Morgunblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. júlí 1944 1ÁJ Someróet YJjau^L iam: Elliott Temington. í leit að lífshamingju 32. dagur — „Jeg hefi gert alt fyrir þau. Þau hafa etið brauð mitt og drukkið vín mitt. Jeg hefi hjálp að þeim með samkvæmi þeirra. Jeg hefi lagt mig í framkróka með að þóknast þeim. Og hvað hefi jeg fengið í staðinn? Ekk- ert, ekkert, als ekkert. Þeim er öllum sama um, hvort jeg er lifandi eða dauður. Ó, þetta er svo grimmilegt!“ Hann byrjaði að gráta. Stór, þung tár drupu niður skorpnar kinnar hans. „Jeg vildi að jeg hefði aldrei farið frá Ameríku“. ★ Það var hörmulegt að sjá þennan gamla mann, með gröf ina gínandi fyrir framan sig, gráta eins og barn, vegna þess að honum hafði ekki verið boð- ið í samkvæmi — það var átak- anlegt og um leið því nær bros- legt. „Kærðu þig ekkert um það, Elliott“, sagði jeg. „Ef til vill verður rigning kvöldið, sem veislan á að vera“. Hann greip athugasemd mína, eins og sagt er að drukka andi maður grípi í hálmstrá. Hann brosti í gegnum tárin. „Mjer hefir aldrei dottið það í hug. Nú ætla jeg að biðja guð innilegar um rigningu en jeg hefi nokkru sinni beðið áður“. Mjer tókst að draga ath>gli hans frá þessu) og þegar jeg yf- irgaf hann, var hann rólegn. En þegar jeg kom heim, hringdi jeg til Ednu Novamali, og sagð ist þurfa til Cannes daginn eft- ir og spurði, hvort jeg gæti ekki borðað með henni hádegis verð. Jeg vildi ekki niðurlægja Elliott með því að biðja hana að bjóða honum í veislu sína heldur ætlaði je^. að bíða á- tekta og sjá hvernig vindurinn bljesi. Samræður okkar undir borðum snerust eingöngu um samkvæmið. „Elliott verður himinlifandi yfir að fá tækifæri til þess að vera í hinum skrautlega bún- ingi sínum frá tímabili Filipps II“, sagði jeg eins kæruleysis- lega og jeg gat. „Jeg hefi ekki boðið honum“, sagði hún. „Hversvegna ekki?“ spurði jeg, og ljest verða undrandi. „Hversvegna ætti jeg að gera það? Dagar hans í samkvæmis- lífinu eru taldir“. ' Jeg sagði ekki meira, en var ákveðinn í að ná í boðskortið, sem veslings Elliott þráði svo mjög, með góðu eða illu. Að há- degisverði loknum fór Edna með vinum sínum út í garðinn. Þá kom tækifærið, sem jeg hafði verið að bíða eftir. Jeg hafði einu sinni dvalið nokkra daga í húsi þessu, og vissi því, hvernig hagaði til þar. Jeg gat þess til, að enn mundu nokkur boðskort vera eftir og væru þau sennilega á skrifstofu einkaritarans. Jeg lagði því af stað þangað, og ætlaði að hnupla einu kort- inu, skrifa nafn Elliotts á það og setja síðan í póstinn. Jeg vissi, að hann var altof veikur til þess að geta farið, en það myndi gleðja hann ótrúlega, að fá það. Mjer varð dálítið hverft við, þegar jeg opnaði dyrnar og sá að einkaritari Ednu sat við skrifborð sitt. Jeg hjelt nefni- lega að hún væri enn að borða. Það var miðaldra kona, skosk, með bleikrautt hár, nefklemm- ur og mjög freknótt í andliti. Hún var ákveðin á svip og köll uð ungfrú Keith. „Mjer datt í hug, að koma og reykja einn vindling með yð- ur“, hálf-stamaði jeg. „Gjörið þjer svo vel“. Ungfrú Keith talaði með skoskum hreim og gat verið mjög kímin, þegar hún vildi það við hafa. „Þjer hafið sennilega mikið að gera núna, ungfrú Keith?“ sagði jeg. „Já, jeg veit ekki lengur, hvort jeg stend á höfðinu eða fótunum". Jeg vissi, að jeg gat treyst henni, og kom því beint að efn inu. „Ungfrú Keith, jeg kom ekki hingað til þess að fá mjer vindl ing með yður. Jeg kom hingað til þess að hnupla boðskorti og senda til hr. Temington". „Það hefði verið mjög sam- viskulaust af yður“. „Vissulega. Verið þjer nú góðar, ungfrú Keith, og gefið mjer kortið. Hann getur ekki komið, en það gleður veslings gamla manninn. Ungfrú Keith hagræddi nef- klemmunum á virðulegu nefi sínu. - mm „Jeg er viss um, að þjer vilj ið ekki, að jeg sje ótrú húsmóð ur minni, hr. Maugham. Kort- in eru hjerna á borðinu í um- slögum sínum. Jeg ætla að líta út um gluggann, sumpart til þess að rjetta úr fótum mínum, sem eru orðnir stirðir af öllum þessum kyrrsetum og sumpart til þess að athuga hið fagra út- sýni. Hvorki guð nje neinn mannlegur máttur getur tali? mig ábyrga fyrir því, sem skeð ur að baki mjer“. Þegar ungfrú Keith settist aftur, var boðskortið komið í vasa minn. Elliott var ljómandi af gleði, þegar jeg kom til hans nokkr- um dögum síðar. „Sjáðu“, sagði hann. „Jeg er búinn að fá boðskortið. Það kom í morgun“. Hann náði i kortið undan kodda sínum. „Jeg sagði þjer þetta. Nafn þitt byrjar á T, svo að röðin hef ir ekki komið að þjer fyrr en nú“. „Jeg hefi ekki svarað enn. Jeg ætla að gera það í fyrra- málið“. Mjer fór ekki að lítast á blik- una. „,A jeg ekki að svara því fyr- ir þig? Jeg get sett það í póst- innum leið og jeg fer“. „Nei, hversvegna ættirðu að gera það? Jeg er fullkomlega fær um, að svara mínum heim boðum sjálfur“. ,En svo datt mjer í hug, að ungfrú Keith myndi auðvitað taka við svarinu, og þá væri öllu óhætt. Elliott hringdi bjöll unni. „Jeg ætla að sýna þjer bún- inginn?" „Þú ert þó ekki að hugsa um að fara, Elliott?“ „Vitanlega fer jeg. Jeg hefi ekki notað hann síðan á grímu- dansleiknum hjá Beaumont“. ★ Jósep svaraði hringingunni, og Ellioott sagði honum að koma með búninginn. Hann var í stórum, flötum kassa, vaf inn inn í silkipappír. Það voru hvítir silkisokkar, stunginn bolur úr gyltu klæði, með hvít um satin-röndum, samstætt vesti, skykkja, fellingakragi, flöt flöjels-húfa og löng gull- keðja, er á hjekk orða Golden Fleece riddarareglunnar.Jeg sá, að þetta var eftirlíking af mjög skrautlegum búningi, sem Filipp II. er í á málverki Titi- ans, og þegar Elliott sagði mjer, að þetta væri nákvæmlega sami búningurinn, sem greifinn hefði verið í við giftingu Spán- arkonungs og Englandsdrottn- ingar, gat jeg ekki að því gert, að mjer kom í hug að hann hefði nú gefið ímyndunarafli sínu algjörlega lausan taum- inn. Morguninn eftir, þegar jeg sat að snæðingi, var kallað á mig í símann. Það var Jósep, sem sagði mjer, að Elliott hefði fengið annað kast um nóttina, og læknirinn efaðist um, að hann lifði til kvölds. Jeg sendi þegar eftir bíl, og keyrði til Antibes. Elliott var meðvitund arlaus, þegar jeg kom þangað. Hann hafði harðlega neitað, að fá hjúkrunarkonu, en nú var komin þangað hjúkrunarkona, sem læknirinn hafði sent eftir til senska sjúkrahússins, sem stenduf á milli Nice og Beaulieu. Jeg fór út til þess að senda Isabel skeyti. Hún dvaldi um sumarið með Gray og börnun- um á ódýrum sjóbaðstað, La Baule. Hann var mjög langt frá Antibes, svo að jeg var hræddur um, að þau kæmu ekki nógu snemma. Isabel var eini núlifandi ættingi Elli- otts, fyrir utan hina tvo bræð- ur hennar, sem hann hafði ekki sjeð í mörg ár. En lífslöngun Elliotts var sterk, eða meðöl læknisins hafa haft einhver áhrif, því að ‘ þegar á daginn leið, fjekk hann * aftur meðvitund. Jeg dvaldi hjá honum til kvölds, og þegar jeg kom til hans dag- inn „eftir, var hann glaðvær en mjög máttfarinn. Jeg7fjekk að- eins að dvelja hjá honum mjög stutta stund. Matti vitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 7. „Æ, það voru tveir flakkarar, sem voru að flá hund“, sagði Matti. „Ja, ekki batnarðu mikið“, sagði móðir hans. „Það er bæði synd og skömm, hvernig þú getur hagað þjer. Jeg hefi aldrei heyrt annað eins“, sagði hún. „En nú verð- j urðu að leggja af stað einu sinni enn, og reyndu nú að komast áfram án þess að skipta þjer af þeim, sem þú | mætir, ná þjer í konuefni og reyna að finna stúlku, sem | hefir svolítið meira vit í kollinum en þú sjálfur og er fær- ari m að stjórna búi. En reyndu bara að haga þjer eins 1 og maður á leiðinni“. Nú gerði Matti eins og móðir hans bað hann. Hann lagði af stað og bað sjer stúlku, og hún tók honum, því henni leist bara bærilega á pilt. j Þegar Matti kom heim aftur, vildi móðir hans vita, hvað tilvonandi tengdadóttir hennar hjeti. En það vissi Matti ekki. Þá reiddist móðir hans og sagði, að hann yrði ’ strax að fara af stað aftur, því að hún vildi vita hvað stúlkan hjeti. Matti lagði svo af stað aftur og var um , kyrt nokkra daga hjá unnustu sinni. Þegar hann ætlaði að fara að kveðja hana aftur, rankabi hann við sjer og j spurði, hvað hún hjeti. Iiún hjet þá Salvör, að því er hún sagði. Matti stökk nú af stað og tautaði við sjálfan sig: „Salvör, Salvör, stúlkan mín. Salvör, Salvör, stúlkan mín“. En þegar hann var á mestu hlaupunum til þess að kom- ast sem fyrst heim, svo hann gleymdi ekki nafninu á kærustunni, þá datt hann endilangur um þúfu, og gleymdi auðvitað nafninu við þetta áfall. Þegar hann var stað- inn upp aftur, fór han að leita alt í kringum þúfuna, en fann auðvitað ekkert annað en gras. Þá fór hann að róta í jörðinni með höndunum, eins og hann mögulega gat. Þegar hann var að róta þarna, kom gamall maður til hans. „Að hverju ertu að leita?“ spurði hann Matta. „Hef- rðu týnt einhverju hjerna?“ ,,Æ, jeg týndi nú nafninu stúlkunnar minnar“, sagði /eslings Matti, „og jeg get ekki fundið það aftur“. „Heitir hún ekki Salvör?“ spurði maðurinn. Þegar Matti heyrði þetta, þaut hann af stað með stórar Augun jeg hvíli með gleraugum t r á Ef Loftur getur það ekki — bá hver? — Það er hræðilegt, hvað krakkarnir verða óhreinir í þessu veðri. Jeg varð að þvo sex strákum, áður en jeg fann strákinn minn. ★ Kaupstaðadrengurinn horfði hugfanginn á, þegar bóndinn var að mjólka kú sína. Þegar því var lokið segir drengur: ,,Æ, góði manni, heltu mjólk inni til baka og gerðu þetta aftur.“ ★ Svertingjar ræðast við. — Jeg heyrði sagt að elsti sonur þinn sje^kominn í fang- elsi. — Já, hann hefir jafnan ver ið hvíti sauður ættarinnar. ★ Yfirfangavörðurinn: — Hvernig stóð á því, að þjer rjeðust á fangavörðinn? Fangi: — Það var aðeins til þess að viðhalda æfingunni. ★ — Hvernig í ósköpunum ætti giftur maður að geta dregið nokkuð saman nú á dögum? — Jú, það er hægt með því móti að leggja krónu í spari- baukinn fyrir hver.t rifrildi við konuna. ★ Hún: — Alt, sem hjer er til, húsið, peningarnir, fötin og innanstokksmunirnir, er mín eign. Hvað áttir þú áður en við giftumst? — Frið. • ★ Svertingi kemur hlaupandi til ljónaveiðarans: — Massa, massa, jeg hefi fundið ljóna- slóð hjerna fyrir norðan. Ljónaveiðarinn: — Blessað- ur, við förum undir eins suð- ur á bóginn. ★ — Mamma, hvað ætlarðu að gera við eggin, sem þú sendir mig eftir? — Jeg ætla að búa til úr þeim eggjaköku. — Jeg hefi tekið af þjer ó- makið, mamma. ★ Dómarinn: — Þjer segið að sambúð yðar og mannsins yðar hafi verið ágæt þangað til hann byrjaði að berja yður. Hvenær var það? — A leiðinni heim frá kirkj- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.