldur Guðlnunds- son og Einar Olgeirsson, og kom það í hlut Ólafs Thors að vera aðalflutningsmaður. Ólafur flutti stutta framsögu Rakti hann stuttlega sögu þjóðminjasafnsins frá stofnun þess 1863, hverjir voru aðal- hvatamenn stofnunarinnar, hvar safnið hefir verið geymt og hverjir verið umsjónarmenn þess. Hann lýsti því, hve húsnæði þess hefir altaf verið ófullnægj- andi, og ótrygt, því á geymslu- stöðum þess hefir altaf verið nokkur eldhætta. Húsnæðið, sem það fjekk, er Landsbókasafnið var bygt, átti að vera til bráðabirgða, enda er það mjög óhentugt. En þar hefir það verið í 35 ár. Og enn var ráðgert að koma því fyrir til bráðabirgða í þjóðleikhús- inu, í ennþá meira ófullnægj- andi húsnæði, því við safnið hefir bæst hver deildin eftir aðra og m. a. Listasafn ríkis- ins, en í því eru nú um 600 listaverk, sem dreifð eru víðs- vegar, og almenningur fær sjeð fátt eitt af þeim, en aldrei í heild. Ræðumaður komst m. a. að orði á þessa leið: Jeg þori að fullvrða, að það er ekki aðeins skoðun okkar flutningsmannanna, heldur allr ar þjóðarinnar, að það er þjóð- inni til vansa, að þessu dýr- mæta, ómetanlega safni skuli ekki vera sjeð íyrir sæmileg- um geymslustað. Endaþótt þjóð in sje ekki rík, þá vitum við allir, að við höfum efni á að byggja sæmilegt hús fyrir safn ið. Það er til lítils að eiga dýr- mætt safn, meðan það að miklu leyti er falið fyrir þjóðinni. Auk þess er það skylda okkar að bægja eldhættu frá þessu ómetanlega safni. Er það mikið lán að eigi skuli hafa hlotist slys af vanrækslu okkar í því efni. Má ætla að það lán stafi m. a. af því að safnið hefir lengi notið ágætrar umönnun- ar dugnaðar- og ágætisroanns- ins Matthíasar Þórðarsonar. Að undanförnu hefir verið skrifað meira um ísland í heims blöðin en nokkru sinni fyrr. Stórþjóðir hafa skrifað með velvilja um að 120 þúsunda þjóð skuli ráðast i að stofna Iýðveldi, til að búa í framtíð- inni sem frjáls og óháð'menn- ingarþjóð. Þeim finst, að við færumst mikið í fang, en vita sem er, að sterk frelsisást þjóð- arinnar er sterkasta afltaugin. Ein meginstoð okkar er og verður sjálfstæð þjóðmenning. • Til varðveislu hennar verðum við að halda lífrænu sambandi við sögu okkar og fortíð. Til þess er þjóðminjasafnið nauð- synlegt, þjóðminjasafn, sem al- menningur getur haft not af, sem verður skóli þjóðarinnar í fremliðinn:. Við flutningsmenn teljum það vel við eigandi, að fyrsta gjöfin til þjóðarinnar eftir stofn un lyðveldisins verði bygging fyrir þetta ómetanlega safn, svo aðstaða skapist til þess að al- menningur fái í framtíðinni að kynnast menningarfjársjóðum safnsins. Er það von okkar, að málið fái afgreiðslu á þessum degi. Er Ólafur Thors hafði lokið máli sínu, kvaddi Páll Zophon- íasson sjer hljóðs. Sagði hann, að hann væri því samþykkur, að hús yrði reist fyrir safnið. En hann vildi ekki að ákveðið væri fjárframlag til þess, fyrri en að þing kæmi saman til að afgreiða fjárlög. • Eysteinn Jónssonr Jeg vona að háttvirtir alþingismenn sjeu okkur flutningsmönnum sam- mála í því, að samþykl um fjárframlag til að reisa þjóð- minjasafn *eigi að vera einn þáttur í hátíðahöldunum vegna stofnunar lýðveldisins. og geti fallist á, að það sje hæfileg morgungjöf til lýðveldisins að veita fje til þessarar byggingar. Það á ekki við að blanda þessu máli inn í fjárlagaumræður. Hjer er um alveg óvenjuiega athöfn að ræða, sem skapar ekkert fordæmi. Ólafur Thors: Jeg tek undir meo síðasta ræðumanni, að samþykt þessarar tillögu skap- ar ekkert fordæmi. Því hjer er um fullkomna undantekning að ræða. Væntanlega verður þetta mál ekkert misklíðarefni. Síðan var tillagan borin upp og samþykt til 2. umræðu, ®g fundur settur að nýju, og þá var lillagan endanlega samþykt með nafnakalli, með 42 samhlj. atkvæðum, en Páll Zophonías- son greiddi ekki atkv. 9 þing- menn voru fjarverandi. I fyrrinótt var brotist inn í kjallarageymslu í Hafnarstræti I 8: Ekki er vitað að neinu hafi verið stolið. Ennfremur var brot | ist inn í verslunina Ócúlus, I Austurstræti 7. Þjófurinn hafði brotið glugga á bakhlið hússins, en upp með gluggan- um hafði verið staflað hönskum og snyrtivörum, og var nokkru af því stolið. Illviðri á Ífalíu London í gærkveldi. Illviðri eru enn mikil á Italíu vígstöðvunum, að því er frjetta ritari vor, David Brown segir frá. Áttundi herinn sækir fram frá Perurgia, í áttina til Arezzo og Florens. Barist hefir verið mjög harkalega um þorpið Citta della Piave. Hefir mótspyrna Þjóðverja verið hörð á þessum slóðum, en ekki er hún eins mikil á Adria- hafsströndinni. Verjast þar vjel byssuflokkar Þjóðverja af hörku á undanhaldinu. — Reuter. Gjaldeyris- og fjár- málaráðslefna í U. S. A. RÁÐSTEFNA um gjaldeyris- og fjármál verður haldin í Bandaríkjunum í næsta mán- uði. Bandaríkjastjórn hefir boð ið íslandi að taka þátt í ráð- stefnunni. Hefir ríkisstjórnin. tekið boðinu og ákveðið að senda þriggja manna nefnd sem þannig er skipuð: Magnús Sigurðsson, banka- stjóri Landsbanka íslands, for- maður nefndarinnar. Ásgeir Ás geirsson, bankastjóri Útvegs- banka íslands, Svanbjörn Frí- mannsson, formaður Viðskipta ráðs. (Frá Utanríkismálaráðu- neytinu). London í gærkveldi. — Hin nýja stjórn Bonominis á Ilalíu er nú tekin til starfa, og hefir aðsetur sitt til bráðabirgða í Salerno. — Hafa Bretar, Banda ríkjamenn og Rússar viðurkent bráðabirgðastjórn þessa. — Eeuter. Bandaríkjaþing send ir Alþingi kveðju og árnaðaróskir ■ — ■ i í UPPHAFI fundar Sameinaðs Alþingis kl. 1% í gær skýrði forseti Sþ„ Gísli Sveinsson, frá því, að Alþingi hefði borist frá utanríkismálaráðuneytinu svohljóðandi ályktun, er báðar deildir Bandaríkjaþings hefðu samþykt einum rómi: „Með því að íslenska þjóðin hefir ineð frjálsu þjóðaralkvæði dagana 20. til 23. maí 1944 samþykt með yfirgnæfandi at- kvæðamun stjórnarskrárfrumvarp, sem Alþingi hafði afgreitt og ráð gerir fyrir stofnun lýðveldisstjórnarforms, og með því að lýðveldið ísland verður formlega stofnað 17. júní, ályktar öldungaráðið, að fengnu samþ.vkki fulltrúadcildar, að Banda- ríkjaþing flýtji hjer með Alþingi Islendinga, elsta þjóðþingi veraldar, hamingjuóskir í tilefni af stofnun lýðveldisins íslands og bjóði velkomið lýðveldið ísland, yngsta lýðveldið i flokki frjálsra þjóða“. , Forseti Sþ. kvað Alþingi vera mikil særhd og gleðiefnl, að fá þessa kveðju frá hinu virðulega þingi Bandaríkjamanna. Alþingi og öll þjóðin mintist þess með þakklæti, ,að Bandaríkin hefðu verið fyrst allra ríkja til þess að lýsa yfir stuðningi sírium við lýðveldisstofnun íslendinga. Þau hefðu einnig orðið. fyrst til þess að tilnefna sjerstakan ambassador við lýðveldishátíða- höldin. Kvaðst forseti mundu fyrir hönd Alþingis senda Banda- ríkjaþingi þakkarkveðju og risu þingmenn, aðrir en kommún- istar, úr sætum sínum því til samþykkis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.