Morgunblaðið - 22.06.1944, Síða 2

Morgunblaðið - 22.06.1944, Síða 2
o MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag'ur, 22. júní 1944, Lýðveldinu lagnað eriendis — órnaðaróskir - .. -... x ■■ 1 --- - - * Lýðveldishátíðahöld Islendinga í New York AÐAL LÝÐVELDISHÁTÍÐAHÖLD íslendinga í Vesturheimi 'fóru fram í New York, þar sem um 270 manns snæddu kvöld- verð í boði konsulhjónanna, Helga Bríem og konu hans. Helgi Briem bauð gesti velkomna og las upp kveðjur frá íslensku ríkisstjórninni til allra Islendinga og Vestur-íslendinga, sem dveljast í Ameríku. Er Helgi Briem og gestir hans höfðu drukkið skál íslands og Bandaríkjanna, bað ræðismaðurinn gesti að rísa úr sætum og drekka skál „hermannanna, sem berjast um heim allan fyrir frelsi og framtíð mannkynsins'1. Því næst var algjör þögn í eina mínútu og hvarflaði þá hugur allra viðstaddra heim til íslands. Ræða Helga Briem. Helgi Briem sagði í stuttu máli frá sögu Islands og bar- áttu. Islendinga fyrir sjálfs- stjórn. Hann sagði, að þótt öll síjárnmálaleg bönd milli íslend inga ag' annara þjóða á Norður- löndum verði að slitna, þá von- ást íslendingar til þess, að öll menningarleg tengsl þeirra á milli haldist áfram. Helgi Briem komst einnig þannig að orði: „Mjer finst það mjög eftirtektarvert, að Banda- ríkjamenn vildu með öllu mögu legu móti komast hjá því að særa tilfinningar smáþjóðar eins og Islendinga, sem kom fram í því að þeir sendu ekki her til íslarfds fyrr en þeir höfðu fengið samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar. Mjer finst þett^ lofa góðu um framtíðina og jeg vona að Bandaríkja- mönnum muni bráðlega takast að bjarga öðrum þjóðum und- an oki nasista, eins og þeir bægðu þeirri skelfingu frá ís- landi“, Meðal þeirra, sem tóku til máls við þetta tækifæri, voru þessir: Halldór Hermannsson, prófessor við Cornell háskóla, Stefán Einarsson, professor við John Hopkins háskóla, Hjálm- ur Stefánsson, Grettir Eggerts- son, forseti íslendingafjelagsins í New York, Hjörvarður Árna- son og Thor Thors sendiherra. Ræða Hjörvarðs Arnasonar. Hjörvarður, sem er nýkominn frá Islandi, komst svo að orði: „Mjer er eins innanbrjósts í dag eins og dagana er þjóðar- atkvæðagreiðslan fór fram, þá fanst mjer að allir nema jeg bæru merki þeirra, sem greitt höfðu atkvæði. Mjer fanst sem allir aðrir en jeg hefðu tekið þótt í því að gera þessa at- kvæðagreiðslu ódauðlega í sögu lýðræðissinnaðra þjóða. Meðan á þjóðaratkvæðagreiðslunni stóð, fór jeg í smáferð austur fyrir Þingvelli. Á þjóðveginum var nær óslilin röð bifreiða skrey-ttar flöggum, sem voru á leið á kjörstað með kjósendur, en meðfram þjóðveginum riðu bændur og konur þeirra-og hjú á kjörstað á gæðingum sínum. Mjer fanst þetta hlyti einna helst að líkjast hinum miklu krossferðum á Miðöldum. Hug- ur og andi þjóðarinnar stefndi að settu marki — þarna þreif- aöi jeg á því, hve hið sameig- inlega áhugamál þjóðarinnar steypti henni í órjúfanlega heild“. Ræða Thor Thors. Aðalræðu kvöldsins flutti Thor Thors, sendiherra, er kom ið hafði frá Washington með flugvjel til þess að vera við- staddur við 'þetta tækifæri. Sendiherrann komst svo að orði: * „17. júní 1944 er og mun vera á koroandi öldum merkilegasti dagur íslensku þjóðarinnar. Sjö hundruð ára barátta fyrir frelsi og ^jálfræði er nú lokið með fullum sigri. í dag mínnumst vjer þeirra, sem verið hafa for- ustumenn þjóðarmnar í baráttu hennar í þessi 700 ár. Vjer við- urkennum með þakklæti vin- semd þá og samúð, sem Danir sýndu oss, er þeir viðurkendu sjálfstjórn vora 1918. íslend- ingar munu ætíð minnast þess, og nú, er Danir þjást undir oki herja Hitlers, er það ósk okkar allra, að þeir megi hið bráð- asta endurheimta frelsið og lifa farsællega í hinu fagra landi sínu“. Sendiherrann þakkaði öllum Vestur-íslendingum í Banda- ríkjunum og Kanada fyrir sam .úð og þáttlöku þeirra í sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Hann þakkaði einnig íslenskum versl unarmönnum, er dveljast hjer, fyrir vel unnin störf og íslensk- um námsmönnum, sem eru við nám í amerískum skólum, fyr- ir dugnað og minti þá á, að ís- land vænti þess að þeir snúi heim aftur að loknu námi og láti fósturjörðina ‘njóta góðs af kunnáttu þeirra. „Vjer íslendingar höfum lýst yfir því, að vjer æskjum þess að standa einir og óháðir, er vjer stofnum lýðveldi. En það er augljóst, að smáþjóð getur því aðeins verið óháð, að rjett- ur smáþjóðanna verði viður- kendur í heimi þeim, sem yísa mun upp að þessum ófriði lokn um. Frelsi íslendinga er tákn um frelsi alheimsins. Ef frelsi íslendinga verður hnekt, mun það verða merki næstu heims- styrjaldar“. íslendingar í New York volla hollustu sína í FAGNAÐI ÞEIM, er dr. Helgi P. Briem aðalræðismaður og frú hans höfðu á Henry Hudson hótelinu í New York á laugardagskvöld, las aðalræðis maður upp báðar orðsendingar forsætisráðherra. ^ Að tillögu Garðars Gíslason- ar stórkaupmanns var þetla svar samþykt: „Islendingar samankomnir að Henry Hudson hóteli í New York til þess að fagna endur- reisn þjóðveldis íslands, þakka ríkisstjórninni kærkomna kveðju og heillaóskir í tilefni þessa merkisdags þjóðarinnar. Einhuga sendum vjer hjartfólgn ar óskir um framför og blómg- un hins íslenska lýðveldis um ókomnar aldir, þjóðinni lil gæfu og blessunar. Vjer strengjum þess heil, að efla heill og heiður íslands í hvívetna, hvorl sem vjer dvelj- um heima eða erlendis. Lengi standi hið íslenska lýð- veldi:“ Frá Vestur-íslendingum. Grettir Eggerlsson, formaður íslendingafjelagsins stakk upp á svohljóðandi svari við ávarpi ríkisstjórnarinnar til Vestur- Islendinga, og var það samþykt: „Vestur-íslendingar meta mik ils góðar kveðjur og munu halda áfram sluðningi sínum og trúnaði við ísland. Þeir sam- fagna yður yfir endurreislu lýð veldi“. Sjerstakar kveðjur hafa bor- ist frá blöðum íslendinga í Winnipeg: „Kveðjur til stjórnar og þjóðar með alúðarhamingjuósk- um til yngsla lýðveldisins frá elsta íslenska vikublaðinu. Heimskringla“. „Einlægar hamingjuóskir til hins endurborna íslenska lýð- veldis. Guð blessi framtíð þjóð- arinnar. Einar Páll Jónsson, ritstjóri Lögbergs“. Alþingi sendi Kristjáni Danakon- ungi kveðju og árnaðaróskir FORSETAR ALÞINGIS hafa sent H. H. Kristjáni X. Dana- konungi svohljóðandi sím- skey ti: „Nú þegar stofnað er lýð- veldi á íslandi, hefir Alþingi ákvarðað að fela forsetum sín-. um að flytja Hans Hátign Krist jáni X. konungi alúðarkveðjur með þökkum fyrir ágætt starf í þágu þjóðarinnar, meðan hann var konungur hennar. — Jafn- framt þakkar Alþingi hina hlýju kveðju konungs 17i júní, sem ber vott um skilning hans á framkomnum vilja íslensku þjóðarinnar og eykur enn hlý- hug hennar til Hans Hátignar og dönsku þjóðarinnar. — Vilja forsetar í nafni Alþingis árna konungi, drottningu hans og fjölskyldu allri, giftu og far- sældar á ókomnum árum, og dönsku bræðraþjóðinni friðar og frelsis, í fullvissu um, að frændsemisbönd þau og vin- átla, er tengja saman öll Norð- urlönd, megi haldast og styrkj- ast á ný fyrir alla framtíð“. í Stokkhólmi 17. JÚNÍ barst sendiráði ís- lands í Stokkhólmi ógrynni blóma og heillaskeyta, og í sam komu sendifulltrúa, V. Finsen, kom mikill mannfjöldi, auk 72 íslendinga og venslafólks þeirra. Öll blöðin í Slokkhólmi mint- ust dagsins rækilega sama dag. Stocholms Tidningen: „í dag hefur lýðveldið ísland göngu sína sjálfstætt og laust við þau bönd, er í nær 700 ár hafa tengt hina miklu eyju Norður-Atlantshafs, fyrst við norsku, síðan við dönsku krún- una. Síðasta. sambandið, sem eftir var meðal tveggja nor- rænna þjóða, er þar með rofið, og einasta norræna ríkið, sem hóf göngu sína sem lýðveldi, er aftur horfið að lýðveldisformi, eftir margar aldir“. „Þessi atburður opnar yfir- sýn yfir norræna sögu, rjettar og frelsiserfðir. ,Hann bendir einnig fram á við. íslenska þjóð in, sem er af Norðmönnum kom in, og hefir lengi verið tengd Dönum, hefir jafnan notið virð ingar og vináttu með Svíum. Vjer vitum að íslendingar finna lil þess, að þeir eru menn nor- rænir og annað ekki, og að þeir muni vilja varðveita hið forna samband. Þegar þeir neyta rjettar síns samkvæmt samn- ingum, til að rjúfa sambandið við Danmörku, þá þýðir það engan veginn, að þeir ætli að rjúfa nein tengsl við Norður- lönd. Form sambandsslitanna mun áð vísu hafa vakið nokkra óá- nægju í Danmörku og raunar víðar. En göfuglyndi Dana og rjettarvitund verður á sama veg, enda bendir alt til þess, að slík óánægja verði stundar fyr- irbrigði eitt. Enginn lítur á sjálfstæðisyfirlýsingu Islands sem fjandskap eðá þótta gegn öðrum Norðurlöndum. Með nokkru stolti geta Norðurlönd bent á tvenn ríkjasambönd, sem rofin hafa verið, en hafa orðið samvinnu Norðurlanda til sóma og gagns. Þessir atburðir áttu sjer slað 1905 og 1944. Vjer Svíar óskum hinu end- urborna íslenska lýðveldi hjart anlega allra heilla. Það gerum við í öruggu trausti á styrk og varanleik þeirra tengsla, er knýta saman fjórar náskyldar þjóðir, og gera það að verkum, að þessar þjóðir munu aldrei lenda á öndverðum hliðum þeirra landamæra, sem skilja rjett og mátt, skilja frelsi þjóða og einstaklinga og grimmilega kúgun“. Suður-Ameríkuríki viðurkenna lýðveidið Eftirfarandi kveðjur hafa ís- lenska lýðveldinu borist frá lýðveldum Suður-Ameríku: Frá stjórn Brasilíu: „Þjóð og stjórn Brasilíu fagna því, að ísland hefir val- ið lýðveldisleiðina. Endurfæð- ing þess er sveipuð samúð, virð ingu og aðdáun allra þjóða, sem frelsi unna, og þær færa þakkir fyrir hugprúða hjálp, sem Island hefir rjett samein- uðu þjóðunum í baráttu gegn óvinum menningarinnar. —- Sliorn Brasilíu sendir hinu nýja ríki bestu vinar- og árn- aðarkveðjur á þessum stór- merku tímamótum í sögu þess með óskum um vöxt og viðgang lýðveldinu og hamingju fyrir hina göfugu og hugprúðu þjóð þess. Utanríkisráðherra Brasilíu“. ★ Fráð lýðveldinu Nicaragua: „Bestu árnaróskir til ís- lenska lýðveldisins, sem vjer bjóðum velkomið í hóp frjálsra þjóða. I nafni þjóðar og stjórn- ar Nicaragua og mínu eigin nefni sendi jeg samfagnaðar- kveðjur til þjóðar yðar og stjórnar, ásamt óskum um vöxt og viðgang lýðveldisins. Með sjerstakri virðingu, Mariano Arguello, Frá lýðveldinu Nicaragua: ★ Frá forseta lýðveldisins Gu- atemala: „Hæstvirtur herra forseti lýðveldisins Islands, Reykjavík. Mjer er heiður að færa yður* herra forseti, heillaóskir mínar, þjóðar og stjórnar í Guatemala á þessum stofnunardegi ís- lenska lýðveldisins og bjóða það hjartanlega velkomið í flokk hinna frjálsu þjóða. — Bestu óskir um heill og ham- ingju hins nýja lýðveldis og um góða líðan fyrir yður sjálfan, herra forseti, og virðingarfylstu kveðjur. Jorge Unico, forseti lýðveld- isins Guatemala11. ★ Frá lýðveldinu Paraguay: „Hæstvirtur forseti lýðveld- isins Islands, Reykjavík! I nafni stjórnar Paraguay sendi jeg yður óskir um heill og farsæld hinu nýja íslenslca lýðveldi. Heracio Chiriani, utanríkis- ráðherra Paraguay“. Ríkisstjórnin sendir íslendingum erlendis kveðjur NOKKRUM DÖGUM fyrir þjóðhátíðina sendi forsætisráð- herra eftirfarandi skeyti til sendiráðs íslands í Washington með beiðni um að orðsending- unni yrði komið áleiðis til allra Vestur-íslendinga:' „Ríkisstjórn íslands sendir íslendingum í Vesturheimi kveðju sína á þessum tímamót- um í sögu íslensku þjóðarinnar er hún hefir náð lokatakmarki aldagamallar frelsisbaráttu með endurreisn lýðveldisins færir hún íslendingum vestan hafs þakkir fyrir starf þeirra og styrk henni til handa á liðn um tímum hún þakkar þeim þann trúnað er þeir jafnan hafa sýnt ættlandinu hún gleðst yf- ir þeim manndómi sem þeir hafa sýnt í sínum nýju heim- Framhald á 8. síðu,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.