Morgunblaðið - 22.06.1944, Side 1

Morgunblaðið - 22.06.1944, Side 1
31. árgang'ur. 136. tbl. — Fimtudagur 22. júní 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. CHERBOURG FELLUR ÞA OG ÞEGAR IVIesfa sjóorusfa sfyrjaldariiiiiar sfendur yfir í Kyrrahafi Washington í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá London. MESTA SJÓORUSTA styrjaldarinnar og sennilega mesta sjó- orusta, sem háð hefir verið, stendur nú yfir í Kyrrahafi, milli Mariana eyja og Philipseyja. Eigast þar við meginfloti Japana og amerískar flotadeildir. Urslit þessarar orustu, sem lítið hefir frjest af til þessa, geta haft óútreiknanlegar afleiðingar, og segja flotasjerfræðingar, að þessi sjóorusta sje þýðingarmeiri en sjóorustan við Jótlandsstrendur í fyrri heimsstyrjöldinni. Amerískar flugvjelar sáu japanska flotann. Fyrsta herstjórnartilkynning in, sem borist hefir um sjó- orustuna, var gefin út í kvöld í aðalstöðvútn Nimitz flotafor- ingja. I tilkynningunni segir svo: „Síðastliðinn mánudag komu flotaflugvjelar, sem bækistöðv- ar höfðu á flugvjelamóðurskip- um fimta ameríska flotans, jap- önsk herskip á ferð, hjer um bil miðja vegu milli Mariana eyja og Luzon (á Philipseyj- um). Flugmenn vorir fengu þegar skipun um að ráðas( á japanska flotann og herskipunum beint gegn herskipum Japana áður en dimt væri orðið um kvöldið. Enn hefir ekki verið hægt að ganga úr skugga um skipa- tjón óvinanna, nje okkar eigið skipatjón. Frekari frjettir verða birtar undir eins og þær ber- ast“. Bent er á, að ekki sje hægt að búast við fregnum fyrst um sinn af viðureigninni, vegna þess að amerísku herskipin nota ekki loftskeytatæki sín meðan á orustunni stendur. Sóknin á Saipan. í herstjórnartilkynningu Nim itz er getið um sókn Banda- ríkjamanna á Saipan og sagt ao hersveitir Bandaríkjamanna hafi sótt fram.þrátt fyrir harða mólspyrnu. Afríkuherinn enn. LONDON: — Berlínarfregnir segja, að allir þeir, sem kom- ist hafi undan úr Afríkuher Rommels sjeu nú í sveilum þeim, sem berjast við irnrásar- heri bandamanna í Frakklandi. Einnig segja fregnir þessar, að í liersveitum þessum berjist margir „frjálsir Arabar og Ind verjar.“ Forseti Islands fær heillaskeyti frá forseta (uba Forseta íslands hafa borist þessi heillaskeyti: „Havana 19. júní. Hæstvirtur forseti lýðveld- isins Islands, herra Sveinn Björnsson, Reykjavík. I tilefni af stofnun lýðveldis- ins íslands og kjöri yðar sem æðsta embættismanns þess, er mjer mikil ánægja að því að færa yður, hæstvirti forseti, hamingjuóskir þjóðar og stjórn ar Cuba-lýðveldisins, ásamt óskum um vaxandi heill og vel ferð hins nýstofnaða lýðveldis og yður sjálfum persónulega. Með sjerstakri virðingu, Fulgencio Batista, forseli lýðveldisins Cuba. Kveðja frá (ordell Hull UTANRÍKISRÁÐHERRA barst 17. júní þetta skeyti frá Cordell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkj anna: ,,Á þessum stórmerku tíma- mótum i sögu Islands, sendi jeg yður einlægar samfagnaðar- kveðjur út aí stofnun lýðveld- is á Islandi. Cordell Hull“. Þjóðverjar borga skaða- bætur. LONDON: Fregnir frá Madrid herma, að Þjóðverjar hafi greitt spönsku' stjórmnni að fullu andvirði spænska kaup- skipsins Monte Gorbea, sem þýskur kafbátur sökkti á Car- ibahafi í september 1942. Bretar vinna á við Tilly \ London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞAÐ ER BÚIST VIÐ AÐ CHERBOURG falli þá og þegar. Hersveitir Omar Bradley’s hershöfðingja Banda- ríkjahersveitanna, sem sækja að borginni, eru þegar komnar í úthverfi borgarinnar. Þjóðverjar verjast sem óðir og hafa búið vel um sig í borg- inni. Þeir hafa víggirt borgina með því að setja steinsteypu- virki við alla vegi, sem að borginni liggja og hafa lagt jarð- sprengjur hringinn í kringum borgina. Þýsku hersveitirnar, sem verja borgina, hafa fengið hina kunnu skipun Hitlers, þegar útlit er fyrir að Þjóðverjar sjeu að missa borg: „Verjist, hvað sem það kostar". Stjómar innrásar- flofa Eins og kunnugt er, voru her- skipaflotar þeir, sem aðstoð- uðu, — og aðstoða — við innrás bandamanna í Frakkland, bæði breskir og amerískir. Sá, sem rjeði fyrir ameríska flotanum, sjest hjer á myndinni. Nafn hans er Alan Kirk flotaforingi. Hörð loftárás á Berlín í gær LONDON í gærkveldi: Átt- undi flugherinn ameríski gerði harða loftárás á Berlín í björtu í dag. Tóku rúmlega 1000 flug- virki og Liberator-flugvjelar þátt í árásinni. Árásunum var stefnt gegn sjálfri Berlínarborg og úthverfunum. Á leiðinni heim flugu árásar- flugvjelarnar lágt og gerðu vjel byssuárásir á flugvelli og sam- göngumiðstöðvar Þjóðverja. „Kassasprengjur" Þjóðverja London í gærkveldi. Flugmenn bandamanna, sem íbúum Parísar | ráðlagt að flytja úr borginni London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÍBÚUM PARÍSARBORGAR hefir verið ráðlagt að flytja sem fyrst úr borginni, sagði birgða málaráðherra Vichystjórnarinn ar, Chasseigne, í dag, eftir því, sem þýska frjettastofan tilkynn ir. Chasseigne ljet svo um mælt í sambandi við flutninga frá París: „Ennþá hefir ekki verið grip ið til þess ráðs, að skylda menn til að flytja úr borginni, en vegna þess, að erfitt er að birgja borgina af vistum eru það til- mæli stjórnarinnar að Parísar- búar leiti sjer hælis utan borg arinnar fyrst um sinn. Darnand kallar menn til vopna. Útvarpið í Vichy skýrði frá því í dag, að eftir að Darnand gaf út tilkynningu um skrá- setningu í borgaraherinn, hafi 14.000 manns látið skrá sig og hefir þeim nú verið skipað í her búðir. Franskir föðurlandsvinir halda áfram að valda Þjóðverj 30 þúsund Þjóðverjar. Talið er að 30.000 þýskir her- menn verjist í Cherbourg. Það er ekkert fyrir þá að gera ann- að en að berjast eða gefast upp, því að baki þeim er hafið, og þar hafa bandamenn öll ráð í hendi sjer. Bandamenn hafa í dag látið rigna niður áróðursmiðum til Þjóðverjanna í Cherbourg og hvatt þá til að gefast upp. Þeim er ekki lofað gulli og grænum skógum, en þýsku hermönnun- um er sagt, að það skuli vera farið heiðarlega með þá. Þjóðverjar * sprengja mannvirki. Þjóðverjar eru byrjaðir að sprengja í loft upp mannvirki í höfninni í Cherbourg. Tals- maður Eisenhowers yfirhers- höfðingja hefir í útvarpi skor- að á hafnarverkamenn í Cher- bourg, að gera sitt ítrasta til að koma í veg fyrir skemdar- verk í höfninni. Miklar sprengingar hafa heyrst í Cherbourg í dag, bæði frá Þjóðverjum, sem eru að sprengja upp mannvirki, er mættu koma bandamönnum að gagni og frá fallbyssukúlum Bandaríkjamanna, sem halda upþi stöðugri skothríð á borg- ina. ^ Bandamenn tilbúnir að notfæra sjer höfnina. Bandamenn eru tilbúnir að notfæra sjer höfnina í ‘ Cher- bourg undir eins og borgin fell- ur. Verkfræðingasveitir, sem hafa nýjustu tæki til viðgerða á skemdum, eru tilbúnir.að fara inn í borgina og gera við. Hefir þetta atriði verið gjörhugsað, því gert var ráð fyrir, að Þjóð- verjar myndu eyðileggja það, sem þeir geta, áður en þeir gef- ast upp. Bretar vinna á við Tilly. Hinn kunni striðsfrjettaritari, Ross Munro, sem er írjettaritari kanadiskra blaða og Reuters í Frakklandi, símar í kvöld, að Framhald á 8. síðu. árásir hafa gert undanfarna daga á svifsprengjustöðvar Þjóðverja í Calaishjeraði í Norður-Frakklandi, segja að Þjóðverjar hafi þá notað nýtt vopn gegn flugvjelum þeirra. Eru það mikil flykki, ekki ó- svipuð stórum kössum, sem skotið er í loft upp og sundr- ast í hálofti. Rignir svo úr þeim löngum, gljáandi ræmum, sem virðast vera úr málmi. — Geta flugmenn sjer til, að þessar ræmur eigi að flækjast í skrúf- ur flugvjelanna og stöðva þann ig hreyfla þeirra. — Ekki er get ið um árangur. — Reuter. um tjóni. Það er nú kunnugt orðið, að þann 11. júní s. 1. slitu franskir föðurlandsvinir síma- línurnar milli Calais og París- ar. Norska stjórnin viður- kennir de Gaulle. LONDON í gærkveldi: — Norska stjórnin í London hefir viðurkent bráðabirgðastjórn franska lýðveldisins. Viðurkenn ingin er orðuð nákvæmlega eins ■ og er norska stjórnin viður- kendi þjóðfrelsisnefndina í I fyrra. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.