Morgunblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 2
2 &IORGUNBLAÐIÐ Laugarclagur 1. júlí 1944 Stórstúkuþinginu lauk í gærkveldi % 20 heiðursljelagar kosnir Akureyri fösludaginn 30. júní. •— Frá frjettaritara vorum. STÓRSTÚKUÞINGINU verð- ur sIMið í dag, 30. júi^í og hef- ir þá staðið í fimm daga. í gær ' fór fram kosning framkvæmda nefndar og' var fráfarandi fram kvæmdanefnd öll endurkosin, en í henni eru: Stórtemplar Kristinn Stefánsson, Árni Óla blaðamaður, frú Þóranna Sí- monardóttir, Jóh. Ögm^Odds- son. stórritari, Jón Magnússon yfirfiskimatsmaður, Hannes J. Magnússon kennari, Akurevri, Fjetur Sigurðsson erindreki, Eiríkur Sigurðsson kennari, Akureyri, Sigfús Sigurhjartar- sou.alþm., Gísli Sigurgeirsson verkstjóri, Hafnarfirði, og Frið rik Ásmundsson Brekkan, rit- höfundur. I fjármálanefnd fyrir næsta ár voru kosnir Þórður Bjarnar- sor endurskoðandi, Jón Hafliða son fulltrúi, Þorsteinn Þor- steinsson kaupm., Gissur Páls- son rafvirkjameistai’i og Helgi Helgason skrifstofustjóri. He íðursfjelagar. í tilefni af 60 ára afmæli reglunnar voru 20 karlar og konur kjörin heiðursfjelagar Stórstúkunnar, en það er’sú æí&ta virðing, sem hún getur veitt fyrir langt og fórnfúst starf. Heiðursfjelagarnir eru þessir: Lárus Thorarensen, Hall grímur Jónsson og Sigurður Jóíisson, allir á Ákureyri, .Jón Jónsson Firði, Seyðisfirði, Sig- dór V. Brekkan, Norðfirði, Jón Á. Björnsson, Sauðárkróki, sr. Sígtryggur Guðlaugsson, Núpi, Dýrafirði, Árni Gíslason, ísa- ■ firði, sr. Jes A. Gíslason, Vest- mannaeyjum, Guðmundur Þor bjamarson, Stórahofi á Rang- árvöllum, Pjetur Zophoníasson, Helgi Helgason. sr. Sigurbjörn Á Gíslason, Felix Guðmunds- sön, Guðlaug Þórólfsdóttir flrú, Helgi Sveinsson, Gróa Ander- son frú, Jón Pálsson, fyrv. bankagjaldkeri, Jóníita Jóna- tansdóttir frú og Þórður Bjarna sou, öll í Reykjavík. Fjármál. Þ.ngið tók mörg mál til með- ; feroar og mikill áhugi var ríkj- andi um aukið starf, en fram- kvæmdum háir fjárskortur, því að- reglan mun sjaldan hafa verið verr á vegi stödd en nú fjárhagslega. Veldur þar um ver jfali peninga og að reglan Ihefir ekki nándarnærri jafn- j háau styrk hlutfallslega eins og ;fyrir stríð. Kemur þetta enn iharðar niður á henni, vegna þess að hún hefir nú fleiri járn - í eldinum og stendur í meiri i framkvæmdum, en verið hefir ' að undanförnu. Það er ekki nóg * þótt allir templarar starfi kaup laust að bindindismálum allan { ársins hring og leggi auk þess ffram tugi þúsunda króna ár- jlega úr eigin vasa til þeirra mála, en sem dæmi um fórn- 'fýsi templara fyrir áhugamál sín má geia þess, að af hverjum fulltrúa á þessu stórstúkuþingi hefði verið greitt þingfararkaup þá hefði styrkur ríkissjóðs til reglunnar ekki hrokkið nánd- arnærri fyrir því. Hjer er þó að eins um viku starf hundrað- asta hluta templara að ræða. Hvers virði myndi þá ársstarf allra verða, metið til peninga? Milliþinganefnd. Vegna alls þessa var sam- þykt að kjósa milliþinganefnd til þess að athuga og bera fram á næsta þingi rökstuddar til- lögur um það, hvernig templ- arar geti beitt betur og hagan- legar kröftum sínum fyrir bað velferðarmál að hnekkja áfeng isbölinu. Unglingaregluþinginu, sem staðið hefir jafn lengi, verður líka slitið í dag. Þar á eftir verður hástúkufundur. í kvöld hafa stúkurnar á Akureyri boð inni fyrir alla fulltrúa í safn- komuhúsi bæjarins. En í fyrra- málið verður lagt af stað í tveggja daga skemtiferð til Mý- vatns og Ásbyrgis. Verða þátt- takendur í þeirri ferð nær 90 talsins. Tíu ára áæflun VIÐ höfum, íslendingar, stofn- að lýðveldi, sem frjáls þjóð. — Allur þorri þjóðarinnar er efa- laust í hátíðaskapi. Við lítum vongóð fram á leið. Eftir hv-erja hátíðisdaga koma virku dagarnir, rúmhelgir. Ef vel á að fara, verður að láta hendur standa fram úr ermum. Það eplífið, sem kallar. og ætti engan að láta í friði. Lýðveldinu fylgja mikilshátt ar skyldur af hálfu þegnanna, hvers einasta manns. Frelsið höfum við fengið, en það er, eins og máltækið segir, ei|i síður vandi „að gæta feng- ins fjár en afla þess“. Eitt meginskilyrði þess, að frelsið eigi glatist, er að við vérðum ávalt sjálfbjarga. Ef við sakir ódugnaðar eða skeyt- ingarleysis komumst á vonar- völ, verður frelsið hrifsað úr höndum okkar. Vill nokkur ís- Iendingur horfa fram á nýtt sjö alda ófrelsi og auðmýkjandi undirlægjuhátt? Jeg býst við, að hver Islendingur muni svara hátt og skýrt. Nei og aftpr nei. En hvað stendur í lögmáli „Tíu ára áætlunar“. Það er kall að skynsamleg sparsemi, hóf- semi í hverjum hlut. Það er rúmhelgin í samfestingnum og vinnufötum, starfið, reglusem- in, hófsemin. Ein leiðin áreiðanlega og ekki síst til að vera sjálfbjarga, er að fara eftir lögum hennar. Það er óhjákvæmilegt. Ef við förum eftir lögmáli hennar, getum við haldið aðra sigurhátíð eftir næstu sjö hundr uð ár, og enn aðra enn stærri sigurhátíð eftir önnur sjö hundr uð ár. Við hnígum öll að velli, en lífið heldur áfram. Munið því eftir ,,Tíu ára á- ætluninni,“ 26. 6. 1944. Halldór Jónsson. 25 borgarfaúar særðir í óeirðum á miðvikudagskvöld Frá danska blaðafull- trúanum í gær, 30. júní. ÓEIRÐIR hjeldu áfram í Kaupmannahöfn á miðviku- dagskvöldið, þótt í smærri stíl væri en næstu kvöldin á und- an. Rjett eftir klukkan 20 streymdi fjöldi borgarbúa út á göturnar og kveiktu bál á miðj um akbrautunum. Það voru mótmæli þeirra gegn því, að vera lokaðir inni á hvei’ju sum- arkvöldi eftir klukkan 20, sem er þó rjettilega kl. 19, því að Þjóðverjar flýta klukkunni um eina klukkustund á sumrin. — Bjarma frá mörg hundruð bál- um sló um borgina, og í miðjum bænum hafði enskum fána ver ið komið fyrir yfir mjög fjölfar inni götu. Þýsku eftirlitssveitirnar komu á vettvang, en höfðu fengið skipun um að halda sjer í skefj um og komast hjá alvarlegum ái'ekstrum við borgarbúa. — Þeim veittist erfitt að fram- fylgja þeirri skipun, og 25 Kaupmannahafnarbúar særðust meira eða minna af kúlum Þjóðverja. Enginn var drepinn á miðvikudagskvöldið. Eini maðurinn, sem drepinh var á miðvikudaginn, var einn af skósveinum Þjóðverja, Ib Svanberg, 27 ára- að aldri. Hann kóm á reiðhjóli eftir Gammel Kongevej. Annar hjólreiðamað ur náði honum og sk&ut á hann af marghleypu, um leið og hann fór fram úr honum. Svan- berg var dauður, áður en kom- ist var með hann í sjúkrahús, en þangað álti þýskur sjúkra- bíll að flytja hann. í vösum Svanbergs fundust skjöl og skírteini, sem Gesta- po hafði gefið út, og sannaði skírteinið, að hann hafði verið í þjónustu Gestapoo. Aðrir þjónar Gestapo fram- kvæmdu út í ystu æsar skipan- ir herra sinna. eftir að Kaup- mannahafnarbúar höfðu í fyrsta skifti kveikt bál á gölun- um í mótmælaskyni. Um nótt- ina, þegar skotthríðin á götun- um var um það bil að hljóðna, kveiktu þeir í hinni stóru sýn- ingarhöll á Bellahöj, og brann hún til grunna. Eyjólfur Jónsson, konsúll á Seyðis- firði, látinn EYJÓLFUR JÓNSSON, kon- súll á Seyðisfirði, ljest í fyrri- nótt, 74 ára að aldri. Eyjólfur er fæddur að Parti í Sandvík í Norðfirði 1869. For- eldrar hahs voru Gróa Eyjólfs- dóttir og Jón Þorvaldsson. — Hann lærði klæðskeraiðn í Noregi og ljósmyndagerð í Danmörku og var ljósmyndari á Seyðisfirði. Forstjóri Útibús íslandsbanka þar 1904—29. — Hann hefii; og gegnt ýmsum trúnaðarstöðum á Seyðisfirði, m. a. bæjarfulltrúi frá 1901— 1937. Sænskur vice-konsúll hefir hann verið síðan 1921. — Hann var kvæntur Sigríði Jensdóttur, sem lifir mann sinn-. Bæjarráð viil ekki kaupa eiynir Strætisvagnafjelaysins í VETUR sótti Strætisvagna- fjelagið um að fá sjerleyfi til rekslurs síns næslu 10 árin, en samkv. sjerleyfislögunum má ekki veita slík leyfi lengui' í einu enn til 3 ára. Nokkru seinna stakk fjelagið upp á því, að bærinn keypti eignir fjelagsins, vagna, hús o. fl. í því skyni að bærinn ræki slræitsvagna flutninga. Voru síðan tilnefndir tveir verk- fræðingar, Valgeir Björnsson, hafnarstjóri og Erling Ellingsen til að meta eignir fjelagsins. — Hafa þeir lokið matgerð sinni og var hún lögð fyrir bæjarráð í gær. Matsverðið nam um íVi milj. króna. Bæjarráð vildi ekki sam þykkja að kaupa eignirnar þessu verði. En hinsvegar hafði fjelagið fyrir sitt leyti fallist á að matgerð þessi yrði notuð sem grundvöllur undir samn- inga um sölu á eignunum. Bæjarráð vildi ekki heldur fallast á áð fjelagið fengi 10 ára sjerleyfi, enda þarf laga- breyting til þess. En hinsvegar skýrði fjelagsstjórnin svo frá í vetur, að fjelagið gæti ekki hald ið rekstrinum áfram, ef sjer- leyfistíminn væri ekki ákveð- irín lengri en lög heimila. Minningarsjóður Davíðs Sch, Thor- steinssonar FYRIR NOKKRUM árum stofnaði Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali sjóð til mii^ningar um föður sinn, Davíð Scheving Thorsteinsson hjeraðslælyú, með 6000 króna stofnfje, og gaf auk þess stú- dentagarðinum minningargjöf. •Síðan hefir stofnandi sjóðsins lagt í hann fje á hverju ári, samtals 16.000 krónur, fram að síðustu áramótum. Nú hefir Scheving Thorsteins son lyfsali enn sent sjóðnum peningagjöf, að þessu sinni 16.500 krónur, í tilefni þess, að í dag eru liðin 25 ár síðan hann tók við rekstri Reykjavíkur Apóteks. Hefir hann þá lagt í sjóðinn samtals 32.500 krónur, auk framlags til herbergis í stúdentagarðinum gamla. Af vöxtum sjóðsins skal greiða húsaleigu fyrir stúdent þann, sem býr í herbergi því í stúdentagarðinum, er ber nafn Davíðs Scheving Thorsteinsson, en vist í því herbergi skal veita stúdenti í læknadeild. Þá skal, ef vaxtatekjur sjóðsins hrökkva greiða einnig húsaleigu fyrir stúdent í heimspekideild — ís- lenskum fræðum. Skotið upp í háloftin. LONDON: — Bandaríkja- menn hafa smíðað nýja 120 mm loftvarnabyssu, sem dreg- ur Í0.000 fet í loft upp. Þetta hefir verið tilkynt af flugmála ráðuneyti Bandaríkjanna. Þær byssur, sem áður voru til, drógu alt upp í 42.000 feta hæð, en það voru bresku 4.5 þuml. loftvarnabyssurnar. Ekki er nákvæmlega vitað, hve hátt þýsku 88 mm loftvarnabyssurn ar draga. Borgarstjórar reknir. LONDON: — De Gaulle hef- ir látið reka borgarstjórana í Algiers og Oran, og sett aðra menn í þeirra stað. Er nú mikið um embættasviftingar og alls- konar óreiðu í Norður-Afríku- löndum Frakka. Jónsmessmót ú Stokkseyrs STOKKSE YRIN G AR heima og heiman gengust fyrir Jóns- messumóti að Stokkseyri síð- astliðinn sunnudag. Fjölmenni mikið sótti mótið. Auk heima- manna voru þarna margir Stokkseyringar frá Reykjavík, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Suðurnesjum. Mótið hófst með guðsþjón- ustu í Stokkseyrarkirkju, kl. 11 f. h. og prjedikaði sóknar- presturinn, sjera Árelíus Níels- son. Að því loknu hópuðust menn á mótsstaðinn, sem var við Knararósvita austan Stokks eyrar, en auk þess sem þar fór fram, fór nokkur hluti mótsins fram í samkomuhúsunum í þorpinu. Ræður fluttu á mótinu þessir menr\: Sturlaugur Jóns- son, stórkaupm., Hróbjartur Bjarnason, stórkaupm., Ásgeir Eiríksson, oddviti Stokkseyr- inga, Kjartan Ólafsson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, Helgi Sæmundsson, blaðam., Þórður Jónsson, skrifstofumaður, Ingi- mundur Jónsson, kaupm., Guð- mundur Jónsson, skósmiður og Grímur Bjarnason, pípulagn- ingameistari. Auk þessa flutti Sigurður Ingimundarson frum- orkt kvæði og hinn vinsæli stjórnandi þjóðkórsins, Páll Isólfsson, stjórnaði fjöldasöng. Tveir ungir og áhugasamir Stokkseyringar í Reykjavík, þeir Agnar Hreinsson, form. Skipstjóra- og stýrimannafjel. „Grótta“ og Hróbjartur Bjarna son, stórkaupm., höfðu for- göngu um kvíkmyndun móts- ins. Kvikmyndina tók Jón Sen. Mótið fór á allan hátt fram af hinni mestu prýði og má það til fyrirmyndar teljast, að ekki sást vín á nokkrum manni GULLI SMYGLAÐ. Stokkhólmi: — Lögreglan hefir komist að því, að sex kíl- óum af gulli hafi verið smygl- að á land í Málmey. Af þessu var 5 kg. að líkindum smyglað frá Danmörku. Þrír menn hafa verið handteknir, Dani, sem talinn er vera meðlimur ólög- legs fjelagsskapar, danskur Gyðingur og pólskur flótta- maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.