Morgunblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. júlí 1944 MORGUNBLÁÐIÐ 5 I ^^róttcLáíÉci or9 un b ici Éái ná Í X«HMXMX»*KMX*,y‘*'MW"X*,X**K**X*«X'^<^44*. MEISTARAFLOKKANA VANTAR SKYTTLR ÍSLANDSMÓT ÞAÐ, sem nú er nýafstaðið mun í framtíðinni verða talið merkilegt,vegna árs ins, sem það var háð á, þótt það væri yfirleitt ekkert merki- legra, en þessi mót hafa verið að undanförnu og að ýmsu leyti ekki vel leikið, sjerstaklega bar venju fremur mikið á hinum leiða bresti, sem virðist fara í vöxt hjer, — skortinum á skot- mönnum. Annars voru liðín yfirleitt vel þjálfuð, að öðru leyti, sam- leikur sást stundum verulega fallegur, en ekki nema einstaka sinnum. Heildarsvipurinn yfir liðunum var yfirleitt góður, þau unnu vel saman, svo langt sem það náði, en vegna skorts- ins á hæfum og voguðum skot- mönnum, voru verjendurnir yf irleitt styrkari og voru í flest- um leikjum mótsins aðeins skoruð fá mörk, og jafnvel þótt annað liðið væri sterkara svo um munaði í samleik og upp- færslu, þá kom þó fyrir að það tapaði leik, eða mistókst að vinna hann. Mátti vera f jölsóttara. Það var yfirleitt leiðinlegt, að ekki skyldu nein utanbæjarfje- lög taka þátt í mótinu að þessu sinni. Akureyringar og Vest- manneyingar voru hjer í fyrra, og hefði maður getað vonast eft ir þeim nú. En sennilega hafa þeir ekki átt heimangengt, þótt skemtilegt hefði verið fyrir þá að vera með, þótt ekki hefðu þeir borið sigur úr býtum. En til þess höfðu Akureyringar að öllu athuguðu möguleika, svo vel sem þeir stóðu sig á mótinu i fyrra, og finst mjer þeir hefðu átt að leggja að sjer að sækja þetta mót. -*- En um ástæðurn- ar heima fyrir hjá þeim, æfing ar og slíkt, veit jeg ekki og get þessvegna ekki dæmt. — Vestmanneyingarnir eiga auð vitað ekki heiman gengt, og má merkilegt teljast að þeir skuli hafa getað tekið jafnoft þátt í móti þessu, og raun ber vitni um. Þeir eiga mjög erfitt um æfingaskilyrði, eins og kunn- ugt er, ,því þeir sækja fast sjó- inn, sem líka hefir gefið þeim þann þrótt og þann drengskap í leik, sem þeir hafa sýnt á leikvangi hjer. Tvö liðin báru af. Svo jeg hætti að ræða um þessa gesti, sem ekki komu og snúi mjer að hinum, sem öttu kappi'um hinn veglega titil, þá virtist mjer tvö liðin, sem þátt tóku í mótinu, bera af um sam- leik og lipurð alla í íþróttinni. Það voru Valur, íslandsmeistar arnir, og Víkingur. Það er sam merkt með þessum liðum, að þau iðká mest stutta samleik- inn, en vel mega þó Valsmenn og Vikingar vita það, að hann gefur ekki sigra, nema skotið sje á mark, og það svo dugi. Að þessu leyti voru Valsmenn Þankar um fremri, enda eiga þeir í liði sínu menn, sem aldrei eru hræddir við að grípa tækifær- ið til að skjóta, og þá vonum fleiri, nefnilega þá Albert, Svein Helgason, Ellert *og Jó- hann. Á þessu móti gerði Ell- ert meira að því að gefa sam- herjum sínum góða knetti, en að skjóta og skoraði mjer vit- anlega ekkert mark, en hinir allir settu mörk. Hjá Víking var það helst Ei- ríkur, sem fjekkst við skot- mensku, með misjöfnum á- rangri að vísu, en viljann vant aði ekki. Ingi Pálsson lætur heldur ekki tækifærin fram- hjá sjer fara, en Gunnleifur Lárusson, eins prýðilegur leik- maður og hann er, gerði lítið að því að reyna skotfimi sína. Er það sjálfsagt að nokkru leyti vegna þess, að hann hefir lengi leikið framvörð. í sókn og vörn. Miðframverðir Vals og Vík- ings, þeir Sig. Ólafsson og Brandur Brynjólfsson gefa lið unum mjög aukið öfyggi. Sýndi þetta íslandsmót best, hvar Brandur á heima á vellinum, því frammistaða hans sem mið framvörður var altaf glæsileg. Það, sem var að Víkingsliðinu, var aðallega það í vörn, að liðið virtist helst til taugaóstyrkt og þurfti að kveðja of marga menn til þess að hrinda sókn andstæðinganna og því erfiðara að byrja á atlögu sjálfir á eft- ir. Þetta var öðruvísi með Val,- þeir hrynda sókn andstæðing- anna venjulega fljótt og örugg lega, án of mikils mannsafnað- ar upp að marki sínu. Hliðarframverðir eru einn af hornsteinum góðs knattspyrnu liðs, og Valur hefir góða hliðar framverði, þá Geir og Anton. Eins hafði Víkingur þar góða menn suma leikina, Iiauk Ósk- arsson og Má Jóhannsson, sem altaf er drjúgur maður á leik- velli. — En besta hliðarfram- verði hefir samt Fram að öðr- um liðum ólöstuðum, — ef þeir eru þar báðir — Högni og Sæ- mundur, er liðið mjög erfiitt viðureignar. Valtýr lofar að vísu góðu, en er enn ekki nógu þroskaður í leúk. Nota aðrar aðferðir. Það er sannast sagna, að menn eru venjulega ekki sam- mála um knattspyrnu, nje flest af því, sem hana varðar. En eitt held jeg að flestir, sem á leiki horfa hjer, sjeu sammála um, og það er að Valur og Víking- ur hafi líka leikaðferð og eins Fram og K. R. r— Og jeg ætla ekki að segja Fram og K. R. það til neins hnjóða, síður en svo, að leikur þeirra minnir mig altaf dálítið á knattspyrn una, eins og hún var hjer leik- in fyrir einum 14 árum eða fyr. íslandsmótið Langspyrnurnar sitja þar enn í fyrirrúmi, sem ekki gerði raunar mikið til, ef þær væru eins nákvæmar og skylai. En langspyrnur hjá Val og Víkirtg eru jafnan nákvæmari, enda mikið sjaldnar notaðar. Nú segja vitrir menn erlendis, að besti leikurinn sje hæfilegt sambland af löngum og stutt- um spyrnum og skulu þeir ekki rengdir. Dæmi þessarar leikað- ferðar hafa Valur og Víkingur sýnt einu sinni mjög glæsilega, að því er jeg man. Það var fyrsta leik á Islandsmóti fyrir nokkrum árum, sem endaði með jafntefli 0-—0. Ekki var leikur þesara fjelaga nú eins ■góður að þessu leyti, enda vont veður, er hann var leikinn. Þó mun hann að öllu jöfnu hafa verið best leikni leikur móts- ins. Fram og K. R. Ymsum mun nú hafa fundist jeg halla heldur á-Fram og K. R. í því sem jeg hefi skrifað hjer á undan, en það var ekki skrifað til þess að niðra fje- lögum þessum eða keppendum þeirra, síður en svo. Þar talar einnig frammistaða þeirra á mótinu sínu máli. Hún var að- eins örlítið síðri en Vals, og K. R. varð jafnt Víking að stigum. Fram fór verst út úr mótinu, og hvort það hefir staðið í í'jettu hlutfalli við getu liðsins, þetta eina stig, sem það fjekk, finst að minsta kosti mjer mikil spurning. I engum leiknum var Fram greinilega máttminna en andstæðingurinn, enda tapaði fjelagið með aðeins einu marki fyrir K. R. og Val og gerði jafn tefli við Víking, en í þeim leik var liðið að mínum 'Sómi lje- legast. Leikinn gegn K. R. sá jeg því miður ekki, en sjónar- vottar, sem jeg trúi vel, segja mjer, að þar hefði hvort liðið sem var, geta unnið, aðeins með örlítilli hepni, — og hún segir nú stundum ekki lítið í knattspyrnu. — Hitt er annað mál, að Fram hefir einna ljelegustu sóknarlín una nú, og kann þar enginn maður að skjóta, nema helst Karl Torfason, enda gerði hann eina markið á mótinu, sem lið ið gerði með hreinu og fallegu skoti. Þórhalli virðist vera að fara aftur, enda er hans gætt mjög nákvæmlega. — Nú vant aði Ottó Jónsson illilega, en hann er nú að skora mörk fyrir hið göfuga fjelag „Hearts“ og kann mikið, þegar hann kemur aftur, og það geta allir vitað fyrirfram, að þá hefir honum farið fram en ekki aftur með skotfimina. Skotin dynja. Jeg hefi sjeð nokkra leiki er- lendis og heyrt Jýsingar á æði mörgum slíkum. Og það er alt- eftir J. Bn. af segin saga, að öll uphlaup enda með skotum, en hjer er önnur saga, og jeg er hræddur um að það sje vegna þess að menn eru of hikandi. Þeir gefa oft knqttinn fyrir framan mark ið og það beint í fætur mótherj ans, þótt tækifæri til skots sje fyrir hendi, eða öllu heldur fæti, — og svo verður ekki neitt úr neinu og í næsta upp- hlaupi fer alt á sömu leið. Vita- skuld eiga æfðir sóknarliðar að vera haldnir bókstaflega of- næmi fyrir því, hvenær þeir eiga að skjóta og hvenær gefa knöttinn; sumir hjer eru líka nokkuð naskir á þetta, eins og t. d. Jón Jónsson í K. R., sem er kafli fyrir sig, úr því að þetta skýttumál hefir borið á góma. Jeg held að jeg lasti engan með því að segja, að Jón Jóns- son sje sá maður, sem er fjöl- hæfasta skyttan, sem við eig- um nú hjer í meistaraflokkum vorum. Og þar við bætist svo það, að honum er stöðugt að fara fram um knatttækni og samleik. Skot hans eru altaf hættuleg, það kemur hjer um bil aldrei fyrir, að hann hitti ekki markið, sem þó getur hent allra bestu skotmenn. K. R. er heppið að eiga slík- an man::, sem er mikill þáttur í frammistöðu liðsins á tnótinu. Liðið er annars mjög upp og ofan, — það er eins og það finni ekki sjálft sig, nema einstaka sinnum. og þá getur því tekist vel upp, á meira öð segja til á- gætan samleik. en þetta er bara of sjaldan. Má vera að þðð sje að nokkru því að kenna, að hlið arframverðir eru ekki nægi- lega æfðir í sínum stöðum enn, spyrnur þeirra fram eru ekki eins uppbyggilegar og skyldi og staðsetningarnar mættu betri vera. Það af sókninni hjá K. R., sem byggt er upp af varn arleikmönnum, kemur svo að segja alt frá Birgi Guðjónssjmi, það er maður sem hefir tök á því að stýra kpettinum í þá átt og á þann stað, þar sem hann gerir mest gagn. — Svona rjett meðalmót. Þetta var að mínum dómi svona rjett meðalmót, kanske þó heldur i áttina fyrir ofan, en ekki mikið* En hvað verða mótin hjer lengi í meðallagí, meðan æfingarskilyrði fyrir yngri flokkana eru ekki betri en nú, því altaf eru yngri flokk arnir-stofnar að meistaraflokk- unum okkar.Það er fvrir yngri flokkunum, sem forvígismenn- irnir í knattspyrnuíþróttinni eiga fyrst og fremst að hugsa. Fái þeir góða æfingu, er þegar unninn hálfur sigur. Þetta er mál, sem allir knattspyrnu- menn ættu að geta sameinast, um, þótt samhugurinn sje oft og tíðum ekki sem skyldi hjá þeim, fremur en öðrum íþrótta- mönnum, — og hvar ætti hann þó að vera meiri? Að sumu leyti var þetta rnót þó betur leikið en mótið í fyrra, að öðru leyti ekki eins vel. Það gengur upp og ofan í knatt- spyrnunni nú, sem ekki er að furða, eins og aðstæður eru 4 heiminum. En markmiðið á að vera að það gangi stöðugt upp á við. — Markmenn eru góðir. Það er ekki hægt að ræða þetta mót svo, að fara nokkrum orðum um menn þá, sem mark anna gæta. Þeir eru yfirleitt allir góðir, sumir hreinlega á- gætir og skaði, að ekki skuli þeir hafa fengið tækifæri til þess að sýna enn meiri afrek, en raun varð á. En það er nú svo, að markmennirnir hafa eins og stendur algjörlega yfir höndina yfir blessuðum skytt- unum okkar. — Meistararnir. Þeir leikmenn Vals, sem hlutu hina miklu nafnbót Js- landsmeistarar 1944, eru þess- ir, talið frá markmanni að vinstra útherja: Hermann Her- mannsson, Björn Ólafsson, Frí- mann Helgas(jn; Geir Guð- mundsson, Sigurður Ólafsson, Anton Erlendsson; Jóhann Eyj ólfsson, Guðbrandur Jakobsson, Sveinn Sveinsson, Sveinn Helgason og Ellert Sölvason. — Auk þessara manna Ijek Albert Guðmundsson með á mótinu. J. Bn. Fimleikaflokkur K. R. sýnir á Akra- nesi í dag í DAG fer úrvalsflokkur fimleikamanna úr K. R. til Akraness og heldur fimleika- sýningu kl. 5 á Kirkjuvallar- túninu á Akranesi. Vignir Andrjesson er stjórnandi flokksins. Er þetta sami flokk- urinn og sýndi á 45 ára afmæli K. R. í vetur og gat sjer þá hinn frækilega orðstír. Er mik- ill áhugi hjá Akurnesingum að fá að sjá þenna flokk. Haukar unnu vor- mól í Halnarfirði I úrslitaleik í fyrsta flokki milli Hauka og Fimleikafjelags Hafnarfjarðar, sem fram fór fyrir nokkru, fóru leikar svo. aS Haukar unnu leikinn með tveim mörkum gegn einu. — Dómari var Einar Pálsson. —• Unnu Haukar þar með til eign- ar bikarinn, sem um var keppt. I. fl. mótið. í gærkvöldi vann K. R. í. R., 2—1 og Valur vana Víking, 3—0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.